Geta útskrifast án samræmds prófs 10. maí 2005 00:01 Menntamálaráðherra hefur breytt reglugerð tímabundið um samræmd stúdentspróf þannig að nemendur geti útskrifast stúdentar í vor án þess að hafa þreytt samræmd próf. Nemendur sem tóku samræmdu prófin eru ekki ánægðir með lausn ráðherrans. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir ástæðuna fyrir því að þessi leið hafi verið farin þá að skráningar í prófin hafi misfarist auk þess sem veikindi og aðrar ástæður komu í veg fyrir að sumir nemendur gátu tekið prófin. Hún hafi metið það þannig að tæknileg úrlausnarefni sem snerti útskrift eftir stúdentspróf eigi ekki að koma í veg fyrir að nemendur geti útskrifast. Þorgerður Katrín segir að um tímabundið ástand sé að ræða en segist ekki sammála því að lausnin sé ósanngjörn fyrir þá nemendur sem tóku prófin. Hún telji frekar að nemendur eigi að meta þau sem veganesti. Menn tapi aldrei á því að taka próf. En hvers vegna voru nemendur ekki settir í sjúkrapróf? Þorgerður Katrín segir að það sé vegna þess að reglugerð geri ekki ráð fyrir að fólk taki sjúkrapróf. Hún segir að ráðuneytið hafi orðið að bregðast hratt við þegar vandamálið kom upp og því hafi þessi leið verið valin. Aðspurð hvort ekki hefði verið hægt að bregðast hratt við og setja á sjúkrapróf segir Þorgerður að það taki drjúgan tíma að semja sjúkrapróf, jafnlangan tíma og önnur próf, og menn hafi metið það þannig að þetta væri heppilegri leið að þessu sinni. Útskriftarnemendur eru síður en svo ánægðir með ákvörðun ráðherra. Guðlaugur Atlason, nemi í MR, bendir á að sagt hafi verið við nemendur að skylda væri að taka lágmark tvö samræmd stúdentspróf til þess að geta útskrifast. Ef það sé ekki rétt skilji hann ekki til hvers verið sé að hafa prófin. Friðrik Árni Friðriksson, sem er einnig í MR, segir að honum finnist frekar asnalegt að þurfa að standa í samræmdum prófum en síðan breyti það engu fyrir hann. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur breytt reglugerð tímabundið um samræmd stúdentspróf þannig að nemendur geti útskrifast stúdentar í vor án þess að hafa þreytt samræmd próf. Nemendur sem tóku samræmdu prófin eru ekki ánægðir með lausn ráðherrans. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir ástæðuna fyrir því að þessi leið hafi verið farin þá að skráningar í prófin hafi misfarist auk þess sem veikindi og aðrar ástæður komu í veg fyrir að sumir nemendur gátu tekið prófin. Hún hafi metið það þannig að tæknileg úrlausnarefni sem snerti útskrift eftir stúdentspróf eigi ekki að koma í veg fyrir að nemendur geti útskrifast. Þorgerður Katrín segir að um tímabundið ástand sé að ræða en segist ekki sammála því að lausnin sé ósanngjörn fyrir þá nemendur sem tóku prófin. Hún telji frekar að nemendur eigi að meta þau sem veganesti. Menn tapi aldrei á því að taka próf. En hvers vegna voru nemendur ekki settir í sjúkrapróf? Þorgerður Katrín segir að það sé vegna þess að reglugerð geri ekki ráð fyrir að fólk taki sjúkrapróf. Hún segir að ráðuneytið hafi orðið að bregðast hratt við þegar vandamálið kom upp og því hafi þessi leið verið valin. Aðspurð hvort ekki hefði verið hægt að bregðast hratt við og setja á sjúkrapróf segir Þorgerður að það taki drjúgan tíma að semja sjúkrapróf, jafnlangan tíma og önnur próf, og menn hafi metið það þannig að þetta væri heppilegri leið að þessu sinni. Útskriftarnemendur eru síður en svo ánægðir með ákvörðun ráðherra. Guðlaugur Atlason, nemi í MR, bendir á að sagt hafi verið við nemendur að skylda væri að taka lágmark tvö samræmd stúdentspróf til þess að geta útskrifast. Ef það sé ekki rétt skilji hann ekki til hvers verið sé að hafa prófin. Friðrik Árni Friðriksson, sem er einnig í MR, segir að honum finnist frekar asnalegt að þurfa að standa í samræmdum prófum en síðan breyti það engu fyrir hann.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira