Erlent

Fimmtíu létust í jarðskjálfta í Íran

Fimmtíu létust og um átta hundruð slösuðust í þrem snörpum jarðskjálftum í vesturhluta Írans í morgun. Upptök skjálftanna voru í fjalllendi á milli tveggja iðnaðarborga og mældist sá sterkasti sex á Richter. Fjöldi lítilla þorpa er í fjöllunum þar sem upptök skjálftanna voru og mörg eru þau nánast rústir einar. Íranska ríkissjónvarpið greindi frá því í morgun að miklar skemmdir hefðu orðið í þrjátíu þorpum og mjög væri óttast að tala látinna ætti eftir að hækka þegar öll kurl kæmu til grafar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×