Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2025 21:03 Caroline Garcia var um tíma í 4. sæti heimslistans í tennis og á tvenn gullverðlaun af risamótum. Getty/robert Prange Franska tenniskonan Caroline Garcia segist hafa hafnað tilboði upp á 270.000 dollara, eða um 34 milljónir króna, því hún vildi ekki auglýsa veðmálafyrirtæki. Hún segir allt íþróttafólk þekkja viðbjóðslegu skilaboðin og jafnvel líflátshótanirnar sem því berist vegna veðmála sem ekki ganga upp. Garcia lagði spaðann á hilluna á þessu ári og sinnir nú hlaðvarpinu Tennis Insider Club sem hún bjó til ásamt eiginmanni sínum, Borja Duran. Hún náði best 4. sæti á heimslista kvenna og vann tvisvar sinnum gullverðlaun á risamótum, í tvíliðaleik á Opna franska mótinu árið 2016 og 2022. Garcia segir það að sjálfsögðu hafa freistað að fá háa upphæð fyrir auglýsingu en á endanum hafi það ekki komið til greina að auglýsa veðmálafyrirtæki. „Þetta er umtalsverð upphæð, sérstaklega fyrir sjálfstætt starfandi hlaðvarp og fyrir mig sem er nýlega hætt í atvinnumennsku. En hér er ástæða þess að við höfnuðum þessu. Í viðtölum síðustu tvö ár, við íþróttafólk, þjálfara, umboðsmenn og foreldra, kemur sífellt upp sama þema: veðmál eru orðin aðalástæða fyrir pressu, níði og hatri í nútímaíþróttum,“ skrifaði Garcia á samfélagsmiðla. View this post on Instagram A post shared by Caroline Garcia (@carogarcia) „Allir keppendur, frá topp tíu stjörnunum til þeirra sem berjast um sæti á ITF, eiga sínar sögur: Innhólfið fullt af móðgunum eftir leik… Fólk að krefjast peninga því það tapaði veðmáli… Jafnvel líflátshótanir. Ekki út af íþróttum, heldur út af veðmálum,“ skrifaði Garcia og útskýrði betur ákvörðun sína: „Ég vil ekki að Tennis Insider Club, jafnvel óbeint, styðji kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf, og gerir íþróttafólk að skotmarki á hverjum degi.“ Hún kvaðst með þessu ekki vera að dæma fólk fyrir að veðja öðru hvoru. Eða íþróttafólk fyrir að vera með styrktarsamninga við veðmálafyrirtæki. „Við erum einfaldlega að velja hvað við viljum standa fyrir og hvað við viljum ýta undir,“ skrifaði Garcia. Tennis Fjárhættuspil Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Sjá meira
Garcia lagði spaðann á hilluna á þessu ári og sinnir nú hlaðvarpinu Tennis Insider Club sem hún bjó til ásamt eiginmanni sínum, Borja Duran. Hún náði best 4. sæti á heimslista kvenna og vann tvisvar sinnum gullverðlaun á risamótum, í tvíliðaleik á Opna franska mótinu árið 2016 og 2022. Garcia segir það að sjálfsögðu hafa freistað að fá háa upphæð fyrir auglýsingu en á endanum hafi það ekki komið til greina að auglýsa veðmálafyrirtæki. „Þetta er umtalsverð upphæð, sérstaklega fyrir sjálfstætt starfandi hlaðvarp og fyrir mig sem er nýlega hætt í atvinnumennsku. En hér er ástæða þess að við höfnuðum þessu. Í viðtölum síðustu tvö ár, við íþróttafólk, þjálfara, umboðsmenn og foreldra, kemur sífellt upp sama þema: veðmál eru orðin aðalástæða fyrir pressu, níði og hatri í nútímaíþróttum,“ skrifaði Garcia á samfélagsmiðla. View this post on Instagram A post shared by Caroline Garcia (@carogarcia) „Allir keppendur, frá topp tíu stjörnunum til þeirra sem berjast um sæti á ITF, eiga sínar sögur: Innhólfið fullt af móðgunum eftir leik… Fólk að krefjast peninga því það tapaði veðmáli… Jafnvel líflátshótanir. Ekki út af íþróttum, heldur út af veðmálum,“ skrifaði Garcia og útskýrði betur ákvörðun sína: „Ég vil ekki að Tennis Insider Club, jafnvel óbeint, styðji kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf, og gerir íþróttafólk að skotmarki á hverjum degi.“ Hún kvaðst með þessu ekki vera að dæma fólk fyrir að veðja öðru hvoru. Eða íþróttafólk fyrir að vera með styrktarsamninga við veðmálafyrirtæki. „Við erum einfaldlega að velja hvað við viljum standa fyrir og hvað við viljum ýta undir,“ skrifaði Garcia.
Tennis Fjárhættuspil Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Sjá meira