Fleiri fréttir

Grímur átti lægra boð í borholur á Norð-Austurlandi

Tilboð í borholur á Norð-Austurlandi og uppsetningu blástursbúnaðar voru opnuð í Landsvirkjun í gær. Verkið var boðið út í júní síðastliðnum, en um er að ræða tilraunaboranir fyrir nýtt raforkuver til álframleiðslu á Húsavík. Tvö tilboð bárust, frá Vélsmiðjunni Grími ehf. og frá Stáli og suðu ehf. Tilboð Vélsmiðjunnar Gríms var lægra, rúmlega 8,8 milljónir. Kostnaðaráætlun Landsvirkjunar var upp á 8,5 milljónir.

Skáldaganga um gamla kirkjugarðinn

Borgarbókasafn Reykjavíkur býður til kvöldgöngu um gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu á fimmtudaginn. Skáldin og bókaverðirnir Einar Ólafsson og Jónína Óskarsdóttir munu leiða gönguna, sem er hluti af göngudagskrá menningarstofnana borgarinnar, Kvöldgöngur úr Kvosinni, sem nú er boðið upp á annað árið í röð.

Samkeppni um merki fyrir eyfirsk matvæli

Félag um verkefni til að auka hróður eyfirsks matvælaiðnaðar hefur efnt til samkeppni um merki fyrir verkefnið. Merkið mun auðkenna eyfirskan matvælaiðnað og veitingahús og vera gæðastimpill á vöru og þjónustu.

Rumsfeld í heimsókn í Kabúl

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Kabúl í Afganistan í morgun. Þar hitti hann Hamid Karzai, forseta landsins. Talið er að viðræður þeirra muni að mestu snúast um vaxandi andspyrnu talibana í suðurhluta Afganistan og um áform um að NATO taki við af hersveitum Bandaríkjamanna í suðurhlutanum á næstu vikum.

Fjölgun ferðamanna mikil

Fram kemur í nýlegri skýrslu um erlenda ferðamenn á Íslandi að fjölgun erlendra ferðamanna hefur verið mun hraðari en til dæmis fjölgun landsmanna og vöxtur bílaumferðar síðasta áratuginn.

Lifrarbólgutilfellum í hundum fjölgar

Á síðustu árum hefur tilfellum lifrarbólgu í hundum farið fjölgandi. Hundar landsins hafa ekki verið bólusettir gegn lifrarbólgu síðustu þrjú ár, vegna þess að þá var hætt að framleiða bóluefni sem notað var gegn lifrabólgu í hundum á Íslandi.

Um hundrað manns látnir eftir sprengingar í Mumbai

Sjö sprengjur sprungu í farþegalestum í borginni Mumbai, sem áður kallaðist Bombay, á Indlandi fyrr í dag. Að sögn lögreglu borgarinnar eru að minnsta kosti 100 manns látnir. Björgunarmenn eru á vettvangi og hafa þeir bjargað tugum manna úr lestunum. Forsætisráðherra Indlands hefur kallað til neyðarfundar. Borgin er fjármálamiðstöð landsins og þar hafa áður verið framin sprengjutilræði. Ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á tilræðunum en böndin eru talin berast að aðskilnaðarsinnum frá héraðinu Kasmír.

Umhverfis- og fegrunarátak í Reykjavíkurborg

Laugardaginn 22. júlí hefst umhverfis- og fegrunarátak Reykjavíkurborgar. Átakið ber slagorðið “Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík” og er fyrirhugað að það eigi sér stað í öllum hverfum borgarinnar og hefjist í Breiðholti.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ekki samstíga

Erfiðlega gengur að samræma stefnu innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, um hvernig skuli brugðist við eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna. Kínverjar vilja ekki ganga eins langt og Japanar og Bandaríkjamenn innan ráðsins.

Gaddakylfan veitt í Iðnó í dag

Höfundi bestu glæpasögu ársins verður veitt Gaddakylfan í Iðnó í dag milli klukkan fimm og sjö. Þrjár sögur hafa verið valdar í ár en mikil leynd hvílir yfir hverjir höfundar þeirra eru en það mun koma í ljós í kvöld.

Verið er að draga fiskibátinn í land

Björgunarskipið Oddur V. Gísalson frá Grindavík er að draga lítinn fiskibát, með tvo menn um borð, sem var á reki djúpt út af Reykjanesi.

Réttarhöldum yfir Saddam Hussein frestað

Réttarhöldum yfir Saddam Hussein hefur verið frestað í um tvær vikur. Dómarinn í málinu ætlar að freista þess að reyna að fá Saddam og verjendur hans til að mæta á ný í réttarsal eftir að hafa hundsað réttarhöldin um skeið.

Afli skipa minnkar milli ára

Á árinu 2005 var afli íslenskra skipa tæp 1.669 þúsund tonn sem er 59.000 tonnum minni afli en árið 2004.

Fimm teknir fyrir ölvunarakstur

Nóttin var frekar róleg hjá Lögreglunni í Reykjavík. Þó voru fimm teknir fyrir ölvunarakstur á síðastliðnum sólarhring og eins komu upp fjögur minniháttar fíkniefnamál.

Rumsfeld í heimsókn í Kabúl

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Kabúl í Afganistan í morgun.

Gengu út eftir ræðu Dagnýjar

Fulltrúar Bandaríkjanna á ársfundi þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu gengu á dyr eftir ræðu Dagnýjar Jónsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins.

Þjóðverjinn fundinn

Þýskur ferðamaður, sem lögregla lýsti eftir í gærkvöldi, fannst heill á húfi í tjaldi í Laugadalnum. Síðast var vitað um hann á Akureyri og ætlaði hann yfir Kjöl, en lét síðan ekkert vita af ferðum sínum. Því var farið að leita að honum.

Tveir menn slösuðust illa í nautahlaupinu í Pamplona

Tveir menn liggja nú illa slasaðir á sjúkrahúsi eftir að hafa tekið þátt í nautahlaupi í Pamplona á Spáni. Þúsundir taka þátt í San Fermin hátíðinni og hlaupa undan nokkrum nautum niður götur borgarinnar.

Alliance hús verði ekki rifið

Svokallað Alliance hús sem stendur á Ellingsen reitnum við Mýrargötu, á að rífa ásamt öðrum húsum sem þar standa samkvæmt deiliskipulagi. Þar á að rísa sjö hæða íbúðablokk en Húsafriðunarnefnd leggst gegn niðurrifi hússins.

Fundu Artemis í rústunum

Fornleifafræðingar hafa greint frá fundi tvö þúsund ára gamallar styttu af Artemis, gyðju veiða, villidýra, frjósemi og tunglsins. Dóttir Seifs og Letóar og systir Appolóns er nú höfðinu styttri og útlimalaus, en þó áttatíu og tveggja sentimetra há. Hún fannst í bænum Lárissa í Þessalóníku, miðhluta Grikklands.

Fleiri innbrot í stærri eignir

Af innbrotum í íbúðahúsnæði er algengast að brotist sé inn í einbýlis- og raðhús að sögn Árna Vigfússonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík. Lögreglan brýnir fyrir fólki að ganga vel frá heimili sínu áður en haldið er í ferðalag. Innbrotsþjófar eru á ferðinni allan ársins hring, en eiga sérstaklega auðvelt með að athafna sig þegar fjölskyldur landsins eru að heiman í sumarfríum.

Hækkun íbúðaverðs eykur greiðslubyrði

Verðhækkun fasteigna síðustu misseri hefur leitt til meiri hækkunar á greiðslubyrði íbúðalána en vaxtahækkanir. Hagfræðingur segir eðlilegt að fasteignaverð fari lækkandi eftir verðhækkunina síðustu misseri.

Fíkniefni gerð upptæk

Talsvert af fíkniefnum fanst í bíl, sem lögreglan á Selfossi stöðvaði á Hellsiheiði í nótt.

Brú sprengd upp á Gaza svæðinu

Ekkert virðist draga úr átökum á Gaza svæðinu. Í nótt sprengdi ísraelski herinn upp brú á norðurhluta Gaza svæðisins.

Fóru í gegnum varnargirðingu

Lögreglunni í Bolungarvík var tilkynnt um töluvert grjóthrun úr Óshlíðinni um eittleytið í fyrrinótt.

Rútukaup verða áfram niðurgreidd

Framlengja á heimild til endurgreiðslu 2/3 hluta virðisaukaskatts af nýjum innfluttum hópbifreiðum. Starfshópur samgönguráðherra, sem fjallaði um rekstrarumhverfi hópbifreiða, komst að þeirri niðurstöðu, en að öllu óbreyttu rennur heimildin út um næstu áramót.

Fiskibátur á reki út af Reykjanesi

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Grenivík er nú komið að litlum fiskibáti, með tvo menn um borð, sem er á reki djúpt út af Reykjanesi.

Basajev deyr í næturárás

Tsjetsjenskur uppreisnarleiðtogi var drepinn af rússneskum stjórnvöldum í næturáhlaupi. Rússlandsforseti kallar morðið réttláta hefnd fyrir Beslan-árásina.

Skall til jarðar skömmu eftir flugtak

Fjörutíu og fimm manns fórust með pakistanskri farþegaflugvél sem hrapaði til jarðar stuttu eftir flugtak frá flugvelli í borginni Multan í austurhluta Pakistans.

Aldrei fleiri arabískunemar

Tvöfalt fleiri hafa sótt um arabískunám við Kaupmannahafnarháskóla í vetur en á síðasta ári. Telja ráðamenn að hér sé helst að þakka athygli fjölmiðla á deilum milli Austurlanda- og Vesturlandabúa undanfarið. Þetta kemur fram á fréttavef danska blaðsins Politiken í gær.

Annir í embætti

Öfugt við svo marga sem nú eru í sumarleyfum frá vinnu og liggja með tærnar upp í loft þeysist Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á milli landa og landshluta í opinberum erindagjörðum.

Sjá næstu 50 fréttir