Innlent

Bensínverð hærra en nokkurn tímann

Verð á bensínlítra er að nálgast 125 krónur og hefur aldrei orðið hærra í krónum talið. Það er orðið hátt í tveimur krónum hærra en þegar það rauk upp úr öllu valdi eftir fellibylinn Katrínu í ágúst í fyrra. Essó reið á vaðið með hækkun í gær, Olís hækkaði í morgun og fastelga er búist við að Skeljungur fylgi þeim, en áðurnenft verð er á stöðvum með fulla þjónustu.

Ástæðan er að olíuverð er aftur á hraðri uppleið á heimsmarkaði og í gær fór verðið á fatinu upp í rúmlega sextíu og sex dollara og hefur ekki verið hærra í tvo mánuði. Þetta stafar aðallega af hörðum viðbrögðum stjórnvalda í Íran við ályktun öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna frá í fyrradag. Sérfræðingar telja að þess verði ekki langt að bíða að verðið á fatinu nái sjötíu dollurum, sem er hæsta verð sem það hefur hingað til náð á heimsmarkaði. Þessa er þegar farið að gæta hér á landi eins og áður sagði og búist er við enn frekari bensínhækkunum hér, ef áðurnefndar spár um heimsmarkaðsverð ganga eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×