Fleiri fréttir

Fundur á morgun

Ríkissáttasemjari hefur boðað samningafund í kennaradeilunni á morgun, eftir fundahöld með forsætisráðherra í dag. Áður stóð ekki til að halda fund fyrr en eftir tíu daga. Lög á deiluna eru ekki í bígerð, og ólíklegt að gripið verði til þess að setja málið í gerðardóm. Sveitarfélögin segja að síðasta tilboð standi enn.

Fötluð börn fá gæslu

Rúmlega 60 fötluðum börnum í Reykjavík hefur verið boðið að nýta frístundarheimili Íþrótta- og tómstundaráðs í verkfalli kennara.

Aftur í Karphúsið án lausnar

"Menn koma fullkomlega óbundnir til fundarins," segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sem boðað hefur samninganefndir kennara og sveitarfélaganna í Karphúsið eftir fund með forsætisráðherra.

Áhyggjur 10. bekkinga í verkfalli

Rannveig Elba Magnúsdóttir nemandi í tíunda bekk Háteigsskóla hefur miklar áhyggjur af áhrifum af verkfalli kennara á nám hennar.

Átta í verkfalli

Átta kennarar einkaskóla á höfuðborgarsvæðinu eru í verkfalli. Þar af eru sex kennarar af sextán í Ísaksskóla sem eru æviráðnir og á ábyrgð borgaryfirvalda, samkvæmt Eddu Huld Sigurðardóttur skólastjóra Ísaksskóla.

Hagar kaupa Skeljung

Hagar, sem reka Bónus og Hagkaup, hafa nú keypt Skeljung. Forstjóri Haga segir að neytendur njóti góðs af. Ekki stendur til að gera neinar breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Skeljungs og verður fyrirtækið áfram rekið sem sjálfstætt hlutafélag.

Kaldaljós með 8 tilnefningar

Kvikmyndin Kaldaljós hlýtur átta tilnefningar til Eddunnar, íslensku kvikmyndaverðlaunanna. Karlar og konur eru nú í fyrsta sinn tilnefnd saman til leikaraverðlauna. Páll Steingrímsson fær heiðursverðlaun Eddunnar í ár, fyrstur íslenskra kvikmyndagerðarmanna.

Börn hringja meira sjálf

Börn eru í auknum mæli sjálf farin að tilkynna um ofbeldi og vanrækslu. Sjöfalt fleiri börn hringja í Neyðarlínuna vegna þessara mála nú en um síðustu áramót. Neyðarlínan, 112, hefur tekið á móti símtölum er varða barnavernd síðan rétt fyrir síðustu áramót, en í febrúar var þessi leið auglýst sérstaklega.

Þolendurnir þurfa aðstoð

Þolendur eineltis brotna saman og ná sér ekki nema með utanaðkomandi aðstoð hafi eineltið verið langt og viðvarandi. Rannsóknir sýna að í fyrstu hafa þolendur eineltis tilhneigingu til að leiða það hjá sér.

Eitt hús á hættusvæði

Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafsfirði, segir húsið sem hýsir bæði heilsugæsluna og dvalarheimili bæjarins vera það eina sem er inni á hættusvæði samkvæmt nýju ofanflóðamati. Hún segir rétt að hafa í huga að líkurnar á flóði á húsin séu samt sem áður mjög litlar.

Afneitun mæðra algeng

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir almennt að þegar brotið er kynferðislega gegn börnum geti það oft valdið svo miklum sársauka hjá mæðrum barnanna að þær bregðist við með afneitun. Slíkt segir hann geta komið illa út gagnvart barninu sem sé skelfilegt en jafnframt segir hann að hægt sé að vinna með slíka hluti.

Tveir fyrir dóm vegna bankaráns

Tuttugu og eins árs maður hefur játað fyrir dómi að hafa framið vopnað bankarán í útibúi Búnaðarbanka Íslands á Vesturgötu í Reykjavík 17. nóvember í fyrra. Aðalmeðferð málsins var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Braut gegn fósturdóttur sinni

Maður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við fósturdóttur sína. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa káfað á vinkonu hennar og fyrir vörslu barnakláms.

Barna íslenskar lesbíur í Danmörku

Sambýliskonurnar Íris Dögg Jónsdóttir og Margrét Guðjónsdóttir neyddust til þess að fá tæknifrjóvgun í Danmörku á Írisi til að eignast langþráð barn. Einhleypar konur og lesbíur fá ekki tæknifrjóvgun á Íslandi en danskur hjúkrunarfræðingur nýtir glufu í þarlendri löggjöf til að greiða götu kvenna í þessari stöðu.

Eldur í Ósk KE

"Við vorum ný hættir að draga og vorum á heimleið þegar við sáum þá veifa til okkar," sagði Sverrir Þór Jónsson, á Brynhildi HF-83, þegar hann var á leið í land með Ósk KE-5 í togi eftir að kviknaði í bátnum um ellefu sjómílur norðvestur af Sandgerði.

Ráðherra svarar verkfræðinemum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra þekktist í gær boð verkfræðinema við Háskóla Íslands um að heimsækja þá og kynna sér skólastarfið. Nemarnir skoruðu á ráðherra að mæta í opnu bréfi sem þeir rituðu síðasta föstudag.

Gögnin lágu fyrir

Viðeigandi gögn lágu fyrir þegar Kópavogsbær úthlutaði byggingarfélaginu Viðari ehf. byggingarrétt fyrir fjölbýlishús við Ásakór í Kópavogi í febrúar síðastliðnum, að mati Gunnars I. Birgissonar, formanns bæjarráðs.

Frestur sorpstöðvar framlengdur

Sveitarstjórn Ölfuss hefur veitt stjórn Sorpstöðvar Suðurlands frest fram á miðvikudag í næstu viku til að ná samkomulagi um fyrirkomulag urðunar sorps, að sögn Einars Njálssonar sveitarstjóra Árborgar.

Sölvi ráðinn skólastjóri

Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla, hefur verið ráðinn í starf skólastjóra Verslunarskóla Íslands. Núverandi skólastjóri, Þorvarður Elíasson, mun láta af störfum í ágúst á næsta ári.

Langflestir eru sómakrakkar

"Það hefur verið heldur dauft í verkfallinu," segir Þorleifur G. Sigurðsson, umsjónarmaður í Austurbæjarskóla þar sem hann hefur starfað í tólf ár, þegar hann er spurður að því hvað sé að frétta.

Aldraðir fái boðlega þjónustu

Framlag hins opinbera til tannlæknaþjónustu eldri borgara þarf að hækka, sagði Heimir Sindrason formaður Tannlæknafélags Íslands á málþingi sem félagið hélt um helgina.

Einn Íslendinganna þungt haldinn

Einn íslensku friðargæsluliðanna sem lentu í sjálfsmorðsárás í Kabúl í Afganistan í gær er þungt haldinn á sjúkrahúsi, samkvæmt því sem talsmaður friðargæsluliðs NATO í landinu segir. Samkvæmt frétt Reuters voru það íslenskir hermenn sem urðu fyrir árásinni.

49 lík írakskra hermanna finnast

Lík fjörutíu og níu írakskra hermanna hafa fundist skammt norðaustur af Bagdad að sögn yfirvalda í Írak. Þrjátíu og sjö fundust í gær og tólf við viðbótar í morgun. Svo virðist sem skæruliðar hafi setið fyrir hermönnunum þar sem þeir voru á leið heim í leyfi.

Skjálftavirkni í Mýrdalsjökli

Nokkur skjálftavirkni hefur verið í Mýrdalsjökli í morgun, sá öflugasti 2,8 á Richter. Þá hefur jörð aðeins skolfið á Suðurlandi og á Hengilssvæðinu í nótt og í morgun.

Erill hjá lögreglu á Ísafirði

Erill var hjá lögreglunni á Ísafirði í gærkvöldi og í nótt, einkum í tengslum við dansleik sem einstaklingar héldu á Suðureyri. Tilkynnt var um eina líkamsárás en kæra hefur ekki borist.

Kosningar í Litháen í dag

Kosið er til þings í Litháen í dag og er grannt fylgst með kosningunum, bæði í Rússlandi og innan Evrópusambandsins. Efnahagur Litháens vex nú hraðar en efnahagskerfi annarra Evrópusambandslanda.

Bandarískur embættismaður drepinn

Bandarískur embættismaður var drepinn í sprengjuárás í Írak í morgun. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu í tilkynningu fyrir stundu.

Bush enn með 2% forskot

Bush Bandaríkjaforseti hefur áfram um tveggja prósentustiga forskot á John Kerry samkvæmt nýjustu könnum Reuters og Zogby sem birt var á tólfta tímanum. Hvorugur frambjóðendinn nær þó helmings fylgi; Bush er með fjörutíu og átta prósent og Kerry með fjörutíu og sex.

Ráðuneytið neitar fréttum Reuters

Einn íslensku friðargæsluliðanna sem lentu í sjálfsmorðsárás í Kabúl í Afganistan í gær er þungt haldinn á sjúkrahúsi, samkvæmt því sem talsmaður friðargæsluliðs NATO í landinu segir. Hjá utanríkisráðuneytinu er fréttum Reuters vísað á bug.

Íslendingar áfram í Afganistan

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að íslenska friðargæslan muni starfa áfram í Kabúl þrátt fyrir sjálfsmorðsárásina í gær þar sem þrír Íslendingar særðust. Farið verði yfir öryggisráðstafanir ásamt samstarfsþjóðunum.

Uppgjöf aðalkeppinautar Karzais

Yunus Qanuni, aðalkeppinautur Hamid Karzais, bráðabirgðaforseta Afganistans, um embættið í kosningunum um þarsíðustu helgi, hefur játað sig sigraðan þótt talning atkvæða sé ekki lokið. Karzai hefur fengið 55,3% atkvæða en Qanuni 16,2% þegar aðeins á eftir að telja rúm fimm prósent greiddra atkvæða.

Ræðumaraþoninu lokið

Ræðumaraþoni Kvenréttindafélags Íslands lauk á hádegi en þá hafði það staðið í sólarhring. Rúmlega hundrað konur tóku til máls, sú yngsta sjö ára en sú elsta vel yfir sjötugt. Með maraþoninu var áheitum safnað sem renna eiga í menningar- og minningarsjóð kvenna.

Stjórnvöld fordæma árásina

Íslensk stjórnvöld fordæma harðlega sprengjuárásina í Kabúl í gær þar sem tveir íslenskir friðargæsluliðar særðust og einn skrámaðist. Þá fordæma stjórnvöld yfirlýsingu talíbana í kjölfar árásarinnar, í garð erlendra friðargæslusveita í Afganistan sem eru í landinu í umboði Sameinuðu þjóðanna við endurreisnarstarf.

Þúsundir á vergangi

Þúsundir þreyttra og óttasleginna íbúa norðurhluta Tókýó hafa nú hafst við í tvær nætur í skýlum, bílum eða á bersvæði frá því að mannskæðasti jarðskjálftinn þar í landi í tæpan áratug reið yfir.

Holtasóley er þjóðarblóm Sama

Sömum brá í brún þegar Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra tilkynnti heimsbyggðinni á föstudag að Íslendingar hefðu valið sér holtasóley sem þjóðarblóm. Holtasóleyin hefur nefnilega verið þjóðarblóm í Lapplandi um árabil enda afar algeng þar í landi.

Búlgarar særðust í sprengingu

Tveir búlgarskir hermenn særðust alvarlega þegar bílsprengja sprakk í Kerbala í suðurhluta Íraks í dag. Þetta er haft eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis Búlgaríu.

Ríkisstjórn mynduð sem fyrst

Albanskir stjórnmálaflokkar eru sigurvegarar kosninganna í Kósóvó. Við því var reyndar búist þar sem um níutíu prósent íbúa héraðsins eru af albönsku bergi brotin. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna í Kósóvó hvöttu í dag leiðtoga flokkanna til að mynda nýja ríkisstjórn sem fyrst.

Blaðamönnunum bráðum sleppt

Tveimur frönskum blaðamönnum sem haldið hefur verið í gíslingu í Írak á þriðja mánuð verður sleppt áður en langt um líður, að sögn talsmanns íraks hóps. Frönsk útvarpsstöð tók við hann viðtal um síma frá Bagdad. Franska utanríkisráðuneytið hefur neitað að tjá sig um þessi nýjustu tíðindi.

Ferðin ekki verkfallsbrot

Skólastjóri Ingunnarskóla segir fyrirhugaða námsferð kennara til Bandaríkjanna á föstudag eiga eftir að gagnast nemendum vel. Formaður Kennarasambandsins segir þegar búið að greiða fyrir þá vinnu sem þarna fari fram og vinnan því ekki verkfallsbrot.

Stefán áfram á sjúkrahúsi

Stefán Gunnarsson, friðargæsluliði í Afganistan, fékk sprengjubrot í fót og neðri hluta líkamans við sjálfsmorðsárásina í Kabúl í Afganistan á laugardag. Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri Íslensku friðargæslunnar, segir Stefán verða áfram á sjúkrahúsi. Ellefu ára afgönsk stúlka og 23 ára bandarísk kona létust í sjálfsmorðsárásinni.

Varð alvarleikinn ljós í fréttum

Eyrún Björnsdóttir, eiginkona Stefáns Gunnarssonar, íslenska friðargæsluliðans sem slasaðist í Kabúl á laugardag, segist hafa það þokkalegt eftir að hún náði í Stefán og gat talað við hann. Sprengjuárásin var á laugardagsmorgun en hún náði ekki tali af honum fyrr en í fyrrinótt.

Milljónatjón á Neskaupstað

Harður árekstur varð við bryggjuna á Neskaupstað laust fyrir klukkan hálf níu í gærmorgun, þegar skip Samherja, Baldvin Þorsteinsson EA, keyrði á bryggjuna með þeim afleiðingum að hún stórskemmdist.

Sjá næstu 50 fréttir