Fleiri fréttir

Hóta að skera höfuðin af

Arabísk sjónvarpsstöð sýndi í gærkvöldi myndabandsupptöku með tveimur gíslum, bandarískum hermanni og pakistönskum bílstjóra. Mannræningjarnir sem halda mönnunum hótuðu að skera af þeim höfuðin.

Bílslys í nótt

Ung kona meiddist talsvert á höfði og tveir aðrir hlutu áverka þegar bíll fólksins hafnaði á aðrein að Víkurvegi í Grafarholti laust eftir miðnætti. Konan er enn á sjúkrahúsi en er ekki í lífshættu.

Flugskeytaárásir í Gasa-borg

Ísraelskar herþyrlur skutu í morgum tíu flugskeytum á málmverkstæði í Gasa-borg og ollu þær miklum skemmdum en engum fregnum fer af mannfalli. Árásin var gerð í hefndarskyni fyrir sprengjuárás palestínskra hryðjuverkamanna á útstöð ísraelshers á Gasa-ströndinni.

Serbar kjósa nýjan forseta

Eftir margar tilraunir tókst Serbum loksins að kjósa sér nýjan forseta í gærkvöldi. Boris Tadic heitir maðurinn og er hlynntur vesturlöndum og hófsamur.

25 ára maður finnst látinn

Björgunarsveitarmenn af Suðurlandi fundu um miðnætti lík 25 ára ísraelsks ferðamanns í grennd við skálann í Hrafntinnuskeri, austan við Landmannalaugar, en mannsins hafði verið leitað síðan á sjötta tímanum í gær.

Hákon og Mette Marit á Nesjavöllum

Hákon krónprins Noregs og eiginkona hans, Mette Marit krónprinsessa, eru nú á Nesjavöllum en þau komu til landsins í opinbera heimsókn í gær. Í morgun skoðuðu þau handritin í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í leiðsögn Vésteins Ólasonar, forstöðumanns Árnastofnunar.

Þjálfun NATO á Írökum samþykkt

Tillagan um að Atlantshafsbandalagið veiti írökskum hermönnum þjálfun var samþykkt á leiðtogafundi bandalagsins í Istanbúl í morgun. Þetta er haft eftir talsmanni NATO, James Appathurai.

Óeirðir í Istanbúl

Um það bil þrjátíu manns eru slasaðir eftir óeirðir í Istanbúl í Tyrklandi í dag. Óeirðirnar brutust út þar sem um tvö þúsund manns komu saman til þess að mótmæla leiðtogafundi NATO í borginni. Æstur múgurinn kastaði grjóti og bensínsprengjum að lögreglunni sem svaraði með táragasi og vatnsfallbyssum.

Fljótandi sprengjur í höfnum

Bandaríska alríkislögreglan hefur varað við fljótandi sprengjum í höfnum landsins. Aðvaranirnar voru sendar til átján þúsund hafnarstjórna um að alls konar fljótandi hlutir geti verið dulbúnar sprengjur.

Bremer farinn frá Írak

Bandaríkjamenn hafa falið Írökum stjórn landsins, tveimur dögum á undan áætlun, og Paul Bremer, landsstjóri í Írak, er farinn heim til Bandaríkjanna.

Þjálfun NATO á írökskum hermönnum

NATO samþykkti formlega í dag að taka þátt í að endurþjálfa írakska herinn. Samþykktin gengur þó hvergi nærri jafn langt og Bandaríkjamenn höfðu vonað, þ.e. að NATO myndi senda fjölmennt herlið til Íraks til þess að taka þar þátt í friðargæslu.

Móðgun við þá sem skiluðu auðu

Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir í leiðara blaðsins í morgun að það sé móðgun við þá 28.000 Íslendinga sem skiluðu auðu í forsetakosningunum að halda því fram að þeir hafi hlýtt einhverju meintu kalli Morgunblaðsins og að þetta sé rýr uppskera blaðsins.

Hafnar hugmyndum um 75% þátttöku

Nefnd hinna vísu manna hafnar hugmyndum um aukinn meirihluta og 75% lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin svo atkvæðagreiðslan teljist gild. Nefndin telur að leita beri hóflegri leiða.

Björgunaraðgerðir umfangsmeiri?

Björgunaraðgerðir við að bjarga tyrkneska súrálsskipinu, sem strandaði utan við Straumsvík á laugardaginn, gætu orðið mun umfangsmeiri en áætlað var í fyrstu, ef rétt reynist að sprungur séu komnar í byrðing þess.

Flugritarnir sendir til Englands

Flugritar Dornier-flugvélar Íslandsflugs, sem magalenti á Siglufjarðarflugvelli í síðustu viku, verða í dag sendir til aflestrar í Englandi. Þorkell Ágústsson, aðstoðarrannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd flugslysa, flýgur með flugritana sídegis og er væntanlegur aftur á morgun.

Nýta olíufélögin sér fákeppni?

Flutningsjöfnunarsjóður olíuvara kemur ekki í veg fyrir að olíufélögin virðast nýta sér fákeppni í strjálbýlinu og selja bensínlítrann á allt að níu krónum hærra verði þar en þar sem samkeppni er virk, t.d. á höfuðborgarsvæðinu.

Rafn Jónsson látinn

Rafn Jónsson tónlistarmaður lést á heimili sínu í Hafnarfirði í gær eftir langa baráttu við MND- taugasjúkdóminn. Rafn var fæddur á Ísafirði árið 1954 og hefði því orðið fimmtugur síðar á þessu ári. Hann barðist hetjulega við sjúkdóminn af einstöku æðruleysi og lét aldrei bugast þótt á móti blési.

Jarðskjálfti við Goðabungu

Jarðskjálfti upp á rúmlega tvo og hálfan á Richter varð vestan við Goðabungu í Mýrdalsjökli um klukkan sex í morgun. Hann kemur jarðvísindamönnum ekki á óvart miðað við virkni á svæðinu undanfarin misseri og telja þeir hann ekki boða frekari tíðindi.

Chirac gagnrýnir Bush

Jaques Chirac, forseti Frakklands, gagnrýndi George Bush, forseta Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í dag fyrir að lýsa yfir eindregnum stuðningi við umsókn Tyrkja um inngöngu í Evrópusambandið og þrýsta á sambandið um að ákveða hvenær samningaviðræður geti hafist. Bush lýsti þessu yfir í Istanbúl í gær en þar fer nú fram leiðtogafundur sambandsríkja

Ákvörðun leiðtoga ESB umdeild

Ákvörðun forystumanna Evrópusambandsins um að útnefna Manuel Durao Barroso, forsætisráðherra Portúgals, arftaka Romanos Prodis sem forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, mælist afar misjafnlega fyrir.

Samræmd vakstöð siglinga

Nú klukkan 16 verður undirritaður samningur milli Landhelgisgæslunnar, Neyðarlínunnar hf. og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar annars vegar og Siglingastofnunar hins vegar um rekstur og fyrirkomulag vaktstöðvar siglinga.

Skipið í Straumsvík komið á flot

Tyrkneska skipið Kiran Pacific, sem strandaði á skeri skammt frá Straumsvík í fyrrakvöld, er komið á flot. Hollenskir björgunarmenn dældu lofti í tanka skipsins í dag og náðu að draga það frá skerinu, að því er virðist án þess að skemmdir hlutust af.

Andstaða við að rífa Austurbæ

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins í Reykjavík, leggur til að borgarráð lýsi yfir andstöðu við að rífa Austurbæjarbíó.

Fangar í Guantanamo geta áfrýjað

Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að meintir erlendir hryðjuverkamenn, sem eru í haldi Bandaríkjamanna í fangelsinu við Guantanamo-flóa á Kúbu, geti áfrýjað varðhaldinu til bandarískra dómstóla. Þessi niðurstaða er mikill áfellisdómur yfir Bush forseta og stefnu stjórnarinnar gegn hryðjuverkum.

Efast um sjálfstjórn Íraka

Því hefur víðast verið fagnað að Bandaríkjamenn hafi látið Írökum eftir að stjórna landi sínu, tveimur dögum fyrr en búist var við. Hins vegar efast margir um að Írakar hafi fengið raunverulega sjálfstjórn.

Ísraelinn var varaður við

Björgunarsveitarmenn fundu lík 25 ára Ísraela um einn kílómetra frá Hrafntinnuskeri um klukkan hálf eitt í nótt. Maðurinn, sem ætlaði sér að ganga frá Landmannalaugum í Þórsmörk, var varaður við áður en hann lagði af stað þar sem útbúnaður hans þótti ekki nægilega góður miðað við aðstæður.

Chirac húðskammaði Bush

Frakkar halda fast við að Atlantshafsbandalagið hafi engu formlegu hlutverki að gegna í Írak. Jacques Chirac, forseti Frakklands, húðskammaði auk þess George Bush, forseta Bandaríkjanna, fyrir afskiptasemi af málefnum Evrópu á leiðtogafundi bandalagsins í Tyrklandi.

62% gegn fjölmiðlafrumvarpinu

93% landsmanna telja líklegt að þau muni greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um fjölmiðlalögin samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. 4,5% segja ólíklegt að þeir greiði atkvæði og 3% telja það hvorki líklegt né ólíklegt. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Ríkisarfarnir vildu á Grundartanga

Krónprins og krónprinsessa Noregs gerðu víðreist um Suðurland í dag og heimsóttu meðal annars landa sína í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Prinsinn og prinsessan óskuðu sérstaklega eftir því að heimsækja járnblendiverksmiðjuna og er ástæðan eflaust sú að verksmiðjan er nú alfarið í eigu Norðmanna.

44% þurfi til að fella lögin

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur eðlilegt að miða við að 44% kjósenda þurfi til að fella fjölmiðlalögin.  Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir vinnu starfshópsins sýna að ekkert hafi verið hugsað fyrir þessum hlutum þegar stjórnarskráin var samin.

Tilkynningum um barnaklám fjölgar

Verkefnisstjóri Barnaheilla segir skorta á samstarf lögreglu við samtökin í málefnum barna. Tilkynningum til ábendingarlínu samtakanna fer fjölgandi og tengist þriðjungur þeirra barnaklámi.

Hafnar hugmyndum um 75% þátttöku

Starfshópur ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu telur heimilt að setja skilyrði um hana en að þau verði að vera hófleg. Nefndin hafnar hugmyndum um 75% þátttöku og að 2/3 hluta þurfi til að nema fjölmiðlalögin úr gildi.

Stjórnarskrárbrot að leggja hömlur

Varaformaður Samfylkingarinnar segir að það sé stjórnarskrárbrot að leggja hömlur á þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Þingflokksformaður Vinstri grænna tekur undir það og segir skýrslu hinna vísu manna aðeins innlegg í umræðuna en engan endanlegan dóm.

Frá ritstjórn Vísis

Vegna bilunar í tækjabúnaði eru fréttir Stöðvar 2 ekki enn komnar inn á vef Vísis  (VefTíví). Óvíst er hvort tekst að setja upptöku af fréttum Stöðvar 2 inn á Vísi fyrr en að morgni þriðjudags. <em><strong>Ritstjórn Vísis</strong></em>

Ungir listamenn niðri í fjöru

Listhneigð ungmenni komu saman í fjörunni við Sörlaskjól í dag. Tilefnið var verkefni á sumarnámskeiði Myndlistarskólans í Reykjavík þar sem landslag var málað og lífríki sjávar grandskoðað.

Stærri en reglur kveða á um

Herbergin sem kínverskir starfsmenn við Kárahnjúkavirkjun gista í eru örlítið stærri en reglur um aðstöðu fyrir starsmenn kveða á um, að sögn Ómars R. Valdimarssonar, talsmanns Impregilo.

Fimm ára í grunnskóla

Fimm ára börnum á Súðavík hefur verið boðin frí þjónusta í leikskólum bæjarins hluta úr degi í níu ár. Þau hljóta kennslu í ellefu til fjórtán klukkustundir á viku með börnum í fyrsta bekk grunnskólans.

Árni í Malaví

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, hélt til viðræðna við félagsmálaráðherra og forseta Malaví í Afríku í gær.

Landsmótið hafið á Hellu

Landsmót hestamanna hófst á Gaddstaðaflötum við Hellu á Rangárvöllum í gær. Mótið stendur til 4. júlí og er það sextánda í röðinni.

Tala ekki um það sem máli skiptir

Meirihluti spænskættaðra Bandaríkjamanna er þeirrar skoðunar að frambjóðendur stjórnmálaflokkanna ræði ekkert um þau málefni, sem helst brenna á spænskumælandi íbúum landsins.

Réttindalausir aka vinnuvélum

Hluti starfsmanna flugþjónustufyrirtækisins IGS á Keflavíkurflugvelli sem starfa á stærri bílum og öðrum farartækjum sem notuð eru við afgreiðslu flugvéla hafa til þess engin réttindi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Fangar á Kúbu geta höfðað mál

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að bandarísk stjórnvöld hafi rétt á að halda bandarískum og erlendum ríkisborgurum sem grunaðir eru um að vera tengdir hryðjuverkum í haldi. Rétturinn úrskurðaði hinsvegar jafnframt að menn sem eru í haldi stjórnvalda vegna þessa geti leitað réttar síns fyrir bandarískum dómstólum.

Djúpstæðar deilur um skilyrðin

Starfshópur ríkisstjórnarinnar um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu skilaði áliti sínu í gær. Djúpstæðar deilur stóðu um hvort hægt væri að setja takmarkanir um þátttöku eða atkvæðavægi. Lagst er gegn því að setja skilyrði um aukinn meirihluta. Vænlegast þykir að setja ákvæði um lágmarkshlutfall þeirra sem greiða atkvæði gegn lögum, 25-44% atkvæðisbærra manna þurfi til að fella lögin úr gildi.

Auðvelt að rökstyðja 44% skilyrðið

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að færa megi rök fyrir því að setja skilyrði um að 44% atkvæðisbærra manna verði að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum eigi þau að falla úr gildi.

Sjá næstu 50 fréttir