Innlent

Notum viðurkenndar aðferðir

Rósmundur Guðnason, deildarstjóri hjá Hagstofu Íslands, segir að vísitala neysluverðs mæli öll útgjöld heimilanna og við þessar mælingar séu notaðar alþjóðlega viðurkenndar aðferðir sem mælt sé með. Hann segir ljóst að ástæðan fyrir vísitölu yfir vikmörkum Seðlabankans sé fasteignaverðið. Á því leiki ekki nokkur vafi. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur hefur gagnrýnt starfsmenn Hagstofunnar fyrir að taka bara tillit til húsaleigu sem útgjalda, ekki tekna, í mælingum sínum og gefa þannig falska mynd af vísitölunni. "Maður getur ekki dregið frá sömu fjárhæðina sem tekjur. Það er aldrei gert þannig. Ef við tökum heimilisbílinn sem dæmi. Ef við drögum frá tekjur af bílnum á móti gjöldum þá endar það í vísitölu þar sem allir þessir liðir eru ekki teknir með í reikninginn," segir Rósmundur og bendir á að vísitalan mæli bara breytingar á heimilisútgjöldum, ekki meðaltal fjárhagslegra skuldbindinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×