Leik lokið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Siggeir Ævarsson skrifar 11. desember 2025 18:31 Grindavík Keflavík. Bónus deild karla 2025 körfubolti KKÍ. Grindvíkingar tóku á móti Ármanni í kvöld en heimamenn þurftu heldur betur að svara fyrir afhroðið gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Að sama skapi voru Ármenningar að leita að sínum öðrum sigri í röð eftir að hafa landað þeim fyrsta gegn Þór í síðasta leik. Það verður þó að segjast alveg eins og er að Grindvíkingar voru ekki sérlega sannfærandi fyrstu mínútur leiksins á báðum endum vallarins, þá sérstaklega varnarmegin þar sem sprækir Ármenningar skoruðu oft nokkuð auðveldlega. Grindvíkingar hertu tökin þó örlítið eftir því sem leið á 1. leikhluta og þá fóru þristarnir að detta en Ármenningar svöruðu vel og flautukarfa frá Daniel Love tryggði þeim eins stigs forskot eftir fyrstu tíu, staðan 22-23. Grindvíkingar byrjuðu 2. leikhluta eingöngu með Norðurlandabúa inn á og leikurinn nokkurn veginn í jafnvægi. Eftir nokkrar mínútur kom útlendingahersveitin svo inn á aftur og staðan allt í einu orðin 39-32 þegar Steinar Kaldal tók sitt annað leikhlé. Það virkaði vel til að hægja á Grindvíkingum í fyrra skiptið en þeir voru orðnir einbeittari á þessum tímapunkti og héldu muninum í kringum átta til tíu stig og leiddu með 13 í hálfleik, 53-40. Virðingarverð frammistaða hjá nýliðunum framan af leik en að sama skapi virtust Grindvíkingar eiga nánast alla sína gíra inni. Þeir fundu téða gíra strax í upphafi seinni hálfleiks og náðu fljótlega að ýta muninum upp í 20 stig, sem var einfaldlega alltof breytt bil fyrir gestina að brúa og eftirleikurinn nokkuð þægilegur fyrir heimamenn. Ármenningar náðu þó að minnka muninn í 11 stig með skrautlegri flautukörfu í lok þriðja leikhluta. Augnablik sem hefði hæglega getað kveikt neista. Grindvíkingar héldu þó einbeitingu að mestu og kláruðu leikinn að lokum. Dolezaj minnkaði muninn í tíu stig þegar tæpar fjórar mínútur voru á klukkunni og taugar leikmanna voru þandar í brakinu. Grindvíkingar hafa vissulega ekki alltaf haldið sig á mottunni og ró sinni í vetur þegar spennustigið hefur verið hátt en gerðu það í kvöld og kláruðu leikinn að lokum með 20 stigum, 105-85. Bónus-deild karla Grindavík Ármann Körfubolti
Grindvíkingar tóku á móti Ármanni í kvöld en heimamenn þurftu heldur betur að svara fyrir afhroðið gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Að sama skapi voru Ármenningar að leita að sínum öðrum sigri í röð eftir að hafa landað þeim fyrsta gegn Þór í síðasta leik. Það verður þó að segjast alveg eins og er að Grindvíkingar voru ekki sérlega sannfærandi fyrstu mínútur leiksins á báðum endum vallarins, þá sérstaklega varnarmegin þar sem sprækir Ármenningar skoruðu oft nokkuð auðveldlega. Grindvíkingar hertu tökin þó örlítið eftir því sem leið á 1. leikhluta og þá fóru þristarnir að detta en Ármenningar svöruðu vel og flautukarfa frá Daniel Love tryggði þeim eins stigs forskot eftir fyrstu tíu, staðan 22-23. Grindvíkingar byrjuðu 2. leikhluta eingöngu með Norðurlandabúa inn á og leikurinn nokkurn veginn í jafnvægi. Eftir nokkrar mínútur kom útlendingahersveitin svo inn á aftur og staðan allt í einu orðin 39-32 þegar Steinar Kaldal tók sitt annað leikhlé. Það virkaði vel til að hægja á Grindvíkingum í fyrra skiptið en þeir voru orðnir einbeittari á þessum tímapunkti og héldu muninum í kringum átta til tíu stig og leiddu með 13 í hálfleik, 53-40. Virðingarverð frammistaða hjá nýliðunum framan af leik en að sama skapi virtust Grindvíkingar eiga nánast alla sína gíra inni. Þeir fundu téða gíra strax í upphafi seinni hálfleiks og náðu fljótlega að ýta muninum upp í 20 stig, sem var einfaldlega alltof breytt bil fyrir gestina að brúa og eftirleikurinn nokkuð þægilegur fyrir heimamenn. Ármenningar náðu þó að minnka muninn í 11 stig með skrautlegri flautukörfu í lok þriðja leikhluta. Augnablik sem hefði hæglega getað kveikt neista. Grindvíkingar héldu þó einbeitingu að mestu og kláruðu leikinn að lokum. Dolezaj minnkaði muninn í tíu stig þegar tæpar fjórar mínútur voru á klukkunni og taugar leikmanna voru þandar í brakinu. Grindvíkingar hafa vissulega ekki alltaf haldið sig á mottunni og ró sinni í vetur þegar spennustigið hefur verið hátt en gerðu það í kvöld og kláruðu leikinn að lokum með 20 stigum, 105-85.