Innlent

Logarnir stóðu út um glugga

Einn var fluttur á slysadeild með reykeitrun eftir að eldur kom upp í kjallaraíbúð við Bergþórugötu í Reykjavík á öðrum tímanum í nótt. Þegar slökkvilið kom á staðinn stóðu logar út um glugga íbúðarinnar en íbúi hafði þá komið sér út á götu.

Þrír slökkviliðsbílar voru sendir á staðinn til að ráða niðurlögum eldsins en íbúðin er mjög illa farin af völdum eldsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×