Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2026 21:22 Íslensku strákarnir höfðu ástæðu til að fagna. EPA/Johan Nilsson/TT SWEDEN OUT SWEDEN OUT Ísland vann frækinn eins marks sigur gegn Ungverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sæti F-riðils á EM í handbolta í kvöld. Það var strax ljóst að Ungverjarnir myndu reynast íslensku strákunum erfiðir. Þungir leikmenn ungverska liðsins réðu nokkuð vel við snögga útilínu Íslands og tapaðir boltar og misnotuð dauðafæri virtust ætla að reynast íslenska liðinu dýrkeypt. Gísli Þorgeir fékk oft og tíðum að finna fyrir því.EPA/Johan Nilsson/TT SWEDEN OUT SWEDEN OUT Þá voru vandræði á ritaraborðinu ekki að gera neinum neinn greiða, en þau höfðu svo sem líklega sömu áhrif á bæði lið. Þrátt fyrir erfiðleika Íslands í sóknarleiknum í upphafi leiks stóð vörnin vel og Viktor Gísli Hallgrímsson stóð vaktina vel í markinu. Það varð til þess að Ungverjar náðu aldrei meira en tveggja marka forskoti í stöðunni 4-6. Viktor Gísli var maður leiksins.EPA/Johan Nilsson SWEDEN OUT Íslenska liðið fann hins vegar taktinn betur eftir það og skoraði þrjú mörk í röð og kom Íslandi í forystu þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Líkt og Ungverjar náði íslenska liðið þó ekki meira en tveggja marka forystu, sem Ungverjar voru nokkuð fljótir að þurrka út. Ísland fékk tækifæri til að ná tveggja marka forystu á ný undir lok fyrri hálfleiks en sirkusmark Óðins var dæmt af áður en Ungverjar nýttu sína síðustu sókn og jöfnuðu metin í 14-14 áður en tíminn rann út. Síðari hálfleikur byrjaði vel fyrir íslenska liðið þar sem Viktor Gísli varð í fyrstu sókn Ungverja áður en Orri Freyr Þorkelsson skoraði á hinum endanum. Orri Freyr Þorkelsson átti góða innkomu.EPA/Johan Nilsson/TT SWEDEN OUT SWEDEN OUT Stuttu síðar fékk Ýmir Örn Gíslason hins vegar að líta beint rautt spjald fyrir að fara í andlit andstæðings og hann tók því ekki meiri þátt í leiknum. Elvar Örn Jónsson virtist einnig vera að glíma við einhver meiðsli eftir fyrri hálfleikinn og kom heldur ekki meira við sögu og því voru báðir þristarnir úr byrjunarliðinu frá. Sóknarleikur Íslands var heldur stirður næstu mínútur og til að mynda kom kafli þar sem íslensku strákarnir skoruðu ekki mark í um átta mínútur. Á hinum endanum var Viktor Gísli Hallgrímsson þó heldur betur betri en enginn og varði hvert skotið á fætur öðru sem reyndist íslenska liðinu vægast sagt vel. Líkt og í fyrri hálfleik fann íslenska liðið betri takt og náði upp tveggja marka forskoti. Það forskot lifði þó ekki lengi og Ungverjar jöfnuðu á ný. Svona gekk þetta lengst af og hvorugu liðinu tókst að hrista hitt af sér. Ómar Ingi Magnússon sækir að marki Ungverja.EPA/Johan Nilsson/TT SWEDEN OUT SWEDEN OUT Viggó Kristjánsson kom Íslandi aftur í tveggja marka forystu með marki úr vítakasti þegar rétt rúm mínúta var til leiksloka og kom liðinu skrefi nær sigrinum áður en Viktor Gísli varði í markinu á hinum endanum. Íslensku strákarnir nýttu sér allar þær sekúndur sem þeir gátu í sinni síðustu sókn. Ekki tókst liðinu að koma boltanum í netið, en íslensku strákarnir gerðu nóg. Þeir átu sekúndur af klukkunni og Ungverjar höfðu aðeins tíma til að skora eitt mark í viðbót. Niðurstaðan varð að lokum frækinn eins marks sigur gegn Ungverjum, 24-23, og tryggði sér þar með efsta sæti F-riðils og tvö stig inn í milliriðil. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026
Ísland vann frækinn eins marks sigur gegn Ungverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sæti F-riðils á EM í handbolta í kvöld. Það var strax ljóst að Ungverjarnir myndu reynast íslensku strákunum erfiðir. Þungir leikmenn ungverska liðsins réðu nokkuð vel við snögga útilínu Íslands og tapaðir boltar og misnotuð dauðafæri virtust ætla að reynast íslenska liðinu dýrkeypt. Gísli Þorgeir fékk oft og tíðum að finna fyrir því.EPA/Johan Nilsson/TT SWEDEN OUT SWEDEN OUT Þá voru vandræði á ritaraborðinu ekki að gera neinum neinn greiða, en þau höfðu svo sem líklega sömu áhrif á bæði lið. Þrátt fyrir erfiðleika Íslands í sóknarleiknum í upphafi leiks stóð vörnin vel og Viktor Gísli Hallgrímsson stóð vaktina vel í markinu. Það varð til þess að Ungverjar náðu aldrei meira en tveggja marka forskoti í stöðunni 4-6. Viktor Gísli var maður leiksins.EPA/Johan Nilsson SWEDEN OUT Íslenska liðið fann hins vegar taktinn betur eftir það og skoraði þrjú mörk í röð og kom Íslandi í forystu þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Líkt og Ungverjar náði íslenska liðið þó ekki meira en tveggja marka forystu, sem Ungverjar voru nokkuð fljótir að þurrka út. Ísland fékk tækifæri til að ná tveggja marka forystu á ný undir lok fyrri hálfleiks en sirkusmark Óðins var dæmt af áður en Ungverjar nýttu sína síðustu sókn og jöfnuðu metin í 14-14 áður en tíminn rann út. Síðari hálfleikur byrjaði vel fyrir íslenska liðið þar sem Viktor Gísli varð í fyrstu sókn Ungverja áður en Orri Freyr Þorkelsson skoraði á hinum endanum. Orri Freyr Þorkelsson átti góða innkomu.EPA/Johan Nilsson/TT SWEDEN OUT SWEDEN OUT Stuttu síðar fékk Ýmir Örn Gíslason hins vegar að líta beint rautt spjald fyrir að fara í andlit andstæðings og hann tók því ekki meiri þátt í leiknum. Elvar Örn Jónsson virtist einnig vera að glíma við einhver meiðsli eftir fyrri hálfleikinn og kom heldur ekki meira við sögu og því voru báðir þristarnir úr byrjunarliðinu frá. Sóknarleikur Íslands var heldur stirður næstu mínútur og til að mynda kom kafli þar sem íslensku strákarnir skoruðu ekki mark í um átta mínútur. Á hinum endanum var Viktor Gísli Hallgrímsson þó heldur betur betri en enginn og varði hvert skotið á fætur öðru sem reyndist íslenska liðinu vægast sagt vel. Líkt og í fyrri hálfleik fann íslenska liðið betri takt og náði upp tveggja marka forskoti. Það forskot lifði þó ekki lengi og Ungverjar jöfnuðu á ný. Svona gekk þetta lengst af og hvorugu liðinu tókst að hrista hitt af sér. Ómar Ingi Magnússon sækir að marki Ungverja.EPA/Johan Nilsson/TT SWEDEN OUT SWEDEN OUT Viggó Kristjánsson kom Íslandi aftur í tveggja marka forystu með marki úr vítakasti þegar rétt rúm mínúta var til leiksloka og kom liðinu skrefi nær sigrinum áður en Viktor Gísli varði í markinu á hinum endanum. Íslensku strákarnir nýttu sér allar þær sekúndur sem þeir gátu í sinni síðustu sókn. Ekki tókst liðinu að koma boltanum í netið, en íslensku strákarnir gerðu nóg. Þeir átu sekúndur af klukkunni og Ungverjar höfðu aðeins tíma til að skora eitt mark í viðbót. Niðurstaðan varð að lokum frækinn eins marks sigur gegn Ungverjum, 24-23, og tryggði sér þar með efsta sæti F-riðils og tvö stig inn í milliriðil.