Fleiri fréttir Samkomulag um vatnalagafrumvarp Samkomulag náðist um afgreiðslu vatnalagafrumvarps iðnaðarráðherra skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld. Þá höfðu samningafundir stjórnar og stjórnarandstöðu staðið yfir klukkutímunum saman. Samkomulagið felur í sér að stjórnarandstæðingar hætta málþófi gegn því að lögin taka ekki gildi fyrr en haustið 2007. 15.3.2006 09:30 Dómur kveðinn upp í Baugsmáli um miðjan dag Dómur verður kveðinn upp í Baugsmálinu klukkan korter í þrjú í dag. Um er að ræða átta ákæruliði um brot sem vógu ekki þungt í meintu heildarbroti 40 ákæruliða. 15.3.2006 09:30 Lík af 90 mönnum finnast í Bagdad Lík um níutíu manna fundust í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun en allir höfðu þeir verið skotnir í höfuðið. Talið er að mennirnir hafi verið myrtir í tengslum við sprengjuárás sem gerð var á hverfi sjía á sunnudag en þá létu 58 lífið og yfir 200 særðust. 15.3.2006 09:15 Ofsaakstur á Sæbraut í nótt Lögreglan í Reykjavík stöðvaði ökumann á tæplega 150 kílómetra hraða á Sæbraut í nótt þar sem hámarkshraði er 6o kílómetrar, þannig að hann var á umþaðbil 90 kílómetra hraða umfarm löglegan hámarkshraða. Auk þess kom í ljós að hann hafði áður verið sviftur ökuréttindum og var því próflaus. Hann var einn í bílnum og ódrukkinn 15.3.2006 09:00 Pólitísk hryðjuverkastarfsemi Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna harmar og hafnar hugmyndum Kristins H. Gunnarssonar í þá veru að huga að sameiningu Framsóknarflokks og Samfylkingar og líkir hugmyndinni við pólitíska hryðjuverkastarfssemi. Í ályktun sambandsins frá í gærkvöldi, segir að stanslausar árásir Kristins á eigin flokksfélaga og málefnastarf séu fyrir margt löngu komnar út fyrir öll velsæmismörk og ekki verði sérstök eftirsjá af Kristni þótt hann hverfi úr félagaskrá Framsóknarflokksins. 15.3.2006 08:45 Milosevic jarðsettur í Belgrad Háttsettir menn í flokki Slobodans Milosevic, fyrrverandi leiðtoga Júgólsavíu, tilkynntu í gærkvöld að Milosevic yrði jarðsettur í Belgrad, höfuðborg Serbíu. Lík Milosevic, sem lést í Haag í síðustu viku, er nú á Schipholflugvelli í Hollandi en verður væntanlega flutt á leiðarenda í dag. Eiginkona Milosevic, Mira Markovich og sonur þeirra vildu að hann yrði jarðsettur í Moskvu 15.3.2006 08:30 Bandaríkjamenn reiðubúnir fyrir kvenforseta Bandaríska þjóðin er reiðubúin fyrir kvenforseta en það þyrfti þó að vera repúblikani. Þetta sagði Laura Bush, forsetafrú í Bandaríkjunum þegar hún heimsótti Kvennalistasögusafnið í Washington ásamt forsetafrú í Mexíkó og forsetafrú í Perú. Laura Bush hefur lýst því yfir að hún styðji Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í forsetaembættið, en Rice hefur aftur á móti margoft sagt að hún hafi engan áhuga á þeirri stöðu. 15.3.2006 08:30 Fimm lögreglumenn slösuðust Fimm lögreglumenn slösuðust þegar til átaka kom á milli lögreglu og námsmanna í París í gær. Námsmennirnir voru að mótmæla fyrirhugaðri setningu laga um breytingu á lögum sem fjalla um starfssamninga fólks undir 26 ára aldri með ákvæðum um möguleika á uppsögn án útskýringa. Þeim er ætlað að hvetja vinnuveitendur til að ráða ungt fólk án þess að þeir þurfi að óttast að sitja uppi með starfsmenn sem ekki standa sig. 15.3.2006 08:15 Rændu í það minnsta níu útlendingum Vopnaðir Palestínumenn rændu að minnsta kosti níu útlendingum á götu í Jenín á Vesturbakkanum í gær vegna umsáturs Ísraelsmanna. Nokkrum hefur verið sleppt en þó er enn í haldi bandarískur háskólaprófessor og segja Palestínumennirnir hann verða drepinn, verði Ahmed Saadat og fylgismönnum hans gert mein. 15.3.2006 08:00 Gáfust upp eftir daglangt umsátur Palestínumennirnir sex sem gáfust upp fyrir ísraelska hernum eftir daglangt umsátur um fangelsið sem þeir sátu í, verða kvaddir fyrir ísraelskan dómstól og látnir svara til saka fyrir morð á ísraelskum ráðherra. Frá þessu greindi ísraelskur embættismaður í gærkvöld. Einn mannanna, Ahmed Saadat, er leiðtogi Alþýðufylkingar til frelsunar Palestínu 15.3.2006 07:45 Ósamkomulag innan Öryggisráðs SÞ Fulltrúar þeirra ríkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem hafa þar neitunarvald, Kína, Frakklands, Rússlands, Bandaríkjanna og Bretlands, hittust í gær til að ræða stöðu Írans. Engin niðustaða fékkst að þessu sinni en á meðan Kínverjar og Frakkar vilja ekki beita refsiaðgerðum vilja Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn það ólmir. 15.3.2006 07:33 Mikill eldur logar í atvinnuhúsnæði í Garðinum Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja er að berjast við eld, sem kviknaði í stóru atvinnuhúsi í Kothúsum í Garðinum á Reykjanesi um klukkan hálf fjögur í nótt. Fólk, sem var í húsinu, komst út ómeitt. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var eldur kominn í hluta þekju hússins og mikill eldur logaði innandyra í hluta þess. Svo 15.3.2006 06:53 Hætta málþófi um vatnalög Samkomulag náðist á Alþingi laust fyrir miðnætti um að afgreiða vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra sem lög frá Alþingi. Stjórnarandstæðingar fengu það í gegn að lögin taka ekki gildi fyrr en eftir kosningar og geta þá afnumið þau áður en þau taka gildi nái þeir meirihluta. 15.3.2006 02:02 Hús rýmd út af sprengihættu Frystihúsið á Breiðdalsvík, lífæð atvinnulífsins á staðnum, brann í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið á Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði vann að því að slökkva eldinn auk Stöðvarfjarðardeildar Rauða kross Íslands, björgunarsveitarmanna og lögreglu. 15.3.2006 00:01 Íbúar á Breiðdalsvík eru lamaðir vegna brunans Íbúar á Breiðdalsvík eru lamaðir vegna brunans í frystihúsinu en frystihúsið er stærsti vinnustaður bæjarins og þar vinna um fjörtíu manns. Slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eldinn. Vindur er hægur á þessum slóðum svo nærliggjandi húsum stafar ekki hætta af eldinum. 14.3.2006 22:05 Lík Milosevic flutt frá Haag Lík Slóbódans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, var flutt frá Haag í Hollandi á flugvöllinn í Amsterdam síðdegis í kvöld. Marko Milosevic sótti lík föður síns. Serbneskur dómstóll hefur dregið til baka handtökuskipun á hendur Mirjönu Markovic, ekkju Milosevic, og hafa líkur aukist á að hann verði grafinn í heimalandi sínu. 14.3.2006 23:15 Fór sjálfur á slysadeild Umferðaróhapp varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs á fjórða tímanum í dag. Ökumaður annars bílsins kenndi eymsla í baki og hálsi og fór sjálfur á slysadeild til rannsókna. Fleiri sakaði ekki. 14.3.2006 22:55 Reynt að höggva á hnútinn Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna gengu rétt fyrir kl. 22 í kvöld inn á skrifstofu forseta Alþingis þar sem gerð er tilraun til að leysa þann hnút sem kominn er á umræður um vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra. Stöðugir fundir hafa staðið yfir í Alþingishúsinu í kvöld. 14.3.2006 22:14 Franskir stúdentar mótmæla enn Umsátursástand var í fjölmörgum háskólum víðsvegar um Frakkland í dag þegar mörg þúsund háskólanemar mótmæltu nýrri vinnulöggjöf stjórnvalda. Stúdentar segjast fullvissir að mótmælin hafi tilætluð áhrif og hætt verði við gildistöku laganna. Ekkert virðist þó benda til þess. 14.3.2006 22:00 Ný reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla Sjávarútvegsráðuneytið gaf í dag út reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla. Í reglugerðinni eru margvísleg nýmæli sem miða fyrst og fremst að því að fella vigtunina betur að vinnslu og viðskiptaferlum í atvinnugreininni. 14.3.2006 20:16 Baugsdómur á morgun Dómur verður kveðinn upp í átta ákæruliðum í Baugsmálinu á morgun. Dómsniðurstaðan kann að hafa áhrif á ákvörðun um það hvort ákært verði að nýju í veigamestu ákæruliðunum þrjátíu og tveimur sem vísað var frá dómi. 14.3.2006 19:02 70 börn á gjörgæsluna árlega Um sjötíu börn þarf að flytja, ár hvert, af Barnaspítalanum á gjörgæslu, sem er í næsta húsi. Hágæsluherbergi var ekki á forgangslista spítalans, enda talið brýnna að bæta við tækjum og fullmanna stöður fyrir almenna þjónustu. 14.3.2006 18:59 Þriggja akreina vegur hannaður milli Reykjavíkur og Hveragerðis Undirbúningur er hafinn að breikkun Suðurlandsvegar milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Stefnt er að því að vegurinn verði þriggja akreina og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. 14.3.2006 18:56 Óeðlileg fréttamennska sögð hafa lækkað hlutabréfaverð Framkvæmdastjóri VBS Fjárfestingarbanka segir að neikvæð umræða fjölmiðla sé aðalástæða niðursveiflu hlutabréfa síðustu daga. Hann sakar Morgunblaðið sérstaklega um að hampa neikvæðustu umsögnum erlendra matsfyrirtækja umfram það sem eðlilegt geti talist. 14.3.2006 18:45 Handtökuskipunin dregin til baka Serbneskur dómstóll hefur dregið til baka handtökuskipun á hendur Mirjönu Markovic, ekkju Slobodans Milosevic. Þar með hafa líkurnar á að forsetinn fyrrverandi verði grafinn í heimalandi sínu, aukist. Marko, sonur þeirra, kveðst fullviss um að faðir sinn hafi verið ráðinn af dögum. 14.3.2006 18:45 Ólga á herteknu svæðunum eftir árás Ísraela Ófremdarástand hefur ríkt á Gaza-ströndinni og Vesturbakkanum í dag eftir að Ísraelsher réðst á fangelsi í Jeríkó þar sem grunaðir hermdarverkamenn voru í haldi. Kveikt var í húsakynnum bandarískra og breskra stofnana og nokkrum Vesturlandabúum var rænt. 14.3.2006 18:30 Nýr sendiherra Íslands gagnvart Slóveníu Kristinn F. Árnason, sendiherra, afhenti í dag Janez Drnovsek, forseta Slóveníu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Slóveníu, með aðsetur í Genf. Athöfnin fór fram í forsetahöllinni í Ljubljana, höfuðborg landsins. 14.3.2006 18:15 Líffæragjafir komi fram í ökuskírteinum Þingmál um að upplýsingar um líffæragjafir komi fram í ökuskírteinum einstaklinga hefur verið lagt fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður er Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. 14.3.2006 18:12 Íþróttavætt Ísland Allir eiga að hreyfa sig, í stórátaki stjórnvalda, félagasamtaka og atvinnulífs. Menntamálaráðherra kynnti sérstaka íþróttastefnu fyrir Ísland, með pompi og prakt, í Kópavogi í dag. 14.3.2006 18:11 Intrum innheimtir fyrir Borgarbókasafnið Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur samið við innheimtufyrirtækið Intrum Justitia um innheimtu á efni safnsins sem er í vanskilum. 14.3.2006 17:59 Krónan réttir sig lítillega af Krónan rétti sig lítillega af í dag, í gríðarmiklum viðskiptum. Alþýðusambandið hvetur neytendur til að vera á tánum og veita kaupmönnum aðhald svo hækkandi gengi fari ekki beint út í verðlag. 14.3.2006 17:45 Hart deilt um aðkomu UMFÍ að umsögn Formaður Ungmennafélags Íslands, segir samtökin ekki hafa samþykkt sameiginlega umsögn nokkurra félagasamtaka um andstöðu við ný vatnalög þrátt fyrir að nafn þeirra sé á umsögninni. Þingmaður Samfylkingar spurði hvaða Framsóknarmaður hefði skammað formanninn til að hann skipti um skoðun. 14.3.2006 17:39 Saadat hefur gefist upp Ahmed Saadat og félagar hans hafa gefist upp fyrir ísraelskum hersveitum sem í allan dag hafa setið um fangelsi í Jeríkó þar sem þeir eru í haldi. 14.3.2006 17:14 Undirskriftasöfnun vegna hágæsluherbergis Búið er að hrinda af stað undirskriftasöfnun á netinu vegna hágæsluherbergis á Barnaspítala Hringsins. Þar sem því er beint til stjórnvalda að hágæsluherbergi eigi skilyrðislaust að vera sett upp þegar í stað. 14.3.2006 17:06 Flóð í Grikklandi Allt er á floti í austurhluta Grikklands þar sem ár hafa flætt yfir bakka sína og kaffært ræktarland og jafnvel hús. Mikið hefur snjóað og rignt á svæðinu síðustu daga og hafa flóðgarðar brostið. Óttast er að flóðin nú verði þau verstu í fimmtán ár. 14.3.2006 16:45 Fjórir sækja um embætti hæstaréttardómara Fjórir hafa sótt um embætti hæstaréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar, en umsóknarfrestur rann út þann 10. mars síðastliðinn. 14.3.2006 16:35 Réttarhöldin í uppnámi Réttarhöldin yfir Zacharias Moussaoui eru í uppnámi eftir að í ljós kom að einn lögmanna stjórnvalda hafði samband við nokkur lykilvitni í málinu. 14.3.2006 16:16 Palestínumenn reiðir Bretum og Bandaríkjamönnum Vesturlandabúar hafa verið skotmörk ævareiðra Palestínumanna á Gasaströndinni og Vesturbakkanum í dag vegna umsátursástand við fangelsi í Jeríkó. Ísraelsher gerði áhlaup á það í morgun og var ætlunin að taka höndum Ahmed Saadat, einn helsta leiðtoga herskrárra Palestínumanna. Palestínumenn kenna Bretum og Bandaríkjamönnum um. 14.3.2006 16:15 Veik álft við Lækinn í Hafnarfirði Veik álft var aflífuð í dag, en hún sást veikburða við Lækinn í Hafnarfirði, að sögn Gunnars Ö. Guðmundssonar héraðsdýralæknis í Gullbringu og Kjósarumdæmis er ekki talin ástæða til að grípa til aðgerða útaf þessu. Fuglar deyja af eðlilegum örsökum á hverju ári og þetta er eitt af þeim tilvikum. 14.3.2006 15:54 65 milljónir til Vestfjarða Húsafriðunarnefnd hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2006 og fara rúmar 65 milljónir króna til Vestfjarða. Í frétt á fréttavefnum Bæjarins besta kemur fram að tíu kirkjur á Vestfjörðum fái styrk en hæsta styrkinn, fjórar milljónir króna, fær Þingeyrarkirkja við Dýrafjörð. 14.3.2006 15:37 Liggur enn á gjörgæslu eftir vinnuslys í Garðabæ Maður sem féll af húsþaki við vinnu sína í Garðabæ í lok febrúar liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landsspítala - háskólasjúkrahúss og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Maðurinn hlaut mikla áverka á brjóstholi við fallið sem voru um fimm metrar. Líða hans er eftir atvikum góð, að sögn vakthafandi læknis. 14.3.2006 15:30 Leggur til að upplýsingar um líffæragjöf komi fram á ökuskírteini Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um að upplýsingar um líffæragjafir komi fram í ökuskírteinum einstaklinga. Hann leggur til að farin verði sú leið að notast við upplýsingar á ökuskírteinum líkt og gert sé í Bandaríkjunum, en látnir ökumenn koma oft til greina sem líffæragjafar. 14.3.2006 15:29 Sparisjóður Vestfjarða fagnar 110 ára afmæli Sparisjóður Vestfjarða fagnar 110 ára afmæli í dag. Sparisjóðurinn var stofnaður árið 1896 og hét þá Sparisjóður Vestur Ísafjarðarsýslu en nafninu var síðar breytt í Sparisjóð Þingeyrarhrepps. 14.3.2006 15:21 Leiðir til hærri vaxta og verri þjónustu Breyting Íbúðalánasjóðs í heildsölubanka fyrir viðskiptabankana getur leitt til þess að vextir íbúðalána hækka og þjónusta við lántakendur minnkar, segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. 14.3.2006 15:12 Með fimm hundruð kíló af ufsaflökum í bílnum. Tollverðir í Noregi stöðvuðu nýlega ferðamann sem var með fimm hundruð kíló af ufsaflökum í bílnum. Á fréttavefnum interseafood.com segir að ferðamenn í Noregi stundi gjarnan stangveiðar við strendur landsins. Í seinni tíð séu þeir orðnir faglegir og tómstundagamanið farið að líkjast iðnaði. 14.3.2006 14:42 Sjá næstu 50 fréttir
Samkomulag um vatnalagafrumvarp Samkomulag náðist um afgreiðslu vatnalagafrumvarps iðnaðarráðherra skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld. Þá höfðu samningafundir stjórnar og stjórnarandstöðu staðið yfir klukkutímunum saman. Samkomulagið felur í sér að stjórnarandstæðingar hætta málþófi gegn því að lögin taka ekki gildi fyrr en haustið 2007. 15.3.2006 09:30
Dómur kveðinn upp í Baugsmáli um miðjan dag Dómur verður kveðinn upp í Baugsmálinu klukkan korter í þrjú í dag. Um er að ræða átta ákæruliði um brot sem vógu ekki þungt í meintu heildarbroti 40 ákæruliða. 15.3.2006 09:30
Lík af 90 mönnum finnast í Bagdad Lík um níutíu manna fundust í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun en allir höfðu þeir verið skotnir í höfuðið. Talið er að mennirnir hafi verið myrtir í tengslum við sprengjuárás sem gerð var á hverfi sjía á sunnudag en þá létu 58 lífið og yfir 200 særðust. 15.3.2006 09:15
Ofsaakstur á Sæbraut í nótt Lögreglan í Reykjavík stöðvaði ökumann á tæplega 150 kílómetra hraða á Sæbraut í nótt þar sem hámarkshraði er 6o kílómetrar, þannig að hann var á umþaðbil 90 kílómetra hraða umfarm löglegan hámarkshraða. Auk þess kom í ljós að hann hafði áður verið sviftur ökuréttindum og var því próflaus. Hann var einn í bílnum og ódrukkinn 15.3.2006 09:00
Pólitísk hryðjuverkastarfsemi Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna harmar og hafnar hugmyndum Kristins H. Gunnarssonar í þá veru að huga að sameiningu Framsóknarflokks og Samfylkingar og líkir hugmyndinni við pólitíska hryðjuverkastarfssemi. Í ályktun sambandsins frá í gærkvöldi, segir að stanslausar árásir Kristins á eigin flokksfélaga og málefnastarf séu fyrir margt löngu komnar út fyrir öll velsæmismörk og ekki verði sérstök eftirsjá af Kristni þótt hann hverfi úr félagaskrá Framsóknarflokksins. 15.3.2006 08:45
Milosevic jarðsettur í Belgrad Háttsettir menn í flokki Slobodans Milosevic, fyrrverandi leiðtoga Júgólsavíu, tilkynntu í gærkvöld að Milosevic yrði jarðsettur í Belgrad, höfuðborg Serbíu. Lík Milosevic, sem lést í Haag í síðustu viku, er nú á Schipholflugvelli í Hollandi en verður væntanlega flutt á leiðarenda í dag. Eiginkona Milosevic, Mira Markovich og sonur þeirra vildu að hann yrði jarðsettur í Moskvu 15.3.2006 08:30
Bandaríkjamenn reiðubúnir fyrir kvenforseta Bandaríska þjóðin er reiðubúin fyrir kvenforseta en það þyrfti þó að vera repúblikani. Þetta sagði Laura Bush, forsetafrú í Bandaríkjunum þegar hún heimsótti Kvennalistasögusafnið í Washington ásamt forsetafrú í Mexíkó og forsetafrú í Perú. Laura Bush hefur lýst því yfir að hún styðji Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í forsetaembættið, en Rice hefur aftur á móti margoft sagt að hún hafi engan áhuga á þeirri stöðu. 15.3.2006 08:30
Fimm lögreglumenn slösuðust Fimm lögreglumenn slösuðust þegar til átaka kom á milli lögreglu og námsmanna í París í gær. Námsmennirnir voru að mótmæla fyrirhugaðri setningu laga um breytingu á lögum sem fjalla um starfssamninga fólks undir 26 ára aldri með ákvæðum um möguleika á uppsögn án útskýringa. Þeim er ætlað að hvetja vinnuveitendur til að ráða ungt fólk án þess að þeir þurfi að óttast að sitja uppi með starfsmenn sem ekki standa sig. 15.3.2006 08:15
Rændu í það minnsta níu útlendingum Vopnaðir Palestínumenn rændu að minnsta kosti níu útlendingum á götu í Jenín á Vesturbakkanum í gær vegna umsáturs Ísraelsmanna. Nokkrum hefur verið sleppt en þó er enn í haldi bandarískur háskólaprófessor og segja Palestínumennirnir hann verða drepinn, verði Ahmed Saadat og fylgismönnum hans gert mein. 15.3.2006 08:00
Gáfust upp eftir daglangt umsátur Palestínumennirnir sex sem gáfust upp fyrir ísraelska hernum eftir daglangt umsátur um fangelsið sem þeir sátu í, verða kvaddir fyrir ísraelskan dómstól og látnir svara til saka fyrir morð á ísraelskum ráðherra. Frá þessu greindi ísraelskur embættismaður í gærkvöld. Einn mannanna, Ahmed Saadat, er leiðtogi Alþýðufylkingar til frelsunar Palestínu 15.3.2006 07:45
Ósamkomulag innan Öryggisráðs SÞ Fulltrúar þeirra ríkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem hafa þar neitunarvald, Kína, Frakklands, Rússlands, Bandaríkjanna og Bretlands, hittust í gær til að ræða stöðu Írans. Engin niðustaða fékkst að þessu sinni en á meðan Kínverjar og Frakkar vilja ekki beita refsiaðgerðum vilja Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn það ólmir. 15.3.2006 07:33
Mikill eldur logar í atvinnuhúsnæði í Garðinum Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja er að berjast við eld, sem kviknaði í stóru atvinnuhúsi í Kothúsum í Garðinum á Reykjanesi um klukkan hálf fjögur í nótt. Fólk, sem var í húsinu, komst út ómeitt. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var eldur kominn í hluta þekju hússins og mikill eldur logaði innandyra í hluta þess. Svo 15.3.2006 06:53
Hætta málþófi um vatnalög Samkomulag náðist á Alþingi laust fyrir miðnætti um að afgreiða vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra sem lög frá Alþingi. Stjórnarandstæðingar fengu það í gegn að lögin taka ekki gildi fyrr en eftir kosningar og geta þá afnumið þau áður en þau taka gildi nái þeir meirihluta. 15.3.2006 02:02
Hús rýmd út af sprengihættu Frystihúsið á Breiðdalsvík, lífæð atvinnulífsins á staðnum, brann í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið á Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði vann að því að slökkva eldinn auk Stöðvarfjarðardeildar Rauða kross Íslands, björgunarsveitarmanna og lögreglu. 15.3.2006 00:01
Íbúar á Breiðdalsvík eru lamaðir vegna brunans Íbúar á Breiðdalsvík eru lamaðir vegna brunans í frystihúsinu en frystihúsið er stærsti vinnustaður bæjarins og þar vinna um fjörtíu manns. Slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eldinn. Vindur er hægur á þessum slóðum svo nærliggjandi húsum stafar ekki hætta af eldinum. 14.3.2006 22:05
Lík Milosevic flutt frá Haag Lík Slóbódans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, var flutt frá Haag í Hollandi á flugvöllinn í Amsterdam síðdegis í kvöld. Marko Milosevic sótti lík föður síns. Serbneskur dómstóll hefur dregið til baka handtökuskipun á hendur Mirjönu Markovic, ekkju Milosevic, og hafa líkur aukist á að hann verði grafinn í heimalandi sínu. 14.3.2006 23:15
Fór sjálfur á slysadeild Umferðaróhapp varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs á fjórða tímanum í dag. Ökumaður annars bílsins kenndi eymsla í baki og hálsi og fór sjálfur á slysadeild til rannsókna. Fleiri sakaði ekki. 14.3.2006 22:55
Reynt að höggva á hnútinn Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna gengu rétt fyrir kl. 22 í kvöld inn á skrifstofu forseta Alþingis þar sem gerð er tilraun til að leysa þann hnút sem kominn er á umræður um vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra. Stöðugir fundir hafa staðið yfir í Alþingishúsinu í kvöld. 14.3.2006 22:14
Franskir stúdentar mótmæla enn Umsátursástand var í fjölmörgum háskólum víðsvegar um Frakkland í dag þegar mörg þúsund háskólanemar mótmæltu nýrri vinnulöggjöf stjórnvalda. Stúdentar segjast fullvissir að mótmælin hafi tilætluð áhrif og hætt verði við gildistöku laganna. Ekkert virðist þó benda til þess. 14.3.2006 22:00
Ný reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla Sjávarútvegsráðuneytið gaf í dag út reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla. Í reglugerðinni eru margvísleg nýmæli sem miða fyrst og fremst að því að fella vigtunina betur að vinnslu og viðskiptaferlum í atvinnugreininni. 14.3.2006 20:16
Baugsdómur á morgun Dómur verður kveðinn upp í átta ákæruliðum í Baugsmálinu á morgun. Dómsniðurstaðan kann að hafa áhrif á ákvörðun um það hvort ákært verði að nýju í veigamestu ákæruliðunum þrjátíu og tveimur sem vísað var frá dómi. 14.3.2006 19:02
70 börn á gjörgæsluna árlega Um sjötíu börn þarf að flytja, ár hvert, af Barnaspítalanum á gjörgæslu, sem er í næsta húsi. Hágæsluherbergi var ekki á forgangslista spítalans, enda talið brýnna að bæta við tækjum og fullmanna stöður fyrir almenna þjónustu. 14.3.2006 18:59
Þriggja akreina vegur hannaður milli Reykjavíkur og Hveragerðis Undirbúningur er hafinn að breikkun Suðurlandsvegar milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Stefnt er að því að vegurinn verði þriggja akreina og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. 14.3.2006 18:56
Óeðlileg fréttamennska sögð hafa lækkað hlutabréfaverð Framkvæmdastjóri VBS Fjárfestingarbanka segir að neikvæð umræða fjölmiðla sé aðalástæða niðursveiflu hlutabréfa síðustu daga. Hann sakar Morgunblaðið sérstaklega um að hampa neikvæðustu umsögnum erlendra matsfyrirtækja umfram það sem eðlilegt geti talist. 14.3.2006 18:45
Handtökuskipunin dregin til baka Serbneskur dómstóll hefur dregið til baka handtökuskipun á hendur Mirjönu Markovic, ekkju Slobodans Milosevic. Þar með hafa líkurnar á að forsetinn fyrrverandi verði grafinn í heimalandi sínu, aukist. Marko, sonur þeirra, kveðst fullviss um að faðir sinn hafi verið ráðinn af dögum. 14.3.2006 18:45
Ólga á herteknu svæðunum eftir árás Ísraela Ófremdarástand hefur ríkt á Gaza-ströndinni og Vesturbakkanum í dag eftir að Ísraelsher réðst á fangelsi í Jeríkó þar sem grunaðir hermdarverkamenn voru í haldi. Kveikt var í húsakynnum bandarískra og breskra stofnana og nokkrum Vesturlandabúum var rænt. 14.3.2006 18:30
Nýr sendiherra Íslands gagnvart Slóveníu Kristinn F. Árnason, sendiherra, afhenti í dag Janez Drnovsek, forseta Slóveníu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Slóveníu, með aðsetur í Genf. Athöfnin fór fram í forsetahöllinni í Ljubljana, höfuðborg landsins. 14.3.2006 18:15
Líffæragjafir komi fram í ökuskírteinum Þingmál um að upplýsingar um líffæragjafir komi fram í ökuskírteinum einstaklinga hefur verið lagt fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður er Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. 14.3.2006 18:12
Íþróttavætt Ísland Allir eiga að hreyfa sig, í stórátaki stjórnvalda, félagasamtaka og atvinnulífs. Menntamálaráðherra kynnti sérstaka íþróttastefnu fyrir Ísland, með pompi og prakt, í Kópavogi í dag. 14.3.2006 18:11
Intrum innheimtir fyrir Borgarbókasafnið Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur samið við innheimtufyrirtækið Intrum Justitia um innheimtu á efni safnsins sem er í vanskilum. 14.3.2006 17:59
Krónan réttir sig lítillega af Krónan rétti sig lítillega af í dag, í gríðarmiklum viðskiptum. Alþýðusambandið hvetur neytendur til að vera á tánum og veita kaupmönnum aðhald svo hækkandi gengi fari ekki beint út í verðlag. 14.3.2006 17:45
Hart deilt um aðkomu UMFÍ að umsögn Formaður Ungmennafélags Íslands, segir samtökin ekki hafa samþykkt sameiginlega umsögn nokkurra félagasamtaka um andstöðu við ný vatnalög þrátt fyrir að nafn þeirra sé á umsögninni. Þingmaður Samfylkingar spurði hvaða Framsóknarmaður hefði skammað formanninn til að hann skipti um skoðun. 14.3.2006 17:39
Saadat hefur gefist upp Ahmed Saadat og félagar hans hafa gefist upp fyrir ísraelskum hersveitum sem í allan dag hafa setið um fangelsi í Jeríkó þar sem þeir eru í haldi. 14.3.2006 17:14
Undirskriftasöfnun vegna hágæsluherbergis Búið er að hrinda af stað undirskriftasöfnun á netinu vegna hágæsluherbergis á Barnaspítala Hringsins. Þar sem því er beint til stjórnvalda að hágæsluherbergi eigi skilyrðislaust að vera sett upp þegar í stað. 14.3.2006 17:06
Flóð í Grikklandi Allt er á floti í austurhluta Grikklands þar sem ár hafa flætt yfir bakka sína og kaffært ræktarland og jafnvel hús. Mikið hefur snjóað og rignt á svæðinu síðustu daga og hafa flóðgarðar brostið. Óttast er að flóðin nú verði þau verstu í fimmtán ár. 14.3.2006 16:45
Fjórir sækja um embætti hæstaréttardómara Fjórir hafa sótt um embætti hæstaréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar, en umsóknarfrestur rann út þann 10. mars síðastliðinn. 14.3.2006 16:35
Réttarhöldin í uppnámi Réttarhöldin yfir Zacharias Moussaoui eru í uppnámi eftir að í ljós kom að einn lögmanna stjórnvalda hafði samband við nokkur lykilvitni í málinu. 14.3.2006 16:16
Palestínumenn reiðir Bretum og Bandaríkjamönnum Vesturlandabúar hafa verið skotmörk ævareiðra Palestínumanna á Gasaströndinni og Vesturbakkanum í dag vegna umsátursástand við fangelsi í Jeríkó. Ísraelsher gerði áhlaup á það í morgun og var ætlunin að taka höndum Ahmed Saadat, einn helsta leiðtoga herskrárra Palestínumanna. Palestínumenn kenna Bretum og Bandaríkjamönnum um. 14.3.2006 16:15
Veik álft við Lækinn í Hafnarfirði Veik álft var aflífuð í dag, en hún sást veikburða við Lækinn í Hafnarfirði, að sögn Gunnars Ö. Guðmundssonar héraðsdýralæknis í Gullbringu og Kjósarumdæmis er ekki talin ástæða til að grípa til aðgerða útaf þessu. Fuglar deyja af eðlilegum örsökum á hverju ári og þetta er eitt af þeim tilvikum. 14.3.2006 15:54
65 milljónir til Vestfjarða Húsafriðunarnefnd hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2006 og fara rúmar 65 milljónir króna til Vestfjarða. Í frétt á fréttavefnum Bæjarins besta kemur fram að tíu kirkjur á Vestfjörðum fái styrk en hæsta styrkinn, fjórar milljónir króna, fær Þingeyrarkirkja við Dýrafjörð. 14.3.2006 15:37
Liggur enn á gjörgæslu eftir vinnuslys í Garðabæ Maður sem féll af húsþaki við vinnu sína í Garðabæ í lok febrúar liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landsspítala - háskólasjúkrahúss og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Maðurinn hlaut mikla áverka á brjóstholi við fallið sem voru um fimm metrar. Líða hans er eftir atvikum góð, að sögn vakthafandi læknis. 14.3.2006 15:30
Leggur til að upplýsingar um líffæragjöf komi fram á ökuskírteini Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um að upplýsingar um líffæragjafir komi fram í ökuskírteinum einstaklinga. Hann leggur til að farin verði sú leið að notast við upplýsingar á ökuskírteinum líkt og gert sé í Bandaríkjunum, en látnir ökumenn koma oft til greina sem líffæragjafar. 14.3.2006 15:29
Sparisjóður Vestfjarða fagnar 110 ára afmæli Sparisjóður Vestfjarða fagnar 110 ára afmæli í dag. Sparisjóðurinn var stofnaður árið 1896 og hét þá Sparisjóður Vestur Ísafjarðarsýslu en nafninu var síðar breytt í Sparisjóð Þingeyrarhrepps. 14.3.2006 15:21
Leiðir til hærri vaxta og verri þjónustu Breyting Íbúðalánasjóðs í heildsölubanka fyrir viðskiptabankana getur leitt til þess að vextir íbúðalána hækka og þjónusta við lántakendur minnkar, segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. 14.3.2006 15:12
Með fimm hundruð kíló af ufsaflökum í bílnum. Tollverðir í Noregi stöðvuðu nýlega ferðamann sem var með fimm hundruð kíló af ufsaflökum í bílnum. Á fréttavefnum interseafood.com segir að ferðamenn í Noregi stundi gjarnan stangveiðar við strendur landsins. Í seinni tíð séu þeir orðnir faglegir og tómstundagamanið farið að líkjast iðnaði. 14.3.2006 14:42