Innlent

Prófessor segir Íslendingum bera að kanna aðra valkosti í varnarmálum

Michael Corgan, prófessor við Boston-háskóla telur að Íslendingum beri skylda til að kanna aðra valkosti í varnarmálum, jafnvel á meðan viðræður standi yfir við Bandaríkjamenn. Frakkar séu greinilega reiðubúnir að draga fram hversu óáreiðanlegir Bandaríkjamenn séu sem bandamenn.

Engar upplýsingar fást frá stjórnsýslunni um niðurstöðunni í viðræðulotunni við bandaríkjamenn í gær. Sama dag sendir Varnarliðið frá sér áætlun um allsherjarlokun fyrir lok september - þegar síðasta póstinum er lokað - sjálfu pósthúsi hersins.

Á meðan þessu framvindur eru ráðherrar á ferðalögum - Geir Haarede utanríkisráðherra í Búlgaríu á fundi utanríkisráðherra NATO ríkja og Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra var í heimsókn í franska varnarmálaráðuneytinu. Þar fékk hann höfðinglegar móttökur og hafði Morgunblaðið eftir Birni að Frakkar vildu tryggja öryggi á Norðurhöfum og íhugðu að auka flotaumsvif sín í grennd við Ísland.

Michel Corgarn prófessor í Boston Háskóla nefndi fyrir nokkrum vikum þann möguleika að Íslendingar leituðu eftir samstarfi við Frakka í varnarmálum - þeir væru efalítið reiðubúnir til þess að leggja sitt af mörkum enda verið nokkuð áfram um að benda á hversu óáreiðanlegir bandamenn Ameríkanarnir væru.

Hann telur að Íslendingar eigi að skoða af alvöru aukið varnarsamstarf við Evrópuþjóðir ekki síst Frakka. Ekkert hindri fullvalda þjóð í því að halda öllum möguleikum opnum.

Á sama tíma er Geir utanríkisráðherra á fundi með öðrum NATO utanríkisráðherrum í Búlgaríu. Þar voru íslensk mál ekki til umræðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×