Innlent

Jafnréttisgleraugu frá Jóni

Litlar glyrnur Magnús var ánægður með jafnréttisgleraugun sín eins og við var að búast.
Litlar glyrnur Magnús var ánægður með jafnréttisgleraugun sín eins og við var að búast.

 Jón Kristjánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, afhenti Magnúsi Stefánssyni, eftirmanni sínum, svokölluð jafnréttisgleraugu þegar Magnús tók við lyklum að ráðuneytinu í gær.

Jafnréttisgleraugun eru barmmerki sem hægt er að næla í flík og eiga að tákna það að félagsmálaráðuneytið sé jafnréttisráðuneyti, eins og Jón orðaði það. Magnús kvaðst ánægður með gleraugun og sagðist myndu beita sér af heilum hug í þágu jafnréttismála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×