Gekk beinbrotinn á næsta bæ 22. maí 2005 00:01 Ökumaður sýndi fádæma hreysti eftir að sandflutningabíl sem hann ók hvolfdi á Þjórsárdalsvegi í bítið á sunnudagsmorgun. Bíllinn lenti út af veginum og tættist nánast í sundur. Maðurinn komst út úr sundurtættu flakinu og gekk eftir hjálp tæpa þrjá kílómetra á næsta bæ. Reyndir lögreglumenn telja það ótrúlega heppni að maðurinn skuli hafa sloppið lifandi þar sem bíllinn var verulega illa farinn. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, missti annan skóinn í veltunni og gekk 400 metra á einum skó uns hann tók hann af sér líka og gekk rúma tvo kílómetra á sokkaleistunum. Næturfrost var á þessum slóðum og allnokkur vindur sem maðurinn hafði í fangið á göngunni. Íbúar á bænum Fossnesi vöknuðu við að barið var hraustlega að dyrum klukkan sex í gærmorgun. "Við hrukkum upp úr rúminu og fórum til dyra og úti fyrir stóð bekkjarbróðir dóttur okkar, alblóðugur í andliti með stórt sár á höfðinu og á sokkaleistunum. Hann var greinilega stórslasaður," segir Sigrún Bjarnadóttir, bóndi á Fossnesi. "Hann var við fulla meðvitund og ósköp feginn að vera kominn til manna enda hafði hann verið hræddur um að sofna á leiðinni en það hefði sennilega gert út af við hann. Við hringdum á sjúkrabíl og maðurinn var sprautaður með morfíni enda sárþjáður. Þegar lögreglumennirnir komu voru þeir afar hissa að sjá hann sitjandi með fulla meðvitund inni í stofu, enda höfðu þeir séð hvernig bíllinn var leikinn. Einhverjir minntust á Guðlaug Friðþórsson úr Vestmannaeyjum í þessu samhengi." Sigrún segir manninn vera stæðilegan strák af mjög öflugu kyni enda standi að honum annáluð hreystimenni af Skeiðum. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild og reyndist þó nokkuð slasaður, með nokkur brotin bein, skorinn og lemstraður. Hann er ekki í lífshættu og þurfti ekki að fara í aðgerð en var lagður inn á spítalann til eftirlits. Bíllinn er gerónýtur. Lögreglan á Selfossi rannsakar nú tildrög slyssins en talið er að maðurinn hafi sofnað undir stýri. Fréttir Innlent Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ökumaður sýndi fádæma hreysti eftir að sandflutningabíl sem hann ók hvolfdi á Þjórsárdalsvegi í bítið á sunnudagsmorgun. Bíllinn lenti út af veginum og tættist nánast í sundur. Maðurinn komst út úr sundurtættu flakinu og gekk eftir hjálp tæpa þrjá kílómetra á næsta bæ. Reyndir lögreglumenn telja það ótrúlega heppni að maðurinn skuli hafa sloppið lifandi þar sem bíllinn var verulega illa farinn. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, missti annan skóinn í veltunni og gekk 400 metra á einum skó uns hann tók hann af sér líka og gekk rúma tvo kílómetra á sokkaleistunum. Næturfrost var á þessum slóðum og allnokkur vindur sem maðurinn hafði í fangið á göngunni. Íbúar á bænum Fossnesi vöknuðu við að barið var hraustlega að dyrum klukkan sex í gærmorgun. "Við hrukkum upp úr rúminu og fórum til dyra og úti fyrir stóð bekkjarbróðir dóttur okkar, alblóðugur í andliti með stórt sár á höfðinu og á sokkaleistunum. Hann var greinilega stórslasaður," segir Sigrún Bjarnadóttir, bóndi á Fossnesi. "Hann var við fulla meðvitund og ósköp feginn að vera kominn til manna enda hafði hann verið hræddur um að sofna á leiðinni en það hefði sennilega gert út af við hann. Við hringdum á sjúkrabíl og maðurinn var sprautaður með morfíni enda sárþjáður. Þegar lögreglumennirnir komu voru þeir afar hissa að sjá hann sitjandi með fulla meðvitund inni í stofu, enda höfðu þeir séð hvernig bíllinn var leikinn. Einhverjir minntust á Guðlaug Friðþórsson úr Vestmannaeyjum í þessu samhengi." Sigrún segir manninn vera stæðilegan strák af mjög öflugu kyni enda standi að honum annáluð hreystimenni af Skeiðum. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild og reyndist þó nokkuð slasaður, með nokkur brotin bein, skorinn og lemstraður. Hann er ekki í lífshættu og þurfti ekki að fara í aðgerð en var lagður inn á spítalann til eftirlits. Bíllinn er gerónýtur. Lögreglan á Selfossi rannsakar nú tildrög slyssins en talið er að maðurinn hafi sofnað undir stýri.
Fréttir Innlent Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira