Innlent

Dagsbrún telur RÚV-frumvarp brjóta í bága við EES-samninginn

MYND/GVA

Dagsbrún telur að frumvarp til laga um Ríkisútvarpið hf. brjóti í bága við ákvæði EES-samningsins um ríkisaðstoð. Í tilkynningu frá félaginu segir að það að með því að undanskilja Ríkisútvarpið reglum um eignarhald er óhjákvæmilega verið að lögfesta mismunun á grundvelli þjóðernis sem EES-reglur banni. Erlend fyrirtæki sem vilji nýta sér staðfestingarrétt á Íslandi og stofna útvarpsstöð njóti þannig aldrei sömu markaðsskilyrða og Ríkisútvarpið.

Þá segir Dagsbrún, sem á 365 miðla, sem reka m.a. NFS, að frumvarpið feli í sér ákvæði er krefjast skoðunar samkvæmt reglum EES-samningsins um ríkisaðstoð. Niðurstaða í því máli sé forsenda þess að unnt sé að kveða á um hvort fyrirtækið teljist starfa á markaði eður ei.

Þá telur Dagsbrún, frumvarp til laga um breytingu á útvarpslögum o.fl. vekja alvarlegar spurningar um stjórnarskrárbundin réttindi þegna landins og meginreglur um réttaröryggi. Að auki er ljóst að bæði frumvörpin brjóta í bága við samningsskyldur íslenska ríkisins að EES-rétti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×