Innlent

Kosið um sameiningu á laugardag

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin vegna kosninga um sameiningu þriggja sveitarfélaga austur í Flóa í Árnessýslu, en kosningarnar verða á laugardag. Þá ganga íbúar Hraungerðis- Gaulverjabæjar- og Villingaholtshreppa að kjörborðinu, en þessir hreppar eru austan við Árborg, sem er sameinað sveitarfélag Selfoss, Eyrarbakka, Stokkseyrar og Sandvíkurhrepps. Hugmyndir hafa verið uppi um sameiningu hreppanna þriggja við Árborg, en nú stefnir í að þeir sameinist hver öðrum. Ekkert kauptún er í þessum hreppum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×