Misbeita ríkisvaldi vegna R-lista 25. október 2004 00:01 Sveitarfélögin fá ekki auknar tekjur á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn og Reykjavíkurlistinn er við völd í Reykjavík. Þetta segir Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann segir fjölda fólks hafa kvartað yfir því að ríkisstjórnin fáist ekki í viðræður um verkefni í borginni af því að Reykjavíkurlistinn sé við völd. "Meint fjármálaóstjórn Reykjavíkurlistans hefur verið aðalstefið hjá sjálfstæðismönnum í minnihluta borgarstjórnar og á meðan svo er munu ráðherrar sjálfstæðismanna ekki hreyfa litla fingur til að auka tekjur sveitarfélaganna. Það gæti veikt málstað flokksbræðra þeirra í borginni." Þetta segir Stefán vera misbeitingu ríkisvaldsins. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna fer fram næsta mánudag og er búist við því að þar verði hart deilt á ríkisstjórnina vegna tekjuskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Í minnisblaði sem Þórólfur Árnason, borgarstjóri, sendi fjárlaganefnd Alþingis í haust, rekur hann þau atriðið sem að hans mati mættu betur fara í tekjuskiptingu ríkis og borgarinnar. Þar kemur fram að kennsla í grunnskólum Reykjavíkur hafi aukist um sem svarar tveimur árum vegna lengingar skóladags og skólaárs. Á meðan hafi ríkið sparað sér ríflega 700 milljónir króna á ári með því að láta grunnskólana taka að sér verkefni framhaldsskólans. Þá segir borgarstjóri að tilteknar ríkisstofnanir séu undanþegnar fasteignaskatti. Með því verði borgin af skatttekjum sem nemi tæpum hálfum milljarði króna frá ríkinu á ári. Húsaleigubætur hafi líka í auknum mæli lent á borginni eftir að ríkið hóf að greiða fasta árlega upphæð í stað ákveðins hlutfalls af bótunum eins og tíðkaðist áður. Útgjöld borgarinnar verði því 720 milljónir á þessu ári og hafa hækkað um sjötíu prósent frá árinu 2002. Borgarstjórinn telur einnig til skuldbindingar ríkisins vegna EES samningsins og segir þær hafa kostað borgina mikið fé. Að lokum telur borgarstjórinn upp ný lög um einkahlutafélög sem leiði til þess að sveitarfélögin verði af rúmum milljarði króna á ári. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Sveitarfélögin fá ekki auknar tekjur á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn og Reykjavíkurlistinn er við völd í Reykjavík. Þetta segir Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann segir fjölda fólks hafa kvartað yfir því að ríkisstjórnin fáist ekki í viðræður um verkefni í borginni af því að Reykjavíkurlistinn sé við völd. "Meint fjármálaóstjórn Reykjavíkurlistans hefur verið aðalstefið hjá sjálfstæðismönnum í minnihluta borgarstjórnar og á meðan svo er munu ráðherrar sjálfstæðismanna ekki hreyfa litla fingur til að auka tekjur sveitarfélaganna. Það gæti veikt málstað flokksbræðra þeirra í borginni." Þetta segir Stefán vera misbeitingu ríkisvaldsins. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna fer fram næsta mánudag og er búist við því að þar verði hart deilt á ríkisstjórnina vegna tekjuskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Í minnisblaði sem Þórólfur Árnason, borgarstjóri, sendi fjárlaganefnd Alþingis í haust, rekur hann þau atriðið sem að hans mati mættu betur fara í tekjuskiptingu ríkis og borgarinnar. Þar kemur fram að kennsla í grunnskólum Reykjavíkur hafi aukist um sem svarar tveimur árum vegna lengingar skóladags og skólaárs. Á meðan hafi ríkið sparað sér ríflega 700 milljónir króna á ári með því að láta grunnskólana taka að sér verkefni framhaldsskólans. Þá segir borgarstjóri að tilteknar ríkisstofnanir séu undanþegnar fasteignaskatti. Með því verði borgin af skatttekjum sem nemi tæpum hálfum milljarði króna frá ríkinu á ári. Húsaleigubætur hafi líka í auknum mæli lent á borginni eftir að ríkið hóf að greiða fasta árlega upphæð í stað ákveðins hlutfalls af bótunum eins og tíðkaðist áður. Útgjöld borgarinnar verði því 720 milljónir á þessu ári og hafa hækkað um sjötíu prósent frá árinu 2002. Borgarstjórinn telur einnig til skuldbindingar ríkisins vegna EES samningsins og segir þær hafa kostað borgina mikið fé. Að lokum telur borgarstjórinn upp ný lög um einkahlutafélög sem leiði til þess að sveitarfélögin verði af rúmum milljarði króna á ári.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira