Innlent

Verkmenntaskóli Austurlands 20 ára

Það var mikið um fjör á Neskaupsstað í dag þegar Verkmenntaskóli Austurlands fagnaði tuttugu ára starfsafmæli sínu. Á Fréttavefnum Aussturlandið.is kemur fram að fjölmenni hafi verið á afmælishátíðinni og meðal gesta voru Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, Guðmundur Bjarnason. Þá steig skólahljómsveit skólans á svið og tók nokkur lög og sýnd voru söng- og dansatriði úr söngleik skólans Vælukjóa eftir John Waters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×