Framsóknarflokkurinn stefnulaus? 27. febrúar 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, telur skondið að meginniðurstaða umræðna um Evrópumálin sé að Framsóknarflokkurinn ætli hugsanlega að móta sér stefnu meðan flestir aðrir flokkar hafi skýra stefnu um þau mál. "Þarna hefur Framsókn fylgt hefðinni, er opin í báða enda og kemur stefnulaus í Evrópumálum út úr þessu þingi. Merkilegast er að eftir mikinn lúðrablástur í upphafi flokksþingsins kom í ljós að innan samstarfsflokksins í ríkisstjórn reis greinilega mikil andstaða gegn þessu hjá Framsókn. Það virðist því sem svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið fram fyrir hendur Framsóknarflokksins og mótað stefnu hans. Og komist upp með það." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að ályktun um utanríkismál sem samþykkt var á flokksþingi Framsóknarflokksins virki sérkennilega á sig í ljósi þess að formaður flokksins sé forsætisráðherra í ríkisstjórn sem hafi allt aðra stefnu í stjórnarsáttmála en komi fram í ályktuninni. "Maður veltir fyrir sér hvað þessar æfingar eiga að þýða, hvort þetta hefur þá líka áhrif inn í stjórnarstefnuna og þá nefnd sem er að störfum og fyrrverandi forsætisráðherra skipaði í allgóðu samkomulagi allra flokka. Maður veltir líka fyrir sér hvort maður eigi að taka þetta alvarlega," segir hann. "Það er líka spurning um það hvort þeir séu að senda einhver skilaboð til samstarfsflokksins eða hvort þeir séu að undirbúa einhverjar breytingar, jafnvel breytt stjórnarmynstur á næsta kjörtímabili. Það væri nærtækt að láta sér detta það í hug." Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að aðildarumsókn að Evrópusambandinu sé ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar og hún sjái ekki að ályktun framsóknarmanna breyti því að neinu leyti. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, telur skondið að meginniðurstaða umræðna um Evrópumálin sé að Framsóknarflokkurinn ætli hugsanlega að móta sér stefnu meðan flestir aðrir flokkar hafi skýra stefnu um þau mál. "Þarna hefur Framsókn fylgt hefðinni, er opin í báða enda og kemur stefnulaus í Evrópumálum út úr þessu þingi. Merkilegast er að eftir mikinn lúðrablástur í upphafi flokksþingsins kom í ljós að innan samstarfsflokksins í ríkisstjórn reis greinilega mikil andstaða gegn þessu hjá Framsókn. Það virðist því sem svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið fram fyrir hendur Framsóknarflokksins og mótað stefnu hans. Og komist upp með það." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að ályktun um utanríkismál sem samþykkt var á flokksþingi Framsóknarflokksins virki sérkennilega á sig í ljósi þess að formaður flokksins sé forsætisráðherra í ríkisstjórn sem hafi allt aðra stefnu í stjórnarsáttmála en komi fram í ályktuninni. "Maður veltir fyrir sér hvað þessar æfingar eiga að þýða, hvort þetta hefur þá líka áhrif inn í stjórnarstefnuna og þá nefnd sem er að störfum og fyrrverandi forsætisráðherra skipaði í allgóðu samkomulagi allra flokka. Maður veltir líka fyrir sér hvort maður eigi að taka þetta alvarlega," segir hann. "Það er líka spurning um það hvort þeir séu að senda einhver skilaboð til samstarfsflokksins eða hvort þeir séu að undirbúa einhverjar breytingar, jafnvel breytt stjórnarmynstur á næsta kjörtímabili. Það væri nærtækt að láta sér detta það í hug." Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að aðildarumsókn að Evrópusambandinu sé ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar og hún sjái ekki að ályktun framsóknarmanna breyti því að neinu leyti.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira