Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2025 22:41 Það fór vel á með Luke Humphries og Paul Lim í Alexandra Palace í kvöld. Getty/John Walton Það var falleg stund á HM í pílukasti þegar 71 árs gamla goðsögnin Paul Lim, vægast sagt dyggilega studdur af áhorfendum, náði að vinna einn legg á móti Luke Humphries sem gat ekki annað en brosað. Humphries sagðist hreinlega hafa viljað tapa leggnum. Humphries, sem varð heimsmeistari fyrir tveimur árum, átti ekki í neinum vandræðumm með að vinna 3-0 sigur gegn Lim. Hann hefði vel getað unnið öll þrjú settin 3-0 en Lim náði að vinna legg í lokasettinu og var ákaft fagnað. LIM IS ON THE BOARD!!A first leg for Paul Lim in this tie and Ally Pally erupts 🙌Quality 🤣 pic.twitter.com/miLPFvDwNv— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 „Maður vill ekki alltaf rústa andstæðingnum. Það er þannig með suma en ekki aðra og hann er einn af þeim sem þig langar ekki til að rústa,“ sagði Humphries eftir sigurinn. „Fyrir mér var bara aðalatriðið að vinna. Ég var kominn í góða stöðu eftir fyrstu tvö settin. Hann [Lim] er algjör goðsögn og ég dýrka hann gjörsamlega. Vonandi var þetta ekki í síðasta sinn sem við sjáum hann á sviðinu. Ég vona að hann komi aftur að ári, að við mætumst ekki og hann fái að slá út aðra,“ sagði Humphries. HUMPHRIES TOO GOOD FOR LIM!It's an excellent display from Luke Humphries, and he has too much for Paul Lim as he limits him to just one leg. Some performance 👏📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R2 pic.twitter.com/936RO6fEHn— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 Humphries vissi vel að áhorfendur yrðu á bandi Lim sem virtist skemmta sér vel þrátt fyrir yfirburði Englendingsins. „Það var bara gaman að spila við hann aftur. Ég er aðdáandi en því miður þurftum við að mætast og ég þurfti að klára mitt í kvöld. En þetta var stórkostlegasta andrúmsloft sem ég hef upplifað. Þegar fólkið kallaði nafnið hans þá var það mesti hávaði sem ég hef heyrt,“ sagði Humphries, ánægður með stöðu sína í dag eftir tapið fyrir Lim fyrir nokkrum árum. Leikirnir í kvöld unnust af nokkru öryggi og komust Englendingarnir Charlie Manby og Nathan Aspinall áfram, ásamt Hollendingnum gian van Veen. Úrslit kvöldsins: Charlie Manby - Adam Sevada, 3-0 Luke Humphries - Paul Lim, 3-0 Nathan Aspinall - Leonard Gates, 3-0 Gian van Veen - Alan Soutar, 3-1 Mótið heldur svo áfram á morgun með átta leikjum, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay, þar sem menn á borð við Peter Wright, Gary Anderson og Michael van Gerwen verða á ferðinni. Pílukast Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Humphries, sem varð heimsmeistari fyrir tveimur árum, átti ekki í neinum vandræðumm með að vinna 3-0 sigur gegn Lim. Hann hefði vel getað unnið öll þrjú settin 3-0 en Lim náði að vinna legg í lokasettinu og var ákaft fagnað. LIM IS ON THE BOARD!!A first leg for Paul Lim in this tie and Ally Pally erupts 🙌Quality 🤣 pic.twitter.com/miLPFvDwNv— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 „Maður vill ekki alltaf rústa andstæðingnum. Það er þannig með suma en ekki aðra og hann er einn af þeim sem þig langar ekki til að rústa,“ sagði Humphries eftir sigurinn. „Fyrir mér var bara aðalatriðið að vinna. Ég var kominn í góða stöðu eftir fyrstu tvö settin. Hann [Lim] er algjör goðsögn og ég dýrka hann gjörsamlega. Vonandi var þetta ekki í síðasta sinn sem við sjáum hann á sviðinu. Ég vona að hann komi aftur að ári, að við mætumst ekki og hann fái að slá út aðra,“ sagði Humphries. HUMPHRIES TOO GOOD FOR LIM!It's an excellent display from Luke Humphries, and he has too much for Paul Lim as he limits him to just one leg. Some performance 👏📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R2 pic.twitter.com/936RO6fEHn— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 Humphries vissi vel að áhorfendur yrðu á bandi Lim sem virtist skemmta sér vel þrátt fyrir yfirburði Englendingsins. „Það var bara gaman að spila við hann aftur. Ég er aðdáandi en því miður þurftum við að mætast og ég þurfti að klára mitt í kvöld. En þetta var stórkostlegasta andrúmsloft sem ég hef upplifað. Þegar fólkið kallaði nafnið hans þá var það mesti hávaði sem ég hef heyrt,“ sagði Humphries, ánægður með stöðu sína í dag eftir tapið fyrir Lim fyrir nokkrum árum. Leikirnir í kvöld unnust af nokkru öryggi og komust Englendingarnir Charlie Manby og Nathan Aspinall áfram, ásamt Hollendingnum gian van Veen. Úrslit kvöldsins: Charlie Manby - Adam Sevada, 3-0 Luke Humphries - Paul Lim, 3-0 Nathan Aspinall - Leonard Gates, 3-0 Gian van Veen - Alan Soutar, 3-1 Mótið heldur svo áfram á morgun með átta leikjum, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay, þar sem menn á borð við Peter Wright, Gary Anderson og Michael van Gerwen verða á ferðinni.
Úrslit kvöldsins: Charlie Manby - Adam Sevada, 3-0 Luke Humphries - Paul Lim, 3-0 Nathan Aspinall - Leonard Gates, 3-0 Gian van Veen - Alan Soutar, 3-1
Pílukast Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira