Innlent

Ræddu frið og öryggi á Kóreuskaganum

Kim Jong-il (t.h.) og Tang Jiaxuan, embættismaðurinn sem Hu Jintao, forseti Kína sendi til viðræðna við Norður-Kóreumenn.
Kim Jong-il (t.h.) og Tang Jiaxuan, embættismaðurinn sem Hu Jintao, forseti Kína sendi til viðræðna við Norður-Kóreumenn. MYND/AP

Friður og öryggi á Kóreuskaganum voru aðalumræðuefni á fundi leiðtoga Norður-Kóreumanna og sérstaks sendiboða Hu Jintaos, forseta Kína. Embættismaðurinn færði Kim Jong-il bestu óskir frá Hu Jintao og þar að auki persónulega gjöf sem forsetinn hafði sjálfur búið til. Viðræðurnar voru allar á friðsamlegum nótum.

Einnig ræddu mennirnir hvernig best væri að rækta vináttubönd þjóðanna tveggja auk alþjóðlegra málefna sem snerta báðar þjóðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×