Fleiri fréttir

Ekkert svar frá ríkissaksóknara

"Ríkissaksóknari á að fylgjast með því að þeim sem afbrot fremja verði beittir lögmætum viðurlögum," segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. En vélhjólamaður brákaði lögreglumann á nefi í Leifsstöð í desember síðastliðinn. Hvorki lögreglumaðurinn né embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli kærðu vélhjólamanninn.

Vitni óttast axarmanninn

Börkur Birgisson, 25 ára Hafnfirðingur, er ákærður af ríkissaksóknara fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir stórfellda líkamsárás. Börkur sló mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði í lok ágúst. Börkur neitar sök í þessari ákæru eins og í sex öðrum líkamsárásum sem hann er einnig ákærður fyrir.

Kom konu ekki undir læknishendur

Rúmlega þrítugur maður hefur verið ákærður af Ríkissaksóknara fyrir brot gegn lífi og limum með því að hafa ekki komið ungri konu undir læknishendur þegar hún veiktist lífshættulega.

Íhuga að kæra vélhjólamann

Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir rétt að lögreglumaður undir hans stjórn hafi ekki kært vélhjólamann sem brákaði á honum nefið í handalögmálum sem urðu þegar maðurinn var handtekinn í desember síðastliðnum. "Ástæðan er að honum stóð stuggur af þessum mönnum," segir Jóhann.

Skattbyrði eykst mest á Íslandi

Skattbyrði á Íslandi hefur í valdatíð núverandi stjórnarflokka aukist margfalt meira en í nokkru öðru ríki Vesturlanda. Meðan skattbyrði í flestum iðnríkjum hefur verið að léttast hefur hún snarþyngst á Íslandi.

Átta ára fangelsi

Bandarískur hermaður var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að misþyrma írökskum föngum í Abu Graib fangelsinu í Bagdad, bæði kynferðislega og andlega. Þetta er þriðji dómurinn sem fellur vegna illrar meðferðar á föngunum í Abu Graib og sá langþyngsti hingað til.

Engin undanþága vegna fatlaðra

Þroskaþjálfar starfandi við Nesskóla í Neskaupstað og Grunnskólann á Reyðarfirði fá ekki heimild til að aðstoða tvö fötluð börn í bæjarfélögunum, þar sem hætta er talin á að þeir gangi inn á verksvið kennara.

Bush í vondum málum

Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu eftir ellefu daga og kjósa sér forseta. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að George W. Bush hefur nokkurra prósenta forskot á andstæðing sinn, John Kerry. Þar með er þó ekki sjálfgefið að Bush muni bera sigur úr býtum.

Vill verslun á sama stað og Nóatún

Matvöruverslunarfyrirtæki er nú að kanna hvort það geti fengið heimild til reksturs verslunar á sama svæði í Grafarholti og Nóatún rekur nú verslun. Júlíus Vífill Ingvarsson, lögfræðingur hjá lögmannstöfunni Lögvernd, segist ekki geta sagt hvaða fyrirtæki sé um að ræða.

Ekki brot á jafnræðisreglu

Að synja fyrirtæki um leyfi til að reka verslun á svæði þar sem Nóatún rekur verslun í Grafarholti er ekki brot á jafnræðisreglu að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, formanns skipulags- og bygginganefndar Reykjavíkur.

Skaupinu sleppt

Fjöldi Íslendinga kýs að verja áramótunum í útlöndum, fjarri áramótabrennum og skaupi, að ógleymdum ávörpum helstu höfðingja þjóðarinnar. Það er enda háttur sumra að vilja frið og ró fremur en skarkala eða slark, þó vissulega geti glaumur og gleði ríkt í öðrum löndum en á Íslandi.

Búist við að þorskeldi margfaldist

Framleidd voru sex þúsund tonn af eldisfiski í fyrra. Samkvæmt nýrri skýrslu um stöðu og framtíðaráform í íslensku fiskeldi er gert ráð fyrir að framleiðslan verði fimmtán þúsund tonn árið 2006.

Beðið eftir strætó á klósettinu

Vegfarendur í Reykjavík hafa eflaust sumir tekið eftir því að búið er að "innrétta" tvenn strætisvagnabiðskýli á sérstakan hátt.

Eldvarnir til sveita í ólestri

Ríflega 600 sláturlömb drápust í eldsvoða á bænum Knerri í vikunni. Brunamálastjóri segir að brunavarnir í sveitum séu ekki nógu góðar en slökkviliðsstjóri kveðst ekki hafa tök á að sinna lögbundnu eftirliti.

Stjórnarskrárbundinn réttur

Það er fráleitt að halda því fram að ákvörðun um að virða gildandi skipulagsskilmála í Grafarvogi valdi lóðarhöfum við Fossaleyni fjárhagslegu tjóni. Þetta segir í minnisblaði frá Jónasi Þór Þorvaldssyni, framkvæmdastjóra Stoða hf., sem er lóðarhafi í Spönginni.

Heyið ofhitnaði

Allt bendir til að svonefnd íkviknun hafi orðið í heyi í hlöðunni á Knerri. Að sögn Björns Karlssonar brunamálastjóra getur slíkt gerst í massa sem hefur mikið rúmmál en lítið flatarmál og súrefni kemst að.

Borgin sker niður framlög

Tónlistarskólar í Reykjavík horfa fram á mikinn rekstrarvanda auki Reykjavíkurborg ekki fjárframlög sín til þeirra að sögn Sigursveins Kr. Magnússonar, formanns Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík.

Kaupir sér gullfiska næst

Maður sem keypti sér kanínur vegna þess að hann var einmanna og vildi smá félagsskap endað með meiri félagsskap en hann kærði sig um.

Kaup bújarða gagnleg þróun

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra segir enga ástæðu til að grípa til aðgerða vegna kaupa auðmanna á bújörðum og samþjöppun framleiðsluréttar. "Við megum ekkert gera til að stöðva þessa þróun sem er á margan hátt mjög gagnleg" sagði landbúnaðarráðherra í utandagskrárumræðum á Alþingi.

Um 5 þúsund fyrirmæli frá Brussel

Á þeim tíu árum sem liðin eru frá því að EES-samningurinn tók gildi hafa hátt á fimmta þúsund lög og reglugerðir Evrópusambandsins öðlast gildi á Íslandi. "Ólýðræðislegasti alþjóðasamningur sem um getur," segir Eiríkur Bergmann Einarsson, sérfræðingur í Evrópumálum. </font /></b />

Fimmtán hendur á loft

Meiri- og minnihlutar í stjórnmálum koma sér sjaldnast saman um mál. Í atkvæðagreiðslum er vaninn að meirihluti felli flest sem frá minnihlutanum kemur og minnihlutinn segir oftast nei eða situr hjá þegar kosið er um tillögur meirihlutans. </font /></b />

Hvert er þjóðarblómið?

Þjóðarblómið verður kynnt þjóðinni við hátíðlegt tækifæri í dag. Leit hefur staðið yfir frá því í vor og nú liggja niðurstöður fyrir. Bæði sérfræðingar og almenningur hafa látið sig málið varða og eftir ótal ábendingar stóð valið á milli sjö jurta; blágresis, blóðbergs, geldingahnapps, gleym-mér-ei, holtasóleyjar, hrafnafífu og lambagrass.

Stofnun verður heimili

Nafni Öldrunarstofnunar Akureyrarbæjar hefur verið breytt í Öldrunarheimili Akureyrar. Sérskipuð dómnefnd hefur kveðið upp úr með þetta að undangenginni nafnasamkeppni.

Tugir létust í gassprengingu

Í það minnsta sextíu og allt upp í 150 námumenn létu lífið þegar mikil sprenging varð í kolanámu í Daping námunni í Henan-héraði í Kína. Nær 450 manns voru að störfum í námunni þegar sprengingin varð og sluppu um 300 manns lifandi. Nær níutíu manna er saknað og ekki vitað um afdrif þeirra.

Kristinn er okkar þingmaður

Vestfirðingar eru ósáttir við ákvörðun þingflokks Framsóknarflokksins að útiloka Kristinn H. Gunnarsson úr þingnefndum. Þeir segja hann sinn þingmann, það sé stórmál að hann hafi verið gerður áhrifalaus. </font /></b />

Eru búnir að gefa skýrslu

Mennirnir þrír, sem réðust á fréttastjóra DV í gær og gengu berserksgang á ritstjórn blaðsins, gáfu lögreglu skýrslu í dag. Fréttastjórinn kærði mennina í morgun. Á annan tug manna, sem urðu vitni að atburðunum, gefur skýrslu hjá lögreglu á morgun.

Versta áfall Japana í nær áratug

Mannskæðasta óveður sem gengið hefur yfir Japan í nær tvo áratugi kostaði í það minnsta 55 manns lífið þegar fellibylurinn Tokage gekk yfir landið í fyrradag og fyrrinótt. Rúmlega tuttugu manns til viðbótar er saknað og því getur tala látinna enn hækkað.

Áfenisneysla Íslendinga eykst mest

Áfengisneysla Íslendinga hefur aukist verulega umfram það sem gerst hefur annars staðar á Norðurlöndum, að því er fram kom í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær.

Konur með Sirrý

Mun fleiri karlar en konur vinna á íslenskum fjölmiðlum. Kvenstarfsmenn eru þó í miklum meirihluta í þættinum Fólk með Sirrý á Skjá einum. Sirrý segir engin sérstök karla- og kvennastörf á Skjánum. </font /></b />

Kerry með nær helmings fylgi

John Kerry fengi nær helming atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Ipsos fyrir AP. Samkvæmt henni nýtur Kerry stuðnings 49 prósenta líklegra kjósenda en 46 prósent vilja George W. Bush. Munurinn er þó innan skekkjumarka.

Danski þingmaðurinn gerður útlægur

Danski þingmaðurinn, Flemming Oppfeldt, sem grunaður er um kynferðislega misnotkun á 13 ára dreng, hefur verið tekinn af lista frambjóðanda Venstre flokksins til þings.

Reknar vegna slæðubannsins

Sjö stúlkur hafa verið reknar úr frönskum skólum vegna þess að þær neita að hlýða lögum sem banna þeim að bera íslamskar slæður í skólum.

Verktaki dæmdur fyrir fúsk

Tyrkneskur byggingaverktaki hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi. Hann var fundinn sekur um glæpsamlegt kæruleysi við byggingu húsa sem hrundu í jarðskjálfta fyrir fimm árum með þeim afleiðingum að nær 200 manns létust. Alls létust 17 þúsund manns í jarðskjálftanum.

Leystur úr fangelsi fyrir mistök

Foringja hryðjuverkamannanna sem myrtu nær 200 manns í hryðjuverkaárásunum í Madríd í vor var sleppt úr fangelsi fyrir mistök fyrir tveimur árum síðan. Allekema Lamari, einn sjö manna sem sprengdu sig í loft upp þegar lögreglan umkringdi þá 3. apríl, er talinn hafa verið foringi mannanna sem gerðu sprengjuárásirnar á lestarstöðvum í Madríd.

Atlansskip unnu mál við ríkið

Atlantsskip unnu í dag mál gegn ríkinu í Hæstarétti, en rétturinn segir að ríkinu hafi verið óheimilt að þrengja skilgreiningu um skipafélög sem mega annast sjóflutninga fyrir varnarliðið.

Áttu von á deilum um varnarmál

Framtíðarhópur Samfylkingarinnar bjóst við því að tekist yrði um tillögur vinnuhóps um varnarmál þegar áfangaskýrsla var kynnt á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi.

Spjöll unnin á leiðum

Spjöll hafa verið unnin á leiðum í kirkjugarðinum í Keflavík. Spellvirkjar hafa velt við um það bil tuttugu legsteinum, rifið upp krossa og brotið skildi með nöfnum látinna í mél. Eins hafði ýmsu smálegu, eins og lugtum og öðru skrauti, verið dreift eins og hráviði um allan garð.

Átta ára dómur fyrir misþyrmingar

Bandaríski hermaðurinn Ivan Fredericks var í gær dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að misþyrma föngum í fangelsinu Abu Ghraib í Írak. Fredericks, háttsettasti hermaðurinn til að verða ákærður fyrir fangamisþyrmingar, játaði sök í fyrradag.

Fyrsti innflytjandi í ráðherrastól

Ibrahim Baylan varð í gær fyrsti innflytjandinn í sögu Svíþjóðar til að taka við embætti ráðherra í stjórn landsins. Göran Persson forsætisráðherra skipaði Baylan í embætti menntamálaráðherra í uppstokkun sinni á ráðherrum sænsku stjórnarinnar.

Breskir hermenn á átaksvæði

Breska ríkisstjórnin ákvað að senda 850 breska hermenn inn á herstjórnarsvæði Bandaríkjahers í Írak svo Bandaríkjamenn geti sótt fram gegn íröskum vígamönnum af meiri krafti. Bretarnir taka sér stöðu vestur af Bagdad á svæði þar sem súnnímúslimar hafa gert daglegar árásir á bandaríska hermenn og íraska lögreglumenn.

Klagið reykingafólkið

Írar eiga að hafa samband við yfirvöld ef þeir verða vitni að því að fólk brýtur lög sem banna reykingar á krám og veitingastöðum. Þetta er upplagið í fimm vikna auglýsingaherferð sem írska tóbaksvarnaeftirlitið hratt í framkvæmd í gær.

Strippað í fangelsi

Fangavörðum í Hof fangelsinu í suðurhluta Noregs brá í brún þegar þeir litu inn í samkomusal fanganna og sáu nektardansmey stíga dans fyrir fangana. Atvikið átti sér stað á menningarkvöldi sem fangelsisyfirvöld höfðu samþykkt að fangarnir fengju að halda en voru með öllu grunlaus um að þeir réðu sér nektardansmey til að skemmta föngunum.

Herþotur sendar til verndar Katsav

Tvær austurrískar herþotur voru sendar á loft til að verja þyrlu Ísraelsforseta eftir að flugumsjónarmenn tilkynntu að lítilli flugvél væri flogið í átt að þyrlunni. Af ótta við að einhver kynni að ætla að ráðast á Moshe Katsav, forseta Ísraels, ákváðu yfirvöld að taka enga áhættu. Hættan reyndist þó lítil þar sem um var að ræða einkaflugmann í útsýnisflugi.

Standa saman að hjálparstarfi

ABC hjálparstarf hefur samið við Þróunarsamvinnustofnun Íslands um samstarf í hjálparstarfi við fátæk og munaðarlaus börn í fjórum löndum þar sem Þróunarsamvinnustofnunin starfar nú þegar. Löndin eru Malaví, Mósambík, Namibía og Úganda.

Slitnaði upp úr viðræðum

Upp úr viðræðum grunnskólakennara og sveitarfélaga slitnaði nú undir kvöld. Ríkissáttasemjari lagði fyrir deilendur í dag hugmynd að lausn sem ekki náðist sátt um. Hann hyggst ekki boða til nýs sáttafundar fyrr en eftir hálfan mánuð.

Sjá næstu 50 fréttir