Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Frá Skaga­firði á Akra­nes

    Nýliðar ÍA í Bónus deild karla í körfubolta eru að safna liði, bæði innan vallar sem utan, fyrir komandi verkefni. Friðrik Hrafn Jóhannsson hefur samið við Skagamenn og mun vera hluti af þjálfarateymi félagsins á komandi leiktíð.

    Körfubolti

    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    „Þetta gerist rosa hratt“

    Körfuboltamaðurinn Kristinn Pálsson hefur yfirgefið herbúðir Vals og samið við Jesi, sem spilar í þriðju efstu deild á Ítalíu. Hann segir hlutina hafa gerst hratt en Kristinn stökk á tilboð sem honum leist vel á og er spenntur fyrir því að leiða liðið vonandi upp um deild.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fylkir og Valur í form­legt sam­starf

    Körfuknattleiksdeildir Fylkis og Vals munu starfa náið saman á komandi tímabili en Fylkismenn munu spila í 1. deild í vetur í fyrsta sinn í 20 ár. Fylkismenn tilkynntu um samstarfið á samfélagsmiðlum í gær.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Penninn á lofti í Kefla­vík

    Keflvíkingar eru byrjaðir að safna liði fyrir næsta tímabil í Bónus deild karla en þrír íslenskir leikmenn skrifuðu í gær undir samninga við liðið. Þeir semja allir til tveggja ára.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Vrkić í Hauka

    Körfuboltamaðurinn Zoran Vrkić hefur gert samning við Hauka um að leika með liðinu næsta tímabil í næst efstu deild. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Haukum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bulls veðja á fyrrum læri­svein Baldurs

    Chicago Bulls átti tólfta valrétt í NBA-nýliðavalinu í gær og ákvað að nýta hann til að fá til sín 18 ára gamla Noa Essengue sem meðal annars hefur fengið íslenska tilsögn á sínum ferli.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snýr aftur á Álfta­nes með hunangið

    David Okeke mun halda áfram að spila lykilhlutverk í liði Álftaness í Bónus-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð en hann staðfesti það á samfélagsmiðlum í dag. Hunangið verður áfram með í för.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bragi semur við nýliðana

    Bragi Guðmundsson hefur samið við körfuknattleiksdeild Ármanns um að leika með nýliðunum á næsta tímabili í Bónus deild karla. Bragi kemur til Ármanns frá Grindavík, þar sem hann spilaði seinni hluta síðasta tímabils eftir að hafa snúið heim úr bandaríska háskólaboltanum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Basile á­fram á Króknum

    Dedrick Basile hefur samið við Tindastól um að leika með liðinu næstkomandi tímabil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stólunum.

    Körfubolti