Innlent

Hugmyndin andvana fædd

Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landsamtaka Lífeyrissjóða.
Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landsamtaka Lífeyrissjóða. MYND/Þorvaldur Ö. Kristmundsson

Framkvæmdarstjóri Landssamtaka Lífeyrissjóða segir það ekki vera hlutverk lífeyrissjóðanna að byggja og reka húsnæði fyrir eldri borgara. Hann segir hugmyndina vera andvana fædda.

Samkvæmt nýlegri könnun Gallups eru tæplega 71% þátttakenda hlyntir því að lífeyrissjóðirnir byggi eða reki húsnæði fyrir eldri borgara. Helgi Vilhjálmsson kostaði Gallup könnunina en hann leggur til að 1% tekna lífeyrissjóðanna sé nýtt til uppbyggingar húsnæðis fyrir eldri borgara.

Hrafn Magnússon, framkvæmdarstjóri Landsamtaka Lífeyrissjóða efast um að könnunin sé marktæk en rúmlega 1300 manns tóku þátt í henni og var svarhlutfallið um 60%. Hrafn segir að það sé ekki hlutverk lífeyrissjóða að byggja og reka hjúkrunarheimili eða aðra starfsemi. Hugmyndin sé því andvana fædd.

Hrafn segir að þrátt fyrir að til lagabreytinga kæmi, þá séu ekki forsendur fyrir því að sjóðurinn veiti fjármagn til framkvæmda og reksturs, þar sem hann myndi þá skerðast verulega og þar með lífeyrir landsmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×