Fleiri fréttir

Landvinnsla ekki á leið frá Akureyri

Landsvinnsla Brims fær nafnið ÚA á nýjan leik og verður eitt af fjórum afkomusviðum innnan Brims. Þetta kom fram á starfsmannafundi fyrirtækisins á Akureyri í dag.

Dregur úr væntingum Breta

Það dró úr væntingum breskra neytenda í desember og hafa þær ekki mælst lægri síðan í mars 2003. Neytendur virðast þannig vera svartsýnni á horfur í efnahagsmálum en áður og ólíklegra er að þeir standi í stórkaupum á næstu misserum.

Jón formaður nefndar sem skoðar málefni Kjaradóms

Forsætisráðherra hefur skipað Jón Sigurðsson, fyrrverandi Seðlabankastjóra og ráðherra, formann nefndar til að fara yfir málefni Kjaradóms, eftir að dómurinn ákvað að breyta ekki úrskurði sínum um kjör æðstu embættismanna. Stjórnarandstaðan ætlar ekki að skipa fulltrúa í nefndina nema þing verði kallað saman fyrir áramót.

Umhverfisráðherra staðfestir breytingar á svæðisskipulagi

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur staðfest breytingu á svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015 sem samvinnunefnd miðhálendis samþykkti á fundi sínum þann 12. ágúst 2005. Breytingarnar varða m.a. jarðvarmavirkjun við Hágöngur og lagningu háspennulínu frá þeirri virkjun og breytingu skálasvæðis við Kerlingarfjöll í hálendismiðstöð vegna ferðaþjónustu. Umhverfisráðherra hefur hins vegar synjað staðfestingu á þeim hluta svæðisskipulagstillögunnar sem lýtur að Norðlingaölduveitu.

Viðskiptahalli við útlönd aldrei meiri

Viðskiptahalli við útlönd hefur aldrei verið meiri en það sem af er ári nemur hallinn tæpum níutíu milljörðum króna. Stórfelldur innflutningur á bílum vegur þungt en um átján þúsund nýir bílar hafa verið skráðir það sem af er ári.

Eldur í ruslageymslu fjölbýlishúss

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi við Engjasel í Breiðholti á þriðja tímanum í dag vegna elds í ruslageymslu hússins. Einn slökkviliðsbíll var sendur á vettvang ásamt sjúkrabíl en það tók aðeins fjórar mínútur að slökkva eldinn.

Almenningur getur ekki skipt um raforkusala fyrr en í vor

Rafmagn á Íslandi verður selt á samkeppnismarkaði frá og með 1. janúar næstkomandi. Þó lítur út fyrir að almenningur geti ekki skipt um raforkusala fyrr en í fyrsta lagi í vor, ef þeir hyggjast gera það á annað borð, vegna tafa á aðlögun erlends viðskiptahugbúnaðar að íslenskum aðstæðum.

Ellefu skornir á háls

Vopnaðir menn réðust inn á heimili suður af Bagdad, höfuðborg Íraks, og myrtu ellefu fjölskyldumeðlimi með því að skera þá á háls. Fólkið var sjíamúslimar en bjó á svæði þar sem súnnímúslimar eru í miklum meirihluta. Fjölskyldunni hafði verið hótað öllu illu ef hún flyttist ekki á brott en brást ekki við hótununum.

Fékk styrk úr minningarsjóði

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fékk 250 þúsund króna styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsens, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra. Styrkinn afhenti Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri Guðrúnu við athöfn í Höfða.

Allir leikskólakennarar Sólbrekku segja upp

Allir leikskólakennarar á leikskólanum Sólbrekku á Seltjarnarnesi hafa sagt upp störfum. Nú stendur yfir fundur fulltrúa bæjarins og leikskólakennara og líklegt er talið að mál skýrist eftir því sem líður á daginn.

Vill þingfund fyrir áramót

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn tilbúinn til að tilnefna fulltrúa í nefnd forsætisráðherra vegna niðurstöðu Kjaradóms, að því gefnu að þing verði kallað saman á morgun eða á gamlársdag, til að setja lög sem fresta gildistöku launahækkana æðstu embættismanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur enn hægt að kalla þing saman fyrir áramót.

Framselja fangavörð

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að fyrrverandi fangavörður, í útrýmingarbúðum nasista, skuli framseldur til Úkraínu. Fangavörðurinn hefur barist fyrir bandarískum dómstólum í meira en þrjátíu ár.

Samið við alþjóðlega efnisveitu fyrir farsíma

Og Vodafone hefur gert samning við Arvato Mobile, sem er leiðandi fyrirtæki á sviði afþreyingar, um dreifingu á afþreyingarefni fyrir efnisgáttina Vodafone live! Í Vodafone live! er meðal annars að finna þrívíddar tölvuleiki, fréttir, myndskeið með mörkum úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu, veggfóður, efni úr Idol stjörnuleit og MP3 hringitóna svo dæmi séu tekin.

Fagnar áramótunum á spítala

Það eiga þess ekki allir kost að halda jólin og fagna áramótum á heimili sínu. Börn og unglingar sem dveljast á Barnaspítala Hringsins þurftu sum hver að opna jólagjafir sínar á spítalanum og þar munu nokkur þeirra sömuleiðis dvelja um áramótin.

VG vill að þing verði kallað saman

Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun um þá ákvörðun forsætisráðherra að skipa nefnd um úrskurð kjaradóms. Þingflokkurinn telur nauðsynlegt að fresta gildistöku kjaradóms til að skapa svigrúm til umræðu um forsendur ákvörðunar kjaradóms.

Sjálfsmorðsárás í Suður-Rússlandi

Sjálfsmorðsárás var gerð í bænum Makhachkala í Suður-Rússlandi í morgun. Maður sprengdi sjálfan sig í loft upp við athöfn sem haldin var til minningar um öryggisvörð sem drepinn var fyrir tveimur dögum. Rússneskir fjölmiðlar segja engan hafa beðið bana í árásinni fyrir utan tilræðismanninn.

Fjórir lögreglumenn biðu bana í Bagdad

Fjórir lögreglumenn biðu bana og fjórir aðrir særðust í sjálfsmorðsárás á lögregluvarðstöð í Bagdad í morgun. Mismunandi upplýsingar hafa borist um hvernig aðdragandi árásarinnar hafi verið; bæði er talað um að árásarmaðurinn hafi komið akandi á lögreglubíl og að hann hafi verið fótgangandi.

Viðurkenning afhent á morgun

Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir viðurkenningu Alþjóðahúss „Vel að verki staðið" fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi við hátíðlega athöfn í Alþjóðahúsinu Hverfisgötu 18, föstudaginn 30 desember kl. 15:30.

Myndbandsupptaka af frönskum gísl í Írak

Mannræningjar í Írak birtu í gær myndbandsupptöku af frönskum verkfræðingi sem er í haldi þeirra. Á myndbandinu beina þeir byssum að höfði mannsins og hóta að drepa hann, ef allir Frakkar sem starfa í Írak verði ekki kallaðir heim hið fyrsta.

Opið í Hlíðarfjalli í dag

Það verður opið í Hlíðarfjalli í dag frá kl. 12-20. Flestar lyftur verða í gangi og skíðafærið er troðinn þurr snjór og framleiddur snjór. Snjóvélarnar hafa verið í gangi síðan snemma í morgunn þegar vind lægði.

Býður sig fram í fjórða sætið

Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fjórða sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið fer fram 12. og 13. janúar næstkomandi.

Hálka og hálkublettir víða um land

Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum og ýmist eru hálkublettir eða snjóþekja á vegum um mest allt Suðurland. Á Vesturlandi og á Vestfjörðum er víðast hálka og hálkublettir.

Annar drengjanna enn á sjúkrahúsi

Annar drengjanna sem brenndust illa þegar þeir voru að fikta við eldfiman vökva í Grafarvogi 20. nóvember síðastliðinn er enn á Landsspítalanum-háskólasjúkrahúsi en hann hefur nú verið fluttur af gjörgæslu yfir á Barnaspítala Hringsins. Drengurinn brenndist töluvert á andliti, höndum og líkama en líðan hans er eftir atvikum góð.

116 flóttamenn á barnsaldri hafa horfið í Svíþjóð í ár

Sífellt fleiri börn sem sem koma á eigin vegum sem flóttamenn til Svíþjóðar, hverfa frá sænskum flóttamannathvörfum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem byggir á tölulegum upplýsingum frá flóttamannaráði þar í landi. Samkvæmt rannsókninni, sem gerð er af tímaritinu Tomb í stamstarfi við dagblaðið Metro, hafa 350 börn sem eru á eigin vegum, sótt um hæli sem flóttamaður í Svíþjóð í ár.

Sjö létust í eldsvoða

Sjö létust og tólf eru slasaðir eftir að eldur braust út á geðsjúkrahúsi nærri Moskvu, höfuðborg Rússlands, í nótt. Á sjötta tug manna var á sjúkrahúsinu þegar eldurinn kviknaði. Ekki er vitað um eldsupptök.

Skora á menntamálaráðherra

Félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri skorar á menntamálaráðherra að tryggja rekstrargrundvöll Háskólans á Akureyri.

Hálka kom ökumönnum í opna skjöldu

Skyndileg hálkumyndun kom ökumönnum á Hafnarfjarðarvegi á óvart í gærkvöldi. Þrír árekstrar voru tilkynntir til lögreglu frá rúmlega níu í gærkvöldi til um klukkan ellefu. Engin meiðsl voru þó á fólki en eitthvert eignatjón.

Fjórir látnir eftir skógarelda

Að minnsta kosti fjórir hafa látist í skógareldum í Texas í Bandaríkjunum undanfarna daga, auk þess sem óvíst er um afdrif þriggja. Meira en hundrað hús, meirihlutinn íbúðarhús, hafa brunnið í eldunum sem náð hafa yfir 13 þúsund ekra svæði.

Einn lést í sprengjuárás

Sprengja sprakk við farartæki ísraelska hersins við varðstöð á Vesturbakkanum fyrir fáeinum mínútum. Einn hið minnsta lést og annar særðist í árásinni en frásagnir af henni eru misvísandi.

Gunnar vill áfram vera í forystu í Kópavogi

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, hyggst sækjast eftir því að leiða áfram sjálfstæðismenn í Kópavogi í bæjarstjórnarkosningunum í vor, en prófkjör vegna kosninganna verður haldið 21. janúar. Fjórir af fimm bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins hyggjast áfram gefa kost á sér.

Sprengdu rúður í íþróttahúsi

Flugeldavertíðin er hafin og sprengjugerð sem vill stundum fylgja henni. Tvær rúður brotnuðu í Íþróttahúsinu á Akureyri í gærkvöldi eftir að ungmenni höfðu komið heimatilbúnum sprengjum þar fyrir en að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni á Akureyri.

Ungur Svíi sem saknað hefur verið í tvö ár fannst í vikunni

25 ára gamall Svíi sem saknað hefur verið í tvö ár, fannst í vikunni við umferðareftirlit í bænum Karlshavn í Svíþjóð. Mannsins hefur verið saknað í tvö ár en hann hvarf eftir að hafði farið einn út á litlum bát í skerjagarðinum fyrir utan Kragö í september árið 2003. Viðamikil leit var gerð af manninum og bátnum talið var að maðurinn hefði drukknað.

Logarnir stóðu út um glugga

Einn var fluttur á slysadeild með reykeitrun eftir að eldur kom upp í kjallaraíbúð við Bergþórugötu í Reykjavík á öðrum tímanum í nótt. Þegar slökkvilið kom á staðinn stóðu logar út um glugga íbúðarinnar en íbúi hafði þá komið sér út á götu.

Víðast hálka fyrir vestan

Hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á Vesturlandi og Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þæfingsfærð er í nágrenni Patreksfjarðar en þar er unnið að því að hreinsa vegi. Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar verða mokaðar fyrir hádegi.

Tekinn með mikið magn marijúana

Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn eftir að 120 grömm af marijúana fundust við leit lögreglunnar í Reykjanesbæ í bifreið hans á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Flestar konur með erlent ríkisfang á Vestfjörðum

Hlutfall kvenna af erlendum uppruna er hvergi hærra en á Vestfjörðum en þar eru 6,6 prósent kvenna með erlent ríkisfang. Þetta kemur fram í frétt Bæjarins besta á Ísafirði. Þá er hlutfall íbúa með erlent ríkisfang á Vestfjörðum það næst hæsta á landinu eða 6,2 prósent en hæst er hlutfallið á Austurlandi þar sem 24,6% íbúa er með erlent ríkisfang.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 64% á árinu

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um rúm 64% á árinu og hækkaði í gær um 0,33%. Hlutabréf í þremur fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands hafa meira en tvöfaldað sig á árinu.

Tveir árekstrar á Hafnarfjarðarvegi

Tveir árekstrar hafa orðið á Hafnarfjarðarvegi í kvöld. Hvorugur þeirra hefur þó verið harður og engin meiðsl á fólki. Þá lentu tveir bílar í árekstri á Ísafirði en þar var ekkert um meiðsli.

Fá minna rafmagn en fyrir tveim mánuðum

Íbúar Bagdad fá aðeins rafmagn í sex klukkustundir á dag, það er nær helmingi minna en í október þegar borgarbúar gátu treyst á að hafa rafmagn ellefu klukkustundir dag hvern. Fólk á erfitt með hvort tveggja vinnu og heimilislíf því rafmagnið fer oft af stórum borgarhlutum.

Niðurstaðan kemur ekki á óvart

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir niðurstöðu Kjaradóms ekki koma sér á óvart. Það hefði verið hæpið fyrir dóminn að fara inn í málið með nýjan efnislegan úrskurð eftir beiðni forsætisráðherra um að hann færi aftur yfir málið.

Innflytjendum fjölgar í Ísrael

Fleiri innflytjendur fluttu til Ísraels í ár en í fyrra og er það í fyrsta sinn á þeim fimm árum sem liðin eru síðan uppreisn Palestínumanna hófst að innflytjendum fjölgar milli ára. 23 þúsund gyðingar fluttu til Ísraels í ár, tvö þúsund fleiri en í fyrra.

Til í að endurskoða forsendurnar

Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir flokk sinn reiðubúinn að taka þátt í nefndarstörfum þar sem farið er yfir lög um kjaradóm.

Langeðlilegast að Alþingi taki nú á málinu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að niðurstaða Kjaradóms komi sér ekki á óvart. Kjaradómi sé mikill vandi á höndum eftir skilaboðin sem hann fékk frá forsætisráðherra. Ingibjörg telur langeðlilegast að Alþingi taki á málinu. Skoða verði þær forsendur sem kjaradómi er uppálagt að fara eftir.

Flökkusagan um kettlinga í þvottavélum sönn

Flökkusagan um kettlinga sem lenda í þvottavélum með skelfilegum afleiðingum er ekki bara sönn, heldur gerist þetta bara nokkuð oft. Dýralæknir segir nauðsynlegt að kattaeigendur hugi vel að því að Keli litli eða Snúlla séu víðsfjarri þegar þvottavélin er sett í gang.

Sjá næstu 50 fréttir