Fleiri fréttir DNA ákvarðar stefnu rannsóknar Tæknideild lögreglu var enn að störfum í gær í íbúð mannsins sem er í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs 33 ára indónesískrar konu í Reykjavík. Niðurstaðna erfðaefnisgreiningar blóðs sem fannst í íbúð og bíl mannsins er ekki að vænta fyrr en í vikulokin eða í byrjun næstu viku. 14.7.2004 00:01 Jarðskjálftahrina enn í gangi Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga, sem hófst síðastliðinn sunnudagseftirmiðdag er enn í gangi. Upptök skjálftanna mælast norðan við Ísólfsskála á svæði sem nær frá Festarfjalli í suðri og norður í Fagradalsfjall og er um 8-10 km austnorðaustan af Grindavík. 14.7.2004 00:01 Réðist á konu á heimili hennar Maður á fimmtugsaldri var sakfelldur fyrir líkamsárás á konu á svipuðum aldri á heimili hennar sl. sumar og dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómurinn er skilorðsbundinn í tvö ár. 14.7.2004 00:01 Raðmorðingi játar aðra glæpi Franski raðmorðinginn Michel Fourniret segist hafa rænt og nauðgað ungri konu í norður Frakklandi árið 1998 til viðbótar við þær níu konur sem hann viðurkennir að hafa ráðið bana. </font /> 14.7.2004 00:01 Síbrotabræður í haldi lögreglu Ungir bræður, 15 og 16 ára, voru handteknir í gærmorgun eftir að hafa brotist inn í íbúðarhús í Austurbæ Reykjavíkur. Bræðurnir, sem búsettir eru í Vesturbæ Reykjavíkur, hafa komið við sögu í fjölda innbrota, að sögn lögreglunnar í Reykjavík og verið marghandteknir fyrir. 14.7.2004 00:01 Fékk yfir sig sperrur úr stæðu Alefli ehf þarf að greiða manni tæplega 1,3 milljónir króna vegna vinnuslyss sem hann lenti í árið 1999. Maðurinn slasaðist þegar ysta röð úr timburstafla féll á bak hans og herðar þar sem hann vann við að færa sperrur á vinnusvæði Aleflis. 14.7.2004 00:01 Blair réðst inn í góðri trú Gögn bresku leyniþjónustunnar sem bentu til þess að Írakar byggju yfir efnavopnum fyrir innrásina í landið voru mjög gölluð og byggðu á óáreiðanlegum heimildum. Tony Blair forsætisráðherra er hins vegar ekki sekur um að hafa viljandi brenglað fyrirliggjandi gögn eða um vítaverða vanrækslu. 14.7.2004 00:01 Nefnd um Evrópumál skipuð Forsætisráðherra hefur skipað nefnd um Evrópumál, en hlutverk hennar er meðal annars að kanna framkvæmd EES-samningsins, hvort og þá hvers konar undanþágur séu veittar í aðildarsamningnum að Evrópusambandinu og hvað aðild myndi kosta ríkissjóð til lengri og skemmri tíma litið 14.7.2004 00:01 Panta konur til að níðast á þeim Á Norðurlöndum hafa komið upp vandamál þar sem karlar „flytja inn“ konur frá öðrum löndum gagngert til að beita þær ofbeldi. Þannig er þekkt að fjöldi kvenna þurfi að leita sér hjálpar vegna eins og sama ofbeldismannsins. Samkvæmt lögum hér hætta erlendar konur á að vera sendar úr landi fari þær frá ofbeldisfullum mönnum sínum. 14.7.2004 00:01 Fagna ummælum ráðherra Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, fagna bæði ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að ekki beri að innheimta skólagjöld í grunnnámi á háskólastigi. 14.7.2004 00:01 Ánægður með viðsnúning Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í menntamálanefnd Alþingis, er ánægður með að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hafi lýst afráttarlausri skoðun á upptöku skólagjalda í Háskóla Íslands en hún varar við upptöku skólagjalda í grunnnámi á háskólastigi. 14.7.2004 00:01 Myrtu héraðsstjóra Mósúl Írakskir skæruliðar myrtu í dag héraðsstjóra Mósúl, þar sem hann var á leið sinni til Bagdad. Á sama tíma sprakk öflug bílsprengja í Bagdad, með þeim afleiðingum að ellefu létust og tugir særðust. Talið er að þetta hafi verið sjálfsmorðsárás og er hún sú mannskæðasta síðan Írakar tóku við stjórnartaumunum í landinu í lok júní. Hershöfðingjar tengja árásina við handtöku meira en 500 grunaðra hryðjuverkamanna fyrr í vikunni. 14.7.2004 00:01 Uppbygging á Reyðarfirði Trésmiður frá Akureyri gleðst yfir uppbyggingunni á Reyðarfirði vegna álvers. Hann tryggði sér byggingalóðir á svæðinu átta mánuðum áður en skrifað var undir samninga við Alcoa. 14.7.2004 00:01 Leitað að lífi á Mars Lofttegundir sem fundist hafa á plánetunni Mars benda til að þar gæti fundist líf. Sérfræðingur frá NASA geimferðarstofnuninni segir að niðurstöður rannsókna sem fari þar fram, eigi ekki eftir að valda fólki vonbrigðum. 14.7.2004 00:01 Uppsagnir hjá Eimskip Fækkað var um 40 til 50 stöðugildi hjá Eimskipafélagi Íslands í dag vegna skipulagsbreytinga. Trúnaðarmaður starfsmanna segir að þeim sé brugðið en er feginn að óvissu vegna boðaðra breytinga hafi verið eytt. 14.7.2004 00:01 Engin skólagjöld í grunnnámi Menntamálaráðherra telur ekki rétt að taka skólagjöld af nemum í grunnnámi við Háskóla Íslands. Öðru máli gegni hins vegar um gjöld fyrir framhaldsnám. Rektor Háskólans fagnar ummælum ráðherra, en segir að Háskólinn þurfi eftir sem áður meira fé frá hinu opinbera. 14.7.2004 00:01 Blair sleppur með skrekkinn Leiðtogi breska íhaldsflokksins segir Blair rúinn trausti og kröfum um afsögn hans er haldið á lofti. Stjórnmálaskýrendur telja þó að Blair sleppi með skrekkinn.Meðan Butler lávarður las niðurstöður sínar fóru fram hávær mótmæli fyrir utan gegn innrásinni í Írak og því sem mótmælendur kölluðu "hvítþvott" Butlers á ríkisstjórninni. 14.7.2004 00:01 Fer óbreytt úr allsherjarnefnd Fjölmiðlafrumvarpið verður væntanlega afgreitt óbreytt úr allsherjarnefnd, segir Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar. Stjórnarandstaðan segir að umfjöllun um málið sé lokið í nefndinni og vill leggja fram álit í kvöld, en meirihluti nefndarinnar hefur boðað Samkeppnisstofnun á fund í fyrramálið. 14.7.2004 00:01 Framsókn fer fram á viðræður Forysta Framsóknarflokksins ætlar að fara fram á viðræður við forystu Sjálfstæðisflokksins um að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Líklegast er að óskað verði eftir að nýtt frumvarp verði lagt fram sem felli fjölmiðlalögin úr gildi, en að öðrum kosti verði þjóðaratkvæðagreiðsla. 14.7.2004 00:01 Kærir Davíð fyrir stríðsglæpi Elías Davíðsson tónskáld hefur lagt fram kæru á hendur Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni fyrir stríðsglæpi. 14.7.2004 00:01 Útiloka ekki breytingar Flokksmenn sjálfstæðisflokks í allsherjarnefnd útiloka ekki að breytingar verði gerðar á nýju fjölmiðlafrumvarpi. Þeir hafa óskað eftir áliti Samkeppnisstofnunnar um ný fjölmiðlalög og verður hún eini gestur nefndarinnar í dag. 14.7.2004 00:01 Skaut undan sér Maður á þrítugsaldri var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir vörslu ólöglegrar haglabyssu í Sheffield á Englandi í gær. 14.7.2004 00:01 Upplýsingar um farþega afhentar Frá og með 28. júlí fær bandaríska Tolla- og landamærastofnunin aðgang að upplýsingum um farþega á leið til Bandaríkjanna úr bókunarkerfi Icelandair. 14.7.2004 00:01 Framsókn hótar stjórnarslitum Máttarstólpar Framsóknarflokksins hafa í rúma viku unnið markvisst að því að fá Sjálfstæðisflokkinn til að fallast á að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og ná þannig pólitískri sátt um málið. 14.7.2004 00:01 7 létust í fárviðri Sjö manns fórust og yfir 20 slösuðust í fárviðri sem gekk yfir borgina Shanghæ í Kína í gærkvöld. Veðurofsinn var mjög skyndilegur og fór vindhraði vel yfir 30 metra á sekúndu. Um 200 byggingar í borginni skemmdust. 13.7.2004 00:01 Kæra veglagningu um námasvæði Landeigendur í Hrauni í Grindavík hafa kært úrskurð Skipulagsstofnunar um lagningu Suðurstrandarvegar milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Vegagerðin bíður niðurstöðu til að geta boðið út fyrsta áfanga veglagningarinnar. Veginum er ætlað að tengja Suðurland og Suðurnes þannig að úr verði eitt atvinnusvæði. 13.7.2004 00:01 Heimkvaðning sem fyrst Algjör óvissa ríkir nú um hvort filippseyskir friðargæsluliðar í Írak verða kallaðir heim snemma í von um að gísl sem mannræningjar hafa hótað að afhöfða verði þyrmt. Filippseysk stjórnvöld hafa neitað heimkvaðningu en í gær sendi utanríkisráðherra landsins frá sér yfirlýsingu þess efnis að heimkvaðningin kæmi svo skjótt sem auðið væri. 13.7.2004 00:01 Allsherjarnefnd fundar kl. 9:30 Allsherjarnefnd Alþingis kemur saman klukkan hálf tíu í dag og heldur áfram umfjöllun um fjölmiðlafrumvarpið. 13.7.2004 00:01 Kerry með naumt forskot John Kerry hefur naumt forskot á George Bush í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum, ef marka má skoðanakönnun Gallups fyrir CNN-sjónvarpsstöðina. 13.7.2004 00:01 25 lögreglumenn slösuðust Tuttugu og fimm lögreglumenn slösuðust þegar til átaka kom í einu af hverfum Belfast á Norður-Írlandi í gær þegar mótmælendum og kaþólikkum lenti saman. 13.7.2004 00:01 100.000 embættismenn reknir Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, kynnti í gær stórfelldan niðurskurð í embættismannakerfinu til að fjármagna félagsþjónustu og þjóðaröryggismál. 13.7.2004 00:01 15 milljónir barna munaðarlaus Fimmtán milljónir barna hafa misst foreldra sína vegna alnæmis. Langflest þeirra búa í Afríku en þar hafa tólf milljónir barna misst foreldra vegna þessa vágests. 13.7.2004 00:01 Réttarhöldum frestað Réttarhöldum yfir Mikhaíl Khodorkovsky, aðaleiganda rússneska olíurisans Yukos, var í morgun frestað og hefjast þau að nýju síðdegis á morgun. Verjandi hans fór fram á að Khodorkovsky yrði látinn laus gegn tryggingu af heilsufarsástæðum en dómarar synjuðu því. 13.7.2004 00:01 Evrópudómstólinn ógildir ákvörðun Evrópudómstóllinn hefur ógilt ákvörðun fjármálaráðherra Evrópusambandsins sem frestuðu aðgerðum gegn Þjóðverjum og Frökkum vegna fjárlagahalla en hann var talinn ógna stöðguleika ESB. 13.7.2004 00:01 VG á Akureyri lýsir vanþóknun Vinstrihreyfingin - grænt framboð á Akureyri og nágrenni hélt félagsfund á Akureyri í gær þar sem m.a. voru til umræðu fjölmiðlalögin svokölluðu og framganga ríkisstjórnarflokkanna í því máli. 13.7.2004 00:01 Morgunblaðið fækkar fréttariturum Morgunblaðið hefur fækkað fréttariturum sínum á landsbyggðinni og er ekki lengur landsbyggðarblað að mati fyrrverandi fréttaritara þess í Litlu-Ávík á Ströndum. Í síðustu viku sendi Morgunblaðið hluta fréttaritara sinna á landsbyggðinni bréf þar sem tilkynnt er að blaðið telji ekki þörf á þjónustu þeirra í framtíðinni. 13.7.2004 00:01 18 látnir í Tsjetsjeníu Að minnsta kosti átján létust í bardögum öryggissveita Tsjetsjeníu, sem hliðhollar eru yfirvöldum í Moskvu, og tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna suðaustur af Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í nótt. 13.7.2004 00:01 Gleypti 300 g af kókaíni Nígeríska konan sem reyndi að smygla tæplega hálfu kílói af kókaíni til landsins í síðustu viku gleypti tuttugu og sjö pakka með efninu. Um sjötíu prósent af efninu voru innvortis, eða rúmlega 300 grömm, sem er það mesta sem þekkist hér á landi. 13.7.2004 00:01 Mestu flóð í áratug Meira en tíu milljónir manna í Suður-Asíu hafa orðið fyrir barðinu á mestu rigningum og flóðum í álfunni í áratug. Hundruð hafa látist. 13.7.2004 00:01 Hendur forseta bundnar Dr. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur telur að hendur forseta Íslands séu bundnar í fjölmiðlamálinu; hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir aðferð ríkisstjórnarinnar valdníðslu. 13.7.2004 00:01 ESB stefnir Svíum vegna einokunar Evrópusambandið hefur stefnt sænska ríkinu fyrir að leyfa ekki borgurum sínum að panta áfengi frá útlöndum. 13.7.2004 00:01 Verða að fara fyrir þjóðina Dögg Pálsdóttir hæstaréttalögmaður segir að Alþingi geti hvorki fellt fjölmiðlalögin úr gildi né sett ný. Lögin verði að fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. 13.7.2004 00:01 Fólksfjölgun mest á Austurlandi Fólksfjölgun var mest á Austurlandi á öðrum ársfjórðungi ársins. Í nýjum tölum Hagstofunnar um búferlaflutinga kemur fram að fólki fjölgaði um 512 einstaklinga á Austurlandi og voru það einkum flutningar frá útlöndum. 13.7.2004 00:01 Filippseyingar láti ekki undan Stjórnvöld í Bagdad hvetja Filippseyinga til að láta ekki undan hótunum mannræningja í Írak sem segjast nú vera að undirbúa aftöku filippseysks gísls, ef filippseyskir hermenn verði ekki kallaðir heim. 13.7.2004 00:01 Fullorðnir glápa meira en börn Dönsk börn horfa talsvert minna á sjónvarp en fullorðnir samkvæmt nýrri rannsókn. Niðurstöðurnar ganga þannig gegn hinni bjargföstu almennu trú að ungt fólk horfi sífellt meira á sjónvarp. 13.7.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
DNA ákvarðar stefnu rannsóknar Tæknideild lögreglu var enn að störfum í gær í íbúð mannsins sem er í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs 33 ára indónesískrar konu í Reykjavík. Niðurstaðna erfðaefnisgreiningar blóðs sem fannst í íbúð og bíl mannsins er ekki að vænta fyrr en í vikulokin eða í byrjun næstu viku. 14.7.2004 00:01
Jarðskjálftahrina enn í gangi Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga, sem hófst síðastliðinn sunnudagseftirmiðdag er enn í gangi. Upptök skjálftanna mælast norðan við Ísólfsskála á svæði sem nær frá Festarfjalli í suðri og norður í Fagradalsfjall og er um 8-10 km austnorðaustan af Grindavík. 14.7.2004 00:01
Réðist á konu á heimili hennar Maður á fimmtugsaldri var sakfelldur fyrir líkamsárás á konu á svipuðum aldri á heimili hennar sl. sumar og dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómurinn er skilorðsbundinn í tvö ár. 14.7.2004 00:01
Raðmorðingi játar aðra glæpi Franski raðmorðinginn Michel Fourniret segist hafa rænt og nauðgað ungri konu í norður Frakklandi árið 1998 til viðbótar við þær níu konur sem hann viðurkennir að hafa ráðið bana. </font /> 14.7.2004 00:01
Síbrotabræður í haldi lögreglu Ungir bræður, 15 og 16 ára, voru handteknir í gærmorgun eftir að hafa brotist inn í íbúðarhús í Austurbæ Reykjavíkur. Bræðurnir, sem búsettir eru í Vesturbæ Reykjavíkur, hafa komið við sögu í fjölda innbrota, að sögn lögreglunnar í Reykjavík og verið marghandteknir fyrir. 14.7.2004 00:01
Fékk yfir sig sperrur úr stæðu Alefli ehf þarf að greiða manni tæplega 1,3 milljónir króna vegna vinnuslyss sem hann lenti í árið 1999. Maðurinn slasaðist þegar ysta röð úr timburstafla féll á bak hans og herðar þar sem hann vann við að færa sperrur á vinnusvæði Aleflis. 14.7.2004 00:01
Blair réðst inn í góðri trú Gögn bresku leyniþjónustunnar sem bentu til þess að Írakar byggju yfir efnavopnum fyrir innrásina í landið voru mjög gölluð og byggðu á óáreiðanlegum heimildum. Tony Blair forsætisráðherra er hins vegar ekki sekur um að hafa viljandi brenglað fyrirliggjandi gögn eða um vítaverða vanrækslu. 14.7.2004 00:01
Nefnd um Evrópumál skipuð Forsætisráðherra hefur skipað nefnd um Evrópumál, en hlutverk hennar er meðal annars að kanna framkvæmd EES-samningsins, hvort og þá hvers konar undanþágur séu veittar í aðildarsamningnum að Evrópusambandinu og hvað aðild myndi kosta ríkissjóð til lengri og skemmri tíma litið 14.7.2004 00:01
Panta konur til að níðast á þeim Á Norðurlöndum hafa komið upp vandamál þar sem karlar „flytja inn“ konur frá öðrum löndum gagngert til að beita þær ofbeldi. Þannig er þekkt að fjöldi kvenna þurfi að leita sér hjálpar vegna eins og sama ofbeldismannsins. Samkvæmt lögum hér hætta erlendar konur á að vera sendar úr landi fari þær frá ofbeldisfullum mönnum sínum. 14.7.2004 00:01
Fagna ummælum ráðherra Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, fagna bæði ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að ekki beri að innheimta skólagjöld í grunnnámi á háskólastigi. 14.7.2004 00:01
Ánægður með viðsnúning Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í menntamálanefnd Alþingis, er ánægður með að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hafi lýst afráttarlausri skoðun á upptöku skólagjalda í Háskóla Íslands en hún varar við upptöku skólagjalda í grunnnámi á háskólastigi. 14.7.2004 00:01
Myrtu héraðsstjóra Mósúl Írakskir skæruliðar myrtu í dag héraðsstjóra Mósúl, þar sem hann var á leið sinni til Bagdad. Á sama tíma sprakk öflug bílsprengja í Bagdad, með þeim afleiðingum að ellefu létust og tugir særðust. Talið er að þetta hafi verið sjálfsmorðsárás og er hún sú mannskæðasta síðan Írakar tóku við stjórnartaumunum í landinu í lok júní. Hershöfðingjar tengja árásina við handtöku meira en 500 grunaðra hryðjuverkamanna fyrr í vikunni. 14.7.2004 00:01
Uppbygging á Reyðarfirði Trésmiður frá Akureyri gleðst yfir uppbyggingunni á Reyðarfirði vegna álvers. Hann tryggði sér byggingalóðir á svæðinu átta mánuðum áður en skrifað var undir samninga við Alcoa. 14.7.2004 00:01
Leitað að lífi á Mars Lofttegundir sem fundist hafa á plánetunni Mars benda til að þar gæti fundist líf. Sérfræðingur frá NASA geimferðarstofnuninni segir að niðurstöður rannsókna sem fari þar fram, eigi ekki eftir að valda fólki vonbrigðum. 14.7.2004 00:01
Uppsagnir hjá Eimskip Fækkað var um 40 til 50 stöðugildi hjá Eimskipafélagi Íslands í dag vegna skipulagsbreytinga. Trúnaðarmaður starfsmanna segir að þeim sé brugðið en er feginn að óvissu vegna boðaðra breytinga hafi verið eytt. 14.7.2004 00:01
Engin skólagjöld í grunnnámi Menntamálaráðherra telur ekki rétt að taka skólagjöld af nemum í grunnnámi við Háskóla Íslands. Öðru máli gegni hins vegar um gjöld fyrir framhaldsnám. Rektor Háskólans fagnar ummælum ráðherra, en segir að Háskólinn þurfi eftir sem áður meira fé frá hinu opinbera. 14.7.2004 00:01
Blair sleppur með skrekkinn Leiðtogi breska íhaldsflokksins segir Blair rúinn trausti og kröfum um afsögn hans er haldið á lofti. Stjórnmálaskýrendur telja þó að Blair sleppi með skrekkinn.Meðan Butler lávarður las niðurstöður sínar fóru fram hávær mótmæli fyrir utan gegn innrásinni í Írak og því sem mótmælendur kölluðu "hvítþvott" Butlers á ríkisstjórninni. 14.7.2004 00:01
Fer óbreytt úr allsherjarnefnd Fjölmiðlafrumvarpið verður væntanlega afgreitt óbreytt úr allsherjarnefnd, segir Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar. Stjórnarandstaðan segir að umfjöllun um málið sé lokið í nefndinni og vill leggja fram álit í kvöld, en meirihluti nefndarinnar hefur boðað Samkeppnisstofnun á fund í fyrramálið. 14.7.2004 00:01
Framsókn fer fram á viðræður Forysta Framsóknarflokksins ætlar að fara fram á viðræður við forystu Sjálfstæðisflokksins um að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Líklegast er að óskað verði eftir að nýtt frumvarp verði lagt fram sem felli fjölmiðlalögin úr gildi, en að öðrum kosti verði þjóðaratkvæðagreiðsla. 14.7.2004 00:01
Kærir Davíð fyrir stríðsglæpi Elías Davíðsson tónskáld hefur lagt fram kæru á hendur Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni fyrir stríðsglæpi. 14.7.2004 00:01
Útiloka ekki breytingar Flokksmenn sjálfstæðisflokks í allsherjarnefnd útiloka ekki að breytingar verði gerðar á nýju fjölmiðlafrumvarpi. Þeir hafa óskað eftir áliti Samkeppnisstofnunnar um ný fjölmiðlalög og verður hún eini gestur nefndarinnar í dag. 14.7.2004 00:01
Skaut undan sér Maður á þrítugsaldri var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir vörslu ólöglegrar haglabyssu í Sheffield á Englandi í gær. 14.7.2004 00:01
Upplýsingar um farþega afhentar Frá og með 28. júlí fær bandaríska Tolla- og landamærastofnunin aðgang að upplýsingum um farþega á leið til Bandaríkjanna úr bókunarkerfi Icelandair. 14.7.2004 00:01
Framsókn hótar stjórnarslitum Máttarstólpar Framsóknarflokksins hafa í rúma viku unnið markvisst að því að fá Sjálfstæðisflokkinn til að fallast á að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og ná þannig pólitískri sátt um málið. 14.7.2004 00:01
7 létust í fárviðri Sjö manns fórust og yfir 20 slösuðust í fárviðri sem gekk yfir borgina Shanghæ í Kína í gærkvöld. Veðurofsinn var mjög skyndilegur og fór vindhraði vel yfir 30 metra á sekúndu. Um 200 byggingar í borginni skemmdust. 13.7.2004 00:01
Kæra veglagningu um námasvæði Landeigendur í Hrauni í Grindavík hafa kært úrskurð Skipulagsstofnunar um lagningu Suðurstrandarvegar milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Vegagerðin bíður niðurstöðu til að geta boðið út fyrsta áfanga veglagningarinnar. Veginum er ætlað að tengja Suðurland og Suðurnes þannig að úr verði eitt atvinnusvæði. 13.7.2004 00:01
Heimkvaðning sem fyrst Algjör óvissa ríkir nú um hvort filippseyskir friðargæsluliðar í Írak verða kallaðir heim snemma í von um að gísl sem mannræningjar hafa hótað að afhöfða verði þyrmt. Filippseysk stjórnvöld hafa neitað heimkvaðningu en í gær sendi utanríkisráðherra landsins frá sér yfirlýsingu þess efnis að heimkvaðningin kæmi svo skjótt sem auðið væri. 13.7.2004 00:01
Allsherjarnefnd fundar kl. 9:30 Allsherjarnefnd Alþingis kemur saman klukkan hálf tíu í dag og heldur áfram umfjöllun um fjölmiðlafrumvarpið. 13.7.2004 00:01
Kerry með naumt forskot John Kerry hefur naumt forskot á George Bush í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum, ef marka má skoðanakönnun Gallups fyrir CNN-sjónvarpsstöðina. 13.7.2004 00:01
25 lögreglumenn slösuðust Tuttugu og fimm lögreglumenn slösuðust þegar til átaka kom í einu af hverfum Belfast á Norður-Írlandi í gær þegar mótmælendum og kaþólikkum lenti saman. 13.7.2004 00:01
100.000 embættismenn reknir Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, kynnti í gær stórfelldan niðurskurð í embættismannakerfinu til að fjármagna félagsþjónustu og þjóðaröryggismál. 13.7.2004 00:01
15 milljónir barna munaðarlaus Fimmtán milljónir barna hafa misst foreldra sína vegna alnæmis. Langflest þeirra búa í Afríku en þar hafa tólf milljónir barna misst foreldra vegna þessa vágests. 13.7.2004 00:01
Réttarhöldum frestað Réttarhöldum yfir Mikhaíl Khodorkovsky, aðaleiganda rússneska olíurisans Yukos, var í morgun frestað og hefjast þau að nýju síðdegis á morgun. Verjandi hans fór fram á að Khodorkovsky yrði látinn laus gegn tryggingu af heilsufarsástæðum en dómarar synjuðu því. 13.7.2004 00:01
Evrópudómstólinn ógildir ákvörðun Evrópudómstóllinn hefur ógilt ákvörðun fjármálaráðherra Evrópusambandsins sem frestuðu aðgerðum gegn Þjóðverjum og Frökkum vegna fjárlagahalla en hann var talinn ógna stöðguleika ESB. 13.7.2004 00:01
VG á Akureyri lýsir vanþóknun Vinstrihreyfingin - grænt framboð á Akureyri og nágrenni hélt félagsfund á Akureyri í gær þar sem m.a. voru til umræðu fjölmiðlalögin svokölluðu og framganga ríkisstjórnarflokkanna í því máli. 13.7.2004 00:01
Morgunblaðið fækkar fréttariturum Morgunblaðið hefur fækkað fréttariturum sínum á landsbyggðinni og er ekki lengur landsbyggðarblað að mati fyrrverandi fréttaritara þess í Litlu-Ávík á Ströndum. Í síðustu viku sendi Morgunblaðið hluta fréttaritara sinna á landsbyggðinni bréf þar sem tilkynnt er að blaðið telji ekki þörf á þjónustu þeirra í framtíðinni. 13.7.2004 00:01
18 látnir í Tsjetsjeníu Að minnsta kosti átján létust í bardögum öryggissveita Tsjetsjeníu, sem hliðhollar eru yfirvöldum í Moskvu, og tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna suðaustur af Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í nótt. 13.7.2004 00:01
Gleypti 300 g af kókaíni Nígeríska konan sem reyndi að smygla tæplega hálfu kílói af kókaíni til landsins í síðustu viku gleypti tuttugu og sjö pakka með efninu. Um sjötíu prósent af efninu voru innvortis, eða rúmlega 300 grömm, sem er það mesta sem þekkist hér á landi. 13.7.2004 00:01
Mestu flóð í áratug Meira en tíu milljónir manna í Suður-Asíu hafa orðið fyrir barðinu á mestu rigningum og flóðum í álfunni í áratug. Hundruð hafa látist. 13.7.2004 00:01
Hendur forseta bundnar Dr. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur telur að hendur forseta Íslands séu bundnar í fjölmiðlamálinu; hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir aðferð ríkisstjórnarinnar valdníðslu. 13.7.2004 00:01
ESB stefnir Svíum vegna einokunar Evrópusambandið hefur stefnt sænska ríkinu fyrir að leyfa ekki borgurum sínum að panta áfengi frá útlöndum. 13.7.2004 00:01
Verða að fara fyrir þjóðina Dögg Pálsdóttir hæstaréttalögmaður segir að Alþingi geti hvorki fellt fjölmiðlalögin úr gildi né sett ný. Lögin verði að fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. 13.7.2004 00:01
Fólksfjölgun mest á Austurlandi Fólksfjölgun var mest á Austurlandi á öðrum ársfjórðungi ársins. Í nýjum tölum Hagstofunnar um búferlaflutinga kemur fram að fólki fjölgaði um 512 einstaklinga á Austurlandi og voru það einkum flutningar frá útlöndum. 13.7.2004 00:01
Filippseyingar láti ekki undan Stjórnvöld í Bagdad hvetja Filippseyinga til að láta ekki undan hótunum mannræningja í Írak sem segjast nú vera að undirbúa aftöku filippseysks gísls, ef filippseyskir hermenn verði ekki kallaðir heim. 13.7.2004 00:01
Fullorðnir glápa meira en börn Dönsk börn horfa talsvert minna á sjónvarp en fullorðnir samkvæmt nýrri rannsókn. Niðurstöðurnar ganga þannig gegn hinni bjargföstu almennu trú að ungt fólk horfi sífellt meira á sjónvarp. 13.7.2004 00:01