Innlent

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 64% á árinu

Kauphöll Íslands
Kauphöll Íslands MYND/Stefán

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um rúm 64% á árinu og hækkaði í gær um 0,33%. Hlutabréf í þremur fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands hafa meira en tvöfaldað sig á árinu.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað verulega á síðust þremur árum en hlutabréf lækkuðu á árunum 2000 og 2001. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur hækkað um tæp 3% á síðustu viku og er nú rúm 5.500 stig. Frá áramótum hefur hún hækkunin numið rúmum 2.000 stigum. Hlutabréfavísitölur hafa verið að hækka í löndunum í kringum okkur en Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur þó hækkað mest þeirra.

Hlutabréf þriggja fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni, Lansbanki Íslands, Bakkavör Group og FL Group, hafa hækkað meira en 100% á árinu. Í Morgunkorni Íslandsbanka er fjallað um hækkun hlutabréfa í FL Group. En hlutabréf í FL Group hafa hækkað um tæp 30% á síðasta mánuðinum. Þar segir að góðar flutningatölur hjá Icelandair í október og nóvember, auk fjárfestinga FL Group í bönkunum, skýri ekki hækkun á bréfum í FL Group undanfarið. Það virðist hins vegar sem svo að fjárfestar séu með kaupunum að verðleggja hlutabréfin út frá hugsanlegum ávinningi án þess þó að hafa neitt fast í hendi sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×