Erlent

Engin vettlingatök á Írönum

Vesturveldin létu hótanir íranskra stjórnvalda sem vind um eyru þjóta þegar gengið var frá harðrorðri ályktun um kjarnorkuáætlun Írana á fundi Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar í Vín í gær. Með ályktuninni vilja vesturveldin koma í veg fyrir það sem þau telja feluleik Írana í kjarnorkumálum. Frakkland, Þýskaland og Bretland sömdu ályktunina en búist er við að hún verði samþykkt eigi síðar en á miðvikudag. Íranar höfðu frestað kjarorkuáætlun sinni en þeir hafa hingað til þverneitað að binda enda á hana. Forseti Íran, Mohammad Khatami, varaði við því að harðrorð ályktun frá stofnuninni yrði til þess að Íranar myndu virjka kjarnorkuáætlun sína á ný. Lét Khatami þess getið að Íranar hefðu enga "siðferðislega skyldu" til að hætta við eða fresta áætlun sinni áfram. "Ef ályktun Evrópuríkjanna verður samþykkt, munum við hafna henni," sagði Khatami.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×