Erlent

Bandaríkjamenn reiðubúnir fyrir kvenforseta

MYND/AP

Bandaríska þjóðin er reiðubúin fyrir kvenforseta en það þyrfti þó að vera repúblikani. Þetta sagði Laura Bush, forsetafrú í Bandaríkjunum þegar hún heimsótti Kvennalistasögusafnið í Washington ásamt forsetafrú í Mexíkó og forsetafrú í Perú. Laura Bush hefur lýst því yfir að hún styðji Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í forsetaembættið, en Rice hefur aftur á móti margoft sagt að hún hafi engan áhuga á þeirri stöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×