Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2025 15:31 Shai Gilgeous-Alexander hefur varla fengið að spila í fjórða leikhluta í vetur af því að yfirburðir Oklahoma City Thunder hafa verið það miklir. Getty/Soobum Im Oklahoma City Thunder er í svaka ham í titilvörn sinni í NBA-deildinni í körfubolta. Þeir hafa unnið 24 af fyrstu 25 leikjum sínum á þessu tímabili. Oklahoma City vann 138-89 sigur á Phoenix Suns í nótt en þetta var stærsta tapið í sögu Phoenix og stærsti sigurinn hjá einu liði á þessu tímabili enda munaði 49 stigum á liðunum tveimur. Oklahoma City hefur ekki aðeins unnið alla leiki sína nema einn heldur hefur liðið unnið andstæðinga sína með 17,4 stiga mun að meðaltali á þessu tímabili. Thunder settu sjálfir metið á síðasta tímabili með því að vinna leiki sína þá með 12,9 stiga mun. Sautján af sigrum Thunder á þessu tímabili hafa verið með tveggja stafa mun. „Það er aldrei leiðinlegt að vinna. Það var tími fyrir nokkrum árum þar sem sumir leikmenn í liðinu okkar máttu þola mjög stór töp,“ sagði framherji Thunder, Jalen Williams, og vísaði til 73 stiga taps gegn Memphis Grizzlies þann 2. desember 2021. Margt hefur breyst síðan þá og núna virðast fá lið eiga svör. „Ég held að margir strákar hafi það í huga. Jafnvel ég, á mínu fyrsta ári vorum við ekki að vinna mikið – við vorum ágætir, en ég held að ég hafi það í huga. Og maður má ekki verða leiður á þessu,“ sagði Williams sposkur. Það þykir orðið afrek í vetur fyrir andstæðingana að veita Thunder næga mótspyrnu til að ríkjandi MVP, Shai Gilgeous-Alexander, þurfi hreinlega að spila í fjórða leikhluta. Það gerðist ekki í nótt. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) Eftir að hafa skorað 28 stig á 27 mínútum fór Gilgeous-Alexander af velli ásamt restinni af byrjunarliði Oklahoma City þegar 3:32 voru eftir af þriðja leikhluta. Thunder var þá með 41 stigs forystu, sem jókst í allt að 53 stig í fjórða leikhluta. „Mér fannst við sýna góðan andlegan styrk í kvöld,“ sagði Mark Daigneault, þjálfari Thunder, en lið hans hefur oftar verið með tuttugu stiga forystu eða meira en það hefur lent undir í 25 leikjum. „Það er erfitt að spila með forystu. Það er erfitt að láta stöðuna ekki trufla sig. Mér fannst hópurinn sem byrjaði þriðja leikhluta koma út og slá fyrsta höggið, og sú orka hélt áfram út þriðja leikhluta. Síðan stóð hópurinn í fjórða leikhluta sig frábærlega í því að spila bara næstu sókn. Þannig byggir maður upp venjur. Maður getur tekið skref aftur á bak í svona leik, jafnvel þótt maður endi á að vinna leikinn,“ sagði Daigneault. Oklahoma City er með 72-10 sigurtölfræði í síðustu 82 deildarleikjum sínum og hefur unnið andstæðinga sína með 1.189 stigum á þeim tíma. Það er besti stigamunur yfir 82 leikja tímabil í sögu NBA, samkvæmt rannsóknum ESPN. 73 sigra met Golden State Warriors frá 2015-16 virðist innan seilingar fyrir Oklahoma City ef heldur áfram sem horfir. Þetta var sextándi sigur Thunder í röð sem er nýtt met félagsins fyrir lengstu sigurgöngu. NBA Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Oklahoma City vann 138-89 sigur á Phoenix Suns í nótt en þetta var stærsta tapið í sögu Phoenix og stærsti sigurinn hjá einu liði á þessu tímabili enda munaði 49 stigum á liðunum tveimur. Oklahoma City hefur ekki aðeins unnið alla leiki sína nema einn heldur hefur liðið unnið andstæðinga sína með 17,4 stiga mun að meðaltali á þessu tímabili. Thunder settu sjálfir metið á síðasta tímabili með því að vinna leiki sína þá með 12,9 stiga mun. Sautján af sigrum Thunder á þessu tímabili hafa verið með tveggja stafa mun. „Það er aldrei leiðinlegt að vinna. Það var tími fyrir nokkrum árum þar sem sumir leikmenn í liðinu okkar máttu þola mjög stór töp,“ sagði framherji Thunder, Jalen Williams, og vísaði til 73 stiga taps gegn Memphis Grizzlies þann 2. desember 2021. Margt hefur breyst síðan þá og núna virðast fá lið eiga svör. „Ég held að margir strákar hafi það í huga. Jafnvel ég, á mínu fyrsta ári vorum við ekki að vinna mikið – við vorum ágætir, en ég held að ég hafi það í huga. Og maður má ekki verða leiður á þessu,“ sagði Williams sposkur. Það þykir orðið afrek í vetur fyrir andstæðingana að veita Thunder næga mótspyrnu til að ríkjandi MVP, Shai Gilgeous-Alexander, þurfi hreinlega að spila í fjórða leikhluta. Það gerðist ekki í nótt. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) Eftir að hafa skorað 28 stig á 27 mínútum fór Gilgeous-Alexander af velli ásamt restinni af byrjunarliði Oklahoma City þegar 3:32 voru eftir af þriðja leikhluta. Thunder var þá með 41 stigs forystu, sem jókst í allt að 53 stig í fjórða leikhluta. „Mér fannst við sýna góðan andlegan styrk í kvöld,“ sagði Mark Daigneault, þjálfari Thunder, en lið hans hefur oftar verið með tuttugu stiga forystu eða meira en það hefur lent undir í 25 leikjum. „Það er erfitt að spila með forystu. Það er erfitt að láta stöðuna ekki trufla sig. Mér fannst hópurinn sem byrjaði þriðja leikhluta koma út og slá fyrsta höggið, og sú orka hélt áfram út þriðja leikhluta. Síðan stóð hópurinn í fjórða leikhluta sig frábærlega í því að spila bara næstu sókn. Þannig byggir maður upp venjur. Maður getur tekið skref aftur á bak í svona leik, jafnvel þótt maður endi á að vinna leikinn,“ sagði Daigneault. Oklahoma City er með 72-10 sigurtölfræði í síðustu 82 deildarleikjum sínum og hefur unnið andstæðinga sína með 1.189 stigum á þeim tíma. Það er besti stigamunur yfir 82 leikja tímabil í sögu NBA, samkvæmt rannsóknum ESPN. 73 sigra met Golden State Warriors frá 2015-16 virðist innan seilingar fyrir Oklahoma City ef heldur áfram sem horfir. Þetta var sextándi sigur Thunder í röð sem er nýtt met félagsins fyrir lengstu sigurgöngu.
NBA Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira