Ákærð fyrir að hafa orðið nýfæddum börnum sínum að bana 27. apríl 2006 23:00 Sabine er sökuð um að hafa orðið átta nýfæddum börnum sínum að bana. Ekki er ákært vegna dauða þess níunda þar sem það mál er fyrnt. MYND/AP Réttarhöld hófust í Frankfurt í Þýskalandi í dag yfir konu sem er grunuð um að hafa orðið átta nýfæddum börnum sínum að bana. Líkamsleifar ungbarnanna fundust síðasta sumar. Málið hefur vakið mikinn óhug í Þýskalandi og er þess krafist að barnaverndarlög verði hert. Hin fertuga Sabine H, eins og hún er kölluð, var handtekinn þegar lík níu barnanna fundust grafin í blómapotta og gömul fiskabúr víðsvegar í garði foreldra hennar en þau búa nálægt landamærunum að Pólandi. Sabine kom fyrir héraðsdóm þar sem hún þarf að svara átta manndrápsákærum og gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verið hún sakfelld. Hún er ekki ákærð vegna dauða elsta barnsins þar sem það mál er fyrnt. Saksóknari segir rannsóknir á erfðaefnum hafa leitt í ljós að börnin hafi látið lífið á árunum 1988 til 1998, öll skömmu eftir fæðingu. Oliver, eiginmaður Sabine, er sagður fyrrverandi liðsmaður austur-þýsku leyniþjónustunnar Stasi. Hann hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um málið en hefur þó látið hafa eftir sér að hann hefði ekki orðið var við það að kona sín væri ólétt. Sabine á nú fjögur uppkomin börn og eina unga dóttur. Verjandi Sabine segir að við málsmeðferð verði meðal annars að taka tillit til þess að hún hafi átt erfiða æsku auk þess sem hjónaband hennar hafi verið henni erfitt og maður hennar hafi ekki viljað eignast fleiri börn eftir að þrjú voru fædd. Saksóknari segir að í upphafi hafi átt að kæra Sabine fyrir morð en það hafi dómstólar ekki talið rétt og því hafi ákæruliðum verið breytt þannig að Sabine er ákærð fyrir manndráp. Sabine segir sjálf að hún hafi ekki skaðað börnin heldur leyft þeim að deyja eftir að hún hafði fætt þau án aðstoðar. Hún segist aðeins muna eftir tveimur fæðingum en í hin skiptin hafi hún verið ölvuð. Þýskur almenningur er harmi sleginn vegna málsins en spyr sig um leið hvernig fjölskylda konunar hafi ekki veitt því athygli að hún var þunguð í þessi níu skipti. Erlent Fréttir Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Réttarhöld hófust í Frankfurt í Þýskalandi í dag yfir konu sem er grunuð um að hafa orðið átta nýfæddum börnum sínum að bana. Líkamsleifar ungbarnanna fundust síðasta sumar. Málið hefur vakið mikinn óhug í Þýskalandi og er þess krafist að barnaverndarlög verði hert. Hin fertuga Sabine H, eins og hún er kölluð, var handtekinn þegar lík níu barnanna fundust grafin í blómapotta og gömul fiskabúr víðsvegar í garði foreldra hennar en þau búa nálægt landamærunum að Pólandi. Sabine kom fyrir héraðsdóm þar sem hún þarf að svara átta manndrápsákærum og gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verið hún sakfelld. Hún er ekki ákærð vegna dauða elsta barnsins þar sem það mál er fyrnt. Saksóknari segir rannsóknir á erfðaefnum hafa leitt í ljós að börnin hafi látið lífið á árunum 1988 til 1998, öll skömmu eftir fæðingu. Oliver, eiginmaður Sabine, er sagður fyrrverandi liðsmaður austur-þýsku leyniþjónustunnar Stasi. Hann hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um málið en hefur þó látið hafa eftir sér að hann hefði ekki orðið var við það að kona sín væri ólétt. Sabine á nú fjögur uppkomin börn og eina unga dóttur. Verjandi Sabine segir að við málsmeðferð verði meðal annars að taka tillit til þess að hún hafi átt erfiða æsku auk þess sem hjónaband hennar hafi verið henni erfitt og maður hennar hafi ekki viljað eignast fleiri börn eftir að þrjú voru fædd. Saksóknari segir að í upphafi hafi átt að kæra Sabine fyrir morð en það hafi dómstólar ekki talið rétt og því hafi ákæruliðum verið breytt þannig að Sabine er ákærð fyrir manndráp. Sabine segir sjálf að hún hafi ekki skaðað börnin heldur leyft þeim að deyja eftir að hún hafði fætt þau án aðstoðar. Hún segist aðeins muna eftir tveimur fæðingum en í hin skiptin hafi hún verið ölvuð. Þýskur almenningur er harmi sleginn vegna málsins en spyr sig um leið hvernig fjölskylda konunar hafi ekki veitt því athygli að hún var þunguð í þessi níu skipti.
Erlent Fréttir Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira