Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Það kemur ýmislegt fram í heimildarmyndinni Founding Fathers þar sem farið er yfir uppgang og sigursæla tíma danska handboltalandsliðsins með goðsögnum landsliðsins, bæði í dag sem og á árum áður. Handbolti 14.1.2026 13:02
Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Logi Geirsson, handboltasérfræðingur í Stofunni, birti á Instagram í gærkvöldi nokkuð skondinn kröfulista fyrir útsendingar Ríkisútvarpsins á EM í handbolta í janúar. Logi bað þar meðal annars um persónulegan aðstoðarmann, einkabílastæði og suðræna tónlist. Logi segir að um „létt grín“ hafi verið að ræða en hefur samt eytt myndinni. Lífið 14.1.2026 12:12
Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Ola Lindgren, fyrrverandi þjálfari og lykilleikmaður sænska landsliðsins í handbolta, hefur gríðarlega trú á íslenska landsliðinu fyrir komandi Evrópumót. Handbolti 14.1.2026 11:02
„Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Einar Jónsson hefur ekki mikla trú á tilraunaverkefni Snorra Steins Guðjónssonar, landsliðsþjálfara í handbolta, sem spilar skyttunni Teiti Erni Einarssyni í hægra horninu. Handbolti 13. janúar 2026 10:32
Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Hægt er að ganga að nokkrum hlutum í lífinu vísum. Meðal annars dauðanum, sköttum og svo þátttöku íslenska karlalandsliðsins í handbolta á stórmóti í janúar. Eins og venjulega eru talsverðar væntingar til íslenska liðsins en á síðustu árum hefur verið gjá á milli þeirra og árangurs á stóra sviðinu. Handbolti 13. janúar 2026 09:01
„Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Landslið Íslands hefur leik á Evrópumótinu í handbolta næsta föstudag og sérfræðingur stöðvarinnar segir fulla ástæðu til bjartsýni en hefur örlitlar áhyggjur af sveiflunum í sóknarleik liðsins. Handbolti 13. janúar 2026 07:31
Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Aron Pálmarsson og Logi Geirsson, fyrrverandi liðsfélagar í íslenska landsliðinu í handbolta, urðu fyrir því óláni á sínum tíma að vekja óvart þáverandi landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson um niðdimma nótt. Handbolti 13. janúar 2026 07:02
Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Þrjá íslenska landsliðsmenn er að finna í upptalningu Handbollskanalen á bestu leikmönnum í hverri stöðu á komandi Evrópumóti í handbolta. Handbolti 12. janúar 2026 23:16
Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Nikolaj Jacobsen hefur gert magnaða hluti með danska handboltalandsliðið síðan hann tók við liðinu af Guðmundi Guðmundssyni fyrir tæpum níu árum síðan. Dönsku landsliðsstrákarnir eru þó ekki að fá alveg sama þjálfara og á árum áður. Handbolti 12. janúar 2026 14:00
Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Færeyingar verða áberandi á Evrópumótinu í handbolta og þeir fá líka góðan stuðning í stúkunni. Riðill færeyska landsliðsins fer fram í Noregi og þangað munu Færeyingar fjölmenna. Handbolti 12. janúar 2026 09:31
„Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Íslenska handboltalandsliðið er nálægt því að vera á heimavelli á Evrópumótinu í handbolta sem hefst með leik á móti Ítölum á föstudagskvöldið. Handbolti 12. janúar 2026 08:31
Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson ræddi í fyrsta sinn opinberlega um það þegar hann að ósekju féll á lyfjaprófi sem tekið var fyrir Ólympíuleikana í Aþenu 2004. Hann átti erfiða mánuði í Austurríki á meðan hann beið eftir botni í málið. Handbolti 12. janúar 2026 07:02
Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Alfreð Gíslason fagnaði í annað sinn á fjórum dögum gegn Degi Sigurðssyni, þegar lið Þýskalands og Króatíu mættust í seinni vináttulandsleik sínum fyrir Evrópumótið í handbolta. Handbolti 11. janúar 2026 19:02
Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði fyrir því franska, 31-29, í síðasta leik sínum fyrir Evrópumótið. Frakkar tryggðu sér sigurinn með því að skora tvö síðustu mörk leiksins. Handbolti 11. janúar 2026 18:00
„Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Vetrarstormurinn „Elli“ hafði mikil áhrif á ferðalag þýska handboltalandsliðsins eftir að það hafði unnið Króatíu í Zagreb á fimmtudagskvöld. Handbolti 11. janúar 2026 09:02
Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Norður-makedónsku dómararnir Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski fá ekki að dæma á komandi Evrópumóti í handbolta vegna svindls á þolprófi. Handbolti 10. janúar 2026 13:01
Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Generalprufa strákanna okkar fyrir EM í handbolta verður gegn ríkjandi Evrópumeisturum Frakklands, á þeirra heimavelli, á sunnudaginn. Fyrstu mótherjar Íslands á EM, Ítalir, fögnuðu sigri í kvöld. Handbolti 9. janúar 2026 21:46
Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan sigur á Slóveníu, 32-26, í æfingamóti í París í Frakklandi í kvöld. Þetta var næstsíðasti leikur Íslands fyrir EM en liðið mætir sigurvegaranum úr leik Frakklands og Austurríkis á sunnudaginn. Handbolti 9. janúar 2026 19:20
Við erum hjartað í boltanum Nú styttist óðum í Evrópumót karla í handbolta og enn á ný sendum við íslenskt landslið til leiks á stærsta sviðinu. Það er ekki sjálfgefið, en það er orðinn hluti af sterkri og ómissandi hefð. Skoðun 9. janúar 2026 12:31
Skilur stress þjóðarinnar betur Ómar Ingi Magnússon segist hafa öðlast nýja virðingu fyrir íslensku handboltaáhugafólki er hann neyddist til að horfa á HM í janúar í fyrra. Hann mætir tvíefldur til leiks í ár. Handbolti 9. janúar 2026 09:01
„Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Logi Geirsson hefur miklar væntingar til íslenska handboltalandsliðsins fyrir Evrópumótið í handbolta sem hefst í næstu viku. Logi er einn af sérfræðingum Ríkissjónvarpsins í umfjölluninni um EM í ár. Handbolti 9. janúar 2026 07:31
Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Króatar stappfylltu Zagreb Arena í kvöld þegar HM-silfurdrengir Dags Sigurðssonar tóku þar á móti Ólympíu-silfurdrengjum Alfreðs Gíslasonar, í hörkuleik. Handbolti 8. janúar 2026 21:29
Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Palicka virðist hafa haft heppnina með sér þegar hann fékk þrumuskot í andlitið í gærkvöldi í undirbúningsleik Svía fyrir komandi Evrópumót. Handbolti 8. janúar 2026 16:30
Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Andreas Palicka, sænski markvörðurinn frábæri, kláraði ekki leikinn með Svíum í gær en sænska landsliðið mætti þá Brasilíu í undirbúningsleik fyrir Evrópumótið. Handbolti 8. janúar 2026 09:01