Innlent

Vestfirðir í brennidepli á vðamikilli sýningu

Frá Patreksfirði.
Frá Patreksfirði. Mynd/Vilhelm

Atvinnulíf, ferðaþjónusta og mannlíf á Vestfjörðum verður kynnt á sýningunni Perlan Vestfirðið sem verður sett upp í Perlunni 5.-7. maí næstkomandi. Fréttavefur Bæjarins besta á Ísafirði segir að markmið sýningarinnar sé að kynna það sem Vestfirðirnir hafa upp á að bjóða bæði fyrir ferðamenn og þá sem vilja kynna sér búsetumöguleika. Það er Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða sem stendur að sýningunni í samvinnu við Markaðsstofu Vestfjarða. Samskonar sýning var haldin árið 2002. Atvest kannaði áhuga fyrirtækja, sveitafélaga og einstaklinga á Vestfjörðum til að efna til annarrar sýningar og reyndist mikill áhugi vera fyrir að endurtaka leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×