Erlent

Nýr forsætisráðherra í Pakistan

Chaudry Shujat Hussain var kjörinn forsætisráðherra af þjóðþingi landsins í gær með 190 atkvæðum gegn 76. Hussain sem er dyggur bandamaður yfirmanns herafla landsins tekur við af embættinu af Zafarullah Khan Jamali sem gegndi embættinu í rúmlega hálft annað ár þar til hann lét af völdum á laugardaginn var, án þess að gefa upp ástæður fyrir afsögn sinni. Talið er að Jamali hafi fallið í ónáð hjá Pervez Musharraf, forseta landsins, og að hann hafi bolað honum frá völdum. Margir hafa gagnrýnt lýðræðisþróun í Pakistan í fimm ára valdatíð Musharraf og segja hana fara sífellt hnignandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×