Innlent

Skotið á erni með loftdælu

Ólöglegum aðferðum var beitt til að verja æðavarp á norðanverðum Breiðafirði þegar skotið var á haferni með loftdælu. Upp komst um málið í eftirlitsflugi Náttúrufræðistofnunnar sem hefur eftirlit með arnarsetrum á varptíma. Urðu menn þá varir við gaskút og loftdælu en slíkum búnaði er víða beitt til að fæla fugla frá ökrum, flugvöllum og öðru slíku. Um erni gilda ströng verndarákvæði og ljóst að bannað er að skjóta á þá með slíkum búnaði. Málið var kært til sýslumannsins á Patreksfirði sem hafði hendur í hári eiganda búnaðarins og telst málið upplýst og fer nú fyrir dómstóla. Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur sem hefur umsjón með arnareftirlitinu sagði búnaðinn ekki lífshættulegan fuglunum en geti engu að síður raskað atferli þeirra. Örn sem orpið hefur í hreiður í nágrenninu hafi ekki látið sjá sig þar meira í vor og því misst úr varp þetta árið. Einungis um 60 arnarpör verpa hér við land ár hvert og því alvarlegt ef par missir úr varp, sérstaklega ef það er af manna völdum. Heimasíða Náttúrufræðistofnunnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×