Innlent

Elsti Íslendingur sögunnar

Sólveig Pálsdóttir, frá Svínafelli í Öræfum, varð í dag sá Íslendingur sem hæstum aldri hefur náð svo vitað sé, 109 árum og 59 dögum. Sólveig dvelur á Heilbrigðisstofnun Suð-Austurlands á Höfn í Hornafirði og þar var boðið upp á pönnukökur í dag, auk þess sem börn úr tónlistarskólanum á Höfn héldu tónleika fyrir hana. Þessi mynd var tekin af Sólveigu í dag, með tveimur barna sinna, en hún á sjö börn og fjölda afkomenda. Hér sést hún með nokkrum þeirra á 109 ára afmælisdeginum í sumar. Sólveig er ótrúlega hraust, að sögn aðstandenda, þótt hún sé farin að missa heyrn og ferðist mest um í hjólastól. Sólveig er annar Íslendingurinn sem nær 109 ára aldri, hinn var Guðfinna Einarsdóttir frá Leysingjastöðum í Dalasýslu, sem varð 109 ára og 58 daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×