Innlent

Opið í Bláfjöllum og Skálafelli

Opið er í Bláfjöllum í dag frá 10 til 18. Allar lyftur eru opnar nema stólalyftan í Suðurgili en stefnt er að því að hún opni síðar í dag. Veður er mjög gott, norðvestlæg átt um 3 metrar á sekúndu og frost 1 stig. Skíðafæri er hart, enda um unnið harðfenni að ræða. Einnig er opið í Skálafelli frá 10 til 18 í dag. Þar er gott veður, skíðafæri hart og allar lyftur í gangi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×