Erlent

Meira en fimmtíu manns týndu lífi þegar farþegaskip sökk rétt utan við Bahrein

Meira en fimmtíu manns týndu lífi þegar farþegaskip sökk rétt utan við Bahrein í Persaflóa í gærkvöldi. Hundrað og þrjátíu manns voru um borð í skipinu og minnst sextíu og þrír björgðust í nótt. Flestir voru farþegarnir frá Asíu, en þó voru einhverjir Evrópubúar og Arabar um borð. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir, en ekkert bendir til að um hryðjuverk sé að ræða. Þeim sem björgðust ber þó ekki saman um hvernig slysið hafi borið að. Sumir segja að Of margir farþegar hafi safnast saman í öðrum hluta skipsins, með þeim afleiðingum að það hafi farið á hliðina, en aðrir segja að stór alda hafi lent á skipinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×