Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2025 11:03 Það þekkja flestir stjörnuna á hjálmi Dallas Cowboys en þetta NFL-félag er búið að vera verðmætasta íþróttafélag heims í næstum því heilan áratug Getty/ Stacy Revere Dallas Cowboys hefur haldið stöðu sinni sem verðmætasta íþróttalið heims og trónir á toppi árlegs lista Forbes sem birtur var í gær og NFL-liðin eru afar áberandi á listanum. Cowboys hefur verið efsta félagið á listanum frá árinu 2016 þegar liðið tók fram úr spænska knattspyrnufélaginu Real Madrid og var metið á þrettán milljarða dala (1641 milljarð króna) sem er 29% aukning frá síðasta ári. The Dallas Cowboys have topped Forbes' annual list every year since 2016, while four football clubs and two Formula 1 teams make the top 50. pic.twitter.com/fw82RVZMRY— BBC Sport (@BBCSport) December 18, 2025 Golden State Warriors úr NBA-deildinni í körfubolta var í öðru sæti, metið á ellefu milljarða dala (1389 milljarða króna), og á eftir fylgdu NFL-liðin Los Angeles Rams (10,5 milljarðar dala) og New York Giants (10,1 milljarður dala), en annað NBA-lið, Los Angeles Lakers (10 milljarðar dala), er síðasta félagið inni á topp fimm listanum. Bara fjögur fótboltafélög Aðeins fjögur knattspyrnufélög; Real Madrid, Manchester United, Barcelona og Liverpool, eru meðal fimmtíu verðmætustu íþróttaliða heims því Manchester City, Bayern München og Paris St-Germain duttu út eftir að hafa verið á listanum árið 2024. United var metið á 6,6 milljarða dala og deildi 24. sætinu með NFL-liðinu Tampa Bay Buccaneers, á meðan keppinautar þeirra í ensku úrvalsdeildinni, Liverpool, féllu úr 27. sæti árið 2024 niður í 48. sæti með verðmat upp á 5,4 milljarða dala. Spænsku risarnir í Real Madrid (6,75 milljarðar dala) eru í 20. sæti, á meðan ríkjandi Spánarmeistarar Barcelona (5,65 milljarðar dala) eru í 42. sæti. 30 af 32 liðum NFL-deildarinnar Alls eru 30 af 32 liðum NFL-deildarinnar meðal fimmtíu verðmætustu liðanna, þar á eftir koma tólf lið úr NBA-deildinni og tvö lið hvort frá Major League Baseball, Formúlu 1, La Liga og ensku úrvalsdeildinni. New York Yankees (8,2 milljarðar dala) er í 10. sæti sem verðmætasta liðið í MLB, á meðan Formúlu 1-lið Ferrari (6,5 milljarðar dala) er í 26. sæti og Mercedes (6 milljarðar dala) í 34. sæti. Að sögn Forbes eru þessi fimmtíu lið metin á meira en 353 milljarða dala (meira en 44 þúsund milljarða króna), sem er 22% aukning frá 2024 og meira en tvöföldun frá því fyrir fjórum árum. Viðskiptatímaritið rekur þessar hækkandi tölur til mikillar aukningar á tekjum af fjölmiðlaréttindum. Six years ago, the world’s most valuable sports team was worth $5 billion. Now, that figure wouldn’t even crack the top 50. SEE LIST: https://t.co/QC2nQqz9sUIllustration: Alice Lagarde for Forbes; Photos: Eakin Howard, Cooper Neill, Ion Alcoba Beitia, Daniel Shirey/Stringer… pic.twitter.com/iljx3ntYJB— Forbes (@Forbes) December 18, 2025 NFL NBA Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Cowboys hefur verið efsta félagið á listanum frá árinu 2016 þegar liðið tók fram úr spænska knattspyrnufélaginu Real Madrid og var metið á þrettán milljarða dala (1641 milljarð króna) sem er 29% aukning frá síðasta ári. The Dallas Cowboys have topped Forbes' annual list every year since 2016, while four football clubs and two Formula 1 teams make the top 50. pic.twitter.com/fw82RVZMRY— BBC Sport (@BBCSport) December 18, 2025 Golden State Warriors úr NBA-deildinni í körfubolta var í öðru sæti, metið á ellefu milljarða dala (1389 milljarða króna), og á eftir fylgdu NFL-liðin Los Angeles Rams (10,5 milljarðar dala) og New York Giants (10,1 milljarður dala), en annað NBA-lið, Los Angeles Lakers (10 milljarðar dala), er síðasta félagið inni á topp fimm listanum. Bara fjögur fótboltafélög Aðeins fjögur knattspyrnufélög; Real Madrid, Manchester United, Barcelona og Liverpool, eru meðal fimmtíu verðmætustu íþróttaliða heims því Manchester City, Bayern München og Paris St-Germain duttu út eftir að hafa verið á listanum árið 2024. United var metið á 6,6 milljarða dala og deildi 24. sætinu með NFL-liðinu Tampa Bay Buccaneers, á meðan keppinautar þeirra í ensku úrvalsdeildinni, Liverpool, féllu úr 27. sæti árið 2024 niður í 48. sæti með verðmat upp á 5,4 milljarða dala. Spænsku risarnir í Real Madrid (6,75 milljarðar dala) eru í 20. sæti, á meðan ríkjandi Spánarmeistarar Barcelona (5,65 milljarðar dala) eru í 42. sæti. 30 af 32 liðum NFL-deildarinnar Alls eru 30 af 32 liðum NFL-deildarinnar meðal fimmtíu verðmætustu liðanna, þar á eftir koma tólf lið úr NBA-deildinni og tvö lið hvort frá Major League Baseball, Formúlu 1, La Liga og ensku úrvalsdeildinni. New York Yankees (8,2 milljarðar dala) er í 10. sæti sem verðmætasta liðið í MLB, á meðan Formúlu 1-lið Ferrari (6,5 milljarðar dala) er í 26. sæti og Mercedes (6 milljarðar dala) í 34. sæti. Að sögn Forbes eru þessi fimmtíu lið metin á meira en 353 milljarða dala (meira en 44 þúsund milljarða króna), sem er 22% aukning frá 2024 og meira en tvöföldun frá því fyrir fjórum árum. Viðskiptatímaritið rekur þessar hækkandi tölur til mikillar aukningar á tekjum af fjölmiðlaréttindum. Six years ago, the world’s most valuable sports team was worth $5 billion. Now, that figure wouldn’t even crack the top 50. SEE LIST: https://t.co/QC2nQqz9sUIllustration: Alice Lagarde for Forbes; Photos: Eakin Howard, Cooper Neill, Ion Alcoba Beitia, Daniel Shirey/Stringer… pic.twitter.com/iljx3ntYJB— Forbes (@Forbes) December 18, 2025
NFL NBA Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira