Fleiri fréttir

Lög gegn klámi felld úr gildi

Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi í dag úr gildi lög sem miða að því að hindra aðgang barna að klámefni á internetinu. Lög þessa efnis voru samþykkt að tilhlutan dómsmálaráðuneytisins árið 1998.

Saddam afhentur á morgun

Írakar fá lögsögu yfir Saddam Hússein á morgun og hann verður leiddur fyrir írakskan dómstól. Talið er að ein milljón manna hafi látið lífið í stjórnartíð hans.

Ísraelsmaðurinn lést af ofkælingu

Ísraelsmaðurinn sem fannst látinn skammt frá Hrafntinnuskeri í fyrrinótt lést af völdum ofkælingar. Ekki er ástæða til að ætla að maðurinn hafi verið veikur fyrir.

Bannað að setja takmarkanir

Bannað er að setja takmarkanir á fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu og óhugsandi er að halda hana án þess að kostur verði gefinn á því að greiða atkvæði utan kjörfundar. Þetta segja Jónatan Þórmundsson lagaprófessor og félagar hans í Þjóðarhreyfingunni.

Deila við Norðmenn í uppsiglingu

Enn ein fiskveiðideilan við Norðmenn er í uppsiglingu. Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að erlend skip megi að hámarki veiða 80.000 tonn af síld á Svalbarðasvæðinu til 15. október. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir ekki koma til greina að hlíta þessu.

Liháinn má koma aftur

Litháinn sem Hæstiréttur dæmdi að hefði ranglega verið vísað úr landi hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann snýr aftur hingað til lands. Honum er það þó algerlega frjálst. Forstjóri Útlendingastofnunar er staðfastlega þeirrar skoðunar að rétt ákvörðun hafi verið tekin þegar manninum var vísað úr landi.

Sýknaður vegna tafa á málsmeðferð

Keflvíkingur var í dag sýknaður af ákæru um tryggingasvik vegna þess að ámælisverður dráttur hafði orðið á málsmeðferðinni. Vitni voru dáin og málsskjöl svo máð af elli að ekki var hægt að lesa þau.

„Það vantar einn í hópinn!“

Það vantar einn í hópinn! Það er yfirskrift þjóðarátaks VÍS gegn umferðarslysum. Sjónum er nú beint sérstaklega að aðstandendum þeirra sem látast í umferðinni. Kona sem missti föður sinn í bílslysi fyrir þremur áratugum segir að sér verði enn hverft við þegar hún heyrir af banaslysum í umferðinni.

Norsku krónprinshjónin í Garðabæ

Það var glatt á hjalla í Garðabæ í dag þegar norsku krónprinshjónin fengu í fyrsta skipti tækifæri til þess að komast út á meðal fólks. Gríðarleg stemning var í Garðatorgi þar sem stór hópur barna beið í eftirvæntingu eftir hinum tignu gestum og ætlaði sér að syngja fyrir þá.

Enn verið að kanna skemmdir

Ekki er enn ljóst hversu miklar skemmdir hafa orðið á tyrkneska súrálflutningaskipinu Kiran Pacific sem strandaði um 3,3 sjómílur norðvestur af Straumsvíkurhöfn á laugardag. Skipið losnaði af standstað á mánudag með hjálp dráttarbátsins Hamars frá Hafnarfirði.

Unnið í samráði við hagsmunaaðila

Innan samgönguráðuneytisins er því vísað á bug að ekki hafi verið unnið að því að koma á reglum um skipaskráningu íslenskra kaupskipa en félag skipstjórnarmanna hefur þungar áhyggjur af mikilli fækkun Íslendinga í áhöfnum þeirra erlendu skipa sem hér starfa fyrir íslenskar kaupskipaútgerðir.

Menntaskólinn Kópavogi fullsetinn

Menntaskólinn í Kópavogi er fullsetinn og getur ekki tekið við fleiri nýnemum, segir Steinnunn Inga Óttarsdóttir, áfangastjóri skólans.

Vilja vinna með Íslandi

Hagsmunir Íslands og samtaka Grænfriðunga fara saman hvað varðar vernd og viðhaldi á vistkerfi hafsins og því þurfa þessir aðilar að vinna saman, segja talsmenn Grænfriðunga.

Veldur vandræðum þriggja milljóna

Mikil örtröð myndaðist í neðanjarðarlestum Lundúna í gær er fjöldi fólks freistaði þess að komast til sín heima áður en sólarhringsverkfall lestastarfsmanna skall á.

Tugmilljóna tjón

Mörghundruð sérsmíðaðra armbandsúra og um þúsund silfurhnífapörum var stolið frá danska silfursmiðnum Georg Jensen. Úrin og hnífapörin höfðu verið smíðuð að ósk Rania Jórdaníudrottningar og var áletrun jórdönsku konungsfjölskyldunnar grafin í gripina.

Ólíkar reglur milli landa

Starfshópur um þjóðaratkvæðagreiðslu kannaði sérstaklega reglur í öðrum löndum. Þær eru afar breytilegar. Misjafnt hvort sett séu skilyrði um tiltekna lágmarksþátttöku eða atkvæðavægi og hvort úrslit séu bindandi eður ei.

Netklámsbann brot á stjórnarskrá

Hæstiréttur Bandaríkjanna telur að lög sem eiga að vernda börn gegn klámi á Netinu brjóti líklega í bága við stjórnarskrárákvæði Bandaríkjanna um tjáningarfrelsi. Í annað skiptið sendi rétturinn málið aftur til undirréttar.

Nýr forsætisráðherra í Pakistan

Chaudry Shujat Hussain var kjörinn forsætisráðherra af þjóðþingi landsins í gær með 190 atkvæðum gegn 76. Hussain sem er dyggur bandamaður yfirmanns herafla landsins tekur við af embættinu af Zafarullah Khan Jamali.

Tekinn af lífi

Íraskir andspyrnumenn skutu bandarískan gísl til bana samkvæmt tilkynningu sem birtist á sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera. Bandaríski hermaðurinn Keith Maupin var tekinn í gíslingu í apríl síðastliðnum ásamt sjö öðrum Bandaríkjamönnum.

Kostnaður við hvern nema eykst

Gert er ráð fyrir að kostnaður á hvern framhaldskólanema í dagskóla verði 563 þúsund í ár. Hann hækkar um 48 þúsund frá því í fyrra. Frá árinu 2000 hefur kostnaðurinn hækkað um 198 þúsund krónur á hvern nemenda, eða um tæplega 43 prósent, samkvæmt tölum frá menntamálaráðuneytinu.

Þrettán ár fyrir stríðsglæpi

Stríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur dæmt Serbann Milan Babic í þrettán ára fangelsi fyrir þjóðernishreinsanir í Krajina-héraði í Króatíu.

Grindhvaladráp í Vági

Tæplega 30 grindhvölum veiddust í fjörunni í Vágí á Suðurey í Færeyjum í fyrrakvöld.

Missti sextán ára son í bílslysi

"Ég hef bæði misst foreldra og bróður en þetta er eitthvað sem ekki er hægt að lýsa. Veröldin hrundi," segir Lárus Kjartansson, lögreglumaður sem missti son sinn, Magnús Örlyg, í umferðarslysi skammt frá Nesjavallavirkjun árið 1996.

Yfir 20 látast árlega í umferðinni

228 einstaklingar hafa látist í umferðarslysum hér á landi frá árinu 1994, þar af hafa ellefu látist það sem af er þessu ári. Rannsóknir sýna að flest banaslysin verða að sumarlagi við bestu aðstæður. Hraðakstur er helsta orsök banaslysa og kemur vannotkun bílbelta þar á eftir.

Haakon og Mette-Marit á heimleið

Haakon kónprins Noregs, Mette-Marit kona hans og dóttir þeirra Ingirid Alexandra snúa heim í dag eftir að hafa verið í opinberri heimsókn á landinu frá því á sunnudag.

Ekki hæf til aðildar

Úkraína uppfyllir ekki skilyrði til að gerast aðili að Atlantshafsbandalaginu í nánustu framtíð að mati Leonid Kuchma, forseta Úkraínu og Jaap De Hoop Scheffer ,framkvæmdastjóra NATO.

Tugþúsunda hækkun

Ákveðið hefur verið að hækka leiguna á heimavist Menntaskólans á Ísafirði úr um 16 þúsundum króna á önn upp í um það bil 18 þúsund krónur á mánuði.

Telja takmarkanir ólýðræðislegar

Það er ólýðræðislegt, ólöglegt og ósiðlegt að setja takmarkanir af nokkru tagi um þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Jónatan Þórmundsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, viðbragðshóp sérfræðinga, sem kynnti skýrslu um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir blaðamönnum í gær.

Útkoma Björns vekur mesta athygli

"Þetta staðfestir að Geir H. Haarde hefur yfirburðastöðu," segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, um niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins.

Flestir vilja Geir í formannsstól

Sjö af hverjum tíu sem afstöðu tóku vilja sjá Geir H. Haarde fjármálaráðherra sem formann Sjálfstæðisflokksins ef Davíð Oddsson lætur af störfum, að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins.

Geir krónprinsinn

Birgir Hermannsson segir niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins ekki koma á óvart. "Geir H. Haarde er krónprins Sjálfstæðisflokksins," segir Birgir.

Lögsaga Svalbarða er ekki norsk

Norsk stjórnvöld hafa heimilað erlendum skipum að veiða 80 þúsund tonn af síld fram til 15. október í lögsögu Svalbarða samkvæmt Fiskifréttum. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir í samtali við Fréttablaðið ekki skilja hvers vegna íslensk stjórnvöld fari ekki dómstólaleiðina og tryggi rétt sinn á svæðinu.

Hákon og Mette á Þingvöllum

Hákon krónprins Noregs og eiginkona hans, Mette Marit, eru nú á Þingvöllum en þau komu hingað til lands í opinbera heimsókn í gær.

Framseldur innan tveggja vikna

Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Íraks, segir vel hugsanlegt að Saddam Hussein verði framseldur í hendur hinnar nýju stjórnar landsins innan tveggja vikna.

Skiljanleg afstaða

"Það er svosem ekki við öðru að búast, umhverfisráðuneytið er að færast til Sjálfstæðisflokksins og ég ímynda mér að sumir telji að ákveðið sé að ég víkji," segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra um niðurstöður könnunar Fréttablaðsins um hevr eigi að víkja þegar fækkar í ráðherraliði Framsóknarflokksins í haust.

Margir vilja Halldór út

"Þetta kemur nokkuð á óvart en líklegasta skýringin er sjálfsagt sú að Framsóknarflokkurinn er í lægð og það bitnar á formanninum," segir Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði um þá niðurstöðu könnunar Fréttablaðsins að formaður Framsóknarflokksins sé annar á lista yfir þá ráðherra sem kjósendur vilja úr ríkisstjórn í haust.

Bakkavör styrkir Þjóðminjasafnið

Þjóðminjasafn Íslands og Bakkavör Group hafa undirritað samstarfssamning til þriggja ára. Samningurinn felur í sér að Bakkavör Group sér safninu fyrir öflugri margmiðlun og tölvuveri auk annarra þátta sem snúa að nýjustu straumum í sýningartækni.

Heimsókn í skugga hótana

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kom í gær til Tyrklands þar sem hann ætlar að taka þátt í leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, sem hefst á morgun.

Mótmæla naktir

Fjölmargir félagar í dýraverndunarsamtökunum PETA stormuðu á götur út í gær klæddir í fátt nema fæðingarbúning sinn og með stóra borða þar sem nautaati hvarvetna er mótmælt.

Búist við tíu þúsund manns

Landsmót hestamanna hófst að Gaddstaðaflötum við Hellu í morgun og stendur fram á sunnudag. Í dag og næstu daga verða hryssur dæmdar og forkeppnir haldnar en formleg setningarathöfn fer fram síðdegis á fimmtudag og hápunktum mótsins verður náð um næstu helgi.

Úrslit í samræmi við kannanir

"Ég tel að kannanir hafi verið í miklu samræmi við úrslitin og í raun sagt þau fyrir," segir Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Forsetaembættið hefur breyst

"Það er ljóst að þegar Ólafur Ragnar fær tvo þriðju hluta af greiddum atkvæðum er hann ekki óumdeildur friðarhöfðingi eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn voru," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Úrslitin liggja ekki fyrir

Kosningarnar á síðustu helgi fá sjálfsagt sitt pláss á spjöldum sögunnar, en það á eftir að koma því á hreint hvaða tíðindi fólust í þeim. Ólafur Ragnar er hrærður yfir "hinum afgerandi stuðningi" sem felast úrslitunum en andstæðingar hans segja hann ekki lengur vera forseta þjóðarinnar.

Harður og óvenjulegur tónn

"Það er óhætt að segja að þarna ber nýrra við," segir Þorbjörn Broddason fjölmiðlafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands um beitta gagnrýni Ólafs Ragnars Grímssonar á ritstjórnar- og fréttaskrif Morgunblaðsins dagana fyrir forsetakjör.

Olíuleki gæti valdið miklu tjóni

Tyrkneska súrálsflutningaskipið Kiran Pacific strandaði á skeri 3.3 sjómílur, eða um 6 kílómetra, norðvestur af Straumsvíkurhöfn á laugardagskvöld. Alls er 21 maður um borð í skipinu, allir frá Tyrklandi. Skipið er talið nokkuð stöðugt á skerinu og því ekki óttast að áhöfnin sé í hættu.

Sjá næstu 50 fréttir