Fleiri fréttir Sinueldur við Höfn Þó nokkur eldur logaði í sinu í Óslandi nærri Höfn í Hornafirði í morgun. Allt tiltækt slökkvilið Hornafjarðar og var sent á svæðið en mikill eldur logaði beggja vegna við svo kallaðan Gónhól. Vegna vindáttar tókst vel að hefta útbreiðslu eldsins en hann teygði sig eftir þurri sinunni allt niður í fjöru. 31.3.2006 13:30 Eldur á vinnusvæði Hringrásar Skjót viðbrögð slökkviliðsins komu í veg fyrir að illa færi, þegar kviknaði í bát á vinnusvæði Hringrásar við Sundahöfn í morgun. Slökkviliðinu gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins, en litlu mátti muna að illa færi enda mikill eldsmatur á svæðinu. Slökkviliðið var ekki nema um fimm mínútur á staðinn og tókst mjög fljótt að ráða við eldinn þótt hann hafi verið all nokkur og töluverðan reyk lagði upp af brunastað. 31.3.2006 13:05 Bensínverð hærra en nokkurn tímann Verð á bensínlítra er að nálgast 125 krónur og hefur aldrei orðið hærra í krónum talið. Það er orðið hátt í tveimur krónum hærra en þegar það rauk upp úr öllu valdi eftir fellibylinn Katrínu í ágúst í fyrra. Essó reið á vaðið með hækkun í gær, Olís hækkaði í morgun og fastelga er búist við að Skeljungur fylgi þeim, en áðurnenft verð er á stöðvum með fulla þjónustu. 31.3.2006 13:00 57 létust Minnst fimmtíu og sjö týndu lífi þegar farþegaskip fór á hvolf rétt utan við Bahrein í Persaflóa í gærkvöld. 31.3.2006 12:45 Fjöldi þorpa rústir einar Nokkur hundruð þorp eru í rúst eftir þrjá snarpa jarðskjálfta í vesturhluta Írans í morgun. Minnst fimmtíu létust í skjálftunum og 800 slösuðust. 31.3.2006 12:30 Að minnsta kosti 50 létust og 800 slösuðust Nokkur hundruð þorp eru í rúst eftir þrjá snarpa jarðskjálfta í vesturhluta Írans í morgun. Minnst fimmtíu létust í skjálftunum og 800 slösuðust. Upptök skjálftanna þriggja voru í fjalllendi á milli tveggja iðnaðarborga í vesturhluta Írans. Sá fyrsti var öflugastur og mældist sex á Richter. Strax á eftir komu tveir skjálftar upp á um það bil fimm. 31.3.2006 12:30 Viðræður um varnarsamstarf hófust í morgun Viðræður Bandaríkjamanna og Íslendinga um framtíð varnarsamstarfs ríkjanna hófust í utanríkisráðuneytinu í morgun. Bandaríkjamenn sendu tuttugu og sex manna sendinefnd á fundinn undir forystu sendiherra þeirra á Íslandi. Fyrirfram er ekki búist við að niðurstaða fáist á fundinum. Borðum skrýddir samningamenn Bandaríkjanna, alls 26 manns, streymdu inn í utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg klukkan hálf tíu í morgun. 31.3.2006 12:15 Bætt hefur í sinueldinn í morgun Slökkviliðsstjórinn í Borgarnesi býst við að slökkvistarf vegna sinueldanna á Mýrum í Borgarfirði muni standa alla helgina en bætt hefur í eldinn í morgun, eftir að hann virtist vera í rénun í nótt. Slökkviliðsmenn, bændur og lögreglumenn börðust við eldinn langt fram á nótt, en þegar vind lægði, tóku slökkviliðsmenn sér langþráða hvíld. 31.3.2006 12:01 Bílvelta rétt utan við Hvolsvöll Bílvelta varð í Ásgarði, í útjaðri Hvolsvallar snemma í morgun. Þrennt var í bílnum sem valt ofan í skurð og var einn fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er líðan mannsins þokkaleg en hann hefur verið lagður inn til eftirlits vegna höfuðáverka. 31.3.2006 11:36 Átelja KR harðlega fyrir strippdans Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur átelur harðlega að Knattspyrnufélag Reykjavíkur hafi keypt til sín skemmtiatriði sem gengur út á hlutgervingu og lítillækkun kvenna. Vísað er til karlakvölds KR á dögunum þar sem keypt var atriði frá Goldfinger sem fólst í því að bjóða upp föt af stúlkum sem stóðu loks uppi brjóstaberar frammi fyrir fullum sal af körlum í íþróttahúsi. 31.3.2006 11:16 Hættir um jólin Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun hætta í stjórnmálum um jólin. Þetta hefur breska blaðið Telegraph eftir nánum samstarfsmönnum forsætisráðherrans. 31.3.2006 11:14 Eldur kom upp hjá Hringrás Eldur kom upp í bát hjá Hringrás á ellefta tímanum í morgun. Verið var að rífa bátinn niður þegar eldurinn kom upp. Einn dælubíll frá slökkviliðinu í Reykjavík fór á staðinn og gengur slökkvistarf vel. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu er ekki talin hætta á að eldurinn breiðist út en fyrirtækið er á svokallaðri gjörgæslu þar sem á landi þeirra er mikið af eldfimum efnum. 31.3.2006 11:06 Fagna að tekið sé á ofbeldi gagnvart lögreglu Landssamband lögreglumanna fagnar niðurstöðum í tveimur nýföllnum dómum er varða ofbeldi gagnvart lögreglumönnum og segir að með þeim sé verið að gefa skýr skilaboð út í þjóðfélagið að ekki sé liðið að einstaklingar ráðist gegn lögreglu við skyldustörf. Dómarnir sem um ræðir eru annars vegar dómur Hæstaréttar í gær þar sem dómurinn tvöfaldaði refsingu hérðasdóms og dæmdi mann til þriggja ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás 31.3.2006 10:54 Reykjavíkurborg kærir Landsvirkjun Reykjavíkurborg hefur kært Landsvirkjun til Samkeppniseftirlitsins fyrir að hafa ákveðið að taka Laxárvirkjun út úr Landsvirkjun á undirverði og færa hana í fyrirtæki í eigu ríkisvaldsins. Landsvirkjun ákvað þetta 13. janúar síðast liðinn en hvort tveggja borgarráð og borgarstjórn gerðu athugasemdir við að meirihlutaeigandi Landsvirkjunar, ríkisvaldið, hafi beitt afli sínu til að taka eigir út úr rekstri Landsvirkjunar. 31.3.2006 10:31 Vilja ekki heita Hansen, Jensen eða Nielsen Danir vilja ólmir skipta út nöfnunum Jensen, Nielsen og Hansen og taka upp sjaldgæfari eftirnöfn sem þykja flottari að því er fram kemur á vef Berlinske Tidene í morgun. Ný nafnalög taka gildi í Danmörku á morgun sem gerir Dönum það kleift að skipta út eftirnöfnum sínu og velja sér ný. Þegar hafa borist fjölmargar umsóknir um nafnabreytingu og eru flestar þeirra tengdar eftirnöfnunum Jensen, Nielsen og Hansen. 31.3.2006 10:02 Halli á vöruskiptum við útlönd Vöruskiptajöfnuður var 9,5 milljörðum lakari fyrstu tvo mánuði ársins en á sama tíma í fyrra og nam hallinn á vöruskiptum við útlönd nú 18,6 milljörðum. Fluttar voru út vörur að verðmæti tæplega 29 milljarða fyrstu tvo mánuði ársins og var langstærstur hluti þeirra sjávarafurðir sem námu 59 prósentum alls útflutnings. 31.3.2006 09:38 Sundabraut verði fjórar akreinar "Aldrei hefur annað verið í umræðunni en að Sundabraut verði fjórar akreinar" segir í yfirlýsingu sem íbúasamtök Grafarvogs hafa sent frá sér. Í yfirlýsingunni kemur enn fremur fram að öll vinna samtakanna hefur miðast við þetta og að þeirra mati eigi að hraða sem kostur er að leggja brautina alla leið upp á Kjalarnes. 31.3.2006 09:07 Jóna Kristín Heimisdóttir fegurðardrottning Reykjavíkur Jóna Kristín Heimisdóttir 22 ára Hafnarfirðingur hreppti titilinn ungfrú Reykjavík í gærkvöld, en keppnin var haldin á Broadway. Jóna Kristín starfar sem stuðningsfulltrúi og stefnir á kennaranám. 31.3.2006 07:12 Sinueldar loga enn glatt víða á Mýrum í Borgarfirði Sinueldar loga enn glatt víða á Mýrum í Borgarfirði og hafa bændur átt annríkt við að bjarga hrossum úr beitarhólfum, undan eldinum, og verja hús sín með því að sprauta vatni úr haugsugum. Slökkviliðsmenn, sem höfðu barist við elda á Mýrum og í Reykholtsdal frá því í gærmorgun tóku sér hvíld í nótt þegar vind hæðgi, en lögreglumenn og bændur hafa verið á þönum í alla nótt til að varna þess að eldarnir nálgist mannvirki. Bændur hafa meðal annars dælt vatni með haugsugum. 31.3.2006 06:57 Fimmtíu létust í jarðskjálfta í Íran Fimmtíu létust og um átta hundruð slösuðust í þrem snörpum jarðskjálftum í vesturhluta Írans í morgun. Upptök skjálftanna voru í fjalllendi á milli tveggja iðnaðarborga og mældist sá sterkasti sex á Richter. 31.3.2006 06:56 Meira en fimmtíu manns týndu lífi þegar farþegaskip sökk rétt utan við Bahrein Meira en fimmtíu manns týndu lífi þegar farþegaskip sökk rétt utan við Bahrein í Persaflóa í gærkvöldi. 31.3.2006 06:55 Olíuverð er á hraðri uppleið Olíuverð er aftur á hraðri uppleið og í gær fór verðið á fatinu upp í rúmlega sextíu og sex dollara og hefur ekki verið hærra í tvo mánuði. 31.3.2006 06:54 Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða í Reykjavík Tveir átján ára unglingar voru mældir á rúmlega tvöföldum hámarkshraða í Reykjavík um miðnæturbil. 31.3.2006 06:52 HIV-tilfellum hefur fækkað um þriðjung á Indlandi HIV-tilfellum hefur fækkað um þriðjung á Indlandi á undanförnum árum. Þetta eru niðurstöður könnunar sem birtist í breska læknatímaritinu Lancet í gær. 31.3.2006 06:49 Lestarsamgöngur fóru úr skorðum í París í gær Lestarsamgöngur fóru úr skorðum í París í gær, þegar þúsundir námsmanna lokuðu lestarteinum á nokkrum stöðvum í borginni, til að mótmæla nýrri atvinnulöggjöf. 31.3.2006 06:48 Lögreglan í Keflavík leitar að ökumanni Land Rover jeppa Lögreglan í Keflavík vill ná sambandi við ökumann Land Rover jeppa, sem átti leið um Biskupstungnabraut, eða Laugarvatnsveg upp úr klukkan eitt aðfararnótt síðastliðins sunnudags. 31.3.2006 06:47 Símtöl fólks úr Tvíburaturnunum gerð opinber í dag Tuttugu og átta símtöl í neyðarlínuna í Bandaríkjunum frá fólki sem statt var í tvíburaturnunum í New York ellefta september 2001 verða gerð opinber í dag. 31.3.2006 06:44 Nokkuð um sinuelda Lögreglan í Hafnarfirði hefur verið kölluð út þrisvar í kvöld vegna sinuelda. Eldarnir hafa þó allir verið með minna móti og hafa lögreglumenn getað slökkt eldinn með lítilli fyrirhöfn. Mikið hefur verið um að sinueldar hafi verið kveiktir síðustu daga. 30.3.2006 23:15 Naomi Campbell handtekin fyrir barsmíðar Ofurfyrirsætan Naomi Campbell var handtekin á heimili sínu í dag. Hún er sökuð um að hafa barið aðstoðarkonu sína eftir að þær lentu í rifrildi. 30.3.2006 22:45 Úrskurði Samkeppniseftirlitsins líklega áfrýjað Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli, sem Samkeppniseftirlitið úrskurðaði í gær að hafi brotið samkeppnislög, býst við að úrskurðinum verði áfrýjað. 30.3.2006 22:25 Hollvinasamtök skattgreiðenda stofnuð í dag Hollvinasamtök skattgreiðenda voru stofnuð í dag en markmið þeirra er að standa vörð um hagsmuni skattgreiðenda. Hátt á þriðja tug manna höfðu skráð sig í samtökin nú síðdegis. 30.3.2006 22:00 Fasteignagjöld hafa hækkað um allt að 64 prósent Álögur stærstu sveitarfélaga landsins á íbúðarhúsnæði hafa hækkað langt umfram almennar verðlagsbreytingar síðustu þrjú árin segir í nýrri skýrslu ASÍ. Þetta gerist þrátt fyrir yfirlýsingar ráðamanna að um að álagningarprósenta fasteignagjalda lækki vegna hækkunar fasteignamats. 30.3.2006 21:50 Umgengni um borgina ábótavant Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur hafið síðasta liðinn í átakinu Virkjum okkur en markmið þess er að fá fólk til að huga að umgengni um borgina sem víða er ábótavant. Árlega fara um 23 milljónir króna í hreinsun borgarinnar. 30.3.2006 21:00 Atvinnulöggjöf stenst stjórnarskrá Frakka Stjórnarskrárdómstóll í Frakklandi úrskurðaði í dag að ný atvinnulöggjöf sem valdið hefur miklum deilum stæðist stjórnarskrá. Þar með er allt útlit fyrir að löggjöfin nái fram að ganga, að því gefnu að Chirac Frakklandsforseti samþykki hana. 30.3.2006 20:37 Dæmdur fyrir fjárdrátt í opinberu starfi Hæstiréttur dæmdi í dag fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfjarða í tólf mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt. 30.3.2006 19:15 Dæmdur í þriggja ára fangelsi Tuttugu og sjö ára karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti í dag, fyrir hættulega líkamsárás, líflátshótanir við lögreglu og vörslu fíkniefna. 30.3.2006 19:12 Lýst eftir vitni vegna mannráns Lögreglan í Keflavík lýsir eftir ökumanni Land-Rover jeppa sem aðfaranótt síðasta sunnudags ók framhjá manninum rænt var af heimili sínu í Garðinum. Ökumaðurinn ók framhjá manninum á Biskupstungnabraut eða Laugarvatnsvegi á öðrum tímanum þá nótt og veitti honum athygli án þess þó að stöðva bifreið sína. 30.3.2006 19:10 OR samþykkir að kanna orkusölu til Helguvíkur R-listaflokkarnir klofnuðu innan stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nú síðdegis þegar stjórnin gaf grænt ljós á að stefna að raforkusölu til álvers í Helguvík. Fulltrúi vinstri grænna, sem var einn á móti, segir niðurstöðuna í andstöðu við samþykkt flokkanna í fyrra. 30.3.2006 18:17 Hálka fyrir norðan, austan og vestan Hálka er á Vestfjörðum, Norðurlandi og Norðausturlandi og éljagangur að auki á Vestfjörðum og Norðausturlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 30.3.2006 18:11 Miklir sinueldar á Mýrum Um fimmtán slökkviliðsmenn hafa barist við sinuelda á Mýrum í Borgarfirði síðan um klukkan 9 í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu í Borgarnesi er nú brunnið um 80 ferkílómetra svæði. 30.3.2006 17:59 Ekið á tíu ára pilt Ekið var á tíu ára pilt á reiðhjóli í Vestmannaeyjum á þriðja tímanum í dag. Pilturinn brákaðist en meiðsl hans voru talin minniháttar. 30.3.2006 17:52 Leikskólagjöld lækka um 30 prósent Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum í dag að lækka leikskólagjöld um 30 prósent. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ um ákvörðunina segir að þessi ákvörðun sé tekin með hliðsjón af góðum rekstri bæjarsjóðs. Þar segir enn fremur að eftir þetta verði Kópavogur það stóru sveitarfélaganna þar sem verður ódýrast að búa fyrir barnafjölskyldur. 30.3.2006 17:31 Ekki tímabært að afnema verðtryggingu lána Stefna ber að því til lengri tíma litið að afnema verðtryggingu lána hér á landi en það er ekki hægt nú vegna þeirra sveiflna sem eru í þjóðfélaginu. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra við utandagskrárumræðu um aukningu á skuldum þjóðarbúsins í dag. 30.3.2006 17:29 Greiði 34 milljónir hvor um sig Tveir menn voru í dag dæmdir fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og til greiðslu 34 milljóna króna hvor um sig í sekt til ríkissjóðs. Mennirnir voru fundnir sekir um að hafa ekki staðið skil á greiðslu vörsluskatta og opinberra gjalda þegar þeir stýrðu fyrirtækinu Merkingu. 30.3.2006 17:25 Dæmdur fyrir fjárdrátt Fyrrum framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga var í dag dæmdur í Hæstarétti til eins árs fangelsisvistar fyrir að hafa dregið að sér samtals sautján milljónir króna úr sjóðum sambandsins. Níu mánuðir af tólf eru skilorðsbundnir. 30.3.2006 17:17 Sjá næstu 50 fréttir
Sinueldur við Höfn Þó nokkur eldur logaði í sinu í Óslandi nærri Höfn í Hornafirði í morgun. Allt tiltækt slökkvilið Hornafjarðar og var sent á svæðið en mikill eldur logaði beggja vegna við svo kallaðan Gónhól. Vegna vindáttar tókst vel að hefta útbreiðslu eldsins en hann teygði sig eftir þurri sinunni allt niður í fjöru. 31.3.2006 13:30
Eldur á vinnusvæði Hringrásar Skjót viðbrögð slökkviliðsins komu í veg fyrir að illa færi, þegar kviknaði í bát á vinnusvæði Hringrásar við Sundahöfn í morgun. Slökkviliðinu gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins, en litlu mátti muna að illa færi enda mikill eldsmatur á svæðinu. Slökkviliðið var ekki nema um fimm mínútur á staðinn og tókst mjög fljótt að ráða við eldinn þótt hann hafi verið all nokkur og töluverðan reyk lagði upp af brunastað. 31.3.2006 13:05
Bensínverð hærra en nokkurn tímann Verð á bensínlítra er að nálgast 125 krónur og hefur aldrei orðið hærra í krónum talið. Það er orðið hátt í tveimur krónum hærra en þegar það rauk upp úr öllu valdi eftir fellibylinn Katrínu í ágúst í fyrra. Essó reið á vaðið með hækkun í gær, Olís hækkaði í morgun og fastelga er búist við að Skeljungur fylgi þeim, en áðurnenft verð er á stöðvum með fulla þjónustu. 31.3.2006 13:00
57 létust Minnst fimmtíu og sjö týndu lífi þegar farþegaskip fór á hvolf rétt utan við Bahrein í Persaflóa í gærkvöld. 31.3.2006 12:45
Fjöldi þorpa rústir einar Nokkur hundruð þorp eru í rúst eftir þrjá snarpa jarðskjálfta í vesturhluta Írans í morgun. Minnst fimmtíu létust í skjálftunum og 800 slösuðust. 31.3.2006 12:30
Að minnsta kosti 50 létust og 800 slösuðust Nokkur hundruð þorp eru í rúst eftir þrjá snarpa jarðskjálfta í vesturhluta Írans í morgun. Minnst fimmtíu létust í skjálftunum og 800 slösuðust. Upptök skjálftanna þriggja voru í fjalllendi á milli tveggja iðnaðarborga í vesturhluta Írans. Sá fyrsti var öflugastur og mældist sex á Richter. Strax á eftir komu tveir skjálftar upp á um það bil fimm. 31.3.2006 12:30
Viðræður um varnarsamstarf hófust í morgun Viðræður Bandaríkjamanna og Íslendinga um framtíð varnarsamstarfs ríkjanna hófust í utanríkisráðuneytinu í morgun. Bandaríkjamenn sendu tuttugu og sex manna sendinefnd á fundinn undir forystu sendiherra þeirra á Íslandi. Fyrirfram er ekki búist við að niðurstaða fáist á fundinum. Borðum skrýddir samningamenn Bandaríkjanna, alls 26 manns, streymdu inn í utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg klukkan hálf tíu í morgun. 31.3.2006 12:15
Bætt hefur í sinueldinn í morgun Slökkviliðsstjórinn í Borgarnesi býst við að slökkvistarf vegna sinueldanna á Mýrum í Borgarfirði muni standa alla helgina en bætt hefur í eldinn í morgun, eftir að hann virtist vera í rénun í nótt. Slökkviliðsmenn, bændur og lögreglumenn börðust við eldinn langt fram á nótt, en þegar vind lægði, tóku slökkviliðsmenn sér langþráða hvíld. 31.3.2006 12:01
Bílvelta rétt utan við Hvolsvöll Bílvelta varð í Ásgarði, í útjaðri Hvolsvallar snemma í morgun. Þrennt var í bílnum sem valt ofan í skurð og var einn fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er líðan mannsins þokkaleg en hann hefur verið lagður inn til eftirlits vegna höfuðáverka. 31.3.2006 11:36
Átelja KR harðlega fyrir strippdans Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur átelur harðlega að Knattspyrnufélag Reykjavíkur hafi keypt til sín skemmtiatriði sem gengur út á hlutgervingu og lítillækkun kvenna. Vísað er til karlakvölds KR á dögunum þar sem keypt var atriði frá Goldfinger sem fólst í því að bjóða upp föt af stúlkum sem stóðu loks uppi brjóstaberar frammi fyrir fullum sal af körlum í íþróttahúsi. 31.3.2006 11:16
Hættir um jólin Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun hætta í stjórnmálum um jólin. Þetta hefur breska blaðið Telegraph eftir nánum samstarfsmönnum forsætisráðherrans. 31.3.2006 11:14
Eldur kom upp hjá Hringrás Eldur kom upp í bát hjá Hringrás á ellefta tímanum í morgun. Verið var að rífa bátinn niður þegar eldurinn kom upp. Einn dælubíll frá slökkviliðinu í Reykjavík fór á staðinn og gengur slökkvistarf vel. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu er ekki talin hætta á að eldurinn breiðist út en fyrirtækið er á svokallaðri gjörgæslu þar sem á landi þeirra er mikið af eldfimum efnum. 31.3.2006 11:06
Fagna að tekið sé á ofbeldi gagnvart lögreglu Landssamband lögreglumanna fagnar niðurstöðum í tveimur nýföllnum dómum er varða ofbeldi gagnvart lögreglumönnum og segir að með þeim sé verið að gefa skýr skilaboð út í þjóðfélagið að ekki sé liðið að einstaklingar ráðist gegn lögreglu við skyldustörf. Dómarnir sem um ræðir eru annars vegar dómur Hæstaréttar í gær þar sem dómurinn tvöfaldaði refsingu hérðasdóms og dæmdi mann til þriggja ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás 31.3.2006 10:54
Reykjavíkurborg kærir Landsvirkjun Reykjavíkurborg hefur kært Landsvirkjun til Samkeppniseftirlitsins fyrir að hafa ákveðið að taka Laxárvirkjun út úr Landsvirkjun á undirverði og færa hana í fyrirtæki í eigu ríkisvaldsins. Landsvirkjun ákvað þetta 13. janúar síðast liðinn en hvort tveggja borgarráð og borgarstjórn gerðu athugasemdir við að meirihlutaeigandi Landsvirkjunar, ríkisvaldið, hafi beitt afli sínu til að taka eigir út úr rekstri Landsvirkjunar. 31.3.2006 10:31
Vilja ekki heita Hansen, Jensen eða Nielsen Danir vilja ólmir skipta út nöfnunum Jensen, Nielsen og Hansen og taka upp sjaldgæfari eftirnöfn sem þykja flottari að því er fram kemur á vef Berlinske Tidene í morgun. Ný nafnalög taka gildi í Danmörku á morgun sem gerir Dönum það kleift að skipta út eftirnöfnum sínu og velja sér ný. Þegar hafa borist fjölmargar umsóknir um nafnabreytingu og eru flestar þeirra tengdar eftirnöfnunum Jensen, Nielsen og Hansen. 31.3.2006 10:02
Halli á vöruskiptum við útlönd Vöruskiptajöfnuður var 9,5 milljörðum lakari fyrstu tvo mánuði ársins en á sama tíma í fyrra og nam hallinn á vöruskiptum við útlönd nú 18,6 milljörðum. Fluttar voru út vörur að verðmæti tæplega 29 milljarða fyrstu tvo mánuði ársins og var langstærstur hluti þeirra sjávarafurðir sem námu 59 prósentum alls útflutnings. 31.3.2006 09:38
Sundabraut verði fjórar akreinar "Aldrei hefur annað verið í umræðunni en að Sundabraut verði fjórar akreinar" segir í yfirlýsingu sem íbúasamtök Grafarvogs hafa sent frá sér. Í yfirlýsingunni kemur enn fremur fram að öll vinna samtakanna hefur miðast við þetta og að þeirra mati eigi að hraða sem kostur er að leggja brautina alla leið upp á Kjalarnes. 31.3.2006 09:07
Jóna Kristín Heimisdóttir fegurðardrottning Reykjavíkur Jóna Kristín Heimisdóttir 22 ára Hafnarfirðingur hreppti titilinn ungfrú Reykjavík í gærkvöld, en keppnin var haldin á Broadway. Jóna Kristín starfar sem stuðningsfulltrúi og stefnir á kennaranám. 31.3.2006 07:12
Sinueldar loga enn glatt víða á Mýrum í Borgarfirði Sinueldar loga enn glatt víða á Mýrum í Borgarfirði og hafa bændur átt annríkt við að bjarga hrossum úr beitarhólfum, undan eldinum, og verja hús sín með því að sprauta vatni úr haugsugum. Slökkviliðsmenn, sem höfðu barist við elda á Mýrum og í Reykholtsdal frá því í gærmorgun tóku sér hvíld í nótt þegar vind hæðgi, en lögreglumenn og bændur hafa verið á þönum í alla nótt til að varna þess að eldarnir nálgist mannvirki. Bændur hafa meðal annars dælt vatni með haugsugum. 31.3.2006 06:57
Fimmtíu létust í jarðskjálfta í Íran Fimmtíu létust og um átta hundruð slösuðust í þrem snörpum jarðskjálftum í vesturhluta Írans í morgun. Upptök skjálftanna voru í fjalllendi á milli tveggja iðnaðarborga og mældist sá sterkasti sex á Richter. 31.3.2006 06:56
Meira en fimmtíu manns týndu lífi þegar farþegaskip sökk rétt utan við Bahrein Meira en fimmtíu manns týndu lífi þegar farþegaskip sökk rétt utan við Bahrein í Persaflóa í gærkvöldi. 31.3.2006 06:55
Olíuverð er á hraðri uppleið Olíuverð er aftur á hraðri uppleið og í gær fór verðið á fatinu upp í rúmlega sextíu og sex dollara og hefur ekki verið hærra í tvo mánuði. 31.3.2006 06:54
Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða í Reykjavík Tveir átján ára unglingar voru mældir á rúmlega tvöföldum hámarkshraða í Reykjavík um miðnæturbil. 31.3.2006 06:52
HIV-tilfellum hefur fækkað um þriðjung á Indlandi HIV-tilfellum hefur fækkað um þriðjung á Indlandi á undanförnum árum. Þetta eru niðurstöður könnunar sem birtist í breska læknatímaritinu Lancet í gær. 31.3.2006 06:49
Lestarsamgöngur fóru úr skorðum í París í gær Lestarsamgöngur fóru úr skorðum í París í gær, þegar þúsundir námsmanna lokuðu lestarteinum á nokkrum stöðvum í borginni, til að mótmæla nýrri atvinnulöggjöf. 31.3.2006 06:48
Lögreglan í Keflavík leitar að ökumanni Land Rover jeppa Lögreglan í Keflavík vill ná sambandi við ökumann Land Rover jeppa, sem átti leið um Biskupstungnabraut, eða Laugarvatnsveg upp úr klukkan eitt aðfararnótt síðastliðins sunnudags. 31.3.2006 06:47
Símtöl fólks úr Tvíburaturnunum gerð opinber í dag Tuttugu og átta símtöl í neyðarlínuna í Bandaríkjunum frá fólki sem statt var í tvíburaturnunum í New York ellefta september 2001 verða gerð opinber í dag. 31.3.2006 06:44
Nokkuð um sinuelda Lögreglan í Hafnarfirði hefur verið kölluð út þrisvar í kvöld vegna sinuelda. Eldarnir hafa þó allir verið með minna móti og hafa lögreglumenn getað slökkt eldinn með lítilli fyrirhöfn. Mikið hefur verið um að sinueldar hafi verið kveiktir síðustu daga. 30.3.2006 23:15
Naomi Campbell handtekin fyrir barsmíðar Ofurfyrirsætan Naomi Campbell var handtekin á heimili sínu í dag. Hún er sökuð um að hafa barið aðstoðarkonu sína eftir að þær lentu í rifrildi. 30.3.2006 22:45
Úrskurði Samkeppniseftirlitsins líklega áfrýjað Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli, sem Samkeppniseftirlitið úrskurðaði í gær að hafi brotið samkeppnislög, býst við að úrskurðinum verði áfrýjað. 30.3.2006 22:25
Hollvinasamtök skattgreiðenda stofnuð í dag Hollvinasamtök skattgreiðenda voru stofnuð í dag en markmið þeirra er að standa vörð um hagsmuni skattgreiðenda. Hátt á þriðja tug manna höfðu skráð sig í samtökin nú síðdegis. 30.3.2006 22:00
Fasteignagjöld hafa hækkað um allt að 64 prósent Álögur stærstu sveitarfélaga landsins á íbúðarhúsnæði hafa hækkað langt umfram almennar verðlagsbreytingar síðustu þrjú árin segir í nýrri skýrslu ASÍ. Þetta gerist þrátt fyrir yfirlýsingar ráðamanna að um að álagningarprósenta fasteignagjalda lækki vegna hækkunar fasteignamats. 30.3.2006 21:50
Umgengni um borgina ábótavant Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur hafið síðasta liðinn í átakinu Virkjum okkur en markmið þess er að fá fólk til að huga að umgengni um borgina sem víða er ábótavant. Árlega fara um 23 milljónir króna í hreinsun borgarinnar. 30.3.2006 21:00
Atvinnulöggjöf stenst stjórnarskrá Frakka Stjórnarskrárdómstóll í Frakklandi úrskurðaði í dag að ný atvinnulöggjöf sem valdið hefur miklum deilum stæðist stjórnarskrá. Þar með er allt útlit fyrir að löggjöfin nái fram að ganga, að því gefnu að Chirac Frakklandsforseti samþykki hana. 30.3.2006 20:37
Dæmdur fyrir fjárdrátt í opinberu starfi Hæstiréttur dæmdi í dag fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfjarða í tólf mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt. 30.3.2006 19:15
Dæmdur í þriggja ára fangelsi Tuttugu og sjö ára karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti í dag, fyrir hættulega líkamsárás, líflátshótanir við lögreglu og vörslu fíkniefna. 30.3.2006 19:12
Lýst eftir vitni vegna mannráns Lögreglan í Keflavík lýsir eftir ökumanni Land-Rover jeppa sem aðfaranótt síðasta sunnudags ók framhjá manninum rænt var af heimili sínu í Garðinum. Ökumaðurinn ók framhjá manninum á Biskupstungnabraut eða Laugarvatnsvegi á öðrum tímanum þá nótt og veitti honum athygli án þess þó að stöðva bifreið sína. 30.3.2006 19:10
OR samþykkir að kanna orkusölu til Helguvíkur R-listaflokkarnir klofnuðu innan stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nú síðdegis þegar stjórnin gaf grænt ljós á að stefna að raforkusölu til álvers í Helguvík. Fulltrúi vinstri grænna, sem var einn á móti, segir niðurstöðuna í andstöðu við samþykkt flokkanna í fyrra. 30.3.2006 18:17
Hálka fyrir norðan, austan og vestan Hálka er á Vestfjörðum, Norðurlandi og Norðausturlandi og éljagangur að auki á Vestfjörðum og Norðausturlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 30.3.2006 18:11
Miklir sinueldar á Mýrum Um fimmtán slökkviliðsmenn hafa barist við sinuelda á Mýrum í Borgarfirði síðan um klukkan 9 í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu í Borgarnesi er nú brunnið um 80 ferkílómetra svæði. 30.3.2006 17:59
Ekið á tíu ára pilt Ekið var á tíu ára pilt á reiðhjóli í Vestmannaeyjum á þriðja tímanum í dag. Pilturinn brákaðist en meiðsl hans voru talin minniháttar. 30.3.2006 17:52
Leikskólagjöld lækka um 30 prósent Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum í dag að lækka leikskólagjöld um 30 prósent. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ um ákvörðunina segir að þessi ákvörðun sé tekin með hliðsjón af góðum rekstri bæjarsjóðs. Þar segir enn fremur að eftir þetta verði Kópavogur það stóru sveitarfélaganna þar sem verður ódýrast að búa fyrir barnafjölskyldur. 30.3.2006 17:31
Ekki tímabært að afnema verðtryggingu lána Stefna ber að því til lengri tíma litið að afnema verðtryggingu lána hér á landi en það er ekki hægt nú vegna þeirra sveiflna sem eru í þjóðfélaginu. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra við utandagskrárumræðu um aukningu á skuldum þjóðarbúsins í dag. 30.3.2006 17:29
Greiði 34 milljónir hvor um sig Tveir menn voru í dag dæmdir fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og til greiðslu 34 milljóna króna hvor um sig í sekt til ríkissjóðs. Mennirnir voru fundnir sekir um að hafa ekki staðið skil á greiðslu vörsluskatta og opinberra gjalda þegar þeir stýrðu fyrirtækinu Merkingu. 30.3.2006 17:25
Dæmdur fyrir fjárdrátt Fyrrum framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga var í dag dæmdur í Hæstarétti til eins árs fangelsisvistar fyrir að hafa dregið að sér samtals sautján milljónir króna úr sjóðum sambandsins. Níu mánuðir af tólf eru skilorðsbundnir. 30.3.2006 17:17