Fleiri fréttir

Viðurkenna Svartfjallaland

Ríkisstjórn Serbíu viðurkenndi í gær sjálfstæði Svartfjallalands og tilkynnti að komið yrði á stjórnmálasambandi ríkjanna á milli. Svartfjallaland lýsti yfir sjálfstæði og sambandsslitum frá Serbíu hinn 3. júní eftir þjóðar­atkvæðagreiðslu.

Umferðarátak heldur áfram

Átak lögreglu í umferðarmálum á landsvísu sem hófst í fyrrasumar mun halda áfram í ár með aukinni fjárveitingu. Í sumar fengust áttatíu milljónir króna frá samgöngumálaráðuneytinu til að halda áfram sérstöku eftirliti á þjóðvegunum með hraðakstri og ölvunarakstri. Þetta kemur ofan á öll hefðbundin löggæslustörf.

Segist vera saklaus af smygli

Þrítugur litháískur karlmaður sagðist fyrir dómi í gær saklaus af því að flytja inn rúma tvo lítra af amfetamínbasa auk tæplega 700 millilítra af brennisteinssýru, til söludreifingar hér á landi. Mál Ríkissaksóknara gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Mega ekki koma að landi

Ráðherra þjóðar­öryggismála á karabísku eyjunni St. Kitts tilkynnti að ríkisstjórnin hefði ákveðið að banna skipi Grænfriðunga að koma að landi. Hann neitaði að tjá sig um tilefni hafnbannsins en ákvörðunin var líklega tekin í tilefni fundar Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem nú stendur yfir á eyjunni.

Frjálslyndir auglýstu oftast

Frjálslyndi flokkurinn birti flestar dagblaðaauglýsingar fyrir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar, eða 124, en næst á eftir kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 113 auglýsingar. Aðrir flokkar eru með mun færri auglýsingar; á milli fimmtíu og sextíu.

Köflótt rigning og hægviðri

Helga Jónsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að höfuðborgarbúar megi búast við "týpísku íslensku" þjóðhátíðarveðri á 17. júní.

Múslimar hertaka aðra borg

Múslimar hafa hertekið Jowhar, síðustu hernaðarlega mikilvægu borgina sem var á valdi bandalags nokkurra stríðsherra sem eru styrktir af Bandaríkjastjórn.

Fá sjaldan þyngri dóm en skilorð

Þeir sem ráðast á lögreglumenn eru sjaldan dæmdir til þyngri refsingar en skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Það er að segja ef málið fer yfirleitt fyrir dóm, en að sögn talsmanns Landssambands lögreglumanna eru 90-95 prósent þessara mála felld niður áður en þau fara fyrir dóm.

Stjórnarskrárdeilu slegið á frest

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna 25, sem sitja nú á rökstólum á hálfsárslegum fundi sínum í Brussel, ætla að gefa sér minnst eitt ár til viðbótar til að íhuga hvað gera skuli við stjórnarskrársáttmálann strandaða.

Jafnréttisgleraugu frá Jóni

Jón Kristjánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, afhenti Magnúsi Stefánssyni, eftirmanni sínum, svokölluð jafnréttisgleraugu þegar Magnús tók við lyklum að ráðuneytinu í gær.

Ljótur blettur á bænum

Þegar ekið er inn í Reyðarfjörð má sjá stóran og mikinn ruslahaug sem samanstendur af brotajárni, gömlum dekkjum og ýmsu öðru drasli. Landið, sem er einn hektari að stærð, er í eign Fjarðabyggðar en endurvinnslu­fyrirtækið Hringrás leigir það af bænum.

Hamas vill vopnahlé

Hamas-hreyfingin hefur boðist til að koma aftur á vopnahléi, nokkrum dögum eftir að því var slitið í mótmælaskyni við blóðuga sprengingu í Gazasvæðinu sem varð átta Palestínumönnum að bana.

Á þriðja þúsund fallnir

2.500 Bandaríkjamenn hafa nú látið lífið í Írak. Umræður í Bandaríkjunum um stríðið í Írak hafa þótt á jákvæðari nótunum síðustu daga, en víst er að andstæðingar stríðsrekstursins eiga eftir að vekja mikla athygli í fjölmiðlum á nýrri tölu látinna.

Fljótandi kjarnorkuver

Áform eru uppi í Rússlandi um að búa til fljótandi kjarnorkuver til að þjóna afskekktum svæðum í norðurhluta Rússlands, segir á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Umhverfisverndarsinnar í Noregi hafa gagnrýnt áformin. Þeir telja mikla hættu á því að kjarnorkuverið sökkvi.

Vaxmyndasafnið til sýnis

Vaxmyndasafn Þjóðminjasafnsins verður til sýnis í sumar en það hefur löngum verið sveipað ævintýraljóma. Margir gestir safnsins hafa því hvatt til þess að vaxmyndirnar verði settar fram til að þjóðin fái að berja þær augum.

Lykillinn skilinn eftir í bílnum

Héraðsdómur Norðurlands vestra vísaði í fyrradag frá dómi máli konu á hendur eiganda bifreiðaverkstæðis. Konan sakaði eigandann um að bera ábyrgð á því að bíl hennar var stolið fyrir framan verkstæðið eftir að starfsmaður verkstæðisins skildi bílinn eftir þar með lykilinn í svissinum.

Svikahrappar segjast safna fé til góðgerðarmála

Borið hefur á því að svikahrappar hafa undanfarið hringt í fólk og sagst vera að safna fé til styrktar Fjölskylduhjálp og sagst munu koma heim til fólks og sækja féð. Fólk er beðið að tortryggja þá sem stunda þessi vinnubrögð því hið rétta er að fjársöfnun Fjölskylduhjálpar fer öll í gegnum banka og það er einungis BM-ráðgjöf sem safnar fé fyrir Fjölskylduhjálp með sölu geisladiska.

10 sjíamúslimar dregnir út úr rútu og skotnir

Byssumenn drógu 10 íraska sjíamúslima út úr rútu sem þeir voru í og skutu þá til bana í íraska bænum Baqouba, um 60 kílómetra norðaustur af Bagdad, ekki langt frá þeim stað þar sem al-Zarqawi, fyrrum leiðtogi al-Qaida samtakanna í Írak var skotinn.

Eldur kviknaði við olíutankana á Akranesi

Slökkvilið Akranes var kallað út á tíunda tímanum í kvöld vegna elds sem logaði við birgðastöð Olís á Akranesi. Allt bendir til að eldurinn hafi verið kveiktur af mannavöldum og að einhver hafi farið inn á lokað svæði en eldurinn logaði í plastgámi sem innihélt tjöruhreinsi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en mikið mildi þykir að eldurinn náði ekki að breiðast út. Lögreglan á Akranesi fer með rannsókn málsins.

Uppselt á Hróarskeldu

Uppselt er á tónlistarhátíðina vinsælu í Hróarskeldu í Danmörku, sem haldin verður dagana 29.júní til 2.júlí. 75 þúsund miðar voru seldir á hátíðina og þar af rúmlega þúsund á Íslandi og er það sölumet fyrir miða á Íslandi. Þá eru ótaldir miðar Íslendinga sem keyptir eru í útlöndum eða í gegnum netið. Það er því ljóst að það verður talsverður fjöldi Íslendinga á svæðinu.

Verslað með húsbyggingafyrirtæki í Akrahverfi

Phoenix fjárfestingar hafa selt dótturfyrirtæki sitt, Laugarakur, sem hefur séð um rúmlega 70% byggingarframkvæmda í hinu nýja Akrahverfi í Garðabæ. Það er nýstofnað fyrirtæki, Laugarnes hf, sem keypti Laugarakur og með því byggingarverkefnið, sem fullklárað verður ríflega 45 þúsund fermetrar af húsnæði.

Erfitt en ánægjulegt að hjóla í kringum landið

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að hjóla í íslenskri veðráttu. Því hafa hjólagarparnir Bjarki Birgisson og Gyða Rós Bragadóttir fengið að kynnast en þau hjóla nú hringinn í kringum Ísland.

Skvísa keyrir búkollu

21 árs kona fékk nóg af lágum hárgreiðslunemalaunum, tók meirapróf og keyrir nú vörubíl af stærstu gerð, svokallaða búkollu. Á níu dögum fékk hún rúmlega mánaðarlaun hárgreiðslunemans og sér ekki eftir skiptunum.

Búa í tjaldi

Pólverji sem vinnur á hóteli í Reykjavík hefur þurft að hírast í tjaldi í tvær vikur og sér ekki fyrir endann á því. Nokkrir aðrir Pólverjar sem komu hingað í leit að vinnu eftir fyrsta maí eru nágrannar hans á tjaldstæðinu í Laugardal.

Vísitala íbúðaverðs lækkaði í maí

Vísitala íbúðaverðs lækkaði örlítið í maímánuði, um 0,2 prósent. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans í dag. Verð á fjölbýli lækkaði meira á milli mánaða en verð á sérbýli. Þetta er fyrsta lækkun fasteignavísitölu síðan í desember síðastliðnum en vísitalan hækkaði talsvert á fyrstu mánuðum ársins.

Skildi kött eftir fæðulausan í einn mánuð

Karlmaður var í dag dæmdur fyrir brot gegn lögum um dýravernd í Héraðsdómi Vesturlands. Maðurinn skildi kött eftir einan í íbúð sinni og án fæðu í einn mánuð árið 2005. Refsing hans þykir hæfileg 40.000 króna sekt sem greiða skal í ríkissjóð en verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins, skal maðurinn sæta fjögurra daga fangelsi.

Vonar að sátt verði um næsta formann

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fráfrandi formaður Framsóknarflokksins, segir það ekki í sínum verkahring að hafa áhrif á val á næsta formanni flokksins. Hann segist vona að sátt og friður verði um næsta formann innan flokksins.

Halldór ekki á leið í Seðlabankann

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra segist ekki á leið í Seðlabankann nú þegar hann segir skilið við stjórnmálin. Halldór lét af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag og hyggst segja af sér þingmennsku að loknu flokksþingi Framsóknarflokksins í ágúst. Halldór segir óráðið hvað taki við eftir það.

Íranar ekki samvinnuþýðir

Helsti sendifulltrúi Bandaríkjamanna hjá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni segir Írana enn neita að veita stofnuninni allar upplýsingar um kjarnorkuáætlun sína. Sendifulltrúi Írana segir stjórnvöld í Teheran skoða vandlega tilboð Vesturveldanna til lausnar deilunni.

Grunaður um að hafa rænt barnungum stúlkum

Belgíska lögreglan hefur ákært mann um fertugt fyrir að hafa rænt tveimur skólastúlkum, sjö og tíu ára. Maðurinn hefur tvívegis setið í fangelsi fyrir að hafa misnotað börn. Óttast er um afdrif stúlkanna sem hurfu á föstudagskvöldið.

61 féll í sprengingu á Sri Lanka

Að minnsta kosti 61 féll þegar sprenging varð um leið og strætisvagni var ekið yfir jarðsprengju á norðurhluta Sri Lanka í morgun. 45 særðust. Ekki hafa jafn margir óbreyttir borgarar fallið í einu síðan vopnahlé tók gildi árið 2002.

Engir reikningar þegar heim er komið

Nú geta viðskiptavinir í Og Vodafone Frelsi hringt frá helstu nágrannalöndum án þess að skrá númerið sitt sérstaklega. Jafnframt eru símtöl gjaldfærð af inneign um leið og því þurfa viðskiptavinir ekki að hafa áhyggjur af bakreikningum þegar heim er komið.

Þokast í samkomulagsátt

Ýmsir þættir þokast í samkomulagsátt hjá aðilum vinnumarkaðarins og talsmenn þar telja að samkomulag geti legið fyrir eftir viku, ef stjónrvöld koma með raunhæft innlegg til samkomulags.

Sjálfstæðismenn í forsætisráðuneytinu í 39 ár af 52

Sjálfstæðismenn hafa setið í forsætisráðherrastóli í tæp 39 ár í fimmtíu og tveggja ára sögu lýðveldisins og Framsóknarmenn í um 18 ár. Ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra er það 24. frá stofnun lýðveldisins og er hann 15. maðurinn til að gegna embætti forsætisráðherra frá árinu 1944.

Maður ákærður vegna mannráns í Belgíu

Belgíska lögreglan hefur ákært mann um fertugt fyrir að hafa rænt tveimur skólastúlkum, 7 og 10 ára. Stúlkurnar, sem eru stjúpsystur, hurfu úr götuveislu í borginni Liege seint á laugardagskvöldið og hefur þeirra verið leitað síðan, án árangurs.

41 sprenging í Tælandi

Að minnsta kosti tveir féllu og sextán særðust þegar sprengjur sprungu á um fjörutíu mismunandi stöðum á Tælandi snemma í morgun. Sprengjunum hafi verið komið fyrir víðsvegar í þremur héruðum í suðurhluta landsins þar sem múslimar eru í meirihluta.

Taylor verður fangelsaður í Bretlandi

Bretar hafa lofað því að fangelsa Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu, verði hann sakfelldur fyrir stríðsglæpi. Þar með verður hægt að hefja réttarhöld yfir Taylor fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi. Taylor er nú í haldi í Sierra Leone, nágrannaríki Líberu.

Aðildarþjóðir Shanghai samvinnustofnunarinnar funda

Aðildarþjóðir Shanghai samvinnustofnunarinnar hittust í gær á aðalfundi stofnunarinnar. Nokkur stærstu lönd í mið- og Austur-Asíu eiga aðild að stofnuninni, Kína, Rússland, Tajikistan, Kasakstan, Kyrgistan og Úsbekistan. Búist er við að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, eigi tvíhliða fundi með Kína og Rússlandi um afstöðu þeirra til kjarnorkudeilu Vesturveldanna við Íran.

Skotárás í Karachi

Þrír féllu og tveir særðust þegar byssumenn réðust á bifreið á vegum pakistönsku lögreglunnar í hafnarborginni Karachi í morgun. Meðal þeirra sem féllu var einn yfirmanna fangelsismála í borginni.

Heimsmeistarakeppni vélmenna

Það er um fátt annað talað en heimsmeistarakeppnina í fótbolta, og því fer ekki hátt að það er önnur heimsmeistarakeppni sem fer fram þessa dagana, einnig í Þýskalandi. Í óformlegri heimsmeistarakeppni sem nefnist Robocup eru keppendurnir ekki mennskir og ekki einu sinni lifandi, heldur vélmenni með gervigreind.

Áhyggjur af fríblaði Dagsbrúnar

Danskir stjórnmálamenn virðast hafa nokkrar áhyggjur af fríblaðinu sem Dagsbrún er að byrja að gefa út í Danmörku. Margir danskir þingmenn eru sagðir tilbúnir til að endurskoða stuðning sinn við hin hefðbundnu dagblöð.

Hugmyndin andvana fædd

Framkvæmdarstjóri Landssamtaka Lífeyrissjóða segir það ekki vera hlutverk lífeyrissjóðanna að byggja og reka húsnæði fyrir eldri borgara. Hann segir hugmyndina vera andvana fædda.

Sjá næstu 50 fréttir