Fleiri fréttir Unglingspiltar kveiktu í Fikt tveggja unglingspilta með eld varð til þess að það kviknaði í verslunarmiðstöðinni Firði í gærkvöld. Þeir höfðu kveikt í rusli við austurgafl Fjarðar með þeim afleiðingum að eldur læstist í klæðningu hússins. 18.6.2004 00:01 Landsmótin í uppnámi Landsmót Ungmennafélags Íslands og Unglingalandsmótið, sem haldin verða í Skagafirði í næsta mánuði, eru í uppnámi eftir að dómsmálaráðherra úrskurðaði að sýslumaðurinn á Sauðárkróki hefði heimild til að innheimta tvær og hálfa milljónir króna í sérstakan löggæslukostnað vegna mótanna. 18.6.2004 00:01 Helgi Einar af gjörgæslu Helgi Einar Harðarson, sem gekkst undir hjarta- og nýrnaígræðslu á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg á mánudag, hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild og liggur nú á hjartadeild. Hann er laus úr öndunarvél en að sögn móður Helga, Sigurbjargar Ásgeirsdóttur, líður honum vel eftir atvikum. 18.6.2004 00:01 Hæstiréttur dæmir konu bætur Hæstiréttur dæmdi í dag konu 300 þúsund króna bætur fyrir ólögmæta frelsissviptingu í sambandi við rannsókn á mannsláti í Kópavogi. Hún var handtekin ásamt karlmanni, grunuð um að hafa átt þátt í dauða mannsins. 18.6.2004 00:01 Hæstiréttur dæmir konu bætur Hæstiréttur dæmdi í dag konu 300 þúsund króna bætur fyrir ólögmæta frelsissviptingu í sambandi við rannsókn á mannsláti í Kópavogi. Hún var handtekin ásamt karlmanni, grunuð um að hafa átt þátt í dauða mannsins. 18.6.2004 00:01 Kynferðisbrotamaður fær 10 mánuði Kynferðisbrotamaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum sem þá voru 6 og 7 ára gamlar. Honum er jafnframt gert að greiða hvorri stúlku um sig 300.000 krónur í miskabætur. 18.6.2004 00:01 Frítt í leikskóla fyrir fimm ára Reykjavíkurborg hefur ákveðið að leggja um 100 milljónir á ári í gjaldfrjálst nám fyrir fimm ára börn hluta úr degi. Með því viðurkennir borgin leikskólana sem fyrsta skólastigið, fyrst sveitarfélaga 18.6.2004 00:01 Unglingar fundu fjölda hasspípa Unglingar og leiðbeinendur hjá Vinnuskóla Reykjavíkur fundu nokkra tugi af hasspípum á svæði austan við Rauðavatn. Fíkniefnalögreglan segir almenning duglegan að láta vita af stöðum sem þessum. 18.6.2004 00:01 ESB 18.6.2004 00:01 Mæla með skerðingu heildarafla Nefnd um langtímanýtingu fiskistofna telur að skerða verði heildarafla um þrjú prósent í aflareglum og koma í veg fyrir að raunafli fari framúr leyfðum heildarafla. Tillögurnar hafa þegar verið teknar í framkvæmd að hluta til. 18.6.2004 00:01 Skilorð fyrir slagsmál 24 ára maður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í eins mánaðar fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir líkamsárás og áfengislagabrot. 18.6.2004 00:01 Mun færri kjósa utan kjörfundar Mun færri hafa nýtt sér þann rétt að greiða atkvæði utan kjörfundar, nú þegar átta dagar eru í forsetakosningar, en fyrir forsetakosningarnar árið 1996. Í Reykjavík eru þeir um helmingi færri en norðanmenn eru á svipuðu róli og fyrir síðustu kosningar. 18.6.2004 00:01 Dæmd til að borga fimm hunda Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nýverið karl og konu til að greiða Hundaræktinni í Dalsmynni á áttunda hundrað þúsund krónur, auk málskostnaðar, vegna fimm hunda sem þau höfðu keypt en ekki greitt fyrir. 18.6.2004 00:01 Opið hús fyrir sveitunga Í tilefni flutninga og sex ára afmælis Götusmiðjunnar verður opið hús fyrir alla sveitunga og fagfólk í geiranum við formlega opnun á Akurhóli, fyrrum Gunnarsholti, Rangárþingi-Ytra við Hellu í dag kl.14. 18.6.2004 00:01 Forseti fagnar ummælum Vigdísar Ólafur Ragnar Grímsson forseti segist í viðtali við DV fagna því að Vigdís Finnbogadóttir forveri sinn í forsetaembætti skuli telja málskotsréttinn svo vakandi og sterkan, að hún lýsi því nú yfir að hún hefði beitt honum í Kárahnjúkamálinu. 18.6.2004 00:01 Fimmtán milljarðar til bænda Kostnaðurinn af stuðningi við bændur á síðasta ári nam rúmlega 52 þúsund krónum á hvert mannsbarn, að meðaltali. Heildarkostnaðurinn, annars vegar í formi styrkja úr ríkissjóði og hins vegar í formi hærra matvælaverðs, nam rúmum fimmtán milljörðum króna. 18.6.2004 00:01 Ákvörðun dómsmálaráðuneytis ógild Hæstiréttur ógilti í dag ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að vísa litháískum morðingja og nauðgara úr landi. Litháinn kom til Íslands seint árið 1999 og fékk dvalarleyfi til febrúarmánaðar 2001. Í ársbyrjun bárust lögreglunni upplýsingar um að maðurinn hefði gerst sekur um alvarleg afbrot í heimalandi sínu. 18.6.2004 00:01 Aflareglu fiskistofna verði breytt Nefnd um langtímanýtingu fiskistofna leggur til að aflareglunni verði breytt og framvegis verði veidd um tuttugu og tvö prósent af áætluðum veiðistofni en það þýðir talsverða skerðingu veiðiheimilda. 18.6.2004 00:01 Gæsluvarðhaldsúrskurður kærður Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir þremur útlendingum, sem vísa á úr landi, var kærður til Hæstaréttar í dag. Fyrrverandi lögmaður eins þeirra segir yfirvöld með leikaraskap í málinu og standi að sínu mati ólöglega að meðferð þess. 18.6.2004 00:01 Saddam ekki viðriðinn al-Kaída George Bush forseti Bandaríkjanna og Dick Cheney varaforseti gera alvarlegar athugasemdir við niðurstöður nefndar um hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september. Þeir mótmæla þeirri skoðun að engin tengsl hafi verið á milli Saddams Hússeins og al-Kaída. 18.6.2004 00:01 Rússar vöruðu Bandaríkjamenn við Vladimir Pútín, forseti Rússlands, lýsti því yfir í dag að rússneska leyniþjónustan hefði varað stjórnvöld í Washington við því að Saddam Hússein hefði skipulagt hryðjuverkaárásir á Bandaríkin, í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 18.6.2004 00:01 Nýtt trúfélag ásatrúarmanna Jörmundur Ingi fyrrverandi allsherjargoði sótti í dag um leyfi til að stofna nýtt trúfélag ásatrúarmanna. Hann segir fulla ástæðu til að opinber rannsókn verði gerð á fjárreiðum Ásatrúarfélagsins. 18.6.2004 00:01 Leikskólinn fyrsta skólastigið Allt stefnir í að leikskólanám fimm ára barna í Reykjavík verði gjaldfrjálst að hluta og leikskólinn viðurkenndur sem fyrsta skólastigið. Kostnaður borgarinnnar vegna þessara breytinga verður um 100 milljónir króna á ári. 18.6.2004 00:01 Framkvæmdastjóri NATO á landinu Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kom til landsins í dag. Hann er þessa stundina á blaðamannafundi að loknum fundi með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra. Hann þiggur kvöldverðarboð hjá forsætisráðherra á Þingvöllum í kvöld en fer af landi brott á morgun. 18.6.2004 00:01 Möl enn rutt fram af Ingólfsfjalli Stórvirk jarðýta hélt í morgun áfram að ryðja möl ofan af Ingólfsfjalli í malarnámuna við fjallsræturnar, þótt Skipulagsstofnun hafi úrskurðað í fyrradag að það væri óheimilt. Landeigendum var sent formlegt bréf í dag þar sem úrskurður Skipulagsstofnunar var kynntur. 18.6.2004 00:01 Hvalfjarðargöngunum lokað Loka varð Hvalfjarðargöngum í rúmar tvær klukkustundir fyrir hádegi í dag eftir að hjólhýsi valt í göngunum. Óhappið varð þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í tíu í morgun. 18.6.2004 00:01 Sterkasti prestur heims Séra Gunnar Sigurjónsson, prestur í Digraneskirkju, er sterkasti prestur í heimi. Hann sló fyrra heimsmet með því að hnykla vöðvana og lyfta yfir hálfu tonni nú rétt fyrir fréttir. 18.6.2004 00:01 Ágreiningur innan ESB Ágreiningur er uppi um hver á að verða næsti formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og eins hvernig endanleg útgáfa nýrrar stjórnarskrár sambandsins á að verða. Forseti Frakklands segir að ekki verði fallist á frekari útþynningu stjórnarskrár sambandsins. 18.6.2004 00:01 Afhöfðuðu gísl Hryðjuverkamenn í Sádí-Arabíu afhöfðuðu bandarískan gísl sinn. Skömmu síðar birtu þeir þrjár myndir af afhöggnu höfði hans, á vefnum. 18.6.2004 00:01 Samið um stjórn Gaza Palestínustjórn hefur hafið viðræður við herskáar hreyfingar Palestínumanna um það hvernig stjórn á Gaza-svæðinu skuli háttað þegar Ísraelar eru horfnir þaðan á brott. 18.6.2004 00:01 Forsetinn er ekki bara puntudúkka Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að með því að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar sé hann ekki að gera forsetaembættið pólitískara en áður. 18.6.2004 00:01 Maður svífur yfir Everest Ítalski ævintýramaðurinn Angelo D´Arrigo varð í síðasta mánuði fyrstur manna til að fljúga á svifflugu yfir hæsta fjalli heims, Everest-fjall. 18.6.2004 00:01 Framkvæmdastjóri NATO býður aðstoð Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, er staddur hér á landi í tveggja daga heimsókn og fundaði með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra í gær. 18.6.2004 00:01 1Maður svífur yfir Everest Ítalski ævintýramaðurinn Angelo D´Arrigo varð í síðasta mánuði fyrstur manna til að fljúga á svifflugu yfir hæsta fjalli heims, Everest-fjall. 18.6.2004 00:01 Hannes hættir hjá ÍE Hannes Smárason, aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar lætur af störfum hjá fyrirtækinu til að einbeita sér að starfi stjórnarformanns Flugleiða. Í tilkynningu frá ÍE segir að Hanes muni áfram verða ráðgjafi hjá fyrirtækinu. 18.6.2004 00:01 Þetta er allt að koma, sigraði Íslensku leiklistarverðlaunin, Gríman, voru afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Sýning ársins er "<em>Þetta er allt að koma</em>", sýning Þjóðleikhússins á leikgerð Baltasars Kormáks á bók Hallgríms Helgasonar. 17.6.2004 00:01 Sótti sjúkan skipverja Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti síðdegis í gær sjúkan skipverja af portúgalska togaranum Santa Isabel sem var við veiðar á Reykjaneshrygg. Af öryggisástæðum fylgdi flugvél Landhelgisgæslunnar TF LÍF vegna þess um hve langt flug var að ræða. 17.6.2004 00:01 Það er kominn 17. júní Íslendingar fagna sextíu ára lýðveldisafmæli í dag, 17. júní. Formleg hátíðarhöld hefjast nú klukkan tíu þegar forseti borgarstjórnar leggur blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar. Klukkan tuttugu mínútur fyrir ellefu hefst hefðbundin hátíðardagskrá við Austurvöll í Reykjavík. 17.6.2004 00:01 Misskilningi um hryðjuverk eytt Yfirheyrslum nefndar um hryðjuverkin í New York ellefta september árið 2001 lýkur í dag. Nefndarmenn segja líklegt að niðurstöður nefndarinnar muni eyða útbreiddum misskilningi um hryðjuverkin. Meðal þess sem nefndarmenn segja að koma muni í ljós er að ekki hafi staðið til að bandarískar herflugvélar myndu skjóta niður farþegaflugvél ef með þyrfti. 17.6.2004 00:01 35 létust í bílsprengingu Að minnsta kosti 35 manns fórust og eitt 138 særðust í bílsprengingu í Baghdad í morgun. Sprengingin er sögð tengjast valdaskiptum í Írak. Sprengingin átti sér stað utan við herskráningarstofu í fjölfarinni umferðargötu í miðborg Baghdad. <font size="2"></font> 17.6.2004 00:01 Hátíðarræða forsætisráðherra Davíð Oddsson forsætisráðherra var hátíðlegur í orðum þegar hann flutti ræðu í tilefni af hátíðarhöldunum 17. júní. Hann talaði um jarðaför Jóns Sigurðssonar og konu hans Ingibjörgu fyrir 125 árum og þann atburð sem átti sér stað nokkrum vikum síðar þegar hornsteinn var lagður að Alþingishúsinu. 17.6.2004 00:01 Getulaus grunaður um nauðgun Ekki verður hægt að athuga hvort þýskur karlmaður á níræðisaldri sem ákærður var fyrir fjölda nauðgana sé getulaus eins og hann heldur fram. 17.6.2004 00:01 Engin vettlingatök á Írönum Vesturveldin létu hótanir íranskra stjórnvalda sem vind um eyru þjóta þegar gengið var frá harðrorðri ályktun um kjarnorkuáætlun Írana á fundi Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar í Vín í gær. Með ályktuninni vilja vesturveldin koma í veg fyrir það sem þau telja feluleik Írana í kjarnorkumálum. 17.6.2004 00:01 Fjölbreytt hátíðarhöld um landið Landsmenn fanga 60 ára lýðveldisafmæli með fjölbreyttum hætti. Á Egilsstöðum fer fram athyglisverður knattspyrnuleikur , þegar "vináttulandsleikur" fer fram á milli Egilstaðaúrvals fyrir hönd Íslands, og úrvalsliðs Kárahnjúka. 17.6.2004 00:01 Vísað úr landi innan viku Þrír Palestínumenn sem sluppu úr gæsluvarðhaldi í gær voru handteknir aftur þegar í stað vegna annarar kæru og þeim úthlutaðir nýr lögmaður, þvert á óskir þeirra. Fyrri lögmenn fengu ekkert að vita um afdrif skjólstæðinga sinna. 17.6.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Unglingspiltar kveiktu í Fikt tveggja unglingspilta með eld varð til þess að það kviknaði í verslunarmiðstöðinni Firði í gærkvöld. Þeir höfðu kveikt í rusli við austurgafl Fjarðar með þeim afleiðingum að eldur læstist í klæðningu hússins. 18.6.2004 00:01
Landsmótin í uppnámi Landsmót Ungmennafélags Íslands og Unglingalandsmótið, sem haldin verða í Skagafirði í næsta mánuði, eru í uppnámi eftir að dómsmálaráðherra úrskurðaði að sýslumaðurinn á Sauðárkróki hefði heimild til að innheimta tvær og hálfa milljónir króna í sérstakan löggæslukostnað vegna mótanna. 18.6.2004 00:01
Helgi Einar af gjörgæslu Helgi Einar Harðarson, sem gekkst undir hjarta- og nýrnaígræðslu á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg á mánudag, hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild og liggur nú á hjartadeild. Hann er laus úr öndunarvél en að sögn móður Helga, Sigurbjargar Ásgeirsdóttur, líður honum vel eftir atvikum. 18.6.2004 00:01
Hæstiréttur dæmir konu bætur Hæstiréttur dæmdi í dag konu 300 þúsund króna bætur fyrir ólögmæta frelsissviptingu í sambandi við rannsókn á mannsláti í Kópavogi. Hún var handtekin ásamt karlmanni, grunuð um að hafa átt þátt í dauða mannsins. 18.6.2004 00:01
Hæstiréttur dæmir konu bætur Hæstiréttur dæmdi í dag konu 300 þúsund króna bætur fyrir ólögmæta frelsissviptingu í sambandi við rannsókn á mannsláti í Kópavogi. Hún var handtekin ásamt karlmanni, grunuð um að hafa átt þátt í dauða mannsins. 18.6.2004 00:01
Kynferðisbrotamaður fær 10 mánuði Kynferðisbrotamaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum sem þá voru 6 og 7 ára gamlar. Honum er jafnframt gert að greiða hvorri stúlku um sig 300.000 krónur í miskabætur. 18.6.2004 00:01
Frítt í leikskóla fyrir fimm ára Reykjavíkurborg hefur ákveðið að leggja um 100 milljónir á ári í gjaldfrjálst nám fyrir fimm ára börn hluta úr degi. Með því viðurkennir borgin leikskólana sem fyrsta skólastigið, fyrst sveitarfélaga 18.6.2004 00:01
Unglingar fundu fjölda hasspípa Unglingar og leiðbeinendur hjá Vinnuskóla Reykjavíkur fundu nokkra tugi af hasspípum á svæði austan við Rauðavatn. Fíkniefnalögreglan segir almenning duglegan að láta vita af stöðum sem þessum. 18.6.2004 00:01
Mæla með skerðingu heildarafla Nefnd um langtímanýtingu fiskistofna telur að skerða verði heildarafla um þrjú prósent í aflareglum og koma í veg fyrir að raunafli fari framúr leyfðum heildarafla. Tillögurnar hafa þegar verið teknar í framkvæmd að hluta til. 18.6.2004 00:01
Skilorð fyrir slagsmál 24 ára maður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í eins mánaðar fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir líkamsárás og áfengislagabrot. 18.6.2004 00:01
Mun færri kjósa utan kjörfundar Mun færri hafa nýtt sér þann rétt að greiða atkvæði utan kjörfundar, nú þegar átta dagar eru í forsetakosningar, en fyrir forsetakosningarnar árið 1996. Í Reykjavík eru þeir um helmingi færri en norðanmenn eru á svipuðu róli og fyrir síðustu kosningar. 18.6.2004 00:01
Dæmd til að borga fimm hunda Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nýverið karl og konu til að greiða Hundaræktinni í Dalsmynni á áttunda hundrað þúsund krónur, auk málskostnaðar, vegna fimm hunda sem þau höfðu keypt en ekki greitt fyrir. 18.6.2004 00:01
Opið hús fyrir sveitunga Í tilefni flutninga og sex ára afmælis Götusmiðjunnar verður opið hús fyrir alla sveitunga og fagfólk í geiranum við formlega opnun á Akurhóli, fyrrum Gunnarsholti, Rangárþingi-Ytra við Hellu í dag kl.14. 18.6.2004 00:01
Forseti fagnar ummælum Vigdísar Ólafur Ragnar Grímsson forseti segist í viðtali við DV fagna því að Vigdís Finnbogadóttir forveri sinn í forsetaembætti skuli telja málskotsréttinn svo vakandi og sterkan, að hún lýsi því nú yfir að hún hefði beitt honum í Kárahnjúkamálinu. 18.6.2004 00:01
Fimmtán milljarðar til bænda Kostnaðurinn af stuðningi við bændur á síðasta ári nam rúmlega 52 þúsund krónum á hvert mannsbarn, að meðaltali. Heildarkostnaðurinn, annars vegar í formi styrkja úr ríkissjóði og hins vegar í formi hærra matvælaverðs, nam rúmum fimmtán milljörðum króna. 18.6.2004 00:01
Ákvörðun dómsmálaráðuneytis ógild Hæstiréttur ógilti í dag ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að vísa litháískum morðingja og nauðgara úr landi. Litháinn kom til Íslands seint árið 1999 og fékk dvalarleyfi til febrúarmánaðar 2001. Í ársbyrjun bárust lögreglunni upplýsingar um að maðurinn hefði gerst sekur um alvarleg afbrot í heimalandi sínu. 18.6.2004 00:01
Aflareglu fiskistofna verði breytt Nefnd um langtímanýtingu fiskistofna leggur til að aflareglunni verði breytt og framvegis verði veidd um tuttugu og tvö prósent af áætluðum veiðistofni en það þýðir talsverða skerðingu veiðiheimilda. 18.6.2004 00:01
Gæsluvarðhaldsúrskurður kærður Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir þremur útlendingum, sem vísa á úr landi, var kærður til Hæstaréttar í dag. Fyrrverandi lögmaður eins þeirra segir yfirvöld með leikaraskap í málinu og standi að sínu mati ólöglega að meðferð þess. 18.6.2004 00:01
Saddam ekki viðriðinn al-Kaída George Bush forseti Bandaríkjanna og Dick Cheney varaforseti gera alvarlegar athugasemdir við niðurstöður nefndar um hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september. Þeir mótmæla þeirri skoðun að engin tengsl hafi verið á milli Saddams Hússeins og al-Kaída. 18.6.2004 00:01
Rússar vöruðu Bandaríkjamenn við Vladimir Pútín, forseti Rússlands, lýsti því yfir í dag að rússneska leyniþjónustan hefði varað stjórnvöld í Washington við því að Saddam Hússein hefði skipulagt hryðjuverkaárásir á Bandaríkin, í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 18.6.2004 00:01
Nýtt trúfélag ásatrúarmanna Jörmundur Ingi fyrrverandi allsherjargoði sótti í dag um leyfi til að stofna nýtt trúfélag ásatrúarmanna. Hann segir fulla ástæðu til að opinber rannsókn verði gerð á fjárreiðum Ásatrúarfélagsins. 18.6.2004 00:01
Leikskólinn fyrsta skólastigið Allt stefnir í að leikskólanám fimm ára barna í Reykjavík verði gjaldfrjálst að hluta og leikskólinn viðurkenndur sem fyrsta skólastigið. Kostnaður borgarinnnar vegna þessara breytinga verður um 100 milljónir króna á ári. 18.6.2004 00:01
Framkvæmdastjóri NATO á landinu Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kom til landsins í dag. Hann er þessa stundina á blaðamannafundi að loknum fundi með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra. Hann þiggur kvöldverðarboð hjá forsætisráðherra á Þingvöllum í kvöld en fer af landi brott á morgun. 18.6.2004 00:01
Möl enn rutt fram af Ingólfsfjalli Stórvirk jarðýta hélt í morgun áfram að ryðja möl ofan af Ingólfsfjalli í malarnámuna við fjallsræturnar, þótt Skipulagsstofnun hafi úrskurðað í fyrradag að það væri óheimilt. Landeigendum var sent formlegt bréf í dag þar sem úrskurður Skipulagsstofnunar var kynntur. 18.6.2004 00:01
Hvalfjarðargöngunum lokað Loka varð Hvalfjarðargöngum í rúmar tvær klukkustundir fyrir hádegi í dag eftir að hjólhýsi valt í göngunum. Óhappið varð þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í tíu í morgun. 18.6.2004 00:01
Sterkasti prestur heims Séra Gunnar Sigurjónsson, prestur í Digraneskirkju, er sterkasti prestur í heimi. Hann sló fyrra heimsmet með því að hnykla vöðvana og lyfta yfir hálfu tonni nú rétt fyrir fréttir. 18.6.2004 00:01
Ágreiningur innan ESB Ágreiningur er uppi um hver á að verða næsti formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og eins hvernig endanleg útgáfa nýrrar stjórnarskrár sambandsins á að verða. Forseti Frakklands segir að ekki verði fallist á frekari útþynningu stjórnarskrár sambandsins. 18.6.2004 00:01
Afhöfðuðu gísl Hryðjuverkamenn í Sádí-Arabíu afhöfðuðu bandarískan gísl sinn. Skömmu síðar birtu þeir þrjár myndir af afhöggnu höfði hans, á vefnum. 18.6.2004 00:01
Samið um stjórn Gaza Palestínustjórn hefur hafið viðræður við herskáar hreyfingar Palestínumanna um það hvernig stjórn á Gaza-svæðinu skuli háttað þegar Ísraelar eru horfnir þaðan á brott. 18.6.2004 00:01
Forsetinn er ekki bara puntudúkka Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að með því að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar sé hann ekki að gera forsetaembættið pólitískara en áður. 18.6.2004 00:01
Maður svífur yfir Everest Ítalski ævintýramaðurinn Angelo D´Arrigo varð í síðasta mánuði fyrstur manna til að fljúga á svifflugu yfir hæsta fjalli heims, Everest-fjall. 18.6.2004 00:01
Framkvæmdastjóri NATO býður aðstoð Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, er staddur hér á landi í tveggja daga heimsókn og fundaði með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra í gær. 18.6.2004 00:01
1Maður svífur yfir Everest Ítalski ævintýramaðurinn Angelo D´Arrigo varð í síðasta mánuði fyrstur manna til að fljúga á svifflugu yfir hæsta fjalli heims, Everest-fjall. 18.6.2004 00:01
Hannes hættir hjá ÍE Hannes Smárason, aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar lætur af störfum hjá fyrirtækinu til að einbeita sér að starfi stjórnarformanns Flugleiða. Í tilkynningu frá ÍE segir að Hanes muni áfram verða ráðgjafi hjá fyrirtækinu. 18.6.2004 00:01
Þetta er allt að koma, sigraði Íslensku leiklistarverðlaunin, Gríman, voru afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Sýning ársins er "<em>Þetta er allt að koma</em>", sýning Þjóðleikhússins á leikgerð Baltasars Kormáks á bók Hallgríms Helgasonar. 17.6.2004 00:01
Sótti sjúkan skipverja Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti síðdegis í gær sjúkan skipverja af portúgalska togaranum Santa Isabel sem var við veiðar á Reykjaneshrygg. Af öryggisástæðum fylgdi flugvél Landhelgisgæslunnar TF LÍF vegna þess um hve langt flug var að ræða. 17.6.2004 00:01
Það er kominn 17. júní Íslendingar fagna sextíu ára lýðveldisafmæli í dag, 17. júní. Formleg hátíðarhöld hefjast nú klukkan tíu þegar forseti borgarstjórnar leggur blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar. Klukkan tuttugu mínútur fyrir ellefu hefst hefðbundin hátíðardagskrá við Austurvöll í Reykjavík. 17.6.2004 00:01
Misskilningi um hryðjuverk eytt Yfirheyrslum nefndar um hryðjuverkin í New York ellefta september árið 2001 lýkur í dag. Nefndarmenn segja líklegt að niðurstöður nefndarinnar muni eyða útbreiddum misskilningi um hryðjuverkin. Meðal þess sem nefndarmenn segja að koma muni í ljós er að ekki hafi staðið til að bandarískar herflugvélar myndu skjóta niður farþegaflugvél ef með þyrfti. 17.6.2004 00:01
35 létust í bílsprengingu Að minnsta kosti 35 manns fórust og eitt 138 særðust í bílsprengingu í Baghdad í morgun. Sprengingin er sögð tengjast valdaskiptum í Írak. Sprengingin átti sér stað utan við herskráningarstofu í fjölfarinni umferðargötu í miðborg Baghdad. <font size="2"></font> 17.6.2004 00:01
Hátíðarræða forsætisráðherra Davíð Oddsson forsætisráðherra var hátíðlegur í orðum þegar hann flutti ræðu í tilefni af hátíðarhöldunum 17. júní. Hann talaði um jarðaför Jóns Sigurðssonar og konu hans Ingibjörgu fyrir 125 árum og þann atburð sem átti sér stað nokkrum vikum síðar þegar hornsteinn var lagður að Alþingishúsinu. 17.6.2004 00:01
Getulaus grunaður um nauðgun Ekki verður hægt að athuga hvort þýskur karlmaður á níræðisaldri sem ákærður var fyrir fjölda nauðgana sé getulaus eins og hann heldur fram. 17.6.2004 00:01
Engin vettlingatök á Írönum Vesturveldin létu hótanir íranskra stjórnvalda sem vind um eyru þjóta þegar gengið var frá harðrorðri ályktun um kjarnorkuáætlun Írana á fundi Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar í Vín í gær. Með ályktuninni vilja vesturveldin koma í veg fyrir það sem þau telja feluleik Írana í kjarnorkumálum. 17.6.2004 00:01
Fjölbreytt hátíðarhöld um landið Landsmenn fanga 60 ára lýðveldisafmæli með fjölbreyttum hætti. Á Egilsstöðum fer fram athyglisverður knattspyrnuleikur , þegar "vináttulandsleikur" fer fram á milli Egilstaðaúrvals fyrir hönd Íslands, og úrvalsliðs Kárahnjúka. 17.6.2004 00:01
Vísað úr landi innan viku Þrír Palestínumenn sem sluppu úr gæsluvarðhaldi í gær voru handteknir aftur þegar í stað vegna annarar kæru og þeim úthlutaðir nýr lögmaður, þvert á óskir þeirra. Fyrri lögmenn fengu ekkert að vita um afdrif skjólstæðinga sinna. 17.6.2004 00:01