Fleiri fréttir

Kjaraviðræður í hnút blasa við nýrri ríkisstjórn

Kjaraviðræður í hnút blasa við nýrri ríkisstjórn, sem formlega tekur til starfa eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum í hádeginu. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á sérstakt skattþrep fyrir hina lægst launuðu, en því hefur ríkisstjórnin hafnað. Það kom svo verkalýðshreyfingunni í opna skjöldu í gær þegar Samtök atvinnulífsins sögðust ekki styðja lægra skattþrep, þannig að endurskoðun kjarasamninga er komin í hnút að mati þeirra sem að henni standa.

Næsta lágvöruverslun við Höfn í yfir 300 km fjarlægð

Konu, sem var á ferð á Höfn í Hornafirði, blöskraði hátt verðlag á staðnum og hafði samband við Neytendasamtökin vegna málsins. Á Höfn hefur einu lágvöruverslun staðarins, Krónunni, verið lokað og nú er einungis matvöruverslun 11-11 á staðnum.

Forystuháskóli á alþjóðavísu í mótun

Menntamálaráðherra opnaði í gær nýja stofnun um sjálfbæra þróun og þverfaglegar rannsóknir við Háskóla Íslands. Stofnuninni er ætlað að leika stórt hlutverk í að leysa mörg af alvarlegustu vandamálum alþjóðasamfélagsins.

Fíkniefni fundust við leit í bílum á Akureyri

Lögreglan á Akureyri fann fíkniefni við leit í tveimur bílum sem stöðvaðir voru við eftirlit í nótt. Í hvorugu tilvikinu var þó um verulegt magn að ræða, en ökumenn beggja bílanna voru handteknir en sleppt að loknum yfirheyrslum.

Vonast eftir afsökunarbeiðni

Dómsmál Ríkissaksóknara, Boga Nilssyni, þykir ekki vera grundvöllur til að rannsaka það frekar hvort Jón Gerald Sullenberger hafi borið ljúgvitni gegn Jóhannesi Jónssyni í Baugsmálinu og hefur rannsókninni nú verið hætt. Þetta kemur fram í bréfi sem Bogi sendi Einari Þór Sverrissyni, lögmanni Jóhannesar, 8. júní. Jóhannes lagði fram kæru á hendur Jóni Gerald vegna þessa hinn 6. apríl.

Úthýsa verkum Hornsleths

Aðstandendur Q bar í Ingólfsstræti hafa brugðist við áskorunum um að taka niður listaverk danska myndlistamannsins Hornsleths, sem hafa hangið þar uppi í nokkra daga. Kvartanir bárust frá stúlkum sem hafa tekið þátt í fegurðarsamkeppnum og aðstandendum þeirra, en stúlkurnar eru sýndar í málverkunum ásamt grófum texta.

Krían ekki orpin

Krían er ekki enn farin að verpa, en væri orpin fyrir hálfum mánuði í venjulegu árferði. Svipaða sögu er að segja af sílamávi og ritu. Fuglaáhugamenn telja þetta stafa af skorti á sandsíli í sjónum, sem er aðalfæða þessara fuglategunda. Mikill ungadauði var hjá kríunni í fyrrasumar vegna fæðuskorts en nú gæti farið svo að hún verpti alls ekki, en um 300 þúsund kríupör komu hingað til lands í vor til að verpa.

Samningar Icelandair og sænska ríkisins

Icelandair hefur náð samningum við sænska ríkið um að fljúga með starfsmenn þess á milli Svíþjóðar og Íslands annars vegar, og hins vegar á milli Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Að sögn Sigmundar Halldórssonar, starfandi upplýsingafulltrúa Icelandair, er samningurinn stór áfangi fyrir félagið. Unnið hafi verið að honum í töluverðan tíma en hann verður undirritaður í Stokkhólmi á morgun. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um verðmæti samningsins en að sögn Sigmundar ræðst það fyrst og fremst af því hve mikið starfsmenn sænska ríkisins muni fljúga á áðurnefndum flugleiðum. Samningurinn er til eins árs en að sögn Sigmundar er það venja hjá sænska ríkinu hvað varðar flugsamninga að gera ekki lengri samninga en það.

Rýrnað um 480 milljarða

Áframhaldandi lækkun varð á innlendum hlutabréfum í gær, þriðja daginn í röð, og endaði Úrvalsvísitalan í næstlægsta gildi á árinu, 5.356 stigum. Hefur hún lækkað um 3,23 prósent frá áramótum.

Albert Jónsson til Washington

Albert Jónsson verður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum frá 1. nóvember. Um þá ráðstöfun og breytingar á högum tólf annarra sendiherra var tilkynnt í gær. Var það eitt af síðustu embættisverkum Geirs Haarde sem utanríkisráðherra.

Í höndum beggja foreldra

Undanfarin fjögur ár hefur verið algengast að forsjá barna eftir skilnað sé í höndum beggja foreldra, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands.

Allt að 69% verðmunur á frumlyfjum og samheitalyfjum

Verðmunur á frumlyfjum og samheitalyfjum með sömu verkun var allt að 69 prósent í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í ellefu lyfjaverslunum á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudag. Könnunin var gerð í samráði við Landlæknisembættið. Verðið var oftast lægst í Garðsapóteki en oftast hæst í Skipholtsapóteki og Lyfjum og heilsu í Hamraborg. Fólk sem fer með lyfseðla frá læknum í apótek getur spurt hvort samheitalyf með sömu verkun sé í boði og á þá rétt á að fá það í stað frumlyfsins þótt læknirinn hafi vísað á frumlyf.

Átök milli fótboltaáhugamanna í Dortmund

Þýska lögreglan handtók í gær nokkur hundruð knattspyrnuáhugamenn eftir að til átaka kom milli þeirra. Fyrstu fimm dagar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu höfðu farið friðsamlega fram. Í gær sauð hins vegar upp úr hjá stuðningsmönnum Þjóðverja og Pólverja fyrir leik liðanna sem fram fór í Dortmund. Upptök slagsmálanna virðist mega rekja til aðgerða lögreglu sem skyggði á sjónvörp sem knattspyrnuáhugamenn voru að reyna að fylgjast með. Alls handtók lögreglan um þrjúhundruð manns.

Eiffelturninn eitt skotmarkanna

Franskur dómstóll dæmdi í gær 25 manns í fangelsi fyrir að skipuleggja árásir á Frakkland, en árásirnar áttu að vera hluti af stuðningi við öfgafulla múslima í Tsjetsjeníu.

Menn verða að flytja út í geim

Örlög mannkynsins gætu ráðist á því hvort við finnum nýja plánetu til að búa á innan hundrað ára, að sögn Stephens Hawking, hins heimsfræga stjarneðlisfræðings.

Segir fyrirtæki hafa kvartað yfir Visa

Framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar segir PBS ekki eiga hlut að máli í rannsókn Samkeppniseftirlitsins á Visa Ísland. Hann telur kvartanir fyrirtækja hugsanlega ástæðu og segir Visa beita harkalegum vinnubrögðum í samkeppni.

Fatah sakar Hamas um glæpi gegn almenningi í Palestínu

Mohammed Dahlan, einn af áhrifamönnum Fatah-hreyfingarinnar, sakaði í gær Hamas-samtökin um glæpi gegn Palestínumönnum og sagði þeim hafa mistekist að stjórna Palestínu. Dahlan þykir hafa mikil áhrif innan Fatah-hreyfingarinnar en er óbreyttur þingmaður eftir að Hamas vann þingkosningarnar í janúar á þessu ári. Í gær ruddust tugir Palestínumanna inn í palestínska þingið og réðust á þingmenn Hamas-hreyfingarinnar til að mótmæla því að hafa ekki fengið laun sín greidd í rúma þrjá mánuði.

Aftur ráðist á þinghúsið í Palestínu

Palestínskur þingmaður Hamas-samtakanna lagði í gær á flótta undan mótmælendum, sem líklega aðhyllast Fatah-samtökin. Ósætti milli hreyfinganna eykst daglega. Sló í brýnu milli manna í þinghúsinu.

Hélt konu í íbúð hennar

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og frelsissviptingu fyrir að hafa í september í fyrra ráðist á konu og haldið henni nauðugri í íbúð hennar.

Ákærður fyrir árás í fjósi

Aðalmeðferð í máli manns á sextugsaldri fór fram í gær í héraðsdómi Norðurlands eystra. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás sem átti sér stað í fjósi í Eyjafjarðarsveit í júní síðastliðnum.

Skaut nagla í fótinn á sér

Maður á þrítugsaldri varð fyrir því óláni við vinnu seinnipart þriðjudags að skjóta sig í fótinn með naglabyssu. Slysið átti sér stað á sveitabæ skammt vestan við Skóga, rétt hjá Hvolsvelli.

Unga fólkið mjög jákvætt

Helgi Vilhjálmsson, eigandi sælgætisverksmiðjunnar Góu, boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem hann kynnti niðurstöður nýrrar rannsóknar er kannaði viðhorf fólks til málefna lífeyrissjóðanna.

Harmleikur í uppsiglingu

Leikarinn Robert Redford hélt tölu síðstliðinn mánudag á fundi frjálslyndra stjórnmálasamtaka sem kallast Baráttan fyrir framtíð Bandaríkjanna.

7 tonn af grasi

Mexíkóskir hermenn fundu á þriðjudag nærri sjö tonn af marijúana í tankbíl við landamæri Bandaríkjanna. Bíllinn var stöðvaður við venjubundið eftirlit á þjóðvegi.

Ársfundur um næstu helgi

Sendinefnd á vegum íslenskra stjórnvalda er nú farin til St. Kristofer og Nevis í Karíbahafi en um næstu helgi fer ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins þar fram. Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, er formaður nefndarinnar en auk hans eru Ásta Einarsdóttir og Gísli Víkingsson í nefndinni

Efast um skynsemi vísindaveiðanna

Hvalaskoðunarsamtök Íslands eru algerlega mótfallin fyrirhuguðum veiðum á fimmtíu hrefnum í vísindaskyni. Skynsamlegra að leggja auknar áherslur á rannsóknir á stofnstærðir hvalastofna við Ísland, segir dr. Hilmar Malmquist.

Minni bjartsýni fyrirtækja

Fimmtíu og sjö prósent svarenda í könnun IMG Gallup á stöðu og framtíðarhorfum í atvinnulífinu telja núverandi aðstæður góðar. Er það talsvert verri niðurstaða en í sambærilegri könnun sem gerð var í febrúar en þá töldu þrír af hverjum fjórum aðstæður góðar.

Ekki gerbreyta skattkerfinu

Geir H. Haarde utanríkisráðherra segir að ríkisvaldið sé að vinna að sínum ráðstöfunum í efnahagsmálum þannig að endurskoðun kjarasamninga geti farið fram milli aðila vinnumarkaðarins strax í þessari viku, ekki í haust eins og kveðið er á um í samningum.

Vitnaleiðslum verjenda lokið

Aðaldómarinn í réttarhöldum yfir Saddam Hussein úrskurðaði á þriðjudag að vitnaleiðslum verjenda væri lokið og að ákærendur myndu flytja lokaræðu sína í næstu viku.

Írak skaðar orðstír Bandaríkjanna

Stuðningur almennings í fimmtán löndum heims við stríð Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum hefur dvínað til muna á síðasta ári. Sífellt fleiri Evrópubúar vantreysta George W. Bush Bandaríkjaforseta.

Engar refsiaðgerðir í bili

Evrópusambandið hefur langtímaáætlun um lýðræðisþróun á Kúbu í smíðum og lýstu utanríkisráðherrar aðildarríkjanna 25 yfir djúpstæðum áhyggjum af bágri stöðu mannréttindamála í eyríkinu á mánudag.

Löglegt á ný að selja byssur

Dómari í Kaliforníu hefur komist að því að lögbann á sölu skammbyssna, sem samþykkt var af 58 prósentum borgarbúa í San Francisco í nóvember, standist ekki nánari skoðun.

Engin áhrif á starfsemina

Að frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafi ekki verið samþykkt á vorþingi mun ekki hafa áhrif á störf Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, að sögn Smára Þórarinssonar fjármálastjóra. Hann segir fjárhagslega stöðu sjóðsins vera sterka og að einn milljarður hafi fengist í sjóðinn í kjölfar sölu Símans.

Engar breytingar ráðgerðar

Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri björgunarsviðs Landsbjargar fagnar tillögu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar um afnám virðisaukaskatts á tækjakost björgunarsveitanna. Í máli Vilhjálms kom fram að ekki eigi að líta á rekstur sveitanna sem fyrirtækjarekstur en þetta sagði hann í ræðu sinni á sjómannadaginn.

560 lögskilnaðir á síðasta ári

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands voru lögskilnaðir 560 á síðasta ári og sambúðarslit 631, að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofunnar. Frá árinu 1992 hafa foreldrar hér á landi átt þess kost að fara sameiginlega með forsjá barna sinna eftir skilnað.

Tæp hálf milljón Kínverja í biðröð

Yfir þrjátíu þúsund kínverskir spilarar skráðu sig í fjölspilunarleikinn Eve Online á fyrstu klukkustundunum eftir að opnað var fyrir prófanir á honum í Kína í fyrradag. Þar að auki eru um 350.000 manns á biðlista eftir að fá að spila leikinn, en áætlað er að fullgerð útgáfa komi út í næsta mánuði.

Ofbeldismál gegn lögreglu fara sjaldan fyrir dóm

Allt að 95 prósent þeirra mála sem lögregla skrifar skýrslu um sem meint ofbeldi í sinn garð fara aldrei fyrir dómstóla, að sögn framkvæmdastjóra Landssambands lögreglumanna. Hann bendir jafnframt á að hafi

Veiðist með uppsjávarfiski

Landssamband veiði­félaga, í samvinnu við Veiðimálastofnun, fékk IMG-Gallup til að afla upplýsinga um hugsanlegan meðafla á laxi í veiðum íslenskra fiskiskipa. Gerð var símakönnun meðal sjómanna um áramótin 2005-2006.

Fá börn taka mark á auglýsingum

Íslensk könnun bendir til að 4% barna trúa því sem þau sjá og heyra í auglýsingum. Meirihluti barna er spurður álits þegar stærri innkaup eru gerð fyrir heimilið.

Börn horfa mikið á klám

Dönsk börn og unglingar milli tólf ára og tvítugs horfa mikið á klám samkvæmt nýlegri rannsókn í Danmörku, en niðurstöður hennar voru birtar í dönskum fjölmiðlum í vikunni.

Færri bílar fluttir inn

Í maí voru fluttar inn vörur fyrir 35,7 milljarða samkvæmt bráðabirgðatölum um innheimtu virðisaukaskatts. Ef horft er á hreyfingar milli mánaða má sjá að helstu drifkraftar innflutnings eru sem fyrr hrá- og rekstrarvörur ásamt fjárfestingarvörum, en aukinn innflutning í þeim flokkum má að mestu rekja til stóriðjuframkvæmda. Nokkuð virðist vera að hægja á innflutningi bifreiða en tölur um nýskráningar á bílum í maí gefa ekki til kynna að bílakaup almennings hafi aukist frá sama tíma í fyrra.

Gerir kröfu í bú sakborninga

Hæstiréttur Íslands staðfesti á þriðjudaginn úrskurð Héraðsdóms um að bú Ragnars Orra Benediktssonar yrði tekið til gjaldþrotaskipta að kröfu Símans hf.

Hert lög um hvíldartíma

Á seinustu starfsdögum Alþingis voru samþykktar breytingar á lögum sem varða reglur um hvíldartíma bílstjóra hópferða- og farmflutningabíla.

Guevara malar gull í Bólivíu

Minningu byltingar­foringjans Che Guevara á að nýta í anda einkaframtaks og markaðshyggju. Á heimasíðu Reuters-fréttastofunnar er greint frá því að í Bólivíu ætli frumkvöðlar í ferðamannaþjónustu að sækja inn á markað "vinstri-túrisma" með því að leggja vegarslóða sem kenndur verður við dvöl Guevaras í Bólivíu.

Upplýst um yfirheyrsluaðferðir

Bandaríska varnarmálaráðuneytið ætlar að láta undan miklum þrýstingi frá bandarískum þingmönnum og mannréttindasamtökum og svipta alveg hulunni af tilsögn um hvernig skuli staðið að yfirheyrslum.

Sjá næstu 50 fréttir