Fleiri fréttir 44 morð framin daglega í BNA Sextán þúsund eitt hundrað þrjátíu og sjö manns voru myrtir í Bandaríkjunum í fyrra. Að meðaltali eru því framin um fjörutíu og fjögur morð á hverjum einasta degi í Bandaríkjunum. Morðum fækaði samt um nærri tvö prósent frá árinu 2003, þegar sextán þúsund og fimm hundruð manns voru myrtir. 17.10.2005 00:01 70 létust í loftárásum Um 70 manns létust í loftárásum Bandaríkjamanna á skotmörk í Ramadi í vestanverðu Írak. Talsmenn Bandaríkjahers segja að þeir látnu hafi allir verið vígamenn sem börðust gegn íröskum stjórnvöldum og veru erlends herliðs í Írak. Lögreglumenn í Ramadi segja hins vegar að um tuttugu þeirra sem létust hafi verið óbreyttir borgarar, sumir þeirra börn. 17.10.2005 00:01 Berjast fyrir togveiðibanni Umhverfisverndarsinnar sem berjast gegn togveiðum á alþjóðlegum hafsvæðum barst liðsauki breskra vísindamanna í morgun þar sem þeir skora á bresk stjórnvöld að beita sér fyrir togveiðivanni á alþjóðlegum hafsvæðum. 17.10.2005 00:01 Tveir jarðskjálftar í Tyrklandi Tveir stórir jarðskjálftar skóku vesturhluta Tyrklands í morgun. Upptök skjálftanna, sem voru 5,7 og 5,9 á Richter, voru á botni Sigacik-flóa, um fimmtíu kílómetra suðvestur af hafnarborginni Izmir, þriðju stærstu borg Tyrklands. Mikil skelfing greip um sig meðal borgarbúa og slösuðust að minnsta kosti þrír við að stökkva út um glugga. 17.10.2005 00:01 Reiði vegna hofheimsóknar Þegar Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, laut í gær höfði í Yasukuni-hofinu í Tókýó, sem tileinkað er minningu Japana sem látið hafa lífið í stríði, voru viðbrögðin í öðrum Asíulöndum snör og hörð: Ráðamenn í Seoul sögðu réttast að aflýsa áformuðum leiðtogafundi og í Peking var því lýst yfir að hofheimsóknin væri ögrun. 17.10.2005 00:01 Lenín undir græna torfu? Héraðsstjóri Pétursborgar, sem er talinn náinn pólitískur samherji Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, hvatti í gær opinberlega til þess að lík Vladimírs Lenín, sem enn stendur uppi í grafhýsi á Rauða torginu í Moskvu, verði fjarlægt þaðan og grafið. 17.10.2005 00:01 Faldi hass í holri bók 37 ára gömul dönsk kona hefur verið dæmd í mánaðarfangelsi fyrir að reyna að smygla hingað 320,19 grömmum af hassi 30. september síðastliðinn. Dómurinn, sem upp var kveðinn í Héraðsdómi Reykjaness, er skilorðsbundinn í þrjú ár. 17.10.2005 00:01 Maður ógnaði með hnífi 24 ára gamall maður hefur verið dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir að leggja vasahníf að hálsi annars sem sat í bíl í Kópavogi í mars á þessu ári. 17.10.2005 00:01 Sektaður fyrir landasölu Ungur maður þarf að greiða 60.000 krónur í sekt fyrir að hafa í apríl 2003, þá 19 ára, selt landa úr bíl í nágrenni Korpúlfsstaða. Lögregla sá til landasölunnar og fann bæði peninga og landa á manninum og félaga hans. 17.10.2005 00:01 Úkraína fái að semja um NATO-aðild Viktor Jústsjenko, forseti Úkraínu, sagðist í gær vonast til að viðræður um aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu gætu hafist á vori komanda. Ennfremur sagði hann að fríverslunarsamningur við Evrópusambandið gæti orðið að veruleika innan 12-15 mánaða. Hann þáði viðurkenningu úr hendi Elísabetar Englandsdrottningar í Lundúnum í gær. 17.10.2005 00:01 Fleiri útgerðir ætla að kæra Enn bætist í hóp útgerðarfélaga sem höfða ætla skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna ólöglegs verðsamráðs þeirra, að sögn Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. 17.10.2005 00:01 Forsetaljóðabók skyldulesning Forseti Túrkmenistans fyrir lífstíð, Saparmurat Niyazov, hefur gefið út nýja ljóðabók sem verður skyldulesning fyrir alla þegna landsins, að því er fram kom í ríkisfjölmiðlum landsins í gær. 17.10.2005 00:01 Fá eftirlaun en gegna öðru starfi Níu fyrrverandi ráðherrar þiggja nú eftirlaun þótt þeir séu í öðrum störfum hjá ríkinu. Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að skoða sérstaklega hvers vegna 250 milljón krónum meira hefur farið í eftirlaun þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna, en ráð var fyrir gert. 17.10.2005 00:01 Fólkið neitar sök Par sem skvetti grænlituðu skyri á gesti álráðstefnu neitar sakargiftum um stórfelld eignaspjöll og húsbrot. Skemmdir eru mun minni en taldar voru í fyrstu. Breskur maður hefur þegar hlotið fangelsisdóm vegna málsins. 17.10.2005 00:01 Merkel kynnir ráðherralið sitt Forystumenn stóru flokkanna tveggja í Þýskalandi, Kristilegra demókrata (CDU/CSU) og Jafnaðarmanna (SPD) hittust í gær til að hefja formlegar viðræður um gerð málefnasamnings samsteypustjórnar flokkanna. Og Angela Merkel, leiðtogi kristilegra, kynnti hverjir úr röðum hennar flokksmanna setjast með henni í þessa væntanlegu ríkisstjórn. 17.10.2005 00:01 Svikamylla í gervi leikjarpósts Í tölvupósti biðja þrjótar sem þykjast vera frá tölvuleiknum Eve-Online um staðfestingu skráningarupplýsinga áskrifenda leiksins. Svikamillan er ein af fjölmörgum svipuðum undir yfirskini heiðvirðra netfyrirtækja. 17.10.2005 00:01 Vilja evrópska fuglaflensunefnd Fuglaflensa hefur greinst í Grikklandi og beðið er niðurstöðu rannsókna á sýnum úr dauðum farfuglum í Króatíu. Sérfræðingar telja núna ómögulegt að koma í veg fyrir að flensan breiðist út um Evrópu, en markmiðið er að hindra að menn smitist af henni. 17.10.2005 00:01 Clark myndar samsteypustjórn Helen Clark, starfandi forsætisráðherra Nýja Sjálands, kynnti í gær samkomulag sem flokkur hennar, Verkamannaflokurinn, hefur gert við þrjá smjáflokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir sinni forystu. 17.10.2005 00:01 60 ábendingar um klámsíður Um sextíu ábendingar um klámsíður á netinu berast ábendingarlínu Barnaheilla á Íslandi að meðaltali á mánuði, af þeim birtir þriðjungur barnaklám. Þetta segir Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. 17.10.2005 00:01 Misráðin ályktun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja að ályktun Sjálfstæðisflokksins um að synjunarvald forsetans verði fellt úr gildi, sé misráðin og beri ekki vott um sáttatón. Flokkurinn sé hikandi við að ákveða hvað eigi að koma í staðinn. 17.10.2005 00:01 Sjálfstæðisflokkurinn mildast Sjórnmálafræðingar virðast nokkuð sammála um að yfirbragð Sjálfstæðisflokksins muni mildast við brotthvarf Davíðs Oddssonar. Að öðru leyti er ekki búist við miklum breytingum. Úlfar Hauksson, stjórnmálafræðingur á ekki von á miklum breytingum og benti á að forystan hefði náð kjöri með miklum yfirborðum á landsfundinum. Því hefði forystan í góðan styrk á bakvið sig og gott umboð. Hann sagði að flokkurinn héldi sínu striki. 17.10.2005 00:01 Biðtími flóttamanna 7-8 vikur Að jafnaði tekur sjö til átta vikur að afgreiða umsóknir útlendinga um hæli hér á landi. Dæmi eru þó um að hælisleitendur hafi þurft að bíða á annað ár eftir endanlegu svari. 17.10.2005 00:01 Ólíklegt að neytendur sjái lækkun Ólíklegt er að lækkun á matarskatti skili sér í vasa neytenda. Líklegra er að verslanir og heildsalar hækki álagningu sem skattalækkuninni nemur segir Guðmundur Ólafsson lektor í hagfræði. Allsherjarskattalækkanir skili sér mun betur til almennings. 17.10.2005 00:01 Leggja til algjört reykingabann Heilbrigðisráðherra Norður-Írlands, Shaun Woodward tilkynnti í dag að hún muni leggja til algert reykingabann á opinberum stöðum, þar með öllum tegundum öldurhúsa og veitingastaða. 17.10.2005 00:01 Prodi vann yfirburðasigur Romano Prodi, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vann yfirburðasigur í leiðtogaprófkjöri miðju- og vinstri manna á Ítalíu í gær. 17.10.2005 00:01 Dæmd fyrir að aka á pilt Kona á Akureyri var í dag dæmd til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og svipt ökuleyfi í tvo mánuði fyrir að keyra yfir gatnamót á rauðu ljósi og aka á ungan pilt sem var á leið yfir gangbraut. 17.10.2005 00:01 Vilja flytja inn erfðaefni í kýr Borgfirskir kúabændur segja vísbendingar um að íslenska búkolla fullnægi ekki til frambúðar aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum og vilja því að hafinn verði undirbúningur að innflutningi erfðaefnis frá útlöndum. 17.10.2005 00:01 Vatnstjón á tuttugu húsum Um tuttugu hús urðu fyrir vatnstjóni á Höfn í Hornafirði um helgina eftir einhverja mestu úrkomu á svæðinu í manna minnum. Enn er verið að meta skemmdir. 17.10.2005 00:01 Nýr fellibylur veldur hækkunum Hitabeltisstormurinn Vilma verður væntanlega að fellibyl á morgun og urðu fréttir þess efnis til þess að heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði um þrjú prósent í dag. Vilma er 21. fellibylurinn til að láta til sín taka í Karíbahafi í ár og þarf að fara allt aftur til ársins 1933 til að finna dæmi þess að jafn margir fellibylir hafi riðið yfir Karíbahaf. 17.10.2005 00:01 Málið snýst um krónur og aura Krónur og aurar eru vandamálið í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna. Hvað mega varnir landsins kosta og hvað telst til þeirra er lykilspurningin. 17.10.2005 00:01 Lokað prófkjör Ákveðið hefur verið að hafa lokað prófkjör hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði við uppstillingu á lista flokksins fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. Tillaga kom fram á félagsfundi um að hafa opið prófkjör en aðeins um fjórðungur félagsmanna var hlynntur því. 17.10.2005 00:01 Borgarar falla í Írak Sjötíu manns liggja í valnum eftir að bandarískar hersveitir réðust gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta Íraks. Íbúar svæðisins segja flesta hina látnu vera saklausa borgara. 17.10.2005 00:01 Borgarar falla í Írak Sjötíu manns liggja í valnum eftir að bandarískar hersveitir réðust gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta Íraks. Íbúar svæðisins segja flesta hina látnu vera saklausa borgara. 17.10.2005 00:01 Fuglaflensan komin til Grikklands Grísk yfirvöld greindu frá því í gær að fuglaflensu hefði orðið vart í landinu í fyrsta sinn. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO búast við að pestin haldi áfram að breiðast út. 17.10.2005 00:01 Rússarnir stungu af Furðuleg uppákoma átti sér stað á Barentshafi í gær þegar rússneskur togari með norska veiðieftirlitsmenn innanborðs óhlýðnaðist skipunum norsku strandgæslunnar og sigldi yfir í rússneska efnahagslögsögu. Norðmenn hafa íhugað að beita fallbyssum til að stöðva skipið. 17.10.2005 00:01 Hnútukast um bensínstyrk Framsóknarmenn telja Árna Mathiesen fjármálaráðherra varpa áformum um afnám bensínstyrks öryrkja og aldraðra yfir á heilbrigðisráðherra. Rýtingsstunga í bak Jóns Kristjánssonar segir stjórnarandstaðan. 17.10.2005 00:01 Vatnið að sjatna á götum Hafnar Töluvert hefur sjatnað í vatninu á götum Hafnar í Hornafirði eftir einn mesta vatnselg í manna minnum í gær. Þá flæddi inni tíu til fimmtán hús í bænum og höfðu bæjarstarfsmenn og slökkvilið í nógu að snúast að dæla vatninu burt og var vatn eins metra hátt á sumum stöðum í bænum. Rigningunni slotaði í nótt eftir að það hafði rignt stanslaust í nær tvo sólarhringa og að sögn lögreglu sjatnaði vatnið af sjálfu sér í kjölfarið. 16.10.2005 00:01 Talning atkvæða hafin í Írak Talning er hafin eftir kosningu um stjórnarskrá Íraks í gær. Örlög stjórnarskrárinnar eru í höndum nokkurra héraða sem geta fellt hafa með því að segja nei. Tveir þriðju hlutar kjósenda í þremur héruðum þurfa að hafna stjórnarskránni til að fella hana. 16.10.2005 00:01 Herþyrla hrapaði í Kasmírhéraði Herþyrla við hjálparstörf hrapaði í pakistanska hluta Kasmír í gærdag og fórust sex hermenn sem voru um borð. Þyrlan var að flytja hjálpargögn í Bagh-dalinn, en engin leið er fær þangað utan loftleiðarinnar. Flak þyrlunnar fannst í gær en talsmenn pakistanska hersins segja óljóst á þessari stundu hvort að veður, vélarbilun eða eitthvað annað er ástæða þess að þyrlan hrapaði. 16.10.2005 00:01 Lagði til manns með hnífi á balli Maður er í haldi lögreglunnar á Selfossi eftir að hann lagði til annars manns með hnífi á dansleik í bænum í gærkvöld. Sá sem lagt var til slasaðist lítillega á höfði og var hann færður undir læknishendur og voru saumuð nokkur sporið í höfuðið á honum. Árásarmaðurinn mun hafa verið ölvaður og verður hann yfirheyrður þegar ölvíman rennur af honum. 16.10.2005 00:01 Ekið á pilt á Hverfisgötu í gær Ekið var á pilt á Hverfisgötu um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Að sögn lögreglu er hann kominn til meðvitundar. Mikil ölvun var í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og nótt og höfðu laganna verðir í nógu að snúast, meðal annars við að ganga á milli manna sem slógust í borginni. Þá voru fimm teknir ölvaðir við akstur. 16.10.2005 00:01 Fjöldi veiðimanna í Árnessýslu Töluverður fjöldi rjúpnaveiðimanna var á ferð um uppsveitir Árnessýslu í gær þegar veiðitímabilið hófst og hafði lögregla á Selfossi eftirlit með þeim. Lögreglu barst ein tilkynning um skyttu á veiðum á óleyfilegum stað og þegar betur var að gáð hafði hún ruglast og farið öfugum megin girðingar sem skilur að veiðisvæði og bannsvæði. 16.10.2005 00:01 Jarðskjálfti skekur Tókýó Jarðskjálfti skók Tókýó og nærliggjandi byggðir í morgun en engar fregnir hafa borist af skemmdum. Japanska veðurstofan gef heldur ekki út viðvörun vegna sjávarskafls eða flóðbylgju. Skjálftinn reyndist 5,1 að styrkleika og átti upptök sín skammt norður af Tókýó. 16.10.2005 00:01 Lét ófriðlega á skemmtistöðum Lögregla í Kerflavík þurfti í nótt að hafa afskipti af manni sem lét ófriðlega á skemmtistöðum í miðbæ Keflavíkur. Maðurinn mun hafa ráðist á annan mann á skemmtistað og slegið hann og var það tilkynnt til lögreglu. Þegar hún kom á vettvang var maðurinn á bak og burt og hafði þá farið á annan veitingastað. Þar handtók lögregla hann þar sem hann var við það að lenda í stimpingum við annan mann og var hann látinn gista fangageymslur á meðan hann róaði sig. 16.10.2005 00:01 Ráðist á Kandahar-flugvöll Tvær breskar orrustuþotur löskuðust í flugskeytaárás skæruliða talibana í Afganistan á föstudaginn var. Frá þessu var greint í morgun. Árásin var gerð á Kandahar-flugvöll í suðurhluta Afganistans. Á þriðja tug afganskra hermanna, fimm afganskir hjálparstarfsmenn og í það minnsta tveir bandarískir hermenn hafa fallið í árásum talibana á undanförnum vikum. 16.10.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
44 morð framin daglega í BNA Sextán þúsund eitt hundrað þrjátíu og sjö manns voru myrtir í Bandaríkjunum í fyrra. Að meðaltali eru því framin um fjörutíu og fjögur morð á hverjum einasta degi í Bandaríkjunum. Morðum fækaði samt um nærri tvö prósent frá árinu 2003, þegar sextán þúsund og fimm hundruð manns voru myrtir. 17.10.2005 00:01
70 létust í loftárásum Um 70 manns létust í loftárásum Bandaríkjamanna á skotmörk í Ramadi í vestanverðu Írak. Talsmenn Bandaríkjahers segja að þeir látnu hafi allir verið vígamenn sem börðust gegn íröskum stjórnvöldum og veru erlends herliðs í Írak. Lögreglumenn í Ramadi segja hins vegar að um tuttugu þeirra sem létust hafi verið óbreyttir borgarar, sumir þeirra börn. 17.10.2005 00:01
Berjast fyrir togveiðibanni Umhverfisverndarsinnar sem berjast gegn togveiðum á alþjóðlegum hafsvæðum barst liðsauki breskra vísindamanna í morgun þar sem þeir skora á bresk stjórnvöld að beita sér fyrir togveiðivanni á alþjóðlegum hafsvæðum. 17.10.2005 00:01
Tveir jarðskjálftar í Tyrklandi Tveir stórir jarðskjálftar skóku vesturhluta Tyrklands í morgun. Upptök skjálftanna, sem voru 5,7 og 5,9 á Richter, voru á botni Sigacik-flóa, um fimmtíu kílómetra suðvestur af hafnarborginni Izmir, þriðju stærstu borg Tyrklands. Mikil skelfing greip um sig meðal borgarbúa og slösuðust að minnsta kosti þrír við að stökkva út um glugga. 17.10.2005 00:01
Reiði vegna hofheimsóknar Þegar Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, laut í gær höfði í Yasukuni-hofinu í Tókýó, sem tileinkað er minningu Japana sem látið hafa lífið í stríði, voru viðbrögðin í öðrum Asíulöndum snör og hörð: Ráðamenn í Seoul sögðu réttast að aflýsa áformuðum leiðtogafundi og í Peking var því lýst yfir að hofheimsóknin væri ögrun. 17.10.2005 00:01
Lenín undir græna torfu? Héraðsstjóri Pétursborgar, sem er talinn náinn pólitískur samherji Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, hvatti í gær opinberlega til þess að lík Vladimírs Lenín, sem enn stendur uppi í grafhýsi á Rauða torginu í Moskvu, verði fjarlægt þaðan og grafið. 17.10.2005 00:01
Faldi hass í holri bók 37 ára gömul dönsk kona hefur verið dæmd í mánaðarfangelsi fyrir að reyna að smygla hingað 320,19 grömmum af hassi 30. september síðastliðinn. Dómurinn, sem upp var kveðinn í Héraðsdómi Reykjaness, er skilorðsbundinn í þrjú ár. 17.10.2005 00:01
Maður ógnaði með hnífi 24 ára gamall maður hefur verið dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir að leggja vasahníf að hálsi annars sem sat í bíl í Kópavogi í mars á þessu ári. 17.10.2005 00:01
Sektaður fyrir landasölu Ungur maður þarf að greiða 60.000 krónur í sekt fyrir að hafa í apríl 2003, þá 19 ára, selt landa úr bíl í nágrenni Korpúlfsstaða. Lögregla sá til landasölunnar og fann bæði peninga og landa á manninum og félaga hans. 17.10.2005 00:01
Úkraína fái að semja um NATO-aðild Viktor Jústsjenko, forseti Úkraínu, sagðist í gær vonast til að viðræður um aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu gætu hafist á vori komanda. Ennfremur sagði hann að fríverslunarsamningur við Evrópusambandið gæti orðið að veruleika innan 12-15 mánaða. Hann þáði viðurkenningu úr hendi Elísabetar Englandsdrottningar í Lundúnum í gær. 17.10.2005 00:01
Fleiri útgerðir ætla að kæra Enn bætist í hóp útgerðarfélaga sem höfða ætla skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna ólöglegs verðsamráðs þeirra, að sögn Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. 17.10.2005 00:01
Forsetaljóðabók skyldulesning Forseti Túrkmenistans fyrir lífstíð, Saparmurat Niyazov, hefur gefið út nýja ljóðabók sem verður skyldulesning fyrir alla þegna landsins, að því er fram kom í ríkisfjölmiðlum landsins í gær. 17.10.2005 00:01
Fá eftirlaun en gegna öðru starfi Níu fyrrverandi ráðherrar þiggja nú eftirlaun þótt þeir séu í öðrum störfum hjá ríkinu. Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að skoða sérstaklega hvers vegna 250 milljón krónum meira hefur farið í eftirlaun þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna, en ráð var fyrir gert. 17.10.2005 00:01
Fólkið neitar sök Par sem skvetti grænlituðu skyri á gesti álráðstefnu neitar sakargiftum um stórfelld eignaspjöll og húsbrot. Skemmdir eru mun minni en taldar voru í fyrstu. Breskur maður hefur þegar hlotið fangelsisdóm vegna málsins. 17.10.2005 00:01
Merkel kynnir ráðherralið sitt Forystumenn stóru flokkanna tveggja í Þýskalandi, Kristilegra demókrata (CDU/CSU) og Jafnaðarmanna (SPD) hittust í gær til að hefja formlegar viðræður um gerð málefnasamnings samsteypustjórnar flokkanna. Og Angela Merkel, leiðtogi kristilegra, kynnti hverjir úr röðum hennar flokksmanna setjast með henni í þessa væntanlegu ríkisstjórn. 17.10.2005 00:01
Svikamylla í gervi leikjarpósts Í tölvupósti biðja þrjótar sem þykjast vera frá tölvuleiknum Eve-Online um staðfestingu skráningarupplýsinga áskrifenda leiksins. Svikamillan er ein af fjölmörgum svipuðum undir yfirskini heiðvirðra netfyrirtækja. 17.10.2005 00:01
Vilja evrópska fuglaflensunefnd Fuglaflensa hefur greinst í Grikklandi og beðið er niðurstöðu rannsókna á sýnum úr dauðum farfuglum í Króatíu. Sérfræðingar telja núna ómögulegt að koma í veg fyrir að flensan breiðist út um Evrópu, en markmiðið er að hindra að menn smitist af henni. 17.10.2005 00:01
Clark myndar samsteypustjórn Helen Clark, starfandi forsætisráðherra Nýja Sjálands, kynnti í gær samkomulag sem flokkur hennar, Verkamannaflokurinn, hefur gert við þrjá smjáflokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir sinni forystu. 17.10.2005 00:01
60 ábendingar um klámsíður Um sextíu ábendingar um klámsíður á netinu berast ábendingarlínu Barnaheilla á Íslandi að meðaltali á mánuði, af þeim birtir þriðjungur barnaklám. Þetta segir Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. 17.10.2005 00:01
Misráðin ályktun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja að ályktun Sjálfstæðisflokksins um að synjunarvald forsetans verði fellt úr gildi, sé misráðin og beri ekki vott um sáttatón. Flokkurinn sé hikandi við að ákveða hvað eigi að koma í staðinn. 17.10.2005 00:01
Sjálfstæðisflokkurinn mildast Sjórnmálafræðingar virðast nokkuð sammála um að yfirbragð Sjálfstæðisflokksins muni mildast við brotthvarf Davíðs Oddssonar. Að öðru leyti er ekki búist við miklum breytingum. Úlfar Hauksson, stjórnmálafræðingur á ekki von á miklum breytingum og benti á að forystan hefði náð kjöri með miklum yfirborðum á landsfundinum. Því hefði forystan í góðan styrk á bakvið sig og gott umboð. Hann sagði að flokkurinn héldi sínu striki. 17.10.2005 00:01
Biðtími flóttamanna 7-8 vikur Að jafnaði tekur sjö til átta vikur að afgreiða umsóknir útlendinga um hæli hér á landi. Dæmi eru þó um að hælisleitendur hafi þurft að bíða á annað ár eftir endanlegu svari. 17.10.2005 00:01
Ólíklegt að neytendur sjái lækkun Ólíklegt er að lækkun á matarskatti skili sér í vasa neytenda. Líklegra er að verslanir og heildsalar hækki álagningu sem skattalækkuninni nemur segir Guðmundur Ólafsson lektor í hagfræði. Allsherjarskattalækkanir skili sér mun betur til almennings. 17.10.2005 00:01
Leggja til algjört reykingabann Heilbrigðisráðherra Norður-Írlands, Shaun Woodward tilkynnti í dag að hún muni leggja til algert reykingabann á opinberum stöðum, þar með öllum tegundum öldurhúsa og veitingastaða. 17.10.2005 00:01
Prodi vann yfirburðasigur Romano Prodi, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vann yfirburðasigur í leiðtogaprófkjöri miðju- og vinstri manna á Ítalíu í gær. 17.10.2005 00:01
Dæmd fyrir að aka á pilt Kona á Akureyri var í dag dæmd til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og svipt ökuleyfi í tvo mánuði fyrir að keyra yfir gatnamót á rauðu ljósi og aka á ungan pilt sem var á leið yfir gangbraut. 17.10.2005 00:01
Vilja flytja inn erfðaefni í kýr Borgfirskir kúabændur segja vísbendingar um að íslenska búkolla fullnægi ekki til frambúðar aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum og vilja því að hafinn verði undirbúningur að innflutningi erfðaefnis frá útlöndum. 17.10.2005 00:01
Vatnstjón á tuttugu húsum Um tuttugu hús urðu fyrir vatnstjóni á Höfn í Hornafirði um helgina eftir einhverja mestu úrkomu á svæðinu í manna minnum. Enn er verið að meta skemmdir. 17.10.2005 00:01
Nýr fellibylur veldur hækkunum Hitabeltisstormurinn Vilma verður væntanlega að fellibyl á morgun og urðu fréttir þess efnis til þess að heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði um þrjú prósent í dag. Vilma er 21. fellibylurinn til að láta til sín taka í Karíbahafi í ár og þarf að fara allt aftur til ársins 1933 til að finna dæmi þess að jafn margir fellibylir hafi riðið yfir Karíbahaf. 17.10.2005 00:01
Málið snýst um krónur og aura Krónur og aurar eru vandamálið í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna. Hvað mega varnir landsins kosta og hvað telst til þeirra er lykilspurningin. 17.10.2005 00:01
Lokað prófkjör Ákveðið hefur verið að hafa lokað prófkjör hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði við uppstillingu á lista flokksins fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. Tillaga kom fram á félagsfundi um að hafa opið prófkjör en aðeins um fjórðungur félagsmanna var hlynntur því. 17.10.2005 00:01
Borgarar falla í Írak Sjötíu manns liggja í valnum eftir að bandarískar hersveitir réðust gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta Íraks. Íbúar svæðisins segja flesta hina látnu vera saklausa borgara. 17.10.2005 00:01
Borgarar falla í Írak Sjötíu manns liggja í valnum eftir að bandarískar hersveitir réðust gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta Íraks. Íbúar svæðisins segja flesta hina látnu vera saklausa borgara. 17.10.2005 00:01
Fuglaflensan komin til Grikklands Grísk yfirvöld greindu frá því í gær að fuglaflensu hefði orðið vart í landinu í fyrsta sinn. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO búast við að pestin haldi áfram að breiðast út. 17.10.2005 00:01
Rússarnir stungu af Furðuleg uppákoma átti sér stað á Barentshafi í gær þegar rússneskur togari með norska veiðieftirlitsmenn innanborðs óhlýðnaðist skipunum norsku strandgæslunnar og sigldi yfir í rússneska efnahagslögsögu. Norðmenn hafa íhugað að beita fallbyssum til að stöðva skipið. 17.10.2005 00:01
Hnútukast um bensínstyrk Framsóknarmenn telja Árna Mathiesen fjármálaráðherra varpa áformum um afnám bensínstyrks öryrkja og aldraðra yfir á heilbrigðisráðherra. Rýtingsstunga í bak Jóns Kristjánssonar segir stjórnarandstaðan. 17.10.2005 00:01
Vatnið að sjatna á götum Hafnar Töluvert hefur sjatnað í vatninu á götum Hafnar í Hornafirði eftir einn mesta vatnselg í manna minnum í gær. Þá flæddi inni tíu til fimmtán hús í bænum og höfðu bæjarstarfsmenn og slökkvilið í nógu að snúast að dæla vatninu burt og var vatn eins metra hátt á sumum stöðum í bænum. Rigningunni slotaði í nótt eftir að það hafði rignt stanslaust í nær tvo sólarhringa og að sögn lögreglu sjatnaði vatnið af sjálfu sér í kjölfarið. 16.10.2005 00:01
Talning atkvæða hafin í Írak Talning er hafin eftir kosningu um stjórnarskrá Íraks í gær. Örlög stjórnarskrárinnar eru í höndum nokkurra héraða sem geta fellt hafa með því að segja nei. Tveir þriðju hlutar kjósenda í þremur héruðum þurfa að hafna stjórnarskránni til að fella hana. 16.10.2005 00:01
Herþyrla hrapaði í Kasmírhéraði Herþyrla við hjálparstörf hrapaði í pakistanska hluta Kasmír í gærdag og fórust sex hermenn sem voru um borð. Þyrlan var að flytja hjálpargögn í Bagh-dalinn, en engin leið er fær þangað utan loftleiðarinnar. Flak þyrlunnar fannst í gær en talsmenn pakistanska hersins segja óljóst á þessari stundu hvort að veður, vélarbilun eða eitthvað annað er ástæða þess að þyrlan hrapaði. 16.10.2005 00:01
Lagði til manns með hnífi á balli Maður er í haldi lögreglunnar á Selfossi eftir að hann lagði til annars manns með hnífi á dansleik í bænum í gærkvöld. Sá sem lagt var til slasaðist lítillega á höfði og var hann færður undir læknishendur og voru saumuð nokkur sporið í höfuðið á honum. Árásarmaðurinn mun hafa verið ölvaður og verður hann yfirheyrður þegar ölvíman rennur af honum. 16.10.2005 00:01
Ekið á pilt á Hverfisgötu í gær Ekið var á pilt á Hverfisgötu um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Að sögn lögreglu er hann kominn til meðvitundar. Mikil ölvun var í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og nótt og höfðu laganna verðir í nógu að snúast, meðal annars við að ganga á milli manna sem slógust í borginni. Þá voru fimm teknir ölvaðir við akstur. 16.10.2005 00:01
Fjöldi veiðimanna í Árnessýslu Töluverður fjöldi rjúpnaveiðimanna var á ferð um uppsveitir Árnessýslu í gær þegar veiðitímabilið hófst og hafði lögregla á Selfossi eftirlit með þeim. Lögreglu barst ein tilkynning um skyttu á veiðum á óleyfilegum stað og þegar betur var að gáð hafði hún ruglast og farið öfugum megin girðingar sem skilur að veiðisvæði og bannsvæði. 16.10.2005 00:01
Jarðskjálfti skekur Tókýó Jarðskjálfti skók Tókýó og nærliggjandi byggðir í morgun en engar fregnir hafa borist af skemmdum. Japanska veðurstofan gef heldur ekki út viðvörun vegna sjávarskafls eða flóðbylgju. Skjálftinn reyndist 5,1 að styrkleika og átti upptök sín skammt norður af Tókýó. 16.10.2005 00:01
Lét ófriðlega á skemmtistöðum Lögregla í Kerflavík þurfti í nótt að hafa afskipti af manni sem lét ófriðlega á skemmtistöðum í miðbæ Keflavíkur. Maðurinn mun hafa ráðist á annan mann á skemmtistað og slegið hann og var það tilkynnt til lögreglu. Þegar hún kom á vettvang var maðurinn á bak og burt og hafði þá farið á annan veitingastað. Þar handtók lögregla hann þar sem hann var við það að lenda í stimpingum við annan mann og var hann látinn gista fangageymslur á meðan hann róaði sig. 16.10.2005 00:01
Ráðist á Kandahar-flugvöll Tvær breskar orrustuþotur löskuðust í flugskeytaárás skæruliða talibana í Afganistan á föstudaginn var. Frá þessu var greint í morgun. Árásin var gerð á Kandahar-flugvöll í suðurhluta Afganistans. Á þriðja tug afganskra hermanna, fimm afganskir hjálparstarfsmenn og í það minnsta tveir bandarískir hermenn hafa fallið í árásum talibana á undanförnum vikum. 16.10.2005 00:01