Erlent

10 sjíamúslimar dregnir út úr rútu og skotnir

Nokkur líka mannanna sem skotnir voru.
Nokkur líka mannanna sem skotnir voru. MYND/AP

Byssumenn drógu 10 íraska sjíamúslima út úr rútu sem þeir voru í og skutu þá til bana í íraska bænum Baqouba, um 60 kílómetra norðaustur af Bagdad, ekki langt frá þeim stað þar sem al-Zarqawi, fyrrum leiðtogi al-Qaida samtakanna í Írak var skotinn.

Mennirnir voru á leið heim til sín eftir vinnu, og þeir sem létust voru á aldrinum 20-45 ára, þrír bræður og sex til viðbótar úr sömu stórfjölskyldu, auk bílstjórans sem ók rútunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×