Innlent

Víðtækt samstarf gegn ráðningum

Víðtækt samstarf er að hefjast í stjórnkerfinu til að kanna ráðningar byggingafyrirtækja og verktaka á erlendum mönnum í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur en í mörgum tilfellum er réttur brotinn á þessum mönnum. Stjórnendur Útlendingastofnunar og Vinnumálastofnunar hittast á fundi í vikunni til að fara yfir stöðu mála. Þá ætla stjórnendur Útlendingastofnunar að kalla til fundar með lögreglunni. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Félagsmálaráðuneytið hyggist í samvinnu við Vinnumálastofnun fá fulltrúa ASÍ og SA til liðs við sig til að ná sameiginlegum skilningi um málið eins og það er kallað. Nokkur óvissa er um það hvernig eigi að túlka lög varðandi ráðningar erlendra manna þessa dagana. Beðið er niðurstöðu í rannsókn sýslumannsins á Egilsstöðum á ráðningu tveggja erlendra rútubílstjóra hjá GT verktökum. Í framhaldi af því verður hugsanlega hægt að styðjast við dómaframkvæmd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×