Fleiri fréttir

Lýsti sig saklausan

Rússneski auðkýfingurinn, Mikhail Khodorkovsky, lýsti yfir sakleysi í öllum ákæruatriðum í dómssal í Moskvu í gær.

Verkáætlun tafist um nokkrar vikur

Gljúpur jarðvegur hefur tafið verkáætlun við gerð aðalstíflu við Kárahnjúka að því er fram kom á kynningarfundi með Landsvirkjun fyrir fjölmiðla sem haldinn var í gær. Áætlunin hefur raskast um einhverjar vikur en mönnum bar ekki saman um hversu margar.

Samdráttur milli ára

Fiskafli hjá íslenskum fiskiskipum var talsvert minni í júní en hann var á sama tíma fyrir ári síðan. Samkvæmt tölum Fiskistofu var aflinn tæp 180 þúsund tonn en það er minnkun um ellefu þúsund tonn milli ára. Sé aflinn skoðaður frá janúar til júní versnar staðan enn en um 83 þúsund tonna samdrátt er að ræða.

Uppsveifla í vopnasölu

Rússneskir vopnasalar eru himinlifandi en viðskiptin blómstra og skapar þessi iðnaður miklar tekjur fyrir landið. Sem fyrr eru það Kínverjar og Indverjar sem eru áhugasamastir um kaup af Rússum og er þá ekki eingöngu um tæki og tól að ræða heldur ennfremur tækni.

Eldsvoði skapar glundroða

Loka varð stórum hluta miðbæjar Madrid, höfuðborgar Spánar, um nónbil í gær braust út mikill eldsvoði í rafstöð einni sem staðsett er í þröngu húsasundi. Gríðarmikill svartur reykur gaus upp og fór rafmagn af mörgum af helstu ferðamannastöðum borgarinnar

Fjárhagsaðstoð æ algengari

Sá fjöldi ungs fólks í Bretlandi sem lent hefur í alvarlegum fjárhagsvandræðum og þurft á hjálp að halda hefur tífaldast á síðustu tveimur árum.

Hefur helgina til að finna lausn

Halldór Ásgrímsson gerði Davíð Oddssyni grein fyrir sjónarmiðum framsóknarmanna í fjölmiðlamálinu. Framsóknarmenn vilja að núverandi frumvarp verði dregið til baka. Leitað verður lausnar á málinu í næstu viku.

Kveikt í barni

Lögregla í bænum Minto í Ástralíu leitar nú tveggja stúlkna sem gerðu sér lítið fyrir og kveiktu í níu ára stelpu í almenningsgarði í gær.

Lífslíkur þverrandi í sumum löndum

Lífslíkur fólks í mörgum ríkjum Afríku eru komnar niður í 33 ár og hafa minnkað til muna vegna alnæmisfaraldursins sem leikur ýmsar þjóðir afar grátt. Þetta eru niðurstöður skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var fyrir skemmstu. Kemur fram að í 20 ríkjum heimsins fara lífsskilyrði stöðugt versnandi.

Herör gegn ólöglegum lyfjum

Tæplega 150 manns voru handteknir á Spáni eftir eina stærstu samhæfðu aðgerð spænskra lögregluyfirvalda gegn ólöglegum lyfjum.

Innflytjendur á glapstigum

Meirihluti er fyrir því á danska þinginu að láta kanna ástæður þess að innflytjendur lenda hlutfallslega mun oftar í fangelsi en aðrir þegnar landsins.

Dýr myndi Hafliði allur

Þýskur karlmaður hefur kært unga konu sem starfar hjá erótískri símaþjónustu til lögreglu eftir að honum barst um hálfrar milljónar króna símreikningur vegna samtals við konuna sem stóð yfir næturlangt.

Ekkert framlag er of smátt

Nelson Mandela fyrrverandi forseti Suður-Afríku sendir ákall til ríkja heims, fyrirtækja og einstaklinga um framlög í baráttuna gegn alnæmi. Stefna Bandaríkjamanna hefur verið harðlega gagnrýnd á ráðstefnu um alnæmi.

Heldur að ríkisstjórnin falli ekki

Utanríkisráðherra telur fjölmiðlamálið ekki þannig mál að það felli ríkisstjórnina. Hann segir sig og forsætisráðherra samstíga um að finna lausn. Forsætisráðherra segir allsherjarnefnd ekki lagðar línur. Hann fundaði með sjálfstæðismönnum nefndarinnar fyrr um daginn.

Brýnt að draga úr sykurneyslu

Heilbrigðisráðherra segir að kanna verði allar leiðir til að draga úr sykurneyslu, þar á meðal forvarnarskatt. Samtök iðnaðarins segja slíkar hugmyndir "með öllu óþolandi" en Lýðheilsustöð telur gagnrýni þeirra á misskilningi byggða. </font /></b />

Bráðnun jökla mikil ógnun

Margir vísindamenn búast við að íshellan yfir Grænlandi fari að bráðna verulega á þessari öld. Þegar og ef það gerist verður eina leiðin til að skoða London eða Los Angeles úr kafbáti. </font /></b />

Stjórnskipuleg valdníðsla

Lögspekingar sem komu á fund allsherjarnefndar í gær sögðu að ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri "stjórnskipuleg valdníðsla" og að hún hefði "bundið hendur forseta". Aðrir töldu hana standast stjórnarskrá.

Búlgarskur gísl tekinn af lífi

Skæruliðahópur í Írak, sem haft hefur tvo búlgarska gísla í haldi, drap í gær annan þeirra til að auka þrýsting á stjórnvöld í Búlgaríu að kalla herlið sitt heim. Sjónvarpsstöðin al-Jazeera fékk myndbandsupptöku þar sem sést þegar maðurinn er skorinn á háls, en myndbandið var ekki sýnt.

Skúta í vandræðum við Heimaey

Sænsk skúta lenti í vandræðum í miklu roki um 20 sjómílur frá Heimaey í gærkvöld. Þrír voru um borð og sakaði ekki. Mennirnir tilkynntu um bilun í reiða og þurftu aðstoð til að komast til hafnar. Togarinn Heimaey var að veiðum skammt frá og fylgdi skútunni inn um klukkan hálf ellefu. Vindur var þá um 28 metrar á sekúndu og mikið brim.

Ekið á mann og hann skilinn eftir

Ekið á gangandi vegfaranda í Ártúnsbrekkunni um tvöleytið í nótt. Ökumaður bílsins hvarf af vettvangi og skildi manninn slasaðan eftir. Komið var að manninum meðvitunarlitlum á götunni og var hann fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi.

Kemur til greina að fella lögin

Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins í allsherjarnefnd Alþingis, telur vel koma til greina að fella fjölmiðlalögin úr gildi án þess að setja ný lög í staðinn. Þannig gæti Framsóknarflokkurinn leitað sátta í máli, sem komið væri í hnút.

Actavis fær mikla umfjöllun

Á heimasíðu Kauphallarinnar í Makedóníu er að finna frétt um mögulega yfirtöku Actavis á makedóníska lyfjafyrirtækinu Alkaloid AD Skopje. Samkvæmt forsvarsmönnum Actavis er hins vegar ekki fótur fyrir þessari frétt og athyglisvert að slík frétti hafi birst í erlendri kauphöll.

Tíu farast við höfuðstöðvar

Að minnsta kosti tíu fórust í öflugri sprengingu við græna svæðið sem umlykur höfuðstöðvar Bandaríkjahers í Bagdad í morgun. Yfir fjörutíu slösuðust. Talið er að um bílsprengju hafi verið að ræða. Svo virðist sem sprengingin hafi orðið þar sem bílar bíða í röð eftir starfsfólki á græna svæðinu. Árásir á þeim stað eru mjög algengar, enda jafnan mikið af fólki á ferð þar á þessum tíma sólarhrings.

Samstarfsmaður gefur sig fram

Náinn samstarfsmaður Ósama bin Ladens til margra ára, Khaled al-Harby, gaf sig í gær fram við stjórnvöld í Sádi-Arabíu. Sádar segja þetta stórfréttir, en Bandaríkjamenn eru ekki jafn sannfærðir um að uppgjöf al-Harbys skipti nokkru eða að mikilvægar upplýsingar fáist frá honum.

Blés lífi í ársgamla stúlku

Flokksstjóri á Vinnuvélaverkstæði Alcan í Straumsvík, Hjörtur Á. Ingólfsson, lenti í óvenjulegri lífsreynslu fyrir nokkrum dögum þegar hann blés lífi í ársgamla stúlku og bjargaði þannig lífi hennar, en þetta kemur fram í frásögn á innraneti Alcan.

Minni festa en víða erlendis

Fjármálaráðherra hafnar því að áætlanagerð fjármálaráðuneytisins sé jafn slæm og lesa má um í skýrslu Ríkisendurskoðunar en segir að þó megi bæta hana. Einar Már Sigurðarson segir fjárlagaferlið meingallað.

Aðgangur að farþegaupplýsingum

Frá og með 28. júlí næstkomandi mun bandaríska Tolla- og Landamærastofnunin fá aðgang að farþegaupplýsingum úr bókunarkerfi Icelandair um farþega á leið til Bandaríkjanna. Samkvæmt bandarískri löggjöf eru öll flugfélög sem fljúga til Bandaríkjanna skyldug til að veita þessar upplýsingar.

Maðurinn alvarlega slasaður

Maðurinn, sem ekið var á í Ártúnsbrekkunni í nótt, er alvarlega slasaður og í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi. Komið var að honum meðvitundarlitlum á þriðja tímanum í nótt, en ökumaður bifreiðarinnar sem ók á hann, hafði stungið af. Lögregla fann bifreiðina skömmu síðar og handtók mann, sem er grunaður um að hafa ekið henni.

Stórfelldir gallar á upplýsingum

Stórfelldir gallar voru á upplýsingum bresku leyniþjónustunnar um gereyðingavopaneign Íraka og stjórnvöld tóku upplýsingar alvarlegar en tilefni var til. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Butlers lávarðar sem byrjað var að kynna fyrir hálftíma síðan. Butler hóf að kynna skýrslu sína klukkan hálf tólf í dag, um hvort innrás Breta í Írak hafi verið byggð á vafasömum upplýsingum.

Stolinn bíll finnst á hvolfi

Stolinn bíll fannst á hvolfi á Skálarvegi í Siglufirði í gærmorgun. Ekkert er vitað um ökumanninn. Bíllinn hafði verið skilinn eftir, með lyklunum í, á verkstæði neðar í bænum. Á þeim stað sem bíllinn valt er nýr vegur sem var lagður vegna snjóflóðavarna á Siglufirði. Svo virðist sem bílþjófurinn hafi farið út af nýja veginum og niður á þann gamla og oltið þar.

Tala látinna hækkar enn

Tala látinna vegna flóðanna í Suður Asíu hækkar enn. Þrjú hundruð hafa þegar látist og er búist við að ástandið versni enn frekar á næstu dögum. Brynja Þorgeirsdóttir. Þetta eru mestu rigningar og flóð á svæðinu í áratug.

Látlausir skjálftar

Látlausir jarðskjálftar hafa verið í Fagradalsfjalli, milli Grindavíkur og Krýsuvíkur, síðan á sunnudag. Veðurstofan segir að hrinan geti annað hvort fjarað út eða færst í aukana og skjálftarnir orðið stærri.

Hafði þrjá tíma til að fela byrði

Maðurinn sem grunaður er um að vera valdur að hvarfi indónesískrar barnsmóður sinnar, er talinn hafa haft þrjár klukkustundir til þess að koma byrðinni fyrir, eftir að til hans sást bera eitthvað þungt út úr íbúð sinni, á sunnudagsmorgun.

Breytir engu um afstöðu

Flestir hagsmunaaðilar sem koma fyrir allsherjarnefnd Alþingis í dag telja nýtt fjölmiðlafrumvarp engu breyta um afstöðu þeirra til laganna. Blaðamannafélag Íslands gagnrýnir yfirlýst áform ríkisstjórnarinnar um að hægt verði að kjósa um ný fjölmiðlalög í þingkosningum eftir 3 ár.

Fjölmargir lýstu andstöðu sinni

Enginn úr ráðherrasveit eða landstjórn Framsóknarflokksins kom á fjölmennnan fund Framsóknarfélagsins í Reykjavíkurkjördæmi suður, þar sem fjölmiðlafrumvarpið nýja var til umræðu. Fjölmargir félagsmenn lýstu yfir andstöðu við aðgerðir stjórnarflokkanna í málinu og sögðu forystusveit Framsóknarflokksins ekki samstíga almennum flokksmönnum.

Ungir Framsóknar menn klofnir

Ungir framsóknarmenn eru klofnir í afstöðu sinni til fjölmiðlafrumvarpsins. Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður styður forystu Framsóknarflokksins í málinu, en Samband ungra framsóknarmanna, á landsvísu, gerir það ekki.

Börnum fækkar á Nesinu

Sterkar vísbendingar eru um að börnum í leik- og grunnskólum Seltjarnarnesbæjar fari verulega fækkandi á næstu árum. Miðað við tölur frá Hagstofu Íslands sést að undanfarin 15 ár hefur fæðingum á Nesinu fækkað umtalsvert.

Vestnorræn handverkssýning

Vestnorrænu löndin, Ísland, Færeyjar og Grænland, standa í annað sinn fyrir fjölþjóðlegri handverkssýningu í Laugardalshöll. Sýningin verður haldin dagana 15. - 19. september. Handverkssýningin "Vestnorden Arts and Crafts" er liður í vestnorrænu samstarfi og var fyrst haldin árið 2002.

Helmingur vinnur hjá hinu opinbera

Nær helmingur vinnuafls á Grænlandi er í starfi hjá hinu opinbera. Þetta kemur fram í Hagtölum Grænlands sem grænlenska útvarpið (KNR) greindi frá. Samkvæmt tölunum, sem eru frá árinu 2002, starfa um 47,5 prósent Grænlendinga við opinbera stjórnsýslu og þjónustu.

Einokun á áfengi ekki réttmæt

Framkvæmdastjórn ESB hefur komist að þeirri niðurstöðu að einokun ríkisins í Svíþjóð á áfengissölu stríði gegn viðskiptafrelsi innan ESB. Framkvæmdastjórn ESB telur að ekki megi  koma í veg fyrir að Svíar geti keypt vörur frá öðru ESB ríki.

Ekki lengur velkominn í Palestínu

Æðsti sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í Miðausturlöndum, er ekki lengur velkominn á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna, eftir að hann gagnrýndi Yasser Arafat harkalega. Terje Roed-Larsen, sagði á mánaðarlegum upplýsingafundi sínum, í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að Yasser Arafat hefði dregið lappirnar í tilraunum Egypta til þess að endurbæta öryggissveitir Palestínumanna, til samræmis við kröfur alþjóðasamfélagsins.

Ellefu létust í Bagdad

Ellefu létust og tugir særðust í öflugri sprengingu í miðborg Bagdad, höfuðborgar Íraks, í gær.

Varar við notkun netvafra

Bandaríska heimavarnaráðuneytið mælir ekki með því að fólk noti netvafrann Internet Explorer, frá Microsoft. Ástæðan er gloppur í varnarkerfi Microsoft, sem gerir tölvuþrjótum kleift að yfirtaka algerlega tölvuna.

Skipar nefnd um Evrópumál

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd um Evrópumál. Helstu hlutverk hennar eru meðal annars að kanna framkvæmd EES-samningsins, hvort og þá hverskonar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum að Evrópusambandinu, hvað aðild myndi kosta ríkisstjóð, til lengri og skemmri tíma, og hverjir séu kostir og gallar evrunnar fyrir Ísland.

Sjá næstu 50 fréttir