Fleiri fréttir Ólga innan VG í Kópavogi eftir forval Ólga er innan Vinstri grænna í Kópavogi eftir forval flokksmanna í nóvember síðastliðnum. Þorleifur Friðriksson, sem laut í lægra haldi í baráttunni um efsta sætið, sakar keppinaut sinn um að smala langt út fyrir bæjarmörkin. Slíkt er hins vegar heimilt samkvæmt lögum flokksins, en stuðningsmenn hans hóta engu að síður úrsögn og hafa rætt við Samfylkingarmenn í bænum um að ganga til liðs við þá. 28.12.2005 19:15 Mannréttindadómstóll vísar máli Kjartans frá Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, vegna dóms Hæstaréttar Íslands. Kjartan skaut málinu til mannréttindadómstólsins eftir að Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi framkvæmdastjóri Norðurljósa, var sýknaður í meiðyrðamáli. 28.12.2005 19:00 Alvarleg mistök gerð í Beslan í fyrra Lögreglu- og sérsveitarmenn gerðu mörg alvarleg mistök þegar meira en þrjú hundruð gíslar týndu lífi í Beslan í september í fyrra. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar rússneska þingsins vegna málsins. 28.12.2005 18:45 Kjaradómur hefur komist að niðurstöðu Kjaradómur hefur komist að niðurstöðu varðandi beiðni forsætisráðherra um að dómurinn endurskoði úrskurð sinn varðandi laun kjörinna fulltrúa landsins. Þetta tilkynnti Garðar Garðarsson, formaður dómsins, í fréttum NFS fyrir stundu. Niðurstaðan verður nú kynnt forsætisráðherra áður en fjölmiðlar fá að vita hana. 28.12.2005 18:33 Hyggst lækka laun forseta um helming Evo Morales, nýkjörinn forseti Bólivíu, hyggst skerða eigin laun um helming þegar hann tekur við völdum í næsta mánuði og segir að ríkisstjórn hans muni gera slíkt hið sama. Þá væntir hann þess að laun þingmanna lækki einnig en þetta er liður í því að takast á við bágt efnahagslíf landsins en þar fátækt mikil. 28.12.2005 18:30 Hóta að myrða gísl Félagar í lítt þekktri íraskri andspyrnuhreyfingu hóta að myrða franskan verkfræðing sem þeir halda í gíslingu. Sjónvarpsstöð sýndi fyrir skemmstu myndband af manninum þar sem hann situr fyrir framan vígamenn sem beina rifflum að höfði hans. 28.12.2005 18:27 Reykingafólk í meiri áhættu Reykingar geta aukið áhættuna á að fólk fái psoriasis og gert einkenni sjúkdómsins alvarlegri en ef fólk reykir ekki. Þetta eru niðurstöður tveggja rannsókna sem birtust í dag. 28.12.2005 18:15 Borgarstjóri fundar með FL á föstudag Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, fundar með forystumönnum Félags leikskólakennara á föstudaginn kemur. Þar verur fjallað um stöðuna sem upp er komin í launamálum leikskólakennara í kjölfar nýgerðra kjarasamninga borgarinnar við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. 28.12.2005 17:56 Halda ráðstefnu um menningu í fangelsum Fangelsismálayfirvöld á Norðurlöndum hafa fengið um 900.000 krónur í styrk frá Norræna menningarsjóðnum til að halda fangelsismenntaráðstefnu þar sem fjallað verður um menningu í fangelsum. Ráðstefnan verður haldin í maí á næsta ári á Selfossi. 28.12.2005 17:45 Vatnsleki í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um hádegið í dag vegna vatnsleka í kjallaraíbúð í Hafnarfirði. Stíflað niðurfall í nágrenni íbúðarinnar olli því að vatn safnaðist fyrir og lak inn í íbúðina. Vel gekk að hreinsa upp vatnið og er tjón af völdum þess ekki talið mikið. 28.12.2005 17:30 Fundur Kjaradóms að hefjast Kjaradómur hyggst koma aftur saman nú um klukkan hálfsex að ræða beiðni forsætisráðherra um endurskoðun úrskurðar um launahækkanir þjóðkjörinna fulltrúa. 28.12.2005 17:15 3,2 milljónir til baráttunnar gegn mansali Utanríkisráðherra hefur ákveðið að verja 3,2 milljónum króna til baráttunnar gegn mansali á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2005 voru fjórar milljónir króna til ráðstöfunar til stuðnings verkefnum á sviði mannréttindamála og hafði 800 þúsund krónum áður verið ráðstafað til Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. 28.12.2005 17:15 Aflamark úthafsrækju verði 10 þúsund tonn Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hefur í samræmi við tillögu Hafrannsóknastofnunar, ákveðið að heildaraflamark úthafsrækju á fiskveiðiárinu 2005-2006 verði 10 þúsund tonn, en það er sama og lagt var til til bráðabirgða í upphafi sumars. 28.12.2005 16:50 Éljagangur á Suðvesturlandi Éljagangur er á Suðvesturlandi, um Snæfellsnes og Vestfirði. Víða er hálka á vegum á þessu svæði eftir því sem Vegagerðin greinir frá. Á Holtavörðuheiði er hálka, skafrenningur og nokkuð hvasst. Á Vestfjörðum er ófært um Dynjandisheiði og Hrafseyrarheiði. Skafrenningur er víða á vegum á Vestfjörðum, einkum á heiðum. 28.12.2005 16:45 Sprengingar heyrðust á Gaza Ísraelsk yfirvöld hafa varað Palestínumenn við því að hver sá sem sést á ferli nærri fyrrum landnemabyggðum Ísraela nyrst á Gazasvæðinu eigi á hættu að vera skotinn. 28.12.2005 16:32 Um 184 þúsund í Húsdýragarðinn á árinu Aðsókn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn var ofan við meðaltalið í ár eftir því sem Einar Karlsson, markaðsstjóri garðsins, segir. Alls sóttu um 184 þúsund manns garðinn en rysjótt veðurfar í júní og ágúst setti strik í reikninginn. 28.12.2005 16:30 Fangi skaut átta til bana Átta féllu þegar fangi hrifsaði hríðskotariffil af fangaverði í Al-Adala fangelsinu í Bagdad fyrr í dag og hóf skothríð á fangaverði og fanga. 28.12.2005 16:26 Jón Atli tilnefndur til Norrænu leikskáldaverðlaunanna Leiklistarsamband Íslands hefur tilnefnt Jón Atla Jónasson leikskáld til Norrænu leikskáldaverðlaunanna 2006, fyrir leikverkið BRIM sem Vesturport sýndi. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi á Litla sviði Þjóðleikhússins á fimmta tímanum. 28.12.2005 16:25 Fjögur tilboð í úttekt á Reykjavíkurflugvelli Fjögur tilboð bárust í rekstrar- og skipulagslega úttekt á Reykjavíkurflugvelli að sögn Helga Hallgrímssonar, formanns samráðsnefndar um úttekt á Reykjavíkurflugvelli. Nefndin vinnur að því að samningar náist á milli Reykjavíkurborgar og samgönguráðuneytisins um skipulag Vatnsmýrarinnar. 28.12.2005 16:00 UVG í Reykjavík lýsir yfir stuðningi við samninga Stjórn Ungra vinstri grænna í Reykjavík lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi og ánægju með þá kjarasamninga sem Reykjavíkurborg gerði nýverið við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Eflingu, þar sem lægstu laun voru hækkuð. 28.12.2005 15:45 Hafa engan rétt á aðgerðum á Gaza Ísraelar hafa engan rétt á að grípa til aðgerða á Gaza eftir brotthvarf þeirra þaðan segir Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar. Hann segir flugskeytaárásir palestínskra vígamanna á Ísrael af Gaza engu breyta um það. 28.12.2005 15:24 Dró aflvana bát til Siglufjarðar Björgunarbáturinn Sigurvin frá Siglufirði var kallaður út laust fyrir klukkan níu í morgun vegna aflvana báts á firðinum. Þar var á ferðinni dragnóta- og netabáturinn Guðrún Jakobsdóttir EA 144 sem gerður er út frá Dalvík en var á leið til dragnótaveiða á Skagafirði. 28.12.2005 15:19 Þremur rænt á Gazaströndinni Þremur mönnum var rænt á suðurhluta Gaza fyrir stundu. Ekki liggur fyrir hverrar þjóðar mennirnir eru né hverjir stóðu fyrir mannráninu. Fyrr í dag var fimm Þjóðverjum rænt í arabaríkinu Yemen. Talsmaður þýskra stjórnvalda greindi frá þessu en lét ekkert nánar uppi um atvikið. 28.12.2005 14:58 Breytingar á reglugerð skila sveitarfélögum 600 milljónum Breytingar sem gerðar hafa verið á reglugerð um fasteignaskatt skila sveitarfélögunum 600 milljónum króna á ári í auknum tekjum frá ríkinu þegar þær koma að fullu til framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu. Með breytingunu hefur undanþágum frá greiðslu fasteignaskatts fækkað verulega og þær nýju fasteignir sem nú verða skattskyldar eru flestar í eigu ríkissjóðs. Umræddar eignir verða í sérstökum gjaldflokki er nefnist b-flokkur. 28.12.2005 14:53 Fimm Þjóðverjum rænt í Jemen Fimm Þjóðverjum var rænt í arabaríkinu Jemen í dag. Talsmaður þýskra stjórnvalda greindi frá þessu en lét ekkert nánar uppi um atvikið. Mannránið er það þriðja í Jemen þar sem vestrænum ferðamönnum er rænt á þessu ári. 28.12.2005 13:34 Meðalaldur íbúa í Broddaneshreppi á Stöndum tæp 52 ár Meðalaldur íbúa Broddaneshrepps á Stöndum er hugsanlega sá langhæsti á landinu í einum hreppi samkvæmt útreikningum fréttavefjarins Strandir.is. Meðalaldur íbúanna er tæp 52 ár í lok árs, ef miðað er við þá einstaklinga sem eiga lögheimili í hreppnum samvkæmt tölum Hagstofu Íslands frá 1. desember síðastliðnum. 28.12.2005 13:08 Skýrsla um reynslu flóttamanna kynnt á morgun Á Íslandi hefur verið tekið við ríflega 450 flóttamönnum síðan árið 1956 en þá kom fyrsti hópurinn frá Ungverjalandi eftir að Sovétmenn réðust inn í landið. 28.12.2005 12:40 Íslendingar taka þátt í Galíleó-verkefninu Íslendingar taka þátt í Galíleó-verkefni Evrópusambandsins sem kostar hátt í þrjú hundruð milljarða íslenskra króna. Fyrsta gervihnettinum í verkefninu, sem sagt er vera mótsvar Evrópu við GPS-staðsetningartækni Bandaríkjamanna, var skotið á loft í morgun. 28.12.2005 12:30 Lítið um skil á jólabókum Bókasala var jöfn og góð fyrir jólin að sögn bóksala. Lítið hefur verið um skil á bókum enn sem komið er en flestar bókaverslanir taka við bókum fram yfir áramót. 28.12.2005 12:07 Sættir innan Fatah-flokksins? Sættir virðast hafa náðst innan Fatah-flokksins í Palestínu. Einn armur hans hótaði á dögunum að kljúfa sig úr flokknum. 28.12.2005 12:00 Halda prófkjör vegna sveitarstjórnarkosninga Sjálfstæðisflokkurinn á Fljótsdalshéraði hefur ákveðið að halda prófkjör þann 4. og 5. febrúar vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Alls hafa borist framboð frá níu einstaklingum. 28.12.2005 11:19 Landspítalinn stendur sig ágætlega Stjórnendum Landspítala-háskólasjúkrahúss hefur gengið allvel að halda niðri kostnaði við rekstur spítalans undanfarin ár. Spítalinn stendur ágætlega í samanburði við breska spítala þegar litið er til afkasta og gæða. 28.12.2005 10:43 Bilun í símkerfi NFS Bilun er í símkerfi NFS í augnablikinu en unnið er að viðgerð. 28.12.2005 10:29 Heróín ekki algengt hérlendis Samkvæmt upplýsingum frá bæði SÁÁ og fíkniefnadeild Lögreglunnar í Reykjavík heyrir enn til undantekninga að fíklar hér á landi noti heróín og ekki virðist vera mikið um að efnið gangi kaupum og sölum á fíkniefnamarkaði. 28.12.2005 10:12 Fyrsta gervihnettinum í sérstöku ESB verkefni skotið á loft í morgun Fyrsta gervihnettinum í sérstöku verkefni Evrópusambandsins var skotið á loft í Kazakstan í morgun. Verkefnið, sem gengur undir nafninu Galíleó, er sagt vera mótsvar Evrópu við GPS-staðsetningartækni Bandaríkjamanna sem byggist á móttöku merkja frá gervitunglum í sérstaka móttakara og staðsetur þá með mikilli nákvæmni í heiminum. 28.12.2005 09:44 Varað við mikilli hálku á Lágheiði Vegagerðin varar við mikilli hálku á Lágheiði en á Norðurlandi er víða nokkur hálka eða snjóþekja. Á Vesturlandi eru sumsstaðar hálkublettir, einkum á Snæfellsnesi en þar er éljagangur. Á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði er hálka og éljagangur. Víðast hvar eru vegir auðir á Vestfjörðum en þó er snjóþekja, hálka og hálkublettir á heiðum. 28.12.2005 08:59 Ísraelskar herþotur gerðu árás á búðir herskárra Palestínumanna suður af Beirút Ísraelskar herþotur gerðu árás á búðir herskárra Palestínumanna suður af Beirút í Líbanon í morgun. Ekki hafa borist fréttir að mannfalli en að sögn talsmanns ísraelshers var árásin gerð eftir að þremur flugskeytum var skotið á ísraelska bæinn Kirjat Shemona seint í gærkvöldi þar sem að minnsta kosti einn særðist. 28.12.2005 08:15 Fuglalíf við Reykjavíkurtjörn í hættu Andar- og kríustofnu við Reykjavíkurtjörn hefur hrakað mikið og hefur afkoma unga ekki verið verri frá því að mælingar hófust. Í skýrlsunni Fuglalíf tjarnarinnar eftir Ólaf K. Nilsen og Jóhann Óla Hilmarsson kemur fram að um mánaðarmótin júlí-ágúst hafi einungis 18 stokkandarungar verið á lífi og aðeins hafi fundist 15 kríuhreiður en engir ungar komust á legg. 28.12.2005 08:00 Atlanta segir upp 35 erlendum flugmönnum Atlanta hefur sagt 35 flugmönnum upp vegna samdráttar og breytinga á flugflotanum. Samkvæmt fréttavef Morgunblaðsins eru flugmennirnir flestir erlendir og ráðnir í gegnum áhafnaleigur, en fastráðnir og innlendir flugmenn missa ekki vinnuna. Áformað er að fjölga flugmönnum á ný á næsta ári. 28.12.2005 07:50 Kaup á erlendum verðbréfum hafa aukist milli ára Kaup á erlendum verðbréfum hafa aukist á milli ára en ef litið er til fyrstu ellefu mánaða ársins nema nettókaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum 105 milljörðum króna. Þetta er umtalsverð aukning miðað við sama tímabil síðasta árs, en þá námu nettókaup á erlendum verðbréfum 65,4 milljörðum krónan. Samkvæmt Vegvísi greiningardeildar Landsbankans má rekja stóraukinn áhuga innlendra aðila á erlendum verðbréfum að hluta til til styrkingar krónunnar á árinu. 28.12.2005 07:48 Tólf létust í sprengingu í vopnaverslun í Venesúela Að minnsta kosti tólf létust þegar eldur kom upp í vopnaverslun í suðausturhluta Venesúela í gær. Þegar eldurinn kom upp varð mikil sprenging í versluninni með fyrrgreindum afleiðingum. Talið er að nokkuð magn flugelda hafi verið geymt í versluninni. Fimm verslanir í nágrenninu urðu fyrir töluverðu tjóni við sprengingunna. Hugsanlegt er að mannfallið hafi verið nokkru meira og herma sumar fregnir að allt að átján hafi látist. 28.12.2005 07:46 Mótmæla fyrirhuguðu framboði í þingkosningunum í Palestínu Stuðningsmenn Fatah-flokksins í Palestínu mótmæltu í gærkvöldi því að sumir eldri og reyndari áhrifamenn innan flokksins hafa hótað að kljúfa flokkinn og bjóða fram nýtt framboð í fyrirhuguðum þingkosningum. Deilurnar innan Fatah eru til talsverðra vandræða fyrir Mahmoud Abbas forseta heimastjórnar Palestínumanna sem reynir nú hvað hann getur til að sameina fylkingar innan flokksins fyrir kosningarnar. 28.12.2005 07:44 Björgólfur maður ársins í íslensku viðskiptalífi Björgólfur Thor Björgólfsson er maður ársins samkvæmt dómnefnd Markaðarins, viðskiptablaði Fréttablaðsins. Björgólfur þykir hafa verið fremstur meðal íslenskra viðskiptamanna í ár. Aðrir íslenskir viðskiptamenn sem komust á blað á eftir Björgólfi voru Pálmi Haraldsson, bræðurnir í Bakkavör og Jón Ásgeir Jóhannsson. 28.12.2005 07:38 Eldur í íbúð á Grenimel Slökkviliðið var kallað út vegna elds í íbúð á Grenimel í Reykjavík upp úr klukkan fimm í morgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en eldri hjón sem voru sofandi í íbúðinni voru flutt á slysadeild vegna. 28.12.2005 07:08 Harður árekstur á Akureyri Kona var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir harðan árekstur tveggja bíla rétt norðan við Akureyri um klukkan átta í gærkvöld. Í öðrum bílnum var kona ásamt tveimur börnum og var hún flutt á Fjórðungssjúkrahúsið og er hún hugsanlega beinbrotin. Börnin sakaði ekki. Í hinum bílnum var aðeins ökumaður og kvartaði hann undan eymslum undan bílbeltinu. 28.12.2005 06:47 Sjá næstu 50 fréttir
Ólga innan VG í Kópavogi eftir forval Ólga er innan Vinstri grænna í Kópavogi eftir forval flokksmanna í nóvember síðastliðnum. Þorleifur Friðriksson, sem laut í lægra haldi í baráttunni um efsta sætið, sakar keppinaut sinn um að smala langt út fyrir bæjarmörkin. Slíkt er hins vegar heimilt samkvæmt lögum flokksins, en stuðningsmenn hans hóta engu að síður úrsögn og hafa rætt við Samfylkingarmenn í bænum um að ganga til liðs við þá. 28.12.2005 19:15
Mannréttindadómstóll vísar máli Kjartans frá Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, vegna dóms Hæstaréttar Íslands. Kjartan skaut málinu til mannréttindadómstólsins eftir að Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi framkvæmdastjóri Norðurljósa, var sýknaður í meiðyrðamáli. 28.12.2005 19:00
Alvarleg mistök gerð í Beslan í fyrra Lögreglu- og sérsveitarmenn gerðu mörg alvarleg mistök þegar meira en þrjú hundruð gíslar týndu lífi í Beslan í september í fyrra. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar rússneska þingsins vegna málsins. 28.12.2005 18:45
Kjaradómur hefur komist að niðurstöðu Kjaradómur hefur komist að niðurstöðu varðandi beiðni forsætisráðherra um að dómurinn endurskoði úrskurð sinn varðandi laun kjörinna fulltrúa landsins. Þetta tilkynnti Garðar Garðarsson, formaður dómsins, í fréttum NFS fyrir stundu. Niðurstaðan verður nú kynnt forsætisráðherra áður en fjölmiðlar fá að vita hana. 28.12.2005 18:33
Hyggst lækka laun forseta um helming Evo Morales, nýkjörinn forseti Bólivíu, hyggst skerða eigin laun um helming þegar hann tekur við völdum í næsta mánuði og segir að ríkisstjórn hans muni gera slíkt hið sama. Þá væntir hann þess að laun þingmanna lækki einnig en þetta er liður í því að takast á við bágt efnahagslíf landsins en þar fátækt mikil. 28.12.2005 18:30
Hóta að myrða gísl Félagar í lítt þekktri íraskri andspyrnuhreyfingu hóta að myrða franskan verkfræðing sem þeir halda í gíslingu. Sjónvarpsstöð sýndi fyrir skemmstu myndband af manninum þar sem hann situr fyrir framan vígamenn sem beina rifflum að höfði hans. 28.12.2005 18:27
Reykingafólk í meiri áhættu Reykingar geta aukið áhættuna á að fólk fái psoriasis og gert einkenni sjúkdómsins alvarlegri en ef fólk reykir ekki. Þetta eru niðurstöður tveggja rannsókna sem birtust í dag. 28.12.2005 18:15
Borgarstjóri fundar með FL á föstudag Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, fundar með forystumönnum Félags leikskólakennara á föstudaginn kemur. Þar verur fjallað um stöðuna sem upp er komin í launamálum leikskólakennara í kjölfar nýgerðra kjarasamninga borgarinnar við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. 28.12.2005 17:56
Halda ráðstefnu um menningu í fangelsum Fangelsismálayfirvöld á Norðurlöndum hafa fengið um 900.000 krónur í styrk frá Norræna menningarsjóðnum til að halda fangelsismenntaráðstefnu þar sem fjallað verður um menningu í fangelsum. Ráðstefnan verður haldin í maí á næsta ári á Selfossi. 28.12.2005 17:45
Vatnsleki í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um hádegið í dag vegna vatnsleka í kjallaraíbúð í Hafnarfirði. Stíflað niðurfall í nágrenni íbúðarinnar olli því að vatn safnaðist fyrir og lak inn í íbúðina. Vel gekk að hreinsa upp vatnið og er tjón af völdum þess ekki talið mikið. 28.12.2005 17:30
Fundur Kjaradóms að hefjast Kjaradómur hyggst koma aftur saman nú um klukkan hálfsex að ræða beiðni forsætisráðherra um endurskoðun úrskurðar um launahækkanir þjóðkjörinna fulltrúa. 28.12.2005 17:15
3,2 milljónir til baráttunnar gegn mansali Utanríkisráðherra hefur ákveðið að verja 3,2 milljónum króna til baráttunnar gegn mansali á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2005 voru fjórar milljónir króna til ráðstöfunar til stuðnings verkefnum á sviði mannréttindamála og hafði 800 þúsund krónum áður verið ráðstafað til Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. 28.12.2005 17:15
Aflamark úthafsrækju verði 10 þúsund tonn Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hefur í samræmi við tillögu Hafrannsóknastofnunar, ákveðið að heildaraflamark úthafsrækju á fiskveiðiárinu 2005-2006 verði 10 þúsund tonn, en það er sama og lagt var til til bráðabirgða í upphafi sumars. 28.12.2005 16:50
Éljagangur á Suðvesturlandi Éljagangur er á Suðvesturlandi, um Snæfellsnes og Vestfirði. Víða er hálka á vegum á þessu svæði eftir því sem Vegagerðin greinir frá. Á Holtavörðuheiði er hálka, skafrenningur og nokkuð hvasst. Á Vestfjörðum er ófært um Dynjandisheiði og Hrafseyrarheiði. Skafrenningur er víða á vegum á Vestfjörðum, einkum á heiðum. 28.12.2005 16:45
Sprengingar heyrðust á Gaza Ísraelsk yfirvöld hafa varað Palestínumenn við því að hver sá sem sést á ferli nærri fyrrum landnemabyggðum Ísraela nyrst á Gazasvæðinu eigi á hættu að vera skotinn. 28.12.2005 16:32
Um 184 þúsund í Húsdýragarðinn á árinu Aðsókn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn var ofan við meðaltalið í ár eftir því sem Einar Karlsson, markaðsstjóri garðsins, segir. Alls sóttu um 184 þúsund manns garðinn en rysjótt veðurfar í júní og ágúst setti strik í reikninginn. 28.12.2005 16:30
Fangi skaut átta til bana Átta féllu þegar fangi hrifsaði hríðskotariffil af fangaverði í Al-Adala fangelsinu í Bagdad fyrr í dag og hóf skothríð á fangaverði og fanga. 28.12.2005 16:26
Jón Atli tilnefndur til Norrænu leikskáldaverðlaunanna Leiklistarsamband Íslands hefur tilnefnt Jón Atla Jónasson leikskáld til Norrænu leikskáldaverðlaunanna 2006, fyrir leikverkið BRIM sem Vesturport sýndi. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi á Litla sviði Þjóðleikhússins á fimmta tímanum. 28.12.2005 16:25
Fjögur tilboð í úttekt á Reykjavíkurflugvelli Fjögur tilboð bárust í rekstrar- og skipulagslega úttekt á Reykjavíkurflugvelli að sögn Helga Hallgrímssonar, formanns samráðsnefndar um úttekt á Reykjavíkurflugvelli. Nefndin vinnur að því að samningar náist á milli Reykjavíkurborgar og samgönguráðuneytisins um skipulag Vatnsmýrarinnar. 28.12.2005 16:00
UVG í Reykjavík lýsir yfir stuðningi við samninga Stjórn Ungra vinstri grænna í Reykjavík lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi og ánægju með þá kjarasamninga sem Reykjavíkurborg gerði nýverið við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Eflingu, þar sem lægstu laun voru hækkuð. 28.12.2005 15:45
Hafa engan rétt á aðgerðum á Gaza Ísraelar hafa engan rétt á að grípa til aðgerða á Gaza eftir brotthvarf þeirra þaðan segir Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar. Hann segir flugskeytaárásir palestínskra vígamanna á Ísrael af Gaza engu breyta um það. 28.12.2005 15:24
Dró aflvana bát til Siglufjarðar Björgunarbáturinn Sigurvin frá Siglufirði var kallaður út laust fyrir klukkan níu í morgun vegna aflvana báts á firðinum. Þar var á ferðinni dragnóta- og netabáturinn Guðrún Jakobsdóttir EA 144 sem gerður er út frá Dalvík en var á leið til dragnótaveiða á Skagafirði. 28.12.2005 15:19
Þremur rænt á Gazaströndinni Þremur mönnum var rænt á suðurhluta Gaza fyrir stundu. Ekki liggur fyrir hverrar þjóðar mennirnir eru né hverjir stóðu fyrir mannráninu. Fyrr í dag var fimm Þjóðverjum rænt í arabaríkinu Yemen. Talsmaður þýskra stjórnvalda greindi frá þessu en lét ekkert nánar uppi um atvikið. 28.12.2005 14:58
Breytingar á reglugerð skila sveitarfélögum 600 milljónum Breytingar sem gerðar hafa verið á reglugerð um fasteignaskatt skila sveitarfélögunum 600 milljónum króna á ári í auknum tekjum frá ríkinu þegar þær koma að fullu til framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu. Með breytingunu hefur undanþágum frá greiðslu fasteignaskatts fækkað verulega og þær nýju fasteignir sem nú verða skattskyldar eru flestar í eigu ríkissjóðs. Umræddar eignir verða í sérstökum gjaldflokki er nefnist b-flokkur. 28.12.2005 14:53
Fimm Þjóðverjum rænt í Jemen Fimm Þjóðverjum var rænt í arabaríkinu Jemen í dag. Talsmaður þýskra stjórnvalda greindi frá þessu en lét ekkert nánar uppi um atvikið. Mannránið er það þriðja í Jemen þar sem vestrænum ferðamönnum er rænt á þessu ári. 28.12.2005 13:34
Meðalaldur íbúa í Broddaneshreppi á Stöndum tæp 52 ár Meðalaldur íbúa Broddaneshrepps á Stöndum er hugsanlega sá langhæsti á landinu í einum hreppi samkvæmt útreikningum fréttavefjarins Strandir.is. Meðalaldur íbúanna er tæp 52 ár í lok árs, ef miðað er við þá einstaklinga sem eiga lögheimili í hreppnum samvkæmt tölum Hagstofu Íslands frá 1. desember síðastliðnum. 28.12.2005 13:08
Skýrsla um reynslu flóttamanna kynnt á morgun Á Íslandi hefur verið tekið við ríflega 450 flóttamönnum síðan árið 1956 en þá kom fyrsti hópurinn frá Ungverjalandi eftir að Sovétmenn réðust inn í landið. 28.12.2005 12:40
Íslendingar taka þátt í Galíleó-verkefninu Íslendingar taka þátt í Galíleó-verkefni Evrópusambandsins sem kostar hátt í þrjú hundruð milljarða íslenskra króna. Fyrsta gervihnettinum í verkefninu, sem sagt er vera mótsvar Evrópu við GPS-staðsetningartækni Bandaríkjamanna, var skotið á loft í morgun. 28.12.2005 12:30
Lítið um skil á jólabókum Bókasala var jöfn og góð fyrir jólin að sögn bóksala. Lítið hefur verið um skil á bókum enn sem komið er en flestar bókaverslanir taka við bókum fram yfir áramót. 28.12.2005 12:07
Sættir innan Fatah-flokksins? Sættir virðast hafa náðst innan Fatah-flokksins í Palestínu. Einn armur hans hótaði á dögunum að kljúfa sig úr flokknum. 28.12.2005 12:00
Halda prófkjör vegna sveitarstjórnarkosninga Sjálfstæðisflokkurinn á Fljótsdalshéraði hefur ákveðið að halda prófkjör þann 4. og 5. febrúar vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Alls hafa borist framboð frá níu einstaklingum. 28.12.2005 11:19
Landspítalinn stendur sig ágætlega Stjórnendum Landspítala-háskólasjúkrahúss hefur gengið allvel að halda niðri kostnaði við rekstur spítalans undanfarin ár. Spítalinn stendur ágætlega í samanburði við breska spítala þegar litið er til afkasta og gæða. 28.12.2005 10:43
Heróín ekki algengt hérlendis Samkvæmt upplýsingum frá bæði SÁÁ og fíkniefnadeild Lögreglunnar í Reykjavík heyrir enn til undantekninga að fíklar hér á landi noti heróín og ekki virðist vera mikið um að efnið gangi kaupum og sölum á fíkniefnamarkaði. 28.12.2005 10:12
Fyrsta gervihnettinum í sérstöku ESB verkefni skotið á loft í morgun Fyrsta gervihnettinum í sérstöku verkefni Evrópusambandsins var skotið á loft í Kazakstan í morgun. Verkefnið, sem gengur undir nafninu Galíleó, er sagt vera mótsvar Evrópu við GPS-staðsetningartækni Bandaríkjamanna sem byggist á móttöku merkja frá gervitunglum í sérstaka móttakara og staðsetur þá með mikilli nákvæmni í heiminum. 28.12.2005 09:44
Varað við mikilli hálku á Lágheiði Vegagerðin varar við mikilli hálku á Lágheiði en á Norðurlandi er víða nokkur hálka eða snjóþekja. Á Vesturlandi eru sumsstaðar hálkublettir, einkum á Snæfellsnesi en þar er éljagangur. Á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði er hálka og éljagangur. Víðast hvar eru vegir auðir á Vestfjörðum en þó er snjóþekja, hálka og hálkublettir á heiðum. 28.12.2005 08:59
Ísraelskar herþotur gerðu árás á búðir herskárra Palestínumanna suður af Beirút Ísraelskar herþotur gerðu árás á búðir herskárra Palestínumanna suður af Beirút í Líbanon í morgun. Ekki hafa borist fréttir að mannfalli en að sögn talsmanns ísraelshers var árásin gerð eftir að þremur flugskeytum var skotið á ísraelska bæinn Kirjat Shemona seint í gærkvöldi þar sem að minnsta kosti einn særðist. 28.12.2005 08:15
Fuglalíf við Reykjavíkurtjörn í hættu Andar- og kríustofnu við Reykjavíkurtjörn hefur hrakað mikið og hefur afkoma unga ekki verið verri frá því að mælingar hófust. Í skýrlsunni Fuglalíf tjarnarinnar eftir Ólaf K. Nilsen og Jóhann Óla Hilmarsson kemur fram að um mánaðarmótin júlí-ágúst hafi einungis 18 stokkandarungar verið á lífi og aðeins hafi fundist 15 kríuhreiður en engir ungar komust á legg. 28.12.2005 08:00
Atlanta segir upp 35 erlendum flugmönnum Atlanta hefur sagt 35 flugmönnum upp vegna samdráttar og breytinga á flugflotanum. Samkvæmt fréttavef Morgunblaðsins eru flugmennirnir flestir erlendir og ráðnir í gegnum áhafnaleigur, en fastráðnir og innlendir flugmenn missa ekki vinnuna. Áformað er að fjölga flugmönnum á ný á næsta ári. 28.12.2005 07:50
Kaup á erlendum verðbréfum hafa aukist milli ára Kaup á erlendum verðbréfum hafa aukist á milli ára en ef litið er til fyrstu ellefu mánaða ársins nema nettókaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum 105 milljörðum króna. Þetta er umtalsverð aukning miðað við sama tímabil síðasta árs, en þá námu nettókaup á erlendum verðbréfum 65,4 milljörðum krónan. Samkvæmt Vegvísi greiningardeildar Landsbankans má rekja stóraukinn áhuga innlendra aðila á erlendum verðbréfum að hluta til til styrkingar krónunnar á árinu. 28.12.2005 07:48
Tólf létust í sprengingu í vopnaverslun í Venesúela Að minnsta kosti tólf létust þegar eldur kom upp í vopnaverslun í suðausturhluta Venesúela í gær. Þegar eldurinn kom upp varð mikil sprenging í versluninni með fyrrgreindum afleiðingum. Talið er að nokkuð magn flugelda hafi verið geymt í versluninni. Fimm verslanir í nágrenninu urðu fyrir töluverðu tjóni við sprengingunna. Hugsanlegt er að mannfallið hafi verið nokkru meira og herma sumar fregnir að allt að átján hafi látist. 28.12.2005 07:46
Mótmæla fyrirhuguðu framboði í þingkosningunum í Palestínu Stuðningsmenn Fatah-flokksins í Palestínu mótmæltu í gærkvöldi því að sumir eldri og reyndari áhrifamenn innan flokksins hafa hótað að kljúfa flokkinn og bjóða fram nýtt framboð í fyrirhuguðum þingkosningum. Deilurnar innan Fatah eru til talsverðra vandræða fyrir Mahmoud Abbas forseta heimastjórnar Palestínumanna sem reynir nú hvað hann getur til að sameina fylkingar innan flokksins fyrir kosningarnar. 28.12.2005 07:44
Björgólfur maður ársins í íslensku viðskiptalífi Björgólfur Thor Björgólfsson er maður ársins samkvæmt dómnefnd Markaðarins, viðskiptablaði Fréttablaðsins. Björgólfur þykir hafa verið fremstur meðal íslenskra viðskiptamanna í ár. Aðrir íslenskir viðskiptamenn sem komust á blað á eftir Björgólfi voru Pálmi Haraldsson, bræðurnir í Bakkavör og Jón Ásgeir Jóhannsson. 28.12.2005 07:38
Eldur í íbúð á Grenimel Slökkviliðið var kallað út vegna elds í íbúð á Grenimel í Reykjavík upp úr klukkan fimm í morgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en eldri hjón sem voru sofandi í íbúðinni voru flutt á slysadeild vegna. 28.12.2005 07:08
Harður árekstur á Akureyri Kona var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir harðan árekstur tveggja bíla rétt norðan við Akureyri um klukkan átta í gærkvöld. Í öðrum bílnum var kona ásamt tveimur börnum og var hún flutt á Fjórðungssjúkrahúsið og er hún hugsanlega beinbrotin. Börnin sakaði ekki. Í hinum bílnum var aðeins ökumaður og kvartaði hann undan eymslum undan bílbeltinu. 28.12.2005 06:47